Tíminn - 04.01.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1952, Blaðsíða 6
 TÍMINN, föstudaginn 4. janúar 1952. 2. blað. Skýjadísin Óvenjulega fögur og íburð | armikil, ný, amerísk mynd| í litum. Mynd með undur- j fögrum dönsum og hljómlist, | og leikandi léttri gamansemi." Rita Hayworth, Larry Parks. ___ Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Bágt á ég með börnin tólfl („Cheaper by the Dozen“) | Afburðaskemmtileg ný am-§ erísk gamanmynd, í eðlileg- = um litum. — Aðalhlutverkið i leikur hinn ógleymanlegi | Clifton Webb, ásamt I iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiuuimuiiiiiiii j Austurbæjarbíó 1 E Belindíí ] (Johnny Belinda) | Hrífandi, ný, amerísk stór- | mynd. Sagan hefir komið út | í ísl. þýðingu og seldist bók- I in upp á skömmum tíma. Ein 1 hver hugnæmasta kvikmynd, 1 sem hér hefir yerið sýnd. Jane Wyman, Lew Ayres. | Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Jeanne Crain og Myrna Loy Sýnd kl. 5, 7 og 9. *■ ' Jr\ BÆJARBIO - HAFNARFIRÐI Dansnuerin I Óaldarflohkurinn (Sunset in the West) I Afar spennandi, ný, amerísk | | kvikmynd í litum. Roy Rogers. Sýnd kl. 5. (TJARNARBÍÓI | Jolson syngur á ný | (Jolson sings again) Bráðskemmtileg, skrautleg | og fjörug söngva- og dans- | mynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Larry Parks, Barbara Hale. Sýnd kl. 9. Teikni- og grínmyndasafn Sýnd kl. 7. HAFNARBÍO Hamliigjuáriu (The dancing Years) Hrífandi músík- og ballett-1 mynd í litum. Sýnd kl. 9. Í útlendinga- hersveitinni (In Foreign Legion) Sprenghlægileg ný amerískf skopmynd, leikin af hinum = óviðjafnanlegu gamanleik-1 urum BUD ABBOTT, \ LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5 og 7. Aðalhlutverk: Larry Parks Barbara Hale Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Annie skjóttu nii (Annie Get Your Gun) Aðalhlutverk: Betty Hutton Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erlent yflrlit (Framhald af 5. síðu) inn þátt í að lýðræðisþjóðirnar hurfu frá undanlátsstefnunni. Kennan hefir síðan ráðið miklu um stefnu þeirra. Rússum verð ur það því engann veginn ljúft að taka við Kennan sem sendi- herra. Það getur hins vegar haft góð áhrif á þá, að þeir vita, að þar eiga þeir við mann, er þekkir stefnu þeirra og verður ekki blekktur. Ný bók eftir Kennan. Eins og áður segir, lét Kenn- an af störfum í utanríkisráðu- neytinu fyrir ári síðan eða rétt- ara sagt fékk frí frá störfum s þar um skeið. Þann tíma hefir hann meðal annars notað til þess að semja bók um utanríkis málastefnu Bandaríkjanna sein ustu 50 árin, er hann nefnir: American Diplomacy. í bók þess ari deilir hann mjög á utanrík- ismálastefnu Bandaríkjanna á þessum árum, en hann telur hana ýmist hafa byggzt á óraunsæum liugsjónum og barna skap. Hinna óraunsæu hugsjóna hafi meðal annars gætt i skipt- um við Asiuþjóðirnar, í kröfum um skilyrðislausa uppgjöf Þjóð verja i heimsstyrjöldunum báð- um og í meðferðinni á Þjóðverj um á milli styrjaldanna. Það, sem máli skipti, sé að haga sér eftir kringumstæðunum og gera Dað, sem bezt henti og heppi- legast sé á hverjum stað eða tíma, en binda sig ekki um of KJELD VAAG: HETJAN ÖSIGRANDI ----- 22. DAGUR - , TRIPOLI-BÍÓ Kappaksturs- hetjan (The Big Wheel) | Afar spennandi og bráðsnjöll | ný, amerísk mynd frá United | Artist, með hinum vinsæla | leikara: Mickey Rooney. Thomas Mitchell, Michael O’Shea. Sýnd kl. 5, 7 og 9. við ákveðnar kenningar eða ó- raunsæar hugsjónir. Jafnan