Tíminn - 28.11.1951, Page 7

Tíminn - 28.11.1951, Page 7
270. blað. TfMININ. miðvikudaginn 28. nóvember 1951. Varaforsætisráð- lierra Tékka sak- aður nm njósnir Gottwald forseti Tékkósló- vakíu gaf út tilkynningu um það í Prag í gær, að Rudolf Slansky, fyrrverandi varaforsæt isráðherra landsins og fram- kvæmdastjóri kommúnista- flokksins, hefði verið tekinn fast ur og sakaður um njósnir í þágu erlendra ríkja. Slansky var framkvæmdastjóri tékk- neska kommúnistaflokksins frá 1945 þar til fyrir þrem mánuð- um, er hann var leystur frá störfum, og hefir jafnan verið talinn meðal forustumanna kommúnista í Tékkóslóvakíu. Var hann þá gerður aðstoðar- forsætisráðherra. Hann var fimmtugur að aldri. „Svarta konan” fall in á Kóreuvíg- stöðvunum Á sunnudaginn var skaut kanadísk vélbyssuskytta konu, sem fór í broddi fylkingar í mjög harðri árás, sem deild úr norðurhernum gerði. Hafði kona þessi hvað eftir annað farið í broddi fylkingar, er hinar hörð ustu árásir voru gerðar. Stóð sumum orðið stuggur af henni, þar sem hún geystist fram í biksvörtum klæðum og með flaksandi hár, skeytti ekki um neina hæfed og eggjaði lið sitt. Kanadamennirnir náðu líki hennar eftir harða bardaga við kommúnistana, er ekki vildu fyrr en í síðustu lög yfirgefa hetju sína í valnum. Á hinum svarta einkennisbúningi konunn ar voru engin merki, er gæfu til kynna stöðu hennar í hernum. Ný álma við Vík- ingáskipahásið í Osló Ákveðið hefir verið að byggja nýja og stóra álmu við Víkingaskipahúsið á Bygdoy við Osló. Ráðgert er að byggingin kosti 480 þús. norskra króna og leggur há- skólinn fram féð úr sjóðum tveim, sem ætlaðir eru til geymslu fornminja. í hinni nýju álmu verður komið fyr- ir ýmsum fornminjum vík- ingaaldarinnar, sem ekki hef ir verio hægt að hafa til sýn- ls enn vegna húsnæðisleysis. FyrfrsJáímlegiM* raf- magiasskorfur í Noregi Samtök verkamanna og iðnaðarmanna í Noregi hafa gefið út sameiginlega áskor- un til norsku þjóðarinnar um að spara rafmagn eftir fremsta megni bæði á heim- ilum og á vinnustöðvum. Er þar sagt, að fyrirsjáanlegur sé rafmagnsskortur í Noregi í vetur, en úr honum megi nokkuö draga með því að spara rafmagn nú þegar, svo aö uppistöður orkuvera hafi meira vatn í vetur. Geti það komið í veg fyrir langvarandi atvinnuleysi á ýmsum vinnu- stöðvum í vetur vegna raf- magnsskorts. Öldin okkar (Framhald af 8. síðu.) í Siglufirði. Um kvöldið safn aðist fjöldi fólks við húsið, sem hann dvaldi í, og var honum tilkynnt, að hann myndi fluttur brott með valdi,' ef hann færi ekki sjálf\úlj-| ugur. Fylgdist hann þá með | komumönnum um borð í! varðskipið Óðinn, sem var í Siglufirði, og flutti hann til j Sauðárkróks. Þetta sama haust urðu mikl ar ryskingar í Reykjavík, er rætt var um atvinnuleysis- mál í bæjarstjórn Reykjavík- ur. Reyndi mannfjöldinn aö þrengja sér inn í fundarsal- inn, eftir að Einar Olgeirs- son, Stefán Pétursson og fleiri höfðu talað til fólksins, sem! safnast hafði saman úti, og enn urðu miklar ryskingar I í sambandi við bæj arstj órn- arfund litlu síðar þar sem rætt var um atvinnuleysis- mál, og hlutu þá allmargir meiðsl. Bruggarar. Á