Tíminn - 09.01.1952, Page 4

Tíminn - 09.01.1952, Page 4
4. W7T-. -•'•c TÍMINN, miðvikudaginn 9. janúar 1952. 6. blaí - Prestakallamálið I hinu nýja prestakalla- írumvarpi er aðallega þrennt, ,sem telja má til nýmæla í isirkjulegri löggjöf á íslandi. 'fjm þetta langar mig til að ::ara nokkrum orðum, þar eð ég hefi orðið var við tölu- verðan misskilning, bæði hjá jpingmönnum og öðrum. Kenslupr estaköllin. ■Jér er um að ræða margra ara gamla hugmynd, sem oít jiefir verið rædd á kirkjuleg- 'iim vettvangi og sömuleiðis neðal skólamanna. Miili- pinganefndin hefir tekiö hugmyndina upp, eftir aö íaía ráðfært sig við fræðslu- nálastjóra og hann hefir lýst :iig fyrir sitt leyti hlyntan í.ienni. Margir munu telja, að lér sé um svo merka hug- nynd að ræða, að ekki megi ;>'anga fram hjá henni og nargt hafi verið framkvæmt kenslumálalöggjöf vorri, svo að segj a í tilrauna skyni, ;>em meiri vafi hafi leikið á í iyfstu, að vel gæfist. Hug- 'nyndin er í fáum orðum sú, ,'ið í nokkrum prestaköllum skuli sóknarpresturinn hafa kennaraembættið við hliðina :i prestsembættinu, enda ,'ikuli hann hafa kennara- nenntun og yfirleitt upp- :iylla önnur nauðsynleg skil- r/i'ði. Ef menn vilja heldur iOta annað orðalag má gjarnan segja, að hér skuli "/era prestlærðir kennarar, sem hafi vígslu til aö þjóna kirkjulegu embætti. Sumstað ar hefir nú þegar fengist reynsla fyrir þessu fyrirkomu lagi, og hygg ég, að í flestum úlfellum bendi hún í jákvæða átt. Ég veit ekki betur en að presturinn á Núpi í Dýrafirði sé skólastjóri. Séra Björn í Arnesi og sérfa Sigurður á Breiðabólstað á Skógarströnd hafa báðir kenslu á hendi fyr ;ir sveitir sínar. Séra Sigmar Torfason á Skeggjastöðum er kennari við skóla, sem kona hans veitir forstöðu, þar eð hún hefir kennararéttindi. 'CJm eitt skeið hafði garpur- :ínn séra Jónmundur barna- kennslu í Grunnavík. Sjálf- sagt hafa prestar kennslu á hendi víðar, þótt mér sé það ekki full-kunnugt. Ekki hafa allir þingmenn rú á því, að kennslupresta- íöll séu ákveöin I lögum. Ég aefi hér fyrir framan mig -æðu, sem 2. þm. Sunnmýl- nga Vilhjálmur Hjálmai’sson nélt í efri deild 22. nóv. síðast iðinn. Ræðan er hógvær og íurteisleg, en þaö er meira en hægt er að segja um sum- ar þingræður um þetta mikils verða mál. Á hinn bóginn er :ræðan ekki rökföst að sama skapi, og er það galli. Þing- maðurinn hefir þó það sér til afsökunar, að hann fer að svo stöddu ekki fram á meira en að þingnefndin, sem fær mál :ið til meðferðar, taki til at- hugunar þaö sjónarmið, að síður fáist menn í embættin, séu þau tvöföld, heldur en að skilíri, eins og nú er. Sjálfur virðist hann álíta, að sú verði raunin á. Hann bendir á, að sumar sveitir hafi bæði verið prestlausar og kennaralaus- ar um skeið. Ef ákvæði frum- varpsins verði samþykkt, ótt- ast hann, að aukið sé á vand ræði þessara staða, og geti svo hæglega farið, að þessar sveitir verði bæði kennara- og prestslausar. — Háttvirtir lesendur .gætu haldið, að ég væri að snúa út úr fyrir þing eftir séra Jakob Jénssou mánmnum, en svo er ekki. Eftir orðanna hljóðan heldur hann þvi fram, að frumvarp- ið hafi þá „breytingu“ i för með sér, að allt standi í stað. Auðvitað er það ekki þetta, sem