Tíminn - 13.01.1952, Side 8

Tíminn - 13.01.1952, Side 8
„ERLENT TFIRLIT^ I ÐAb: Míiria Eva Ðutre Peron 36. árgangur. Reykjavík, 13. janúar 1952. 10. blað. Framdi bankarán og tvöfalt morð í dáleiðslu að skipun dávaldsins Þrjátíu ára minning Samvinnuskólans Nýlega er komið út á vegum Norðra rit til minningar um Meðal þeirra glæpamála, sem mesta athygli vöktu í Danmörku á síðasta ári, var morð tveggja gialdkera í Landmandsbanken sem eftirfari stórráns í Hvidovre. Mál þetta hefir verið í rann- sókn og vakti á ný geysilega athygli fyrir nokkrum dögum, er í Ijós komu sterkar likur fyrir því, að morðinginn hefði framið glæpina í dáleiðslu annars manns. Er talið, að mál þetta, ef það reynist svo vaxið, muni teljast eitthvert hið merkilegasta í sögu glæpamála á seinni áratugum. Ný og fljótþorn- andi málning EgiII Vilhjálmsson hefir fengið hingað til lands nýja málningartegund, sem fram leidd er í Pittsburg í Banda- ríkjunum. Þornar hún til hlítar á einni klukkustund, og er mjög auðveld í notkun. Hefir hún þegar verið nokk- uð reynd hér. Málningin fæst í tólf lit- um, en fleiri litbrigði má fá með því að blanda litum saman. Rösklega fimm kg. kosta 110—117 krónur, og nægir það magn á 50—60 fermetra veggflöt, og er því drýgri en sama magn venju- legrar milningar. * Aætlunarbifreið teppt í viku á Vegamótum Áætlunarbifreið, sem komst að Vegamótum á Snæ- feilsnesi, fyrir ofviðrið, teppt- ist þar um eina viku. Var hún á vesturleið. Nú um miðja þessa síðustu viku var rutt snjó af veginum um Kerling- arskarð, er kyrrði einn dag, og komust þá þrír bílar vest ur yfir, meðal þeirra þessi, sem teppzt hafði á Vegamót- um. Óvanalegt er, að Kerlingar- skarð teppist svona snemma vetrar. Athyglisverð mynd í Hafnarbíó Hafnarbíó er byrjað að sýna mynd, sem verð er allr- ar athygli. Nefnist hún „Við viljum eignast barn“ og er dönsk. Myndin hefir að und- anförnu verið sýnd á Norö- urlöndum við mikla eí'tirtekt, einkum að tilstilli mæðrasam taka. Myndin fjallar um ung hjón, sem ekki geta eignazt barr og lýsir löngun þeirra til þess og viðbrögðum. Mynd- in er ekki einvörðungu lær- dómsrík heldur og skemmti- leg og spennandi svo að allir hafa ánægju af að horfa á hana. — Annars felur myndin í sér harða ádeilu á fóstureyðingar og sýnir mætavel hinar illu afleiðingar þeirra. Mæðra- styrksnefndir á Norðurlönd- um hafa fengið allan skemmt anaskatt af sýningum mynd- arinnar og verður svo einnig hér. Jafnframt því, sem menn fara og sjá fróðlega og skemmtilega mynd, geta menn styrkt gott málefni. Morðið í Landmandsbankan- ! um var framið í sumar. Ungur. maður snaraðist að afgreiðslu- { borðinu og skaut tvo starfsmenn ' bankans til bana og rændi mik | illi fjárhæð. Litlu siðar var morð j inginn tekinn fastur, maður um tvítugt, er heitir Palle Wick- mann Hardrup. Á hann sann- aðist og um leið stórrán nokkru áður í Hvidovre, þar sem hann rændi hvorki meira né minna en 22 þús. 'danskra króna. Álitinn sinnisveikur. Við fyrstu rannsókn í máli þessu virtist morðinginn geð- veikur eða undir eivmverjum sterkum og kynlegum huglæg- um áhrifum. Sálsýkilæknar rann sökuðu hann nákvæmlega og álit þeirra var á þann veg. Þó hvarflaöi það að þeim, að morð inginn væri sem í dáleiðsluá- standi en það hefir til þessa ver ið talið nær óhugsandi, að slík ir glæpir væru framdir í slíku ástandi og að skipan dáleiðand ans. Bréf og bækur í fangelsið. Einn bezti vinur Hardrups, nefndist Björn Schouw Nielsen, og var hann áður kunnur lög- reglunni, þar sem hann hafði setið í