Tíminn - 22.01.1952, Page 6

Tíminn - 22.01.1952, Page 6
6. » V! TÍMINN, þriðjudaginn 22. janúar 1952. 17. blað. Við vormn | útlendingar Afburðavel leikin amerísk I mynd um ástir og samsœri, | þrungin af ástríðum og tauga | sesandi atburðum, Myndin | hlaut Osears-verðlaunin sem | bezta mynd ársins 1948. 5 Jennifer Jones John Garfield Bönnuð innan 14 ára. Ynín'.iUijan Sýnd kl. 7. ÝJA BÍÓ| Greifafrúin af j Monte Cristo (The Countess of Monte I Christo) 5 Fyndin og fjörug ný amerísk 1 söngva- og íþróttamynd. Aðalhlutverkið leikur skauta § drottningin Sonja Ilenie, ásamt Michael Kirby Olga San Juan Aukamynd: SALUTE TO DTJKE ELLINGTON Jazz-hljómmynd, sem allir | jazzunnendur verða að sjá. = Sýnd kl. 5, 7 og 9. | BÆJARBÍO] - HAFNARFIRÐI - í útlendinga- i hersveitinni Sprenghlægileg ný amerísk i skopmynd með Bud Abbot Lou Costello Sýnd kl. 7 og 9. >»»»»♦♦❖»»»♦»♦<> 1 HAFNARBÍóI 1 Vid viljum eignast) harn Ný, dönsk stórmynd, er vakið I hefir fádæma athygli, og fjall f ar um hættur fóstureyðinga, | og sýnir m. a. barnsfæðingu. I Leikin af úrvals dönskum f leikurum. — Myndin er | stranglega bönnuð ungling- I um. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Ausíurbæjarbíó ! Trompetleiksirinn Sýnd kl. 5 og 9. Belinda Sýnd kl. 7. Allra síðasta sinn. A nglýsingasíml TÍMAISS 81 30«. cr Ævintýri Moffmanns I (The Tales of Iloffmann) Aðalhlutverk: Moira Shearer, i Robert Rounseville, 1 Robert Helpmann. _ | | Þetta er ein stórkostlegasta f = kvikmynd, sem tekin hefir | ! vérið, og markar tímamót í | ! sögu kvikmyndaiðnaðarins. f I Myndin er byggð á hinril" I heimsfrægu óperu eftir | Jacques Offenback. Royal f Philharmonic Orrhestra leik I ur . f Sýnd kl. 5 og 9. GAMLA BIO Líf t lœfcnis hendi (Crisis) i Spennandi ný amerísk kvik- ; m^nd. — Aðalhlutverk: Gary Grant José Ferrer Pauia Raymond Ramon Novarro . Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára Erleut yfiriií (Framhald af 5. síðu) ríkjandi, að lier S.Þ. eigi að haga sér líkt og að undanförnu, ef samningaþófið heldur áfram og kommúnistar hefja ekki sókn. Viöhorfið myndi hins veg, ar breytast, ef viðræðum yrði hætt án árangurs. Þá er t.d. tal in hætta á því, að þær kröfur geti magnazt í Bandaríkjun- um, að reynt verði að binda endir á styrjöldina með stór- sókn. Slíkt kynni að þykja gott áróðursmál í kosningunum. Fyr ir stjórnina getur þá orðið erf- itt að skera úr því, hvort reka skuli styrjöldina áfram með sama hætti og undanfarið og fórna þannig mannslífum, án sýnilegs árangurs, eða að freista gæfunnar og hefja sókn. Bandamenn Bandaríkjanna munu kjósa fyrri kostinn, en mörgum Bandaríkjamönnum mun finnast sá kostur slæmur og tilgangslítill. Þeir gæta þess ekki nógsamlega, að með hon- um næst sá mikilvægi árangur, að styrjöldin færist ekki út. Bandaríkjamenn verða hins vegar leystir úr þeim vanda að velja um þetta tvennt, ef komm únistar verða fyrri til og hefja sókn. Telja má liklegt, að Banda ríkjamenn verði einhuga um að svara slíku með beinum á- rásum á Kína. Þetta hefir verið látið koma allgreinilega fram, svo að Kínverjar gerðu sér af- leiðingarnar ljósar fyrirfram og rösuðu ekki um ráð fram. Sú aðvörun er nú einna líklegust til að halda kommúnistum í skefj- um og vera Kínverjum hvatn- 1 ing til að semja um vopnahlé. , Þess vegna er sú skoðun nokk- uð almenn, að vopnahléssamn- j ingar myndu nást með tíð og tíma, ef Kínverjar ynnu að , þeim, án íhlutunar Rússa. Enska knattspyrnan (Framhald af 3. siðu.) KJELD VAAG: (TRIFOLI-BIO Ié0 Útvarps viðgerðir I Kadloviiumsíoían LAUGAVFG 16». var ameríshurí njósnuri | (I WAS AN AMERICAN SPY) | Afar spennandi, ný, amerísk | mynd um starf hinnar ame- | rísku „Mata Hari“, byggð á I frásögn hennar í tímaritinu | „Readers Digst“. Claire I Phillips (söguhetjan) var | veitt Frelsisorðan fyrir starf \ sitt samkvæmt meðmælum | frá MarArthur hershöfðingja. | Ann Dvorak, Gene Evans, Richard Loo. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. | ELDURINN| | gerir ekkl bo® á anðan aér. 1 Þelr, sem ero hyggnlr, tryggja strax h|* I £ I Samvinnutryggrlngum j I »»»»»»»»»»«i«>»< i } I Bergnr Jónsson 'í I Málaflutnlngsskrifstofm [ Laugaveg 65. Slml 5835 Helma: Vltastlg 14 Derby 27 10 5 12 46-50 25 W. Bromw. 27 7 10 10 52-57 24 Sunderl. 27 8 7 12 43-47 23 Chelsea 27 9 5 13 34-46 23 Stoke 28 8 4 16 33-61 20 Middlesb. 26 7 4 15 39-64 18 Fulham 28 5 6 17 42-55 16 Huddersf. 28 5 5 18 32-59 15 2. deild. Birmingh. 28 13 8 7 43-32 34 Cardiff 27 13 7 7 45-32 33 Sheff. W. 28 13 6 9 63-47 32 Leicester 27 12 7 8 56-42 31 Sheff. U. 28 13 5 10 64-50 31 Rotherh. 27 13 5 9 57-48 31 Nottm. F. 28 11 9 8 53-46 31 Brentford 27 12 7 8 34-28 31 Leeds 27 11 8 8 39-38 30 Luton 27 10 8 9 49-45 28 Barnsley 27 9 10 8 41-42 28 Everton 28 10 8 10 43-46 28 W. Ham 28 10 7 11 45-56 27 N. County 28 11 4 12 47-49 26 Southamp. 28 9 8 11 41-57 26 Doncaster 28 8 9 11 37-41 25 Blackburn 28 11 3 14 37-44 25 Bury 28 9 6 13 47-45 24 Swansea 28 7 9 12 47-53 23 Queens P. 28 7 9 12 39-60 23 Coventry 27 8 5 14 37-55 21 Hull 28 8 4 15 39-47 20 3. deild syðri. Plymouth 28 19, 4 5 72-34 42 Brighton 28 17 4 7 56-36 38 Reading 27 17 2 8 72-39 36 3. deild nyrðri. Lincoln 27 16 0 5 7-1-40 38 Stockport 28 15 7 6 45-24 37 Carlisle 28 15 6 7 43-32 36 Rúinarför Árna (Framhald af 5. sfðu.) erindi til Rómar en að skemmta sér og konunni, en slík ferðalög á ríkið ekki að kosta. Mbl. getur ekki heldué bent á minnsta gagn, er hlot ist hafi af þessari ferð Árna. Ferðalag Árna sýnir vel, hvernig Bjarni Ben. misnotar áðstöðu sína til að útvega vild armönnum sínum bitlinga á kostnað ríkisins. Anglýsið i Timannm HETJAN ÓSIGRANDI 36. DAGUR % „Magnús Heinason“. , „Magnús Heinason“? endurtók Jakob. Hvar hefi ég heyrt bað nafn“? „Ef til vi’l hafið þér heyrt mín getið, er ég fangaði Klas Bjelke fyrir þrem árum“. Aðalsmaðurinn leit undrandi á Magnús. Svo hrópaði hann: „Gerir -þú pys að mér? Hafir þú fangað Klas Bjelke, hlýturðu að hafa þá verið á unglingsaldri“. „Voruð bér annað en unglingur, er þér genguð í sjóher kóng- legrar mektar?“ „Ég dáist að þér. Magnús Heinason“, sagði Rostrup og tólc þétt í hönd honum. „1 flotanum var oft rætt um þessa dáð. Gengi ég’ í félag við slíkan sjóhund, myndum við brátt fylla tunnur af gulli“. „Ég er ekki sjálfs mín húsbóndi og get eklci gengið í félags- skap við neinn“. „Fjandinn hirði það! Sérhver er eigin húsbóndi, ef hann vill. Ég veðset bað, sem enn er frjálst af Leirgróf og þý út víkinga- skip. Kóngleg mekt gefur okkur víkingabréf, og þá munum við bera ægishjálm yfir alla á hafinu“. Jakob Rostiup stóð upp og fleygði fáeinum skildingum í svein- inn. „Nú verð ég að iara upp í slotið. Komdu með mér, svo að við getum rætt betur saman“. Magnús hugsaði sig um. Hann vanrækti ekki neitt, þótt hann færi með honum, og það gat verið gaman að sjá hinn víðkunna Kristófer Valker.dorf, sem nú lék konung í slotinu. Þeir héldu af stað. Er þpir gengu inn í Hákonarhöllina, mátti sjá þar undar- lega samkundu. Þar voru margir ráðsmenn og embættismenn, biskup Björgvinjar, slotspresturinn Absalon Pedersen, norskir kaupmenn og Hansastaðamenn, þar á meðal Hans Dittelhof. Þarna sá Magnús Einar