Tíminn - 10.01.1952, Qupperneq 5

Tíminn - 10.01.1952, Qupperneq 5
•3. blaff. TÍMINN, fimmtudaginn 10. janúar 1952. 5. Fimtniud. 10. jan. Áburðarverk- smiðjan Þegar nýsköpunarstj órnin settist á laggirnar, var undir búningi áburðarverksmiSju- málsins mjög langt komið og hefði fljótlega mátt hefja byggingu verksmiðjunnar, ef haldið hefði verið áfram að vinna að framgángi þessa mikla nauðsynjamáls. Vil- hjálmur Þór hafði þá verið landbúnaðarráðherra um nokkurt skeið og unnið að á- burðarverksmiðjumálinu með miklum dugnaði eins og af honum mátti líka vænta. Það hefði mátt ætla, að það hefði vel samrýmst yfirlýstri stef nu nýsköpunarstj órnar- innar að hraða framgangi á- burðarverksmiðj unnar. En hún vék þar frá hinum fögru fyrirheitum sínum, eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Framfarir landbúnaðarins voru ekki heldur það.sem hún1 bar sérstaklega fyrir brjósti.! Áburðarverksmiðj umálinu J var því stungiö undir stól og! ekkert í því gert meðan ný- | sköpunarst j órnin f ór með völd. Það er nú upplýst, að það var ekki sízt fyrir atbeina! kommúnista, að þessi á- j kvörðun var tekin um stöðv! un áburðarverksmiffjumáls- j ins. Þeir lögðu ástríðufullt' kapp á það, að áburðarverk-! smiðjumálið yrði stöðvað.1 Vissulega er það í fullu sam1 ræmi við afstöðu þeirra til landbúnaðarins fyrr og síð- ar. Hér þarf ekki að lýsa því, hvílíkt tjón hefir af því hlotj ist, að ekki var unnið að bygg ingu áburðarverksmiðjunnar' á þessum tíma. Allur kostn-j aður við þessa framkvæmd er nú miklu dýrari en þá. Fjár- hagsaðstaðan er nú líka orð- in miklu erfiðari en hún var meðan stríðsgróðanum var óráðstafað. Nú loks, eftir margra ára töf, er áburðarverksmiðjumál ið komiö á það stig, að von er um, að bygging verksmiðj unnar geti hafist bráölega. Kommúnistar hafa samt ekki gefist upp í þeirri afstöðu sinni að reyna að hindra fram gang hennar. Seinasta viö- leitni þeirra í þessum efnum er sú að breiða út sögur um stórkostlega sprengihættu, er fylgi framleiöslu og flutningi þeirrar áburðartegundar,sem framleiða á. Helst virðist svo að skilja sem Vilhjálmur Þór hafði ákveðiö þaö einn að und irlagi varnarhersins, hvaða á burðartegund eigi aö fram- leiða og sé það í raun og veru ekkert annað en sprengiefni, er nota megi í styrjöld gegn Rússum. Verður vart annað ráðið af Þjóðviljanum enn að öryggi íslenzkra borgara og heimsfriðnum stafi hin mesta hætta af áburðarverksmiðj - unni. Sannleikurinn er sá, að það var ákveðið af Alþingi fyrir nokkrum árum síðan livaða áburðartegund skyldi framleidd eða þegar lögin um áburðarverksmiðjuna voru sett. Kommúnistar voru þá ekki búnir að upp- götva sprengihættuna og lögðu til í áróðursskyni, er þeir sáu að málið yrði ekki ERLENT YFIRLIT: Liískjörio i Sovétríkjunum Aíkoma i’íissneskra launamaama mikla lak ari en síéttarlsræðra fieirra í vesturlöndnm Hið merka enska blað ,,The Economist" birti í haust nokkru eftir rússneska byltingarafmæl- ið athyglisverða grein um lífs- kjorin í Sóvétríkj unum. Grein þessi fer hér á eftir í nokkuð styttri þýðingu: — Á þrítugasta og fjórða bylt ingarafmælinu, sem haldið var hátíðlegt 7. nóv. s.l. í Rússlandi (m.a. að viðstöddum „sendi- nefndum" kommúnistaflokka í öðrum löndum) var því enn hald ið fram í ræðum og í blöðúm, að lífskjör verkamanna í Sovét- ríkjunum færi sífellt batnandi, á sama tíma og fátækt og eymd ykist um gjörvöll vestrænu lýð- ræðisríkin. Jafnvel þeir, sem hafa notið þeirra forréttinda, að fá að ferðast