purfi að gæta nauðsynlegs jafn vægis í skiptum þjóðanna, ef ekki eigi illa að fara. Víða virð- ist það koma fram í bók Kenn- ans, að hann telji jafnvægis- stefnuna, er einkenndi skipti Bretaveldis af alþjóðamálunum á 19. öldinni, hina réttu fyrir- mynd, þótt hann hins vegar for dæmi nýlenduyfirráð Breta á jessum tíma. = M dnuiAjusujSoÆnJnAJ fajfúJD = 0Uu/eUí$urty Útvarps viðgerðir( Radlovimmstofan LAUGAVEG 168 ! ELDURINN s I gerir ekki boð á undan sér. 5 Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax bjá Samvinnutryggingum Anglýsingasími TÍMANS er 8130». Íslendiugaþíotttr «, (Framhald af 3. síðu) sem misst hefir ástkæran vin og lífsförunaut, og barnanna, sem eiga á bak að sjá um- hyggjusömum og góðum föð ur. Vinir hans þakka hon um góða samfylgd og sakna hans úr vinahópnum, og þeir mest, sem þekktu hann bezt, Með Kristjáni í Einholti er fallinn í valinn mannkosta maður og drengur góður. — Þetta er sá vitnisburður, sem hann fær hjá sínum samtíð- armönnum. Sá orðstír, sem mun lifa og fylgja nafni hans og æfisögu. Því ek.veit eins; at aldri deyr, dómur um dauðan hvern. L. Eftirvinnan . . . (Framhald af 5. síðu) uppi og afla sér stórfelldra kaupuppbóta í formi eftir- vinnu. En vitanlega eru svo farnar ýmsar aðrar leiðir til að drýgja kaupið. Það er svo sem ekki undar- Iegt, þótt Reykjavíkuríhaldið þurfi að hækka útsvörin. En ætla bæjarbúar að una þess ari ráðsmennsku til fram- búðar? »♦♦♦♦ Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Slml 5833 Helma: Vitastíg 14 WÓDLEIKHÚSIÐ „H»e gott og fagurtÍS Sýning í kvöld kl. 20.00 Síðasta sinn. GIJLLNA HLIÐIÐ Sýning á laugardag kl. 20,00 Aðgöngumiðasalan opin frá 13,15—20,00. Sími 80000. „Hann var duglegur að stela af vistunum, frændi. Og enginn getur sagt, að ég hafi ékki farið nákvæmlega eftir ákvæðum sigl- ingalaga kónglegrar mektar“. Magnús þagnaði skyndilega og renndi augunum til gluggans. Utan af bryggjunni barst háreysti, hlátrar og sköll. Hann spratt á fætur og gekk út að: glugganum, horfði á það, sem fram fór úti fyrir, og hleypti brúnum. Kiæðaburðurinn sýndi, að þarna voru á ferð verzlunarþjónar, búðarlokur og handverksmenn úr þýzka bæjarhlutanum.,1 broddi fylkingar gengu þrír menn, sem virtust vera hærra setfir en hinir. Þeir voru í dýrum og íburðár- miklum klæðum.. meíjfj&vartar flauelshúfur á höfði og í ösku- gráum buxum. Einn ífenra var Hans Dittelhof. Svo mikið mátti heyra, að þeir fögnumi' miklum sigri, sem unninn hafði verið í sjóorrustu. Magnús beit á vörina og vatt sér að frænda sínum. „Hvers vegna er þetta hyski hér á ferli, frændi"? spurði hann. ,,Á ég að fara út og lægja í þeirn rostann"? Hann hafði þegar gripið til sverðsins, en kaupmaðurinn stöövaði hann. „Hægan, hægan, Magnús. Ætlar þú að berjast einn við hundruð manna? Enginn getur bannað Hansastaðamönnum að ganga um bæinn að vild sinni — þeir eru borgarar í Björgvin, og þú mátt ekki heldur gleyma því, að þeir eru samherjar okkar í ófriðnum.. „Heldur vildi ég eiga fjandann að samherja", urraði Magnús. „Forðastu deilur við Hans Dittelhof. Annars áttu á hættu, að þú verðir kærður bg dreginn fyrir ráðið". „Ráðið myndi ekki hlusta á þetta svín frá Lýbiku“. Einar Jónsson brosti að þessu trausti Magnúsar á norsku réttarfari. „Því aðeins hefir hann ekki þegar ákært þig, að hann á sjálf- ur í málum, sem ekki eru útkljáö. Gerir þú eitthvað á hluta hans, mun hann ekki stilla sig lengur. Forðastu hann, Magnús. Það eru mín ráð“. Magnús