Jónsson föðurbróður sinn í hópi norsku kaupmannanna. Höfðingjar þeir, sem sátu við borðið í salnum, vöktu þó mesta athygli Magnúsar, og Jakob varð að segja hon- um, hverjir þsr voru. Sá, sem í öndvegi sat, var enginn annar en Kristófer Valken- dorf frá Glorup, hvasseygur og hörkulegur og ennismikill. Til skamms tíma hafði hann gegnt því vanþakkláta starfi að vera forsjá barnn hins erfiða bróður kónglegrar mektar, Magnúsar hertoga af Fysýslu. Vinstra megin við hanii sat Björn Andrés- son, en hinvm megin ríkasti aðalsherra landsins, Jörgen Lykke frá Efra-Garði. Hann var svo auðugur, að hann snæddi af silf- urdiskum og á feðragarði hans var salur lagður skíru gulli. Sjálf kóngleg mekt var ekki ríkmannlegar búin en hann. Hann var hlaðinn knipplingum og þungum gullkeðjum, og hár og skegg angaði af dýrum smyrslum. Magnús vehti Jörgen Lykke þó ekki mikla athygli. En hann virti Kristófer Valkendorf þeim mun betur fyrir sér. Hann hafði oft heyrt h.ans getið, því að þetta var maðurinn, sem á sínum tima hafði brotið á bak aftur herradæmi þýzkra kaupmanna í Björgvin. En nú setti að honum undarlegt eirðarleysi, er hann sá hann. Hann varð gramur við sjálfan sig. Hvers vegna varð honum ónotaiega við, er hann sá Valkendorf? Til þess að reka af sér þessa oþægilegu kennd fór hann að virða fyrir sér fjórða manninn: Hans Lindenov — nýja lénsmanninn. Hann var ekki eins ríkmannlega búinn og Lykke og Valkendorf, en hann var ekki síður þóttalegur í bragði. Hann virtist vera rúmlega þrítug- ur og Magnúsi fannst skyndilega, að hann minnti á Jakob Rost- rup: Það var sama dirfskan í svipnum og kuldi í gráum augunum. t þessum svifum var hönd lögð á öxl Magnúsar. Hann leit við. Einar Jónsson stóð hjá honum. „Hverra erlnda ert þú hér í slotinu, Magnús"? „Erindi mitt er svipað og þitt, frændi“, svaraði Magnús þurr- lega. „Ég vil gjarna sjá, er nýi lénsherrann tekur við embætti sínu“. „Ég bjóst við. að þú ættir annað erindi. Jes stýrimaður hefir verið skráður í flotann, ásamt tveimur mönnum þínum öðrum“. Magnús grsip andann á lofti, og blóðið sauð í æðum hans. Rvo hrópaði hann: „Ég vísa þessum aðalsmönnum og öllum ráð- stöfunum þeirra til fjandans“! Kaupmaðurinn reyndi að þagga niður í honum: „Við verðum að fá nýjan stýrimann. Það er sjálfsagt völ á nýtum manni í bænum“. „Þið hafið mig“! sagði Jakob Rostrup brosandi. „Ég liefi verið tvö ár stýrimaður í flota kónglegrar mektar“. Einar Jónsson leit undrandi á aðalsmanninn. Það gegndi furðu, að hann skyldi bjóðast til þess að gerast stýrimaður á kaupfari. Hver var þessi ungi maður? Var hann einn hinna ungu hirð- mánna í slotinu? Kaupmaðurinn fékk fljótt að vita þetta. Og 1 þótt liann hugsaði sig lengi um, varð það þó að ráði, að Jakob j Rostrup skyldi koma til hans og tala betur við hann. Við borð hinna tignu embættismanna fór nú fram áköf kapp- ræða. Magnús fór að leggja við eyrun, er hann heyrði Færeyjar nefndar. Það var Kristófer Valkendorf, sem hafði nefnt þær. Rödd hans var valdsmannsleg og bjóðandi: „Ég á annríkt, Lindenov, og við getum ekki rætt þetta enda- laust. Allt. sem viðvikur konungsverzluninni, verð ég að leggja fyrir kónglega mékt“. „Áður hafið þér getað tekið skjótar ákvarðanir á yðar ábyrgð, Valkendort“, sagði Lindenov reiöilega. „Þér hafið áreiðanlega fullt umboð kónglegrar mektar.... “ „Það verður sem ég hefi sagt“, greip Valkendorf fram í. „Meira en þriðjungur gróðans kemur ekki í yðar hlut. Séuð þér óánægð- ur með ráöstafanir mínar, get ég flutt kónglegri mekt kærumái yðar“. ^ ^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.