Tíminn - 04.01.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1952, Blaðsíða 1
Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Préttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Pramsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðsh Imi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 36. árgangur. Reykjavík, föstudaginn 4. janúar 1952. 2. blað. Þeir vora kosnir „menn ársins 1951" ^\U\U atkvæðl SeiTl „menil áTS' ins 19517/ - Guðmundur Jónasson og Jón Dúason hæstir — jöfn atkv. Úrslit i atkvæðagreiðslu lesenda Tímans um mann ársins 1951 urðu fj5u, að tveir hlutu jafna atkvæðatölu, þeir Guðmundur lónasson snjóbílstjóri og dr. Jón Dúason, 116 atkvæði hvor, en alls voru greidd 1096 atkvæði, er dreifðust á 83 menn. — Framan af atkvæðagreiðslunni var Jón Dúason hæstur, en er á leið náði Guðmundur hcnum, og var um skeið nokkru hærri. Guðniundur Jónasson, „bjargvættur manna og mál- leysingja árið 1951.“ Ðr. Jón Dúason, „maðurinn, sem vísaði Islend- ingum á miðin við Grænland". Kona og börn hætt kom in í bruna á Selási Húsið brann lil kaldra kola á svipstuiidu taust fyrir hádegi í gær brann lítið íbúðarhús á Selási við Reykjavík til kaldra kola á svipstundu, og komst kona og tvö börn, sem í húsinu voru út með naumindum en engu varð bjarg- að af innbúi. í húsi þessu, Selásbletti 22A, sem er lítiö múrhúðað timbur- hús, bjó Kolbeinn Sigurgeirs- son vörubílstjóri með konu og tveimur börnum. Laust fyrir há degið skrapp konan út í skúr þar rétt við, en á meðan kvikn- aði í húsinu út frá rafmagni að þvi er talið er. Skipti það eng- um togum, að húsið varð al- elda, en konan komst nauðug- lega út með börnin tvö. Búizt \ið að rajólk- urflutningar teppist Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. Undanfarna daga hefir verið þung færð og jafnfallinn snjór í Borgarfirði og á Mýrum, og tepptust einn daginn fimm mjólkurbílar, sem fóru í Reyk- holtsdal, Lundarreykjadal og vestur um Mýrar. í gær var farið að hvessa og draga snjóinn í skafla, og má búast við, að mjólkurflutningar í héraðinu teppist nú, þar til unnt verður að ryðja vegina. Vetrarvegur á Fróðárheiði Til Tímans frá Ólafsvik. Á Snáefellsnesi er nú all mik- ill snjór og færð á vegum held- ur þung. Þó er bílfært frá Ólafs i vík á Fróðárheiði, að þeim veg- arspotta, sem eftir var að leggja í sumar, er unnið var þar að vegagerð. Hinn nýi upphlaðni vegur reynist hins vegar ágætlega og koma bílar að sunnan alveg að ófærðinni. Þarf fólk því að skipta um bíla þarna og ganga 1— kílómetra spöl á milli bif- reiðanna. Hafa þannig farið hópar fólks um hátíðarnar yfir Fróðárheiði, síðast í gær og fyrradag. Langt er í sima, og þegar náð ist i slökkviliðið var húsið orð- ið alelda. Vatn til slökkvistarfs var ekkert á staðnum og brann húsið því til grunna á skammri stundu. Húsð var lágt vátryggt og hús munir fyrir smáupphæð, svo tjón hjónanna er mikið og til- finnanlegt, enda stóðu þau uppi með börnin allslaus í þeim fötum einum, sem þau komust út í. Aðrir, sem flest atkvæði fengu, voru