Tíminn - 13.01.1952, Page 1
Rangá,
mikill c
Varð fyrir olíu-
þurrð í fiskiróðri
Fyrsti báturinn á Patreks-
fir'ði, Skálaberg, fór í fyrsta
róðurinn í fyrrakvöld og fékk
sama og engan afla. Er hann
haföi dregið línur og ætlaði
aö halda heimleiðis, kom i
Jjós, að olían var á þrotum.
Var þá farið að hvessa. Komst
báturinn þó undir Blakksnes.
Skipverjar höfðu samband
við Maríu Júlíu, sem ekki var
fjarlæg, og kom hún á vett-
vang og gat komið olíu yfir i
Skálaberg. Komst báturinn
síðan til Patreksfjarðar i
gærkvöldi.
Ný rafstöð á
Suðureyri
Frá fréttaritara Tíman!
á Suðureyri.
Ný og aflmikil rafstöð tók
til starfa á Suðureyri um mið;
an desembermánuð. Gete
þorps'búar nú notaö rafmagní
eldavélar, þvottavélar og önr
ur rafknúin heimilistæki. Ei
það öllum fagnaðarefni, ekk
sízt húsmæðrunum.
Mesti snjómokstur, er
um getur í Hvalfirði
Biiið að Oftna helztu vcgi sunnaii lands
austat* I Vík og’ fyrir Hvalfjörð.
Samkvæmt upplýsingum, sem blaðamaður frá Tímannrr
fékk í gær hjá Davíð Jónssyni fulltrúa i vegamálaskrifstoi
unni, eru helztu akvegir hér sunnanlands að komast í við
unandi horf fyrir nauðsynlega þungaflutninga og hefr
gengið frarnar vonum að opna helztu leiðiriiar með stór
virkum tækjum. —
Aldrað fólk í Eski-
firði í boði kven-
réttindafélagsins
Frá fréttaritara Tímans
í Eskifirði.
Siðastliðinn laugardag
bauð kvenréttindafélag Eski-
fjaröar gömlu fólki í kaup-
túninu til skemmtisamkomu
i félagsheimili ungmennafé-
lagsins Austra. Var fólkið
flutt í bifreiðum á samkom-
una og af henni, því að veð-
ur var mjög vont þennan dag.
Til skemmtunar voru ræðu
höld, söngur, leikþáttur úr
Fjalla-Eyvindi og fleira. —
Flest aldrað fólk í Eskifirði
sótti samkomuna. Þótti þetta
ágæt skemmtun.
Á sunnudaginn hélt kven-
réttindafélagið almennings-
samkomu með sömu dagskrá.
Formaður kvenréttindafélags-
ins er frú Anna Siguröardótt-
ir.
Þá efndi kvenfélagið Dögg-
in nýlega til jólatrésskemmt-
unar barna.
Bátar hefja róðra
frá Bíldudal
Frá fréttaritara Tímans
á Bíldudal.
Ofveöriö um daginn gerði hér
lítinn usla og gekk fljótt yfir,
en aftakaveður var liér um tvær
klukkustundir. Urðu skennndir
ekki teljandi. Tveir bátar eru
nú að hefja róðra hér, en afla-
horfur virðast litlar. Allt at-
vinnulíf er i dái.
Þctta er ekki Jóhann Svarfdælingur, heldur eins konar
„kollegi“ hans. Hann heitir Ted Evans og er sagöur hæsti
maður heimsins. Myndin er tekin í Kingston á Jamaica,
þar sem Ted er að heilsa einum landsmanna. Liili sverting-
inn er aðeins þrjú fet og átta þumlungar, en Ted cr 9 fet
og þrír þumlungar. Ted er Breti og foreldrar hans voru
aðeins meðalmanneskjur að stærð.
„Notadrjúg fiskimið
eru að eiiífu töpuð” '
Erlemlis gert ráð fyrir, að fslemlingar siígi
fyrstir skrefið í landhelgisniálinu
Fiskimálaráðstefna að Iief jast í Lornlon
Dönsk og ensk blöð og tímarit rita nú allmikið um land-
helgismálin, og kemur hvarvetna fram, að við því er búizt,
að landhelgin verði stækkuð til mikilla muna við ísland,
Grænland og annars staðar, þar sem góð fiskimið eru, en
landhelgi verið lítil. Kemur fram í þessum skrifum, að ís-
land muni sennilega stíga fyrsta skrefið.
Fyrsti bíllinn úr Vík.
í fyrrakvöld náðist sá á-
fangi í þessari baráttu við
snjóínn, að fyrstu bílarnir
austan úr Vík komust til
Reykjavíkur. Kom sá fyrsti
urn eittleytið til Reykjavík-
ur, en hafði lagt af stað að
austan um klukkan 11.
í gær var lokið við að ryðja
snjó af veginum frá Þjórsá aö
en á þeim kafla var
Dg jafn snjór. Voru not
aöar til þess verks stórar og
þungar ýtur. Reyndist það
nokkru erfiðara fyrir það, að
áður voru þarna ruddar snjó-
traðir, svo að snjórinn á veg-
inum var helmingi meiri en
annars hefði orðið, ef ekki
hefðu verið traðir til aö fenna
í og fylla. Nú hefir hins vegar
verið tekinn upp sá háttur að
reyna í lengstu lög að komast
hjá djúpum tröðum, með því
að ýta jafnóðum uppgreftr
inum vel til hliðar og dreifa
honurn.
