Tíminn - 09.01.1952, Síða 6
6.
”•—------'T'-'rsy'Hi?
TIMINN, miðvikudaginn 9. janúar 1952.
6. blað.
immuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuuiuiiiiuiiuMMMaiiiiiii
1 Austurbæjarbíó 1
Skýjadísin
Övenjulega fögur og íburð |
armikil, ný, amerísk mynd =
í litum. Mynd með undur-1
fögrum dönsum og hljómlist, |
og leikandi léttri gamansemi. |
Rita Hayworth,
Larry Parks.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
Bágt á ég með
bövnin tólf!
(„Cheaper by íhe Dozen“) i
Afburða^kemmtileg ný am-
erísk gamanmynd, í eðlileg-
um litum. — Aðalhlutverkið
leikur hinn ógleymanlegi
Clifton Webb,
ásamt
Jeanne Crain og
Myrna Loy
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
tSclinxta
(Jolinny Belinda)
i Hrífandi, ný, amerísk stór- I
I mynd. Sagan hefir komið út |
I í ísl. þýðingu og seldist bók- |
1 in upp á skömmum tíma. Ein j
1 hver hugnæmasta kvikmynd, |
1 sem hér hefir verið sýnd. |
Jane Wyman,
Lew Ayres.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
| Óaldarflokkurinn j
\ (Sunset in the West)
I Afar spennandi, ný, amerísk |
| kvikmynd i litum.
Roy Rogers.
Sýnd kl. 5.
TJARNARBÍój
I Jolsou syngnr á nýf
(Jolson sings again)
Aðalhlutverk:
I Larry Parks
Barbara Hale
BÆJARBÍÓj
- HAFNARFIRÐI -
I
E
Kynslóðir koma |
Mikilfengleg, ný, amerísk |
stórmynd í eðlilegum litum =
byggð á samnefndri metsölu =
bók eftir James Street. Mynd |
in gerist í amerísku borgara j
styrjöldinni.
Susan Hayward,
Van Heflin, |
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
I útlendinga-
hersveitinni
(In Foreign Legion)
Sprenghlægileg ný amerísk f
skopmynd, leikin af hinum 1
óviðjafnanlegu gamanleik-1
urum
BUD ABBOXT,
LOU COSTELLO.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
I Nú eru síðustu forvöð að sjá | j
| þessa afburða skemmtilegu | ‘
" mynd.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Næst síðasta sinn.
Breimugrciiiiii
(Framhald af 5. siðu)
kaþólska kirkjan með yfir-
drottnun sína og ófrelsi,
þrengir að öllum almenningi?
í ágreiningi mínum við J.
J. út af kommúnistum hefi
ég frá því fyrsta hald-
ið því fram, að eina varanlega
ráði á móti honum væri rétt-
Látara þjóðfélag og betur rek
ið, heldur en nú er á flestan J
hátt. Hin mikla misskipting
á kjörum mannanna hlyti
alltaf að auka byltingarhug
hjá þeim, sem skuggamegin
lenda í lífinu, ef nokkur mann
dáð er apnars i þeim.
Við J. J. vorum lengi fram
eftir æfinni sammála í þessu,
en á síðari árum hafa leiðirn
ar legið í sundur. Þrátt fyrir
það, er ég honum mjög þakk-
látur fyrir hans djörfu og rót
tæku umbótabaráttu fyrir
okkar litlu þjóð, meðan við
vorum samherjar. Þegar
skráð verður saga hins mikla
umbótatímabils, sem alda-
mótakynslóðinni auðnaðist
að skapa ættjörð sinni til
handa, er ég ekki í vafa um
að J. J. verður þar minnst
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
__26. DAGUR -
(GAMLA BÍÓ
| Lyklarnir sjö
I (Seven Keyes to Baldpate) |
| Skemmtilega æsandi, ný, i
| amerísk leynilögreglumynd |
I gerð eftir hinni alkunnu I
| hrollvekju Earl Derr Biggers. |
| Aðalhlutverk:
Phillips Terry,
Jaequline White,
Margaret Lindsay.
| Sýnd kl. 5, 7 og 9.
= Bönnuð innan 12 ára. |
sem helzta brautryðjandans.
Jónas Jónsson má vita það,
að við ýmsir gömlu samherj-
anna hörmum það, að leiðir
okkar skyldu þurfa að skilja
á efri árum, eftir að hafa þol
að svo margt súrt og sætt
saman í umbótabaráttunni á
blómaskeiði æfinnar. Ennþá
lesum við samt sumt eftir J.