þessum árum var mikill eltingaleikur við bruggara. j 1932 fannst heil bruggunar- verksmiðja í kjallara í Reykja' vík. Kom lögreglan að verk- j smiðjueigandanum, þar sem' hann vann að framleiðslu1 sinni. Var brugg í stórum tunnum, en brúsi stóð á gas- suðuvél, en í geymslu heilir hlaðar af flöskum, sem á var letrað: Fin gammel Cognac, Fineste Caloric Punsch o.s. frv. Var meðeigandi Þjóðverji, sem hafði kunnáttu í faginu og hafði skrifað út eítir leið- beiningum um bruggun. — Hafði hann í bréfum sínum látið vel af því, að fyrirtækið færi glæsilega af stað. í annað skipti datt drukk- inn bruggari á lögreglubifreið, þar sem hún var á ferð sunn- an við Hafnarfjörð, og var hann með nokkrar flöskur af volgu og nýbrugguðu áfengi á sér. Um svipað leyti fór Björn Blöndal rannsóknarferð aust ur yfir fjall og heimsótti þar bónda einn. Er löggæzlumenn irnir gengu í bæinn, greip húsfreyja næturgagn undan rúmi og skvetti úr því yfir gestinn, en húsbóndinn hugðist í fyrstu að láta hend- : ur skipta. j Einu sinni ætlaði bruggari 1 að stjórna áfengisbruggun á | heimilj sínu úr fangahúsinu, þar sem hann sat vegna dóms I fyrir bruggun. i Bein séra Odds í Miklabæ. Veturinn 1932 fann bónd- inn á Þorleifsstöðum í Skaga- firði forn mannabein í haug, I er hann var að grafa fyrir I fjárhúskofa. Lét fornminja- vörður grafa upp beinin, og álitu Skagfirðingar þetta vera bein séra Odds Gíslasonar i Mfklabæ, sem hvarf 1787, sem frægt er orðið, á heimleið af anhexíu sinni, Silfrastöð- um, en þjóðtrúin kenndi Sól- j veigu, sem séra Oddur hafði neitað um leg í kirkjugarði, j sökum þess að hún hafði fyr- ‘ irfarið sér. ' Þrekraun Sigurðar á Kvískerjum. J Haustið 1936 lenti Sigurður Björnsson á Kviskerjum í snj óflóði í Breiðamerkur- fjalli. Barst Sigurður í geil við jökulröndina og 28 metra inn undir jökulinn og lá þar fastskorðaður. Meðvitund missti hann ekki og tók að syngja til þess að halda á sér hita og reyna að láta heyra til sín. Söng hann oftast Á SIGILDAR OG ODYRAR SMÁBARNABÆKUR Hvers vegnti hafa litlu börnin mest gaman af að fá þessar bækur?: Eftir JÓHANNES úr KÖTLUM Jólin koma, Ömmusögur, Ljóðið um Labbakút. Eftir STEFÁN JÓNSSON Sagan af Gutta, Það er gaman að syngja, Þrjú ævintýri. Vegna þess, að þær er gaman að skoða lesa, læra og syngja. At» h þess gefa höfundar þeirra trygg- ingu fyrir ,að þar óma streng ir íslenzku þjóðarsálarinnar. Bókaútgáfa ÞÓRHALLS BJARNARSONAR Hringbraut 73 — Reykjavík. NÝ ÚTGÁFA JÖRÐIN DALSHÚS í Önundarfirði fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar gefur ábúandi. Sími um Flateyri. Ólafur Steinþórsson. Gúmmí á gólf og stiga og gúmmílím. Á. EINARSSON & FUNK, Sími 3982. Isform, mjólkurbrúsar, barnamál, smjördósir , nestiskassar, búðarausur, steikarapönnur, 3 stærðir — og margt fleira úr alúminium, nýkomið. Nora-Magasín lítbreiðlð Tímairn Skatía'retSslur sanaviiamifélaga (Framhald af 4. síðuj> sanngirni í því t. d., að 1000 manna félag borgi jafn mik- inn eignarskatt af 1 milljón ! króna, þar sem aðeins 1000 kr. | koma á hvern félagsmann, eins og einstakur maður, sem er milljónaeigandi. Þegar breytingar og lagfær ingar verða gerðar á skatta- lögunum, er því nauðsynlégt | að setja nýjar reglur um skatt greiðslur samvinnufélaga. Skúli Guðmundsson RIKISINS „Skjaldbrei6“ vestur til ísafjarðar hinn 3. desember n. k. „Heröubreið“ austur til Reyðarfjarðar 3. desember. — Tekið á móti flutningi í of- angreind skip á morgun og árdegis á föstudag. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. Ifa, N.s. Dronning Aleiandrine Jólaferðin: Skipið fer frá Kaupmanna- höfn 6. desember til Færeyja og Reykjavíkur. — Flutning- ur óskast tilkynntur sem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn. Frá Reykjavík: 15. desember til Færeyja og Kaupmannahafnar. — Far- þegar sæki farseðla í dag og næstu daga, og eigi síðar en 1. desember, annars seldir öðr um. — Ski paafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson Tímaritið vinsæla Virkið í norðri Áskriftasími 6470 — Póst- hólf 1063, Reykjavik. Uppboð Opinbert uppboð verður hald ið í uppboðssal borgarfógeta- embættisins í Arnarhvoli föstu j daginn 30. þ.m. kl. 1,30 e. h. i og verða þar seldir nauðung- j arsölu ýmsir munir eftir kröfu Magnúsar Thorlaciusar hrl. o. i fl., svo sem skrifborð, bóka- ' skápar, stofuskápar, sófasett, leikföng úr plastik, málverk, veggklukka, kaffistell, fatn- aður, snyrtivörur, púður og varalitir o. m. fl. Greiðsla fari fram við ham arshögg. — BORGARFÓGETINN í hendur fel þú honum. Söng hann við og við um nóttina, sem í hönd fór, og er hann var að syngja Lofið vorn drottinn, heyrði hann nafn sitt kallað. Er hann hafði svarað endurtók hann sálm- inn lægra rómi. Var þá kom- ið fram á dag, en leitar- menn, sem sigu í geilina, höfðu heyrt söng Sigurðar og það orðið þeim leiðbeining. Þetta er aðeins lítið sýnis- horn af því, sem frá er sagt í seinna bindinu af Öldinni okkar. REYKJAVIK. Bændur Getum útvegað flestar teg- undir af FERGUSON-verk- færum fyrir vöi’ið. Einnig gúmmílhjól, stærð 600x16 og öxla fyrir heyvagna, hjól- böruhjól o. fl. — Vinsamleg- ast sendið pantanir sem allra fyrst. DRÁTTARVÉLAR h. f. Hafnarstræti 23. Reykjavík. "SSE.____ • Dorotby cijfiaast son Sýning í kvöld kl. 8. — Aðgöngu miðasala eftir kl. 2 í dag. Sími 3191. Nú er tækifærið fyrir þá, sem vilja prýða kirkjuna sína fyrir jólin. — Rafmagnsljósakröna, sérstak lega ætluð í kirkju, er til sýn- is og sölu í Raftækjaverzlun- innj Ljósafoss, Laugaveg 27. Hey til sölu nokkur hundruð hestar af kúahey (töðu, flæðistör) til sölu. Hagkvæmt verð ef sam- iö er strax. Sigurðúr Einarsson Holti Eyjaf jöllum og rafhlöður, sívöl, flöt og tvöföld. VÉLA- OG RAF- TÆKJAVERZLUNIN, TRYGGVAGÖTU 23. SÍMI 81279. BANKASTRÆTI 10. SÍMI 6456. ■W a n />i n S Einbylishus Lítið en gott einbýlishús í Hafnarfirði til sölu. Með hag- kvæmum skilmálum. FASTEIGNIR S.F. Tjarnargötu 3. Sími 6531. HANÐI< AMPAHAUSAR IIANDLAMPAKABALL fyrirliggjandi. — Sendum gegn póstkröfu. Raftv. laiðvik Guðmundsson Laugaveg 48. Sími 7775. Húseigendur! Höfum kaupendur að stærri og minni fasteighum, helzt á hitayeitusvæðinu. Mikil og örugg viðskiptasambönd. FASTEIGNIR S.F. Tjarnargötu 3. Simi 6531.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.