þingmaðurinn hefir ætl- að sér að segja, heldur ein~ faldlega það, sem hann raun ar segir í einni setningu, ann ars staðar í ræðunni, að vandi þessara byggða sé ekki leystur með frumvarpinu. Látum svó vera, að hann hafi ekki trú á því, að svo verði. En því má þá ekki gera tilraun til breytinga, byggða á fenginni reynzlu í þeim prestaköllum, sem ég þegar hefi nefnt? Ef einhver byggð er bæði prest- laus og kennaralaus, undir núverandi fýrirkomulagi, því þá ekki að leita fyrir sér um það, hvort annað fyrir- komulag gefist ekki betur? Tökum Mjóafjörð sem dæmi. Þar hefir verið prestlaust árum saman, en kallinu þjón að frá Nesi i Norðfirði. Þar hefir líka löngum verið skort ur á kennara með kennara- réttindum, svo aö þurft hef- ir að fá réttindalausan mann, þingmanninn sjálfan, til að annast kennsluna. Gerum nú r|ð fyrir, að hægt væri að fá í byggðarlagið prest, sem hefði kennararéttindi, — eða kennara með prestsvígslu — efast ég ekki um, að málinu væri betur borgið. Vilhjálm- ur bendir réttilega á það, að um starfsaukningu væri að ræða, ef presturinn ætti að hafa barnakennsluna. Það er auðvitað rétt. En ég hefi ver- ið að reyna að setja dæmið upp fyrir mér með Mjóafjörð í huga. Ég geri ráð fyrir, að þingmaður Mjófirðinga sé mér sammála um, að Mjófirð ingar þurfi prestlega þjón- ustu, eins og annað kristið fólk. Nú er því um það að ræða, hvort Mjófirðingaprest ur gæti frekar tekið á sig til viðbótar, að kenna börnum sveitunga sinna, eða að þjóna einu af fjölmennari presta- köllum landsins, Norðfirði, á samt Mjóafirði, og auðvitað flytja þangað. Ég hefi að vísu aldrei verið kennari í Mjóa- firði, en ég hefi eitt sinn ver- ið prestur á Norðfirði, og veit því dálítið um þetta. Og ég . hika ekki við að láta þá skoö j un í lj ósi, að það sé miklu framkvæmanlegra að vera bæði prestur og kennari í Mjóafirði, heldur en að vera prestur í Norðfirði og Mjóa- firði til samans. Niðurstaða Vilhjálms viröist mér helzt vera byggð á þeim forsemd- um, að það sé útilokað um alla eilífð, að nokkur prestur fáist á Mjóafjörð, jafnvel þótt það starf væri sameinað öðru. Hins vegar er ég þeirr- ar skoðunar, að meiri likur séu til þess, að í sveitina fáist bæði lærður kennari og prest ur, sé Mjóifjörður gerður að kennsluprestakalli, og hníga til þess eftirfarandi rök: Reynzla undanfarandi ára sýnir, að afskekkt prestaköll verða ekki út undan, þar sem sæmilega er í haginn búið, t. d. bærilegur húsakostur. — Ungir prestar virðast sækjast eftir þeim prestaköllum, þar sem verksviðið er fremur meira en minna og munu því frekar sækja um kallið, ef skólinn fylgir með. — Vax- andi áhugi er nú á guðfræði námi yfirleitt, og veröur á næstu árum völ fleiri kandí- data en verið hefir. Séu kenn araprestaköll leidd í lög, má búast við að' allur þorri guð- fræðinga afli sér kennara- réttinda, til þess að vera hlut gengir hvar sem er á landinu. Komi það fyrir, að ekki fáist prestur í embaðttið, mun það ekki vera ofætlun fræðslu- málastjóra og biskups í sam- einingu að gera nauðsynlegar ráðstafanir, og á ég bágt með að trúa, að fræðslumálastjór inn, sem er hlyntur frumvarp inu, vanræki fremur skyldur sínar gagnvart þeim fræðslu héröðum, sem hér er um að ræða