Bílarnir fóru yf!v
móa og mýrar.
Þó að þessar tvær stór
virku vélar lyku við að moka
veginn milli stóránna á
fjórða degi verksins í gær,
voru þar meö ekki úr sög-
unni allar hindranir á leið-
inni austur til Víkur .
Fyrir austan Landvegamót
var tveggja kílómetra kafli
eða svo, sem mátti heita ó-
fær öllurn bílum sakir snjó-
hleðslu. í gær var veriö að
vinna að því að ljúka mokstri
á þessum kafla.
Bilarnir, sem vqj-u komnir
að austan, komust ekki hjálp
CFramhald á 7. síðu)
Ráðstefna í London.
Það er nú unnið að því í
Englandi að fá ríkisstjórn-
ina þar til þess að kalla
saman evrópíska fiskiráð-
stefnu um stærð landhelg-
innar. Var talið, að enska
stjórnin vildi sérstaklega'
komast að samkomulagi við
ísland, Noreg og Danmörku
í fiskveiðimálunum.
Nú er fiskveiðimálastefna
þessi í þann veginn að hefj-
ast, og eru á heniií þrír full-
trúar frá íslandi.
Að henni lokinni verður
önnur ráðstefna í Kaup-
mannahöfn, þar sem lönd,
sem hagsmuna eiga að gæta
um stækkun landhelginnar,
ráða ráðum sínum.
Gerbreytt viðhorf.
Enska tímaritið Fishipg
News ræðir þessi mál meðal
annarra, og segir Haagdóm-
inn valda gerbreyttum við-
horfum. Englendingar segja
einnig, að dómurinn veiti ís-
lendingum og Dönum fullkom
iö tilefni til þess að koma í
framkvæmd nýrri , stefnu í
landhelgismálum. Við Græn-
land verði landhelgin sjálf-
sagt færð svo langt út, að
innan hennar lendi mörg á-
gætustu fiskimið heimsins,
og hin notadrýgstu þorska-
mið við strendur íslands séu
brezkum togurum að eilífu
glötuð. Loks muni Danir sjálf
sagt loka rauðsprettumiðum
við Danmörku.
H’* «0 t *'* ' '
Er þess nú af mörgum beð
ið með eftirvæntingu, hverju
framvindur og hvað stjórnar
völdin aðhafast.
Póstur Akureyringa
í hrakningum
Frá fréttaritara Tíman,;
á Akureyri.
Talsvert af pósti Akureyi
inga er búinn að lenda í hir
um mestu lirakningum und-
anfarna óveðursdaga. Vai
hann sendur áleiðis norðui
með bílnum fyrir einni viki
og lenti meðal annars íi
útilegu með ferðalöngunun
á Holtavörðuheiði, er póst-
ferðin stöðvaðist þar.
í gær spurðist það aí
póstinum, að hann væri
kominii til Sauðárkróks, og
er loks væntanlegur til Ak-
ureyrar með póstbátnuu
Drang, sem a að korna þan§
að í kvöld. Nýrri póstur he£
ir svo komið með flugvélun
í gær.
Stærsta skip að
bryggju í Djúpavogi
Frá fréttaritara Tímam
á Djúpavogi.
Jökulfellið kom hingað ti.
Djúpavogs síðastliðinn sunni
dag, og er það stærsta ísl
skipið, sem hér hefir lagzi
að bryggju, 74 metra langt.
Aðfaranótt miövikudagsins
geröi hér aftakaveður af norc
vestri, en ekki urðu teljand:
skaðar. Sama og enginn snjói
er hér og ágætir hagar:
Könnunarflug yfir haf-
ísinn á Grænlandshafi
í fyrraclag var farið könnunarflug frá Keflavíkurflug-
velli norður og vestur yfir Grænlandshaf. Var flogið norðui
af Vestfjörðum, en síðan sveigt vestur til Grænlands og
þaðan suður og austur yfir til íslands.
Flugmennirnir komu aö
ísnum beint norður af Vest-
fjörðum, um sextíu kílómetra
undan landi. Var þar aðeins
íshrafl, er þakti um 15% af
sjávarfletinum, en þéttist, er
lengra dró norður og vestur
og varð nær samfellt undan
Grænlandsströndum.
Út yfir ísinn flugu þeir aft-
ur vestur af Látrabjargi um
200 kílómetra undan landi.
Jakar á reki á Halamiðum.
Samkvæmt fréttum, serr
blaðið hafði af miðum úti fyr
ir Vestfjörðum, urðu togarar ,
sem eru, að veiðum á Hala-
miðum, varir við jaka á reki
i fyrradag. Ekki voru þó meiri.
brögð að þessu en svo, að skip
voru þar að veiðum eins og
venjulega, bæði á hinum
grynnri og dýpri miðum.
!' Ritstjóri: !
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
! Jón Helgason
! Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
86. árgangur.
Reykjavík, sunnudaginn 13. janúar 1952.
10. blaít;
Skrifstofur í Edduhúsi ?
Fréttasímar: !'
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323 l
Auglýsingasími 81300 i:
Prentsmiðjan Edda [