tók þessu þurrlega. Skömmu síðar kvaddi hann frænda sinn. Hann ætlaði út í bæinn og forvitnast um það, hvað olli þessum fagnaðarlátuin Hansastaðamanna. Hann komst líka brátt að raun um það. Milli Gotlands og Eylands höfðu sænskir og dansk-lýbskír flotar háð orrustu. Það hafði verið ógurleg orra- hríð. Hið tígulega skip sænska sjóliðsforingjans, Jakobs Bagge, hafði sprungið í loft upp, og til allrar óhamingju voru á því fjöldi danskra og lýbskra sjóliða, er ráðizt höfðu til uppgöngu. Mannfall hafði verið gífurlegt úr beggja liði, en það var sænski flotinn, sem að síðuístu hafði látið undan síga. Það villti þó ekki Magnúsi sýn. Honum var ljóst, að Danir og Lýbikumenn höfðu ekki unnið neinn stórsigur. Þegar leið að kveldi var gleði mikil í veitingahúsinu „Hvíta hananum". Flestir gestanna voru þýzkir handverksmenn og kaupmenn, sem svólgruðu óspart Brúnsvíkurvín og sterkt öl. Fjórir sveinar voru önhum kafnir við að bera til þeirra drykkjar- föngin. Væru þeir ekki, nógu fljótir, hlutu þeir að launum ósvik- ið spark í bakhlutann og óþvegin orð í ofanálag. Veitingamaöur- inn lék við hvern sinn fingur og lét sig dreyma um ótal sigra í sjciorrustum. Hann: hé,t sveinunum því að gefa þeim tólf skild- inga, sem þeir mættú skipta á milli sín, ef þeir væru nú nógu snarir í snúninguni. Og krúsirnar voru tæmdar hver af annarri og sífellt óx glaumurinn í veitingahúsinu. Við eitt borðið sat Hans Dittelhof, ásamt tveimur öðrum þýzk- um kaupmönnum. Þeir höfðu verið við þakkarguðsþjónustu í Maríukirkjunni og þurftu nú að væta þurrar kverkar. Dittelhof var þegar orðinn vél drukkinn. Hann spjallaði urn alla heima og geima, og þeir, sem næstir honum sátu, hlustuðu lotningarfullir á orð hans. Við og við brýndi hann raustina og gaut augunum tii Norðmanna, sem sátu í hóp í einu horni veitingastofunnar. Þýzkarar ráku upp skellihlátur, þegar honum hrutu af vörum mergjuð hnífilyrði,. en Norðmennirnir létu sem þeir heyrðu ekki þetta. Þeir kærðu sig ékki um að lenda í sennu, þar sem Þýzkar- arnir voru miklu fjölmennari. Dittelhof var í miðfi frásögn af hraustlegri framgöngu Lýbiku- manna í orrustunni, ér hurðinni var hrundiö upp. Tveir nýir gestir gengu inn og scttust við autt borð. Það voru þeir Magnús Heinason og Kolbeinn gamli. Dittelhof þyngdist á brúnina, er hann sá Magnús. Snöggvast var sem hann ætlaði að spretta á fætur, en svo hætti hann við það. Hann héit áfram sögu sinni: „Jú — Danmerkurkóngur má sannarlega lofa guð fyrir, að við erum samherjar hans í þessum ófriði. Hvernig hefðu leikar farið, ef Trolle sjóliðsforingi hefði barizt einn við Svíana? Lý- bikumenn hafa alltaf borið af Dönum, og nú jafna þeir um Svíana....“ Þýzkararnir tóku ákaft undir þetta. Norðmennirnir þögðu. En úr augum Magnúsar Heinasonar brann eldur. Hann þreif til sverðsins. „Þetta er lýbsk lýgi“,’hrópaði hann. Kolbeinn reyndi að halda aftur af honum, en við það færðist hann aðeins í aukana, „Ég hefi fyrr jafnað um Hans Dittelhof“, öskraði hann, „og ég. get gert það í annaö sinn“. „Sittu kyrr, Magnús"! Magnús leit hvasst til Kolbeins: „Skipar þú mér, Kolbeinn? Gleymdu þvi ekki, að ég er skipstjóri þinn“. „Á skipsfjöl ert þú skipstjóri — ekki hér“, svaraði Kolbeinn. Magnús sefaðist heldur. Hann yppti öxlum, þreif krús sína og tæmdi hana. Síð'an hallaði hann sér aftur á bak. Dittelhof virtist hættur að gefa honum gaum. Hann hélt áfram hárri röddu:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.