en öðrum. Það eru mörg dæmi til þess, eins og þegar hefir veriö á minnzt, að ekki hafa fengist kennarar í hér- uð, þar sem þeir hafa talið verksvið og lítið, og er Mjói- fjörður eitt þeirra, sem oft hefir verið kennaralaust. Er það ekki ólíklegt að kennaraj staðan þyki fýsilegri ef prests starfið fylgir með. Komi það aftur á móti á daginn, að ekki fáist menn í embættin í náinni framtíð, er auðvitað ekki um annað að gera en hverfa aftur til núverandi fyr irkomulags. Aöstoðarprestarnir. í nágrannalöndum vorum eru til fleiri en ein teguna aðstoðarpresta, en hér á ís- landi eru nú aðeinS til „per- sónulegir kapelánar," þ.e.a.s. aðstoöarprestar, sem sóknar- prestar fá leyfi til að taka sér til aðstoöar, fyrir aldurs sakir eða veikinda. Þeir að- 'stoöarprestar eru staðbundn- ir, eins og sókiÁrprestarnir sjálfir, og hafa verksvið sitt aðeins innan eins prestakalls. f þessu nýja frumvarpi er gert ráð fyrir prestum, sem ekki eru bundnir við neina fasta staði, heldur skulu þeir starfa eftir fyrirsögn biskups á hverj um tíma. Ég hefi orðið þess var, að bæði þingmönnum og öðrum er fremur óljóst, hvað þessir menn eiga að gera, og rétt fyrir jólin skrifaði Dan- íel Ágústínusson grein í Tím- ann, þar sem hann fór mjög háðulegum orðum um hug- myndina. Lýstu orð hans Ifurðulegri vanþekkingu, sem honum hefði verið innan handar að fá bætt úr. ef hon- um hefði verið umhugað að ræða málið af sanngirni. Hefði hann þó manna helst átt að skilja þessa hugmynd. Ég veit ekki betur en að hann hafi sjálfur verið einskonar „aöstoðarprestur“ hjá Fram- sóknarflokknum, og að mig minnir, einnig hjá ungmenna félögunum. Flest félög og stofnanir, sem starfa um allt land, hafa sína erindreka, sem miðstjórnin sendir út af örkinni, hvenær sem hún tel- ur þörf. Það nægir ekki að hafa staöbundna starfsmenn, heldur einnig aðstoðarmenn, sem ekki eru „lokalt“ bundn- ir. Ég nefni til dæmis stjórn- málaflokkana, kristniboðs- félagið, Góðtemplararegluna, ungmennafélögin, íþrótta- sambandið, slysavarnarfélag- ið. Ef öll þessi félög og kann- ske fleiri hafa sína erindreka væri það þá svo undarlegt, þó að þjóðkirkjan hefði sína? Ef til vill hefði verið réttara að kalla þá ekki aðstoðar- presta, heldur „erindreka,, eða „stjóra“, því að þá hefði það skilist betur. Framhald. Guðmundur Þorláksson á Seljabx-ekku sendir eftirfarandi pistil um staðsetningu áburðar- verksmið j unnar: „Nokkrar umræður hafa orð- ið um staðsetningu væntanlegr ar áburðarverksmiðju, og er ekki enn ákveðið, hvar henni verður valinn staður. Er það að vonum, þvi mikils er um vert, að fyllstu forsjálni sé gætt um staðarvaliö og allt því viðvíkj- andi sé sem bezt athugað og yf- irvegað. Helzt liefir verið rætt um að ætla verksmiðjunni stað öðru- hvoru megin við Elliðaárvog, því svo virðist sem því hafi ver- ið slegið föstu, að verksmiðjan verði staðsett í næsta nágrenni Reykjavíkur. Sumum finnst þó að aðrir staðir gætu einnig kom ið til greina, t.d. Húsavík, en um slíkt er víst þýðingarlaust að ræða, eins og málið liggur nú fyrir. Að því er viðkemur nágrenni Reykjavíkur má benda á fleiri en einn stað, þar sem verksmiðj an virðist vera vel sett og um sumt betur en vjð Elliðaárvog. En einkum