um Rússland í nokkrar vikur, undir opinberu eftirliti, líta misjöfnum augum á þetta sjálfshól. Það má kalla, að tími sé til kominn að nota skynsemina við að skilgreina hið raunverulega ástand. Þá kemur í ijós, að tölur þær, (oft- ast hlutfalls.tölur án samanburð ar) sem Rússar nota að vopni í þessu áróðursstríði, eru neikvæð ar upplýsingar fyrir Rússa, í samanburið við vestræn lönd. Samanburðurinn verður þeim nefnilega stórlega í óhag. Ef frá því væri hreinlega sagt að Sovéttilraunin hafi hafizt í landi, sem var mjög skammt á veg komið, hafi síðan trufiazt af styrjöld og einangrun og hafi lagt megináherzlu á að byggja upp nýjan þungaiðnað — ef sem sagt þessar upplýsingar væru fyrst gefnar og síðan sagt, að það framtak að framleiða eitt par af skóm fyrir hvern lands- búa, væri stórkostlegur sigur í landi, sem áður fyrr lét börn sín ganga berfætt, þá væri hægt að klappa Sovétherrunum lof í lófa. En slíkar kenningar eru andstæðar þeim kenningum Stalíns, að í Sovétríkjunum sé allt fyrst og mest. Molotoff mundi ekki í dag fá að gera játn inguna frá 1939, að notkun neyzluvarnings í Sovétríkjunum væri mun minni en í hinum kapi talíska heirni. Samanburffur á verðlagi og launurn. Slíku verður ekki haldið fram annars staðar en utan járn- tjaldsins, og þó skal það viður- kennt, að ekki er auðvelt að komast til botns í málinu. Hag- skýrslur Sovétríkjanna liggja ekki á glámbekk. Hvernig á að haga samanburðinum? Hvaöa vöruflokka á að taka? Hversu mikið tillit ber að taka til trygg inga og félagslegra hlunninda svokallaðra? Hvernig á að reikna með hlutum, sem í Rúss landi eru mjög ódýrir á papp- írnum (t.d. bílar), en eru að- eins fyrir örfáa útvalda? — í stuttu máli sagt: Samanburður á lífskjörum í tveimur löndum er alltaf vandasamt og erfitt verk. En með því að konunúnist ar halda áfrarn uppteknum hætti, að lofa sitt framtak en lasta annarra, er þörf á að gera óhlutcirægan samanburð eigi að síður. í stórum dráttum má kalla, að samband í rnilli meðallauna og meðalverðlags geti gefið nokkra mynd af ástandinu. Fer því hér á eftir verð á nokkrum vörutegundum í Rússlandi, og eru tölurnar eftir rússneskum heimildum. Rúblur: Hveitibrauð.........kg. 2,70 , Rúgbrauð ........... — 1,70 34,00 — 11,00 — 13,28 Smjör ........... Sykur ........... Kjöt ............ Hveiti.................— 4,80 Kartöflur ............ — 0,80, Hvítkál .............. — 0,60! Mjólk .............. ltr. 24—34 Egg ................. dús. 7,00 Te .............. kg. 57—120 Karlmannafatnaður.. 600—1200 Leðurskór........par 220—475 Baömullarblússa ....... 75,00 Baðmullarlak ..........75—82 Því miður er nær ógerlegt að vita, hvað eru meðalárslaun í Rússlandi. Samkvæmt rúss- neskum hagskýrslum voru þau 4100 rúblur 1940 og áttu að ná 6000 rúblum árið 1950 að lok- inni 5 ára áætluninni síðustu. En vegna aukinnar leyndar á öllum sviðum voru engar upp- lýsingar um þetta efni birtar 1950 og vekur það vissulega þann grun, að áætlunin hafi að þessu leyti ekki staðizt. Hins vegar hafa komið fram tölur úr einstökum héruðum, sem benda til enn hærri launa (t.d. 600 rúblur á mánuði í Georgíu 1949). Ósamstæðar upplýsingar um launagreiðslur í ýmsum stétt- um nægja ekki til að skapa heildarmynd, en þær duga til að sýna, að launamismunur er op- inbert ráð til þess að hvetja til aukinna afkasta. Launin eru því breytileg, 325 rúblur á mán- úði fyrir hjúkrunarkonur, 425 fyrir barnakennara og upp í fleiri þúsund rúblur fyrir úr- valsmenn í