fangelsi fyrir föðurlands svik. Skömmu eftir að Hardrup var tekinn fastur varð ljóst ó- venjulega náið og áhrifamikið samband þeirra, enda höfðu þeir áður kynnzt og verið nánir vin ir í fangabúðunum, þar sem þeir stunduðu Yoga og spiritisma sanian. Ekkert sannaðist þó í því máli, og Nielsen neitaði með öllu að hafa átt nokkurn þátt í afbrotum Hardrups. Eftir að Hardrup kom í fang elsið, lét Nielsen sér þó mjög títt urn hann, sendi honum bæk ur og mörg bréf. Læknar veittu því athygli, að þessi bréf höfðu mikil og undarleg áhrif á Har- drup, og voru þessar bóka- og bréfasendingar þá bannaðar. Breytingar eiga sér stað. Þegar vikur liðu án þess að Hardrup fengi bréfin eöa hefði nokkurt annað samband við Nielsen, tóku að verða breyting ar á andlegu ástandi hans til hins betra. Hann varð rólegri og náði algeru jafnvægi hug- ans. Skrifar lýsingu á dáleiðslunni. Kom þar, að Hardrup skrif- a'ði langa lýsingu á sambandi sínu við Nielsen, þar sem hann lýsir því, að Nielsen hafi átt mjög auðvelt með að dáleiða hann og hann hafi verið al- gerlega gagnrýnislaus gagnvart honurn og. lotið honum vilja- laust og fundizt allt hárrétt, sem hann gerði og sagði. Hefði hann því getað skipað sér hvað sem var, jafnvel að myrða foreldra sína, ef svo hefði borið undir. í lýsingu þessari felst þó engin nákvæm frásögn af einstökum (Framhald á 7. sibu) þrjátíu ára starfsferil Samvinnuskólans. Hefir annazt rit- stjórn nefnd Samvinnuskólaneinenda, er til þess var kosin. i Júlía Krítar yfir- : geiur Rómeó Júlía Krítar, hin fagra, \ nítján ára gamla Tassoula Kefa-Loyannis, sem beið Rómeós síns, Kosta, í heilt ' ár, meðan hann sat í fang- ■ elsi fyrir að ræna henni, hef \ ir nú yfirgefið hann. Hún hefir sagt, að þetta geri hún til þess að koma í veg fyrir, að vinir og ættingjar Kosta ■ myrði föður hennar, Manolis Petrakoghiorghis. Það var hatur milli ætt- ■ anna, sem olli því, að Kosta varð að ræna Tassoulu og 1 flýja með hana til fjalla á Krít 1950. Þar voru þau gef in saman í klaustri. \ Stjórnin sendi á vettvang meira en 2000 hermenn til þess að leita brúðhjónanna í fjöllunum og liandtaka þau. þar eð ella var hætta á, að til alvarlegra bardaga kæmi rnilli fylgismanna ættanna. i Lá við, að til borgarastyrjald ar kæmi út af þessu hjóna- bandi. 1 fyrra var Kosta linepptur í fangelsi fyrir ólöglegan vopnaburð gegn rikisvaldinu. Nú hermir enn ein fregn, ■ að grískur innflytjandi í Vest urheimi hafi sent Tassoulu hjónabandstilboð. ——----------———------—-—i Tregur afli Flateyrarbáts Einn bátur, Garðar. er byrj aður róðra héðan frá Flat- eyri, og hefir hann aflað held ur treglega, um þrjár smá- lestir í róðri. Tíð hefir einn- ig verið umhleypingasöm, svo að ekki er gott að reyna fyrir sér á fiskimiðum. I Formála bókarinnar ritar dr. Þorkell Jóhannesson, en síðan kemur ritgerð eftir Jón- as Jónsson skólastjóra um þrjátíu ára starf skólans, og meginuppistaðan ræðan, sem hann flutti í afmælishófi skólans 11. marz 1949. Þá er yfirlit um sögu skólans eftir Þórarin Þórarinsson og frá- sögn af afmælishófinu, skráð af Sigurvin Einaissyní. Meginhluti bókarinnar er svo skrá um alla_ nemendur ] skólans og starfsferil þeirra, ; kennaratal, nafnaskrá og myndir af nemendum skól- . ans. — Norska deildin og fornaldarsalur- urinn opin Kristján Eldjárn þjóö- minjavörður skýr.