er það þó einn stað ur í næsta nágrenni Reykjavík- ur, sem virðist hafa margt til síns ágætis, og um sumt fram yfir alla aðra, en það er Þern- eyjarsund. Mætti þá staðsetja verksmiðjuna annað hvort á sjálfri eynni eða í Gunnunesi, — landmegin við sundið, — hvort sem heppilegra sýndist. Þarna er ágæt og sjálfgei-ð höfn, sem er fær hafskipum og varin fyrir veðrum af öllum áttum. Það var líka svo til forna, að þar þótti örugg hofn og góð sam- gönguskilyi’ði, því að oft er þess getið, a.m.k. á 14. og 15. öld, að „konungsskip“ hafi komið í Þerneyjarsund og legið þar með an kaupstefna stóð yfir. Var þetta þá eina verzlunin í ná- grenni Reykjavíkur og varð það ekki fyrr en löngu seinna að verzlun hófst í Reykjavík (Hólminum). Með byggingu hafnargarðs út í, eða yfir, norðanvert Þerneyj- arsund gæti þarna orðið ein ágætasta höfn á landi hér, og efnið í hafnargarðinn nærtækt og auðfengið. — Siglingar að og frá Þerney eru auðveldar og lrættulausar og svo nærri aðal- siglingaleiðinni, að og frá Reykjavík, að ekki virðist muna meiru fyrir skip að koma við á Þerneyjarsundi en fyrir áætlun ai-bíl að fara heim að viðkomu- stað á aðalleið. Á það má líka bend.a, að þarna fast við sundið er jarð- hiti og virðist þar vera um töluvert magn af heitxx vatni aö ræða, eftir þeim árangri að dæma, sem fengizt hefir við jax-ðborun, sem þar er nýlega hafin. Að öðru leyti hefir þessi stað- ur suma kosti fram yfir sjálft bæjai-landið, eins og t.d. það, að sprengihættan, sem er talin töluverð i sambandi við áburð- arvinnsluna, er ekki eins geig- vænleg þarna, og hún er í grennd við þéttbýlið á bæjar- landinu. Frá leikmannssjónarmiði a. ín.k. vh-ðist staðsetning áburð- arverksmið'junnar við Þerneyj- arsund vera skynsamleg ráð- stöfun. En vei-a má, að einhverj ir annmarkar séu þar á, sem hafa úrslitaþýðingu. Úr því eiga þeir vísu menn að skera, sem ríkisstjórnin skipaði 20. des. s.l. til að fjalla um ýms tæknileg og hagfi-æðileg atriði, ásamt stjórn áburðarverksmiðjunnar. Af þeim kynnurn, sem ég hefi liaft af flestum þessum mönnum, ber ég fyllsta traust um gaumgæfi- lega athugun vai-ðandi öll þau atriöi, sem mestu máli skipta. — Og kæmi mér þá ekki á ó- vart, þótt þeim yrði Þemeyjar- sund nokkuð hugfast, sem hag- kvæmasti staðurinn, þegar á allt er litið, og að þeir láti ekki nein sérhagsmunasjónarmið, bæjar eða einstaklinga, hafa á- hrif á ákvarðanir sínar.“ Lýkur hér pistli Guðmundar og látum við lokið spjallinu í baðstoíunni að sinni. Starkaður. Borgarbílstöðin Vanti yður leigubíl þá liringið í síma 81991 Áíía mílján iiín eisna Borgarbílstöðin V.VAV.V.V.V.VAV.V.WA^VAVV.V.V.V.VW.W.V.VV í ATHYGLI Þdirra kaupenda utan Reykjaýíkur, sem eigi hafa Iokið að fullu greíðslu blnðgjaldsins fyrir árið 1951, skal vakin á þvi, að þeim ber að hafa að fullu greiðalu blaðgjaldsins fyrir 15. janúar n.k. Sendið greiðslu beint til innheimtunnar eða til næsta innheimtumanns. í Iok þessa mánaðar verður hætt að senda blaðið til þeirra kaupenda, sem eigi eru skuldlausir við blaðið á tilsettum tima. Innheimta Tímans Í.V.V.V.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Áskriftarsími Tímans er 2323

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.