Tíminn - 27.01.1952, Síða 4

Tíminn - 27.01.1952, Síða 4
4. TÍMINN, sunnudagínn 27. janúar 1952. 22. bíað. Þaö var vel til fundið hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs aö gefa út Alþingisrímurnar raeð skýringum. Alþingisrim- urnar eru enn vinsælar og munu verða það, enda vel kveðnar og snjallar aö hugs- un og formi. En eftir því sem tímar líða verður erfiðara fyrir iesendur að átta sig á því, hvar fiskur liggur undir steini og njóta fyndni þeirr- ar og sneiöa, sem víða leyn- ast í tvíræðu máli rímnanna. Fyrir þessari útgáfu rímn- anna er alllangur formáli eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Það er ritgerð um það hvernig rímurnar hafi orðið tii og greinargerð um þá menn, sem gerðu þær. Rit- gerð þessi er vel skrifuð og góður fengur að henni. Það er ekki hennar ætlunarverk að skýra einstök atriði rímn- anna, heldur er þar fjallað um skáldskap þeirra al- mennt. Sums staðar eru þó hugleiðingarnar fremur skrýtnar eins og þegar talað er um tvíræða vísu, „þar sem svo er hagað búningslýsingu, að fjaðurhatturinn, embættis tákn landshöfðingjans, get- ur hækkað eða lækkað þann, sém ber hann: Hvíti fjaðurhatturinn háan lágan gerir“. Þetta eru óþarfir hugarór- ar. Blaktandi fjaðurhattur ] getur hvorki gert hávaxinn né háttsettan mann lágan,1 enda var Magnús landshöfð- 1 Ingi ekki mikill vexti og má! hér minnast þessarar gömlu vísu: Landshöfðinginn líkar mér að láta hann ganga farinn veg, engihn maður á honum sér að liann geti meira en ég. Hvíti fjaðurhatturinn ger- ir það að verkun að hinn lá- vaxhi maður sýnist hærri en ella og þetta tigna höfuðfat gerir hinn hversdagslega mann háan aö tign. Þá er fullmikið gert úr hlut leysi rímnanna. Að vísu er þess að gæta, að Valdimar Ás mundssón mun hafa hallast meira að Valtýskunni frá því rímurnar fóru að birtast, enda Ijóst að síðustu rímurn- ar fjórar eru ortar af henn- ar manni. Heimastj órnar- mennirnir Lárus H. Bjarna- son, Hannes Hafstein, Arn- ljótur Ólafsson og Tryggvi Gunnarsson flytja kosninga- ræður, sem eru þeim til spotts. Hermann Jónasson er mjög hræddur og Klemens Jónsson látinn ná kosningu vegna þess, að hann var inn- heimtumaður ríkisins. þinggjaldanna minntust margir, meintu „liðun“ helztu bjargir“. Guðjón Guðlaugsson er lát inn snúast á sveif með lands höfðingja af eiginhagsmuha- von. Þannig er „hlutleysið" í garð heimastjórnarmanna í síðustu rímunum. -Þrátt fyrir þessi missmíði er þó ritgerð Jónasar bæði fróðleg og skemmtileg og bók arprýði. Aftan við rímurnar eru svo skýringar eftir Vilhjálm Þ. Gislason. Segist hann hafa gert sér far um að vera sem stuttorðastur. Þó er þarna ýmislegt, sem lítið kemur Al- þingisrímunum við beinlínis, svo sem lýsing á þingveizl- um 1849, 1775 og 1662 og má Alþingisrímnaútgáfan nýja nefna fleiri dæmi slík. Ann- ars er ekki því að neita, að margs geta menn orðið vís- ari af skýringum Vilhjálms. En þær eru þó svo gloppótt- ar, að engan veginn er sam- boðið Menningarsjóði og út- gáfu hans. Stundum geiga þær nokkuð fram hjá því sem lesandann vantar að vita. Tökum til dæmis þessar vís- ur: Krókinn vildi af kappi maka kvennaljóminn Indriði; þegar átti til að taka, tómhljóð var í skúffunni. „Sverð og bagal“ sinn hann reiddi, sorglega brást hans fara von; út er þingið auðinn greiddi Einar hlaut hann Gunnars- son. Þetta er skýrt svona: „Kvennalj óminn Indriði: I. Einarsson skáld og revisor, og er átt hér við endurskoð- unarstörf. Leikrit hans Sverð og bagall kom út þetta ár, 1899. Indriði var um þessar mundir yfirmaður Góðtempl arareglunnar. Einar Gimn- arsson, seinna blaðamaður og útgefancti, stofanndi blaðs- ins Vísir“. Hvert veit nú af þessu hvaða fjárbeiðni Indriða var synjað og hvað „auð“ þingið greiddi Einari Gunnarssyni? Auðvitað átti skýrandinn að segja það. Hitt kom þessu máli lítiö við, að Indriði var þá stórtemplar. Annars staðar er alveg gengið fram hjá því, sem skýringar þarf. Við kosninga- ræðu Hafsteins er eina skýr- ihgin sú, að „Ég á órótt ólgu- blóð“ er orðatiltæki úr einu kvæði H. Hafsteins." (Menn- ingarsjóður virðist hafa tek- ið upp þann sið að gera nafn ið Hafstein óbeygjanlegt). En í vísunni er Hafstein látinn segja, þegar hann er að gera Hornstrendingum ljósa hætt una af því að styðja Valtý: En ef þið hans eflið lið eða fylgið honum, danskir verðið þrælar þið þá á galeiöon’um. Sonum verður skipað skjótt að skjóta feður sína; þá mun dauðans næðings- nótt nista ættjörð mína. f ' Sú saga komst á kreik, að Hannes hefði ógnað mönn- um með herskyldu ef réttar- staöa íslands yrði eins og Valtýr vildi. Um þá sögu ætla ég að hafi orðið blaða- skrif, þó að mér sé nú ekki tiltækt að vitna nánar til þess, en vitanlega leita vís- urnar að þessari sögu og verð ur þeirra ekki notið nema það sé vitað. Um kosningarnir á Strönd- um hefir Vilhjálmur þetta eitt að segja: „Ingimundúr í Snorra- tungu, sem bauð sig fram móti Guðjóni á Ljúfustöðum á Ströndum, var merkis- bóndi“. Hér hefði mátt geta þess, að þessi merkisbóndi var Ingi mundur Magnússon, sem iengi bjó síðan í Bæ í Reyk- hólasveit. En í vísunum eru þessi erindi: Knéskít Guðjón hraustur hlaut, svo hennir sagan, fyrir ungum Ingimundi. Eííir Uiílldér Kristjánssou óglatt varð þá mörgu | sprundi. Aftur hófst nú orustah, sem allir muna; eftir langar eggja — hviður Ingimundi þrældi ’ann niður. I - I I Myndi þetta ekki lúta að því, að kosning í Stranda- sýslu var endurtekin? En nið urlag fyrri vísunnar sag'ði maður úr Strandasýslu mér einu sinni að lyti að kvenna- málum Guðjóns. j Ekki er að sakast um það, ’ þó að þess sé ekki getið, að 1 „orðatiltækið“ „með elli bleika óskefldur til Hildar leika“ er tekið úr Úlfarsrím- um. Hitt er lakara þegar sagt er, að orðin um vöðuselinn eigi að vera skens upp á svip og fas Hermanns á Þingeyr- um. Hitt hugði ég, að þau lytu aö því, aö deilur voru um löggjöf um selaveiði ogi inunu selir hafa orðið frið-! aðir að vissu marki um þetta bil. í annan stað var, Hermann drykkjumaður, svo sem sagt er í ágætri minn- ingargrein um hann eftir Sigurð skólameistara Guð- mundsson, enda segir vöðu- selurinn: „Dauf mun vistin þykja þér á þurru landi“ og „á því vota áttu heima“. Þó að eflaust sé votlent á Þing- eyrum er önnur dýpri merk- ing í þessum orðum. Um séra Ólaf Ólafsson er þessi skýringargrein: „Séra Ólafur er látinn kalla sig þarfasta þjóninn af titli bókar, sem hann hafði sjálfur gefið út um hesta og dýravernd“. Hvað á aö gera við þarfasta þjóninn?“ „Hvernig er farið með þarf asta þjóninn?