þungaiðnaðinum. Venjulegúr verkamaður í málm iðnaðinum fær um 600 rúblur og er betur staddur en flestir stéttarbræður hans. Verðlistarnir geta verið villandi. Af verðlistanum hér að fram- an og öörum skýrslum virðist mega ætla, að iðnlærður verka- maður, kvæntur og með 2 börn á framfæri, sem fengi 1000 rúbl ur á mánuöi, mundi rétt hafa stöðvað, að helmingi meira yrði framleitt af þessum á- burði en ákveðið var af Al- þingi. Áburðartegund þessa (ammoníum-nitrat) var byrjað að nota hér á landi í tíð nýsköpunarstjórnarinn- ar eða á árinu 1945 og hafa alls verið fluttar af henni til landsins á árunum 1945- 50 14.871 smál. Áburður þessi hefir notið mikilla og vaxandi vinsælda og hefir meira verið efti-r honum spurt en nokkrum áburði öðrum. Ekki hefir orðið vart neinnar sprengihættu í sam bandi við hann. Vátrygginga félög hafa ekki kiafist neinna sérstakra iðgjalda í sambandi við hann né sett hann á skrá yfir hættuleg efni, en þau eru þó mjög ná kvæm í þessum efnum. Skraf kommúnista um þessa sprengihættu eru því meira og minna hugarórar. Vitanlega má ganga svo iiia frá framleiðslunni, að henni fylgi sprengihætta, en hið sama gildir um olíugeymslur og ýmsar verksmiðjur, sem eru staðsettar hér innanbæj- ar. Með sæmilegum ör- yggisráðstöfunum er hinsveg ar hægt að útiloka þessa hættu alveg. Það er svo mikið nauð synjamál að framkvæmdir í sambandi við áburðarverk- smiðjuna dragist ekki á lang- inn, að það má ekki láta þessa blekkingastarfsemi kommún ista verða þeim til tafar. Þær tafir, sem þetta mál hefir orðið fyrir á undanförnum árum, eru vissulega orðnar nógu miklar. fyrir húsnæði, fæði og eitthvað upp í fatnaðarútgjöld, en sára- iítið sem ekkert fyrir tóbak, vodka (enn þýðingarmikill út- gjaldaliður) og skemmtunum. En menn verða að gæta þes að blekkingar eru oft faldar í verð skrám. Nefna má sem dæmi, að bilar eru mjög ódýrir á verð- skrá, en þeir fást bara alls ekki (framleiðslan 1950 aðeins 63,500 stk.). Húsaleiga er líka mjög lág á verðskrá, en þrengslin (fleiri fjölskyldur í einni íbúð) gera allan samanburð við vestræn ríki hlægilegan. Af þessu rná sjá, að gott væri að viðhafa aðra aðferð en samanburð verðs og launa, til að meta lífsstig hins almenna þegns í Rússlandi og bezta aðferðin er að reikna út meðalneyzluna pr. mann á nauö synlegum vörutegundum. Játa skal þó, að kjaramismunur sá, sem þegar er nefndur, gerir hug myndina um jafna hluti nokk- uð óraunhæfa og þar að auki mæta manni margir teknískir örðugleikar. Tölur um fram- leiðsluna í sumum greinum frá 1950 eru ekki fyrir hendi og verður i þess stað að notast við framleiðsluáætlunina fyrr ár- ið, sem ekki er víst að hafi stað- izt í reyndinni. Fleiri erfiðleikar eru á þessari leið og verður (Framhald á 6. síðu) Raddir nábúanna Vísir ræðir í gær um bar- áttu kommúnista gegn á- burðarverksmiðjunni. Eitt sinn hafi kommúnistar reynt að hindra framgang hennar með því að halda fram, að hún þyrfti að vera helmingi stærri. Nú sé þetta breytt. Vísir segir: „Þegar séð er að áburðarverk smiðjan verður byggð, sem reynist að sjálfsögðu mikil at- vinnubót fyrir reykvíska verka menn og iðnaðarmenn, rísa kommúnistar upp og mótmæla framkvæmdum á þeim grund- velli, að af starfrækslunni stafi stórháski fyrir bæjarfé- lagið, en einkum sé sprenging arhættan mikil, — „ef loft- árásir verði gerðar á verk- smiðjuna eða birgðastöðvar hennar“. Jafnframt er svo reynt að gera þá menn tor- tryggilega, sem mest og bezt hafa unnið að framgangi máls- ins, en það er heill kapituli út af fyrir sig. Ofangreint framferði kommúnista ber vitni um fram faravilja þeirra og heilindi. í upphafi vilja þeir byggja helm ingi stærri verksmiðju, en end anlega var ákveðið, og auka þannig „sprengingarhættuna" tilfinnanlega, — en nú má ekki byggja slíka „smáverk- smiðjú* vegna sprengingar- hættunar einnar, einkum ef loftárásir yrðu gerðar.