Eysteinn Jónsson 85, Örn Clausen 61, Törfi Bryn- geirsson 52, dr. Snorri Hallgríms son 48 og Guömundur Jónsson ópcrusöngvari 37. Aðrir fengu þaðan af færri atkvæði. Til þess að sýna, að atkvæði komu úr ýmsum áttum, má geta þess, að Bjarni Benedikts- son hlaut 9 atkvæöi, Einar Ol- geirsson 13, Finnbogi Rútur, Brynjólfur Bjarnason og Mac Gaw sitt hver, Ólafur Thors 5 og Jónas Jónsson 8. Flestra bjargvættur — heill og heiður íslands. Svo að segja öllum atkvæðun- um fylgdi stuttur rökstuðning- ur, hvers vegna hlutaðeigandi greiddi atkvæði eins og hann gerði, og um það bil fjórðungi atkvæðaseðlanna hafa kjósend- ur látið fylgja nöfn sín. Yngstl þátttakandinn, sem séð er, að kosið hafi, segist vera níu ára. Hann kaus annan sigurvegar- ann og rökstyður það svo: „Vegna þess að hann er hetja, sem vert er að líkjast." Borgfirð ingur segist kjósa Guðmund „vegna þess að fáum eða eng- um hefir tekizt að hjálpa fleiri mönnum og skepnum á árinu.“ Kosning hins sigurvegarans, Tveggja látinna þingmanna minnzt á alþingi Fundir hófust að nýju á al þingi i gær eftir jólafri þing- manna. Var fundur haldinn í sameinuðu þingi og minntist forseti þar tveggja nýlátinna þingmanna, Finns Jónssonar, sem lézt fyrir þrem dögum og Jóhanns Eyjólfssonar frá Sveinatungu, fyrrverandi þing manns Mýramanna, sem lézt skömmu fyrir jól. Umferðaöngþveiti í nágrenni Rvíkur í gærkveldi 1 gærkveldi mátti heita að öngþveiti ríkti í umferðinni á ýmsum vegum í nágrenni Reykjavíkur. Mikill skafrenn ingur hafði verið og fennt í slóðir, svo að bílar sátu víða fastir. Áætlunarbílar Ilafnar- fjarðar áttu í erfiðleikum og litlir bílar sátu fastir sem hrá viði á Hafnarfjarðarveginum og nálægum vegum. Áætlunarbíllinn til Vifils- staða, sem fór úr bænum kl. átta í gærkveldi varð að snúa við og komst í bæinn laust eft ir kl. 10 aftur. Um kl. 10 var leitað aðstoðar Slysavarnarfélagsins vegna bíla á Hafnarfjarðarveginum og nágrenni, og sendi það stóra bifreið með drifi á öll- um hjólum til að týna fólk upp úr smábílum, sem sátu fastir. Hafði sumt fólk orðið að sitja þar lengi. Einnig voru miklir örðugleikar í umferðinni i út- jöðrum bæjarins. dr. Jóns Dúasonar, er meðal annars rökstudd með „hans ó- éigingjörnu og þrotlausu bar- áttu fyrir rétti, heill og heiðri íslands í Grænlandsmálum". Fleiri dæmi. Blaðið tekur sér leyfi til þess að birta örfá önnur dæmi um rökstuðning við atkvæðagreiðsl una. Dr. Snorri Hallgrímsson er kosinn vegna „hæfileika, dugn- aðar og samvizkusemi í starfi sínu. Hann er einnig mikill mannvinur og gerir sér ekki maniiamun." Helgi Hjörvar er kosinn „vegna þess, að hann er bezti sögulesari útvarpsins“. Eðvard Friðriksson hlýtur at- kvæði „vegna baráttu hans gegn skemmdri mjólk, en ég sit hér inni í Skálanum og drekk eins góða mjólk og framast verður á kosið“. Einn, sem kýs Pétur Pétursson þul, gefur honum.þá einkunn, „að hann er lang- skemmtilegasti maðurinn, sem kemur í útvarpið.“ Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum er kosinn „m.a. vegna dugnaðar hans, áhuga og vísindamennsku á sviði kornræktar og ræktunar yfirleitt. Einnig vegna framsýni hans í skógræktarmálum, sbr. tillögur hans í skógræktarmál- um Fljótshlíðinga og gjafir nú á árinu“. Guðmundur Karl Pét- ursson, yfirlæknir á Akureyri er kosinn „vegna mjög mikillar hæfni og dugnaðar, þrátt fyrir slæma aðstöðu, t.d. við upp- skurði á sjúklingum með lungna berkla.“ Sigurgeir Sigurðsson biskup er kosinn „vegna þess að hann gekkst fyrir bænadegin- um á þessu ári.“ Þeir, sem stjórnmálamennina kjósa, eru að vonum á nokkuð öndveröum meiði. Einn kýs Bjarna Benediktsson „vegna staðfastrar framkomu hans í ut anríkismálum og öflugrar mót- spyrnu gegn áróðri kommún- ista. Annar kýs Einar Olgeirs- son „vegna hans þrautseigu bar áttu fyrir heill þjóðar vorrar með því að reyna að koma hin- um erlenda her brott“. Gamansamir náungar. Svo er fyrir að þakka. að líka bregður fyrir gamansemi við at kvæðagreiðsluna og rökstuðn- inginn. Einn kýs Ólaf Thors „vegna þess að hann er mest svívirtur í Tímanum“. Annar kýs Bjarna Benediktsson af því „að hann^ er eini íslendingur- inn, sem fepgið hefir synda- kvittun hjá páfanum í Róm.“ Þriðji kýs Eystein Jónsson „vegna þess að enginn hefir plokkað mig rækilegar en hann“. Einn kýs ónafngreindan mann ,fyrir það úthald við að bera stúdentshúfu bæði nótt og dag“ og rithöfundur hlýtur at- kvæði „fyrir að hafa líkt sólar- geisla við ungmeyjarbrjóst“. Bréf sjómannskonunnar. Loks skal hér birt í heilu lagi bréf, sem sjómannskona á Akra nesi sendi í stað atkvæðaseðils. Bréfið er svohljóðandi: „Mig langar til að láta í ljós (Framhald á 7. siðu) Þrír róa úr Ólafsvík Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Róðrar eru byrjaðir frá Ólafs vík. Þrír bátar hafa róið þaðan aö undanförnu, og aflað um 3 lestir í róðri. Róa þeir á venju- leg mið Ólafsvíkurbáta. Alls munu fimm bátar róa úr Ólafs vík í vetur. Af þeim bátum, sem byrjaðir eru að róa, leggja tveir upp afla sinn til söltunar, en einn til frystingar. Skemmtikvöld Germaníu á þrettándamim Á þrettándaklvöld heldur félagið Germania annan skemmtifund sinn á þessum vetri í Tjarnarcafé. Verður þar ýmislegt til skemmtunar og það fyrst, að Guðbrandur Jónsson prófessor flytur er- indi, er hann nefnir „Die Heiligen Drei Könige in Köln. Meðal þýzkumælandi þjóða j er þrettándinn kenndur við | Austurlandavitringana þrjá, . og mun Guðbrandur prófessor (skýra frá hinum skrítnu sögu sögnum af beinum vitring- anna þriggja, og ýmsu, sem útaf því hefir spunnizt. Munn mælasögur segja svo frá, að jaröneskar leifar vitringanna séu varðveittar í skríni einu merkilegu í Köln og hefir Guðbrandur prófessor átt þess kost að skoða skrínið. Mun hann lýsa því fyrir á- heyrendum. Að erindinu loknu verða tónleikar og verður leikið þar á ýms blásturshljóðfæri og m. a. trio fyrir flautu, óbó og píanó eftir J. J. Quantz, en hann var kennari Friðriks mikla í flautuleik. Þá verður að lokum stig- inn dauE en í danshléum mun Ernst Rúnmllng segja gest- um skemmtisögur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.