J., með mikilli ánægju. T51
dsemis í þessu áður umgetna
hefti Ófeigs er grein, sem
heitir: „Þrjár kynslóðir á
sama óðali“. Listagrein, sem
góður fengur er að fá innan
um þetta marga því miður lá-
kúrulega, sem sézt í blöðum
og tímaritum nú síðustu árin.
Honolulu í des. 1951
V. G.
Mgl-<
XtuAsur^JO&uAjiaA. &2JtaV §
0Cta/éla$iJ%
Útvarps viðgerðir1
SadloviiutastofaB
LAUGAVFG 168
ÍTRIPOLl-BÍO!
Kappaksturs-
hetjan
(The Big Wheel)
| Afar spennandi og bráðsnjöll |
| ný, amerísk mynd frá United |
| Artist, með hinum vinsæla =
1 leikara:
Mickey Rooney.
Thomas Mitchell,
Micliael O’Shea.
*
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
|ELDURINN
| gerir ekki boð á undan sér.
| Þeir, sem eru hyggnlr,
tryggja strax hjá
I Samvinnutryggingum
Aaglýsingasíml
T 1 M A N S
er 81 30A.
íslendMiigaþiettir » ►
(Framhald af 3. síðu.)
tilsagnarlaust, nema hvað
hann komst yfir stafróf eftir
Benedikt Gröndal. Hann
skrifaði bæði rímur, kvæði og
ýmislegt fleyra, þar á meðal
dagbækur, sem nú eru geymd
ar í Byggðasafni Austur-
lands.
Það lætur að líkum að, for-
eldrum Jóns hafi þótt vænt
um drenginn sinn, það eina
barn þeirra, er komst úr
æsku, og innrætt honum það
hugarfar að koma vel fram
við hvern sem var. Því bæði
voru þau grandvör í orði og
verki. Að þetta hafi borið á-
vöxt í hugarfari Jóns og
breytni er alveg víst því hann
veik góðu að hverjum sem á
vegi hans, var og bjóst því
við því sama af öðrum, og var
aði sig því ekki ávallt sem
skildi á öðrum. Yfirleitt átti
Jón blítt og barnslegt hugar
far allt til æviloka.
Blessuð sé minning hans.
H .E.
Bergnr Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Siml 5833
Helma: Vltastlg 14
í>íl
>
WÓDLEIKHÚSSP
GlJLLNA HLIÐIÐ
Sýning í kvöld til heiðurs Gunn
þórunni Halldórsdóttur á átt-
ræðisafmæli hennar. Gunnþór-
unn leikur Vilborgu grasakonu.
NÆSTA SÝNING
fimmtudag kl. 20,00.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20.00. — Sími 80000
farið, og það var engu líkara en engri stjórn yrði lengur við kom-
ið. Magnús bjóst ekki við, að viðnám yrði veitt. Samt sem áður
var hleypt af nokkrum skotum. í sömu andrá stökk Magnús og
menn hans fjórir yfir á skipið. Kolbeinn réðst til uppgöngu mið-
skips, ásamt allmörgum öðrum. Enginn varð til þess að verja
þeim skipið, en samt virtust þeir ætla að búast til varnar á
þilfarinu. Þar hópuðust Svíarnir saman með reiddar axir. Magn-
ús dró sverð sitt úr slíðrum og réðst að þeim, en um leið og
hann brá sverðinu, var hrópað valdsmannlega:
„Engar blóðsúthellingar! Við gefumst upp!“
Magnús nam staðar. Hár, vopnlaus maður gekk fram úr hópn-
um og endurtók: „Við gefumst upp!“
„Fleygið frá ykkur öxunum!“ hrópaði Magnús.
Því var hlýtt. Vopnin skullu hvert af öðru á þilfarið. Sjómenn-
irnir af „Hindinni“ slógu hring um Svíana. Magnús leit í kring-
um sig og mælti: „Hver er fyrirmaður á þessu skipi?“
Hávaxni maðurinn benti aftur fyrir sig með þumalfingri. „Hann
vildi berjast, en það var óðs manns æði. Við vorum dæmdir til
að bíða ósigur. Ég hefi komið í veg fyrir vopnaviðskipti.“
Magnús horfði forviða á manninn. Hver var hann, þessi há-
vaxni, valdsmannlegi náungi, sem umsvifalaust tók ráðin af skip-
stjóranum á hættustund? Hann var djarfmannlegur á svip og
hnarreistur, og auðséð var á hvítum, grönnum höndum hans,
að hann var ekki vanur erfiðisvinnu. Magnús þóttist undir eins
viss um, að hér hefði hann veitt vel. Hann gekk skrefi nær mann-
inum.
„Hver er sá, sem tekur fram fjrir hendur skipstjórans á þessu
skipi?“
„Nafn mitt skiptir engu máli“, svaraði hinn þóttalega.
„Um það mun ég einn dæma“, svaraði Magnús reiðilega. „Ég
krefst þess að vita, hver þessi maður er, og verði ekki svarað af
fúsum vilja, mun ég knýja fram svar.“
Það brann heiftareldur úr augum hins sænska manns. En svo
yppti hann öxlum. „Sé þetta svo mikið kappsmál, get ég nefnt
nafn mitt. Ég heiti Hogenskild Nilsson.“
„Hvaðan komið þið?“
„Frá Varbergi“.
„Hvert var ferðinni heitið?“
„Til Lundúna. Ég er kaupmaður, og ég hefi um langt skeið
ekkert samband haft við umboðsmann minn á Englandi."
„Ert þú eigandi þessa skips?“
„Já — ég á það að nokkru leyti“, svaraði hinn eftir nokkurt
hik.
Magnús virti manninn tortryggnislega fyrir sér. Svo spurði
hann: „Hvar er káeta kaupmannsins?“
„í skut“, svaraði maðurinn og var nú mýkri í máli. „Skip-
stjórinn hefir látið mér í té káetu sína í þessari ferð.“
„Ég vil sjá káetuna.“
Magnús skipaði mönnum sínum að standa vörð á þilfari, en
gekk síðan aftur skipið með hinum sænska manni. Kolbeinn og
Halldór Hranason fylgdu þeim eftir. Káetan var fremur fátæk-
leg, en þar var dauf, annarleg angan af ilmefnum. Á gólfinu
voru tvær stórar ferðakistur. Magnús opnaði aðra. Hann rak upp
undrunaróp. Hún var full af skinnfóðruðum skikkjum úr rauðu
og svörtu flaueli, buxum og treyjum úr dýrasta efni, silkihosum,
pípukrögum, gylltum beltum og kollháum, spænskum höttum með
silkibönd og strútsfjaðrir. Löng og gild keðja var sveipuð í svart
flauelsklæði, og við hana fest nisti.
Magnús opnaði nistið. f því var mynd af fríðum og höfðing-
legum manni með hátt enni og vel hirt, svart skegg, klæddum öll-
um hertygjum. Af hverjum var þessi myn'd? Magnús hleypti brún-
um. Hafði hann ekki áður séð mynd af þessum tígulega manni?
Áreiðanlega. En hvar?
Skyndilega mundi hann það. Hann hafði séð hana í Osló fyrir
tveimur árum, og myndin var af sjálfum Eiríki fjórtánda Svía-
konungi. Hann vó hina þungu gullkeðju í lófa sér, sneri sér að
Svíanum og mælti háðslega: „Það er rikur kaupmaður, sem á
þennan farangur. Hefði mér ekki verið sagt annað, myndi ég
trúa, að hér væri á ferð tiginn, sænskur aðalsmaður — ef til
vill maður, sem á sæti í ríkisráðinu."
Svíinn svaraði ekki. Hann starði aðeins á ferðakistuna, þung-
ur á brún. Allur valdsmannsbragur var horfinn af honum. Magn-
ús brosti við og lét gullkeðjuna aftur í ferðakistuna. Síðan lauk
hann hinni upp. í henni var svipaður varningur. Magnús rann-
sakaöi hvern hlut vandlega. Á botni kistunnar var göngustafur
! úr fáguðum viði. Hann tók stafinn upp og sveiflaði honum í
hendi sér.
„Þessi staíur er úr fágætum viði,“ mælti hann. „Hann er létt-
ur sem fjöðurstafur.“
Svíinn tók viðbragð, eins og hann ætlaði að þrífa stafinn úr
hendi Magnúsar. En svo beit hann aðeins á neðri vörina. Magn-
úsi duldist þó ekki, hvað honum var í huga, og nú skoðaði hann
stafinn betur. Hann sló honum við dyrastafinn, velti honum
milli handa sér og reyndi að snúa á hann. Loks fann hann, að
hægt var að snúa handfanginu. Stafurinn var holur innan. Brosið
á andliti Magnúsar breikkaði enn, er hann varð þess var, að
innan í stafnum var skjalastrangi. Þegar hann dró strangann
upp úr stafnum, gerði Svíinn sig líklegan til þess ð láta hendur
skipta. En Halldór Hranason greip til hans og hélt honum föst-
um. Svíinn nísti tönnum, en Magnús rakti sundur strangann
og renndi augunum yfir skjölin.
Magnúsi brá í brún. Þetta var bréf frá Eiríki konungi fjórtánda
til Elísabetar Englandsdrottningar. Það angaði enn af ilmefnum
þeim, sem steypt hafði verið yfir það.