“ Nöldur framtaksleysis, seg- ir Vísir að lokum, hefir oft staðið góðum framfaramál- um fyrir þrifum, en þótt kommúnistar sverji sig þar í ' ætt, stendur það vonandi ! ekki í vegi fyrir framkvæmd- lum að þessu sinni. Verðlagsmál land- búnaðarins og Mbl. Morgunblaðinu er órótt út af því að hér í blaðinu hafa versð1 í’ifjaffar upp nokkrar staðreyndir um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til landbúti- affarmála. Forustugrein blaðs ins sl. laugardag ber þess vott. En hér fer sem oftar, að frá- sögn Morgunblaðsins reynist harla ótraust heimild. f umræddri grein Mbl. er því haldið fram, að afurffa- sölumálum landbúnaðarias væri betur komið, ef lögin um búnaðarráð væru enn í gildi og nú sætu í ráðinu 25 bændur skipaöir af Her- manni Jónassyni. Tíminn er samþykkur því að fram- kvæmd laganna um búnað- arráð hefði oröið betri í hönd um Hermanns Jónassonar en hún var hjá ráðherra Sjálf-' stæðisflokksins. En sá ljóffur var á, að með þeim lögum var valdið yfir verðlagsmálum landbúnaðarins lagt í hend- ur ráðherra. Búnaðarráff starfaði í umboði ráðherra og bar ábyrgff gagnvart honum, en ekki samtökum bænda- stéttarinnar. Þau gátu engu ráðið um skipun þess. Því vildu bændur ekki una. Þaff er mergur málsins. Þaff er rétt, sem Jón á Reynisstaff sagði á þingi, að sú skipan yrði óþolandi í höndum mis- indismanna, þótt hún gæti farið sæmilega úr hendi, ef valinn maður færi með vald landbúnaðarráðherra. Þá segir Morgunblaðið, aff gerðardómur ákveði nú af- urðaverð bænda og að neyt- endur kref jist þess. Það rétta er, að yfirnefnd í verðlags- málum landbúnaðarins, þar sem hagstofustjóri er odda- maður, fellir aðeins úrskurff um þau atriði í verðlags- grundvellinum, sem ágrein- ingur er um innan verðlags- nefndar. Þessi yfirnefnd starfar meðan ríkisvaldiff á í þessu falli mikilla hagsmuna að gæta. Ákvæðin um hana gilda aðeins, meðan greitt er niffur með ríkisfé verð land- búnaðarafurða eða ef út- flutningsuppbætur eru greiddar. Nú er þegar hætt að greiða útflutningsuppbæt- ur. Jafnskjótt og hætt verff- ur við niðurgreiðslur innan lands, fellur gerðardómurinn niður, án lagabreytinga. Fyrir bændur var það vissu lega mikilvægur ávinningur að mega tilnefna sjálfir þrjá menn af sex í verðlagsnefnd ina og einn af þremur í yfir- nefndina í stað þess að fá engu ráðið um þessi mál, eins og var meðan búnaffar- ráðslögin giltu. Þá fengu bændur ekki að tilnefna neinn mann af þeim, er um verðlagsmálin fjölluðu. Vissu lega vildu þó bændur helzt, að verðlagsvaldið væri alveg í höndum þeirra. En er Sjálf- stæðisflokkurinn reiðubúinn til þess aff stuffla að því? Þá heldur Morgunblaffiff því fram, að Tímamenn hafi einir komið á því skipulagi, sem nú gildi um afurffasöl- una. Mbl. ber þetta skipulag síðan saman við búnaðarráffs lögin og segir, að þetta sé sannleikurinn sjálfur um skipulag verðlagsmála land- búnaðarins samkvæmt tillög- um Sjálfstæðismanna annars vegar og tillögum Framsókn- armanna hins vegar. Fram- sóknarflokkurinn má vissu- lega vel við una að lionum (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.