ði blaðinu svo frá í gær, að nú væri lok- ið við að koma fyrir fornum munum í fornaldarsalnum í þj óðminj asafninu og norsku deildinni, sem raunar var að mestu gengið frá-í fyrra. —- Verða deildir þessar nú opn- aðar almenningi til skoðun- ar og verða framvegis opnar sem hér segir: Á sunnudög- um kl. 1—4 síðd. og á þriðju- dögum og fimmtúdogum kl. 1—3 síðdegis. Verður svo fyrst um sinn en ef til vill breytt um síðar, ef reynsla bendir til betri tilhögunar. Einangrnn vegua snjóa og símabilana Frá fréttaritara Tímans á Flateyri. Kafsnjór er kominn hér vestra, svo að hvergi sér á dökkan díl við Önundarfjörö. Er orðið mjög erfitt yfirferð- ar, auk þess ógreitt hefir ver- ið um öll viðskipti manna á milli sökum mikilla símabil- ana. Eru þær mjög þrálátar um Vestfirði, þar sem alls staðar er notazt við loftlínur, og mikið af símabilunum gam alt og þolir illa veður. Er brýn þörf á því, að gagn- gerð endurbót verði gerö á símakerfinu á Vestfjörðum, og jarðstrengir lagöir, þar sem hættast er við símabil- unum. — íslendingar í jóla- boði hjá Albert Gnðmundssyni Albert Guðmundsson knatt spyrnumaöur og Bryndís Jó- hannsdóttir, kona hans, sem dvelja í París, buðu til sín á aöfangadagskvöld jöla öllum íslendingum, er þau náðu til í París. Undu hinir íslenzku gestir hjónanna þar við mikla risnu cg rifjuðu upp í samein- ingu jólaminningar og aðra hugþekka atburði frá hinni fjarlægu ættjörð sinni. Hefir Tíminn verið beðinn að tjá þakkir aðstandenda sumra af gestum þeirra Bryn- dísar og Alberts fyrir hugul- semi þeirra og alúð. Leitarmenn veðurteppt ir viku á Grímsstöðum Frá fréttaritara Tímans á Hólsfjöllum. Undanfarna .úku hafa verið veðurtepptir á Grímsstööum á fjöllum fjórir leitarmenn úr Mývatnssveit. Brutust þeir úr gangnamannakofa á Mývatnsöræfum í ofviðrinu fyrra laugardag, þar sem þeim þótti ófýsilegt að verða veður- tepptir þar. — Oþvegið orðbragð í samninganefndinni í Kóreu Orðavalið hjá samninganefnd inni í Kóreu virðist ekki alltaf vera af fínasta tagi. Síðastlið- inn laugardag kölluðu aðilarn- ir til dæmis hvor annan „þorp ara“. Hsieh hershöfðingi sagði: „Þér hafið afhjúpað viðbjóðsleg og ina að nýju. Ekki er talin Mývetninga vantar enn nokkuð af fé, og fóru fjórir leitarmenn austur á öræfin. Voru menn þessir frá Reyni- hlíð, Vogum, Ytri-Neslöndum og Vindbelg. Þeir höfðu ver- ið tvo daga á öræfunum, er stórviðrið skall á, og tóku þá þann kost að yfirgefa gangna mannakofann ,sem þeir voru í, og halda til Grímsstaða. Er það 10—12 kíómetra leið, en undanhallt veðrinu. Fóru aftur í Ieitina. í fyrramorgun héldu þeir frá Grímsstöðiun vestur á ör- æfin, og munu taka upp leit- villimannleg þorparabrögð yð- ar“. Turner svaraði: „Þér komið fram eins og þorpari, sem segir: „Þú skalt ekkert óttast — bara gefast upp““! veruleg hætta á, að fé hafi farizt á Mývatnsöræfum í of- viðrinu, og hagar eru þar enn. Á Hólsfjöllum var fé sums staðar úti. er veðriö skall á, en náðist í hús. Mikill snjór og jarðbönn á Síðu Símasambandslaust hefir verið með öllu við Kirkjubæj- arklaustur frá Reykjavík í viku síöan í ofviðrinu um síö- ,ustu helgi, þar til í fyrradag. ] Veðurofsinn var mikill þar sem annars staðar á landinu, en þó tæplega eins mikil veð- 'urhæð sem hér suðvestan lands. Skemmdir urðu ekki teljandi í nærsveitum Kirkju bæjarklausturs. Mikill snjór er nú á þess- um slóðum og alger jaröbönn. Ófært er með öllu bifreiöum vestur á bóginn. Börn, sem eiga að fermast í dóm- kirkjunni 1952, (vor eða haust), komi til viðtals við presta dóm kirkjunnar, sem hér segir: Til séra Óskars J. Þorlákssonar þriðjudaginn 15. janúar kl. 6. Til séra Jóns Auðuns miðvikudaginn 16. janúar kl. 6.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.