“ hét fyrirlest- ur séra Ólafs, sá sem ég las ungur, en vel má vera að hann hafi verið prentaður á kostnað höfundar síns. Vel heföi mátt geta þess i sambandi við ræðu Tryggva Gunnarssonar ,að hann þótti kvenhollur. Það lét Klemens Jónsson sér sæma að segja berum oröum í ævisögu hans í Andvara. Aö því lúta þessi orð: Mig var á úr meyjaskara mörgu sinni bent. Heimastjórnarmennirnir í i þessum kosningum eru látn- ir hrósa sér af því, sem þeim þótti helzt til lýta og ámælis. Lárus hælir sér til dæmis af vörninni, þegar ísfirðingar rassskeltu hann. Og í sýslu Skúla Thoroddsen skildist ýmsum að sneitt væri að skiptaráðanda í þessari vísu: Mitt skal öllum opið hús, engum mungát banna; ég skal vera faðir fús f öðurleysingj anna. Lárus talar líka djarft um það, að hann skuli svara með stöku og Hannes Hafstein hafi kennt sér að yrkja hag- lega í blöðin, en alltaf þótti Lárus stirðkvæður. Vel hefði líka mátt geta þess við fjórðu vísu, þar sem Skúli Thoroddsen er fyrst kynntur, að það er hið ramm asta háð, þegar kveoið er: Óspar var á eigið fé, ættlands sjóðum hlífði me§t. Þó að sagt sé frá þessu öllu þyrfti ekki þar með að leggja neinn dóm á það, hvað hæft væri í hverju einu, sem sagt var. Rímurnar byggjast á því, sem á kreiki var, og á því skiljast þær. Hér verður senn staðar numið viö þessar upptalning- ar. Þetta á að nægja til þess að finna þeim orðum stað, að skýringarnar séu misheppn- aðar og gloppóttar. Þó skal bæta hér við tveimur dæm- um úr skýringum yfir „skáldamál, heiti og kenning ar“. Þar segir að Ómaskar sé ófriður. Hins vegar er Ylfings sker sverð og Löndungs glöð er lika sverð. Nú er Ómi Óð- inshleiti eins og Ylfingur og Löndungur, en það eins og skýrandanum hafi fundizt eölilegra að hinir blómum skrýddu kappar hafi borið ó- friðurinn en vopnin fyrir sóma frúarinnar. Þá segir að drakon sé skip en það orð kemui' fyrir í þessu sambandi: Hetjur taka Heljar ró, af hafi drakon mikill fló; sá nam skaka kjaft og kló, koniaki á herinn spjó. Ærtist Hildur áköf þá, yfir sig skildi Valtýr brá; orkufyllda kempan kná konjakk vildi ekki sjá. í fornum sögum er oft sagt frá finngálknum og flugdrek um. Galdrakindur ýmsar áttu það til að bregða sér í drekalíki, fljúga í lofti og spúa eitri yfir lið óvinanna. Rímnaskáldið hefir hér ber- sýnilega þessa mynd í huga. Valtýr bregður yfir sig skildi, eins og var gamallt ráð til að verjast slíkum eiturspýjum. En hér er líka verið að lýsa baráttu manns, sem ekki læt ur glæsilegar drykkjuveizlur á sig bíta. Ég hefi heyrt þá skýringu, að drakon sá hinn mikli sé Jón Vítalín, maður frúariirnar. Víst var hann kunnur að því að þykj a kunna að dorga valdsmenn með því að veita þeim vín, en ekki kann ég samt að segja eins og er, hvort þessi skýring gæti verið rétt. En allt slíkt ætti að athuga. Nú ættu menn um allt land að láta koma fram sínar skýringar og sinn skilning á einstökum atriðum Alþingis- rímnanna. Ég tel víst að Menningarsjóður þægi slikar bendingar með þökkum. Úr þeim mætti svo vinna síðar. Hitt er alls fjarri að enn hafi Á.lþingiárímurnar fengið þá meöferð sem þeim sæmir. Þorsteinn Erlingsson mælti spámannleg orð er hann kvað um höfund þingrímnanna: Margir leggja á leiðin sín legstein þyngri og meiri en ef að týnist þúfan þín þá verður hljótt um fleiri. Enn þarf að gera meira til þess, að almennir lesendur hafi full not þessara ágætu rímna. H. Kr. Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 26. jan.—2. febrúar frá kl. 10,45—12,15. Laugardag 26. jan. 3. híuti. Sunnudag 27. jan. 4. hluti. Mánudag 28. jan. 5. hluti. Þriðjudag 29. jan. 1. hluti. Miðvikudag 30. jan. 2. hluti. