Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, suunudaginn 23. desember 1951.
292. bla»,
Honolulu, 13. des. 1951.
Kæri ritstjóri.
Það var svo mikið af prentvill
um í bréfinu mínu, sem ég skrif
aði þér frá Montana og þú birt-
ir í Tímanum síðast í október
(en síðan í nóv.-byrjun hef ég
ekki séð Timann), að það fauk
svo í mig, að ég hugsaði mér
helzt að ég skyldi ekki skrifa
þér fleiri bréf til birtingar í
blaðinu í þessu ferðalagi. En líkl.
hefir þú farið að lesa betur próf-
arkirnar af síðari bréfunum, þvi
rétt áður en ég lét frá ströndum
Ameríku fékk ég bréf frá þrem
ur góðkunningjum mínum að
heiman, sem allir báðu mig m.
a. um að halda áfram að skrifa
ferðapistla í Tímann. Ræð ég
þar af, að eitthvað hafi birzt
í blaðinu frá mér, án þess að
vera stórskemmt af prentvill-
um. Og fyrir áhrif þessara
manna og í von um að nokkrir
fleiri góðkunningjar og aðrir
vilji láta huga sinn fljúga í
fylgd með ferðalangnum, ætla ég
að skrifa þér og þeim dálitla
stund núna.
Veðráttan í Kaliforníu.
Það er talsverður metingur
milli Kaliforníubúa og Flórída-
búa um í hvoru ríkinu sé dásam
legri veðrátta. íbúar Kaliforníu
segja, að hún sé ennþá betri í
sínu ríki, því að í Flórída sé oft
svo óþægilega heitt. En við önn
ur ríki Bandaríkjanna vilja þeir
ekki heyra talað um neinn sam-
anburð! — Og það er satt, að
veðráttan í Kaliforníu er dásam
leg. Þó verður nokkuð heitt þar
sumstaðar, einkum þegar dregur
dálítið upp frá ströndinni, eða
yfir 100 stig á F. Og eina sein-
ustu nóttina, sem ég var í Los
Angeles, fór hitinn þar niður í
um 40 stig á F. eða rúmlega 4
stig á Celsíus. Þá fraus upp til
landsins. Þótti þá mikill kuldi!
Oftast eru þetta 12—16 stig á
Celsíus í skugganum á daginn
og lítið kaldara á nóttunni —
nú um þetta leytiö. Nokkrar rign
ingar voru öðru hvoru eftir að
kom fram í nóvember og grænk
ar þá jörðin óðfluga. Á sumrin
eru sífelldir þurrkar og skrælnar
þá allt, sem ekki er vökvað. En
vatnsveitur eru ofan úr fjöllun-
um og eru þær bæði langar og
stórkostlegar. Til dæmis sækir
San Francisco-borg sitt vatn
urn 400 mílna veg og er það á-
líka vegalengd og úr Reykjavík
eftir þjóðveginum langt norður
í Þingeyjarsýslu.
En þótt landið sé gott í Kali-
forníu, þegar það er vökvað, þá
eru það veðurgæðin, sem munu
valda því aðallega, hve fólkinu
fjölgar þar ört. Það drifur þang
að víðs vegar að og fæstir vilja
fara þaðan, sem einu sinni eru
þangað komnir. Þótt grasið sé
slegið sex sinnum á ári og tvær
uppskerur séu af appelsínum ár
lega o. s. frv., þó er efnahagsaf-
koman ekkert betri þar heldur
en annarsstaðar.
fslendingar í Kaliforníu.
Talsvert marga Islendinga
fann ég í Kaliforníu og þar á
meðal nokkra Borgfirðinga, sem
ég man eftir heima í Borgar-
firði á barns- og unglingsárun-
um. Þeir voru í öllum stærstu
borgunum þar, svo sem San
Francisco, San Diego, Los
Angeles og útborgum hennar:
Hollywood, Inglewood o. fl.
Tóku þeir mér með mestu á-
gætum og buðu mér m. a. að
búa hjá sér yfir lengri eða
skemmri tíma og sýndu mér
margskonar vinsemd. Virðist
mér hugur margra þeirar mjög
hlýr til íslands og talsverð al-
menn löngun hjá þeim að
skreppa heim til þess að sjá
BRÉF FRÁ HAWAII
Ferðaþættir frá Kaliforníu,
Mexico og Hawaii
gamla landið og ættingja sína
þar. Eru íslendingarnir yfirleitt
mjög efnilegt og gott fólk og
komast vel af, þótt um fáa veru-
lega efnamenn sé að ræða meðal
þeirra í Kaliforníu. Þó eru til
menn þar af algerlega íslenzku
bergi brotnir, sem eru margfald
ir milljónerar í dollurum. En
almennast er aðaleignin ein í-
búð (oft góð) og 1—2 bifreiðar.
— Það er annars meiri fjöldinn
af bifreiðunum í Ameríku, og
þó eru þær langflestar í Kali-
forníu. En eitt mesta vandamál
ið í stærri borgunum þar, er að
geta lagt bifreiðunum einhvers
staðar á daginn, þegar stanza
þarf. Og oftast kostar það meiri
og minni peninga að leggja þeim
stundarkorn. Til dæmis í Los
Angeles-sýslunni (district), sem
hefir um fjórar milljónir íbúa,
' kváðu vera um 2 milljónir bif-
reiða! — Það virðist vera aðeins
dáliítið imaspursmál, hvenær
öll sú sýsla verður ein samfelld
borg og eftir því, sem fólkinu
fjölgar þar ört, er ekki ólíklegt
að fyrir næstu aldamót verði
' hún orðin stærsta borg í heimi.
Kalifornía er á margan hátt
heillandi land og komi ég heim
j á Island aftur mun ég reyna að
segja kunningjunum og öðrum,
er heyra vilja, frá ýmsu nánar.
j En hér er ekki ætlunin að stikla
nema á örfáum steinum, hvorki
^ í Kaliforníu né annars staðar.
I Mexikó.
j Ég skrapp frá Kaliforníu suð-
ur í Mexíkó að litast um sunn-
I
! an vð landamærin. En þar var
mikill munur, þótt landið sé
svipað. Þó að borgir Bandaríkj- j
anna vaxi ört, þá skákaði þó sú
borgin (Tijuana), er ég helzt
stanzaði í þar syðra, bæði þeim
og Reykjavík okkar. Fyrir 10—20
árum voru þar aðeins um 20 þús.
íbúar, en nú kváðu þeir vera j
um 70 þús.! Einhvernveginn
finnst mér þar syðra fólkið og 1
menningin minna mig mest á
Algier á Afríkuströndinni og að j
sumu leyti á Napoli og víðar á '
ítalíu — af þeim stöðum, þar'
j sem ég hefi ennþá komið. Ibú-
arnir eru yfirleitt blakkir á hör
und. Eru víst mest kynblending
ar Spánverja og Indíána. Þar er
söluprangið úti á strætum álíka
og við Miðjarðarhafið. Varla er'
hægt að komast áfram á gang- J
stéttunum fyrir sölulýð með,
margskonar varning. En þó var,
sá lýður ekki nærri eins lipur
eins og t. d. í Napoli — ekki a. j
m. k. í liðamótunum! Kvenfólk
ið virtist þarna minna mjög á
I kynsystur sínar á Afríkuströnd-
| inni — og líka á þær í Mílanó!
t En ég skal ekki tala nánar um
það kvenfólk. Yrði það máske
tilefni „lifandi" mynda hjá góð
kunningjum mínum Páli Skúla-
syni og Haraldi Á. Sigurðssyni.
Bezt að hvíla sig frá þeim „menn
ingartengslum" í þetta sinn.
Eitt mesta „sportið" þarna er
að fara í uxakerrum eins og tíðk
ast mjög á Afríkuströndinni. Og
þó fara líklega ferðalangarnir
aðallega í þær í Mexíkó til þess
að láta mynda sig í þeim. Sá
þykir ekki maður með mönnum,
sem fer suður fyrir landámærin
til Mexíkó, láti hann ekki mynda
sig í uxakerru!!
Nautaat og fangahús.
Kaupgjald er lágt í Mexíkó
Blómarós frá Hawaii
og sækja Mexíkanar fast á að
komast norður fyrir landamær
in i hærri launin þar, en eru
eltir uppi af landamæravörðun-
um, þótt allmörgum takist að
sleppa norður fyrir og leynast
þar, eftir því sem sagt er. —
Matur er bæði mikill og góður
hjá Mexíkóbúum og ódýrari að
mun heldur en fyrir norðan
landamæralínuna. — Nautaat
var ein aðálskemmtun þeirra
þar syðra og kostuðu ódýrustu
sætin í nautaats-„leikhúsinu“ j
$ 3,50, og er oftast mjög erfitt
að fá aðgöngumiða, svo er að-
sóknin mikil. Er það þó sóðaleg
skemmtun og sýnir, hve villi-
dýrið er enn ofarlega í mönn-
unum, að þeir skuli fara oftar
en einu sinni að horfa á slíkan
„leik“. En fólkið þarna virðist
yera mjög ruslborið, enda alls
konar glæpir mjög tíðir: mann
dráp, þjófnaðir, rán o. fl. Stórt
fangelsi var fast við aðalstræti
borgarinnar (margfalt stærra
heldur en fangahúsið við Skóla-
vörðustíginn!) og voru þar járn
grindur út að gangstéttinni milli
fanganna og vegfarendanna.
Líklega hafa fangarnir átt að
fá að skemmta sér við að horfa
á umferðina — eða fólkið við
að sjá fangana? Sýnist það vera
dálítið einkennilegt, hvort það
er í Mexíkó eða Reykjavík, að
vera að hafa aðalfangahúsin við
aðalstræti borganna. Voru fang
arnir í þéttum fylkingum inn
an við járngrindurnar og voru
þeir m. a. að reyna að fá vegfar-
endur til þess að stanza, með
því t. d. að rétta fingurna út
á milli járnrimlanna og virtust
þá vera að sníkja eftir sígarett-
um eða öðru þ. h. En vopnaðir
varðmenn voru úti á stéttinni
að líta eftir, að ekki væri sam-
bandið of náið milli fanganna og
þeirra, sem um götuna gengu.
Minnti þetta fangahús mig á
greinar Kristjáns Albertssonar
í Mbl. hér um árið, þar sem
hann stakk upp á því að reisa
fangabúr úr járngrindum á
Lækjartorgi í Reykjavík.
Á Hawaii.
Á leiðinni hingað út á Hawaii
frá Los Angeles, var ég m. a.
samferða inníæddri fjölskyldu
hér á eyjunum (af japönskum
ættum). Hafði hún flutt upp í
Kaliforníu fyrir ári síðan og
ætlaði sér að setjast þar að
fyrir fullt og allt. En hún kunni
ekki við veðráttuna þar! Datt
mér þá í hug það, sem gömul
kunningjastúlka mín frá Akra-
nesi sagði við mig um daginn,
eftir að vera búin að dvelja 3
ár í Los Angeles. Hún hvað sér
þætti reyndar veðrið gott, en
það væri betra þó, ef hægt væri
að fá rok og stórrigningu eöa
hríðarbyl, svona einu sinni í
mánuði. Þessi veðurblíða og lítill
munur á veðri mánuð eftir mán
uö gerði mann leiðan á tilbreyt-
ingaleysinu. Japansk-ættaða
fjölskyldan var ekki alin upp
við misjafnt veðurfar eins og
Islendingarnir heima, því að hér
er vetur, sumar, vor og haust
nær því sama veðurblíðan. Fjöl
skyldunni fannst veðurfarið í
Kaliforníu ekki gott og mjög
misjafnt að hita og kulda. Á
sumrum væri máske stundum
yfir 400 stig á F., en á vetrum
færi hitinn niður í frostmark.
Þetta fannst, einkum börnunum
tveim, laglegum gjafvaxta dætr
um, lítt þolandi! Og fluttu sig
því aftur, að þær sögðu, alkomn
ar hingað á æskustöðvarnar. En
hér er hitinn nær jafn allt árið
eða sem næst 23—24 stigum á
Celsíus, enda er farið að stytt-
ast hér til Miðjarðarlínunnar.
En Islendingurinn kysi nú dál.
meiri svala öðru hvoru. Reyndar
er norð-austan gola hér mikinn
hluta ársins, en hún er heldur
hlýrri en landnyrðingurinn
heima!
Landslagið.
Eyjarnar eru átta og allar
byggðar nema ein, sú minnsta
og óbyggilegasta, sem notuð er
til heræfinga og þ. h. Er tæplega
hálf m^illjón íbúa samtals á
eyjunum. Aðeins eru þó 335
menn búsettir á einni byggðn
eyjunni, en á þessari, sem Hono-
lulu er á (Oahu) eru íbúarnir
nú taldir vera 347,440 og er mik
ill meiri hluti þeirra hér í borg
inni. Ekki er þessi eyja nema
604 fermílur, svo hún er ekki
nema nálægt einn sextugasti og
fimmti hluti Islands að stærð.
Sést á því að hún er nokkuð
þéttbyggð. Eins og kunnugt er
eru þessar eyjar eldfjallaland og
eru hér einhver þekktustu eld-
fjöll í heimi og umbrot oft ógur
leg. Mauna Loa og Mauna Kea,
sem eru hæstu og þekktustu eld
fjöllin, eru hátt á 14 þús. fet á
hæð og eru toppar þeirra snævi
þaktir yfir úrkomutímann, sem
er á vetrum, þótt svona sé hlýtt
hér neðra. Milli eyjanna er sjór
inn sums staðar um 2000 feta
djúpur. Svo það er nokkuð óslétt
hérna! Haleakala hefir einhvern
stærsta eldgíg í heimi.
Eyjarnar eru allar fjöllóttar
(gamlir eldgígir) og rísa fjöllin
sem snarbrattir, hvassyddir, ó-
reglulegir tindar. Á þessari eyju,
sem ég er nú á, eru þeir uppund
ir þrjú þús. feta háir þeir hæstu
(en miklu hærri samt annars
staöar) og eru þeir klæddir lág-
um skx-úðgrænum skógi, alveg
frá rótum og uppúr, nema á ein
staka stað standbergsklettar.
Byggðin er mest meðfram strönd
unum í smáþorpum. En nær
ekkert af einstökum bændabýl-
um. Þó sá ég í dag einstakt
bóndabýli, þar sem eru átján
hundruð mjólkurkýr. Þar er
samt ekkert fjós! Kýrnar koma
aldrei í hús.
Atvinnuvegimir.
Auðkýfingar eiga mest af land
inu og leigja það svo út gegn
okurleigu. Til dæmis á einn mað
ur 208 fermílur af þessari eyju
(Oahu) eða rúmlega þriðjung
hennar og fær hann 3 milljónir
dollara í leigu eftir landið. Er
auðnum misjafnlega skipt und
ir yfirráðum blessaðra Banda-
ríkjamannanna eins og víðar í
heiminum. Þessi mikla misskipt
ing gefur byltingastefnun-
um auðvitað byr undir báða
vængi. Reyndar má viðurkenna
það, að á síðari árum eru auð-
kýfingar Bandaríkjanna skatt-
lagðir mjög hátt, en það er líka
allur almenningur. Hawaiibúar
greiða t. d. um 170 milljónir doll
ara í skatta á ári til sambands-
ríkjanna. Þar fyrir utan svo
alla sérskatta í þarfir eyjabúa
sjálfra. Það kostar nokkuð að
búa hér, þótt margt sé hægt.
T. d. eru 103 þús. bifreiðar hér
á þessari eyju og þær þurfa
sitt. Bensínið kostar hér 31 cent
gallonið.
Atvinnuvegirnir eru ekki fjöl-
skrúðugir. Verksmiðjur finnast
fáar. Fiskveiðar litlar, en þó er
fiskað dálítið af túnfiski. Málm
ar engir og ekki nein kol né olía.
Ávextir eru talsverðir, einkum
(Framhald á 5. síðu)
GLEÐILEG JÓL!
Sláturfélag Suöurlands.
GLEÐILEG JOL!
Svanur h.f.
GLEÐILEG JÓL!
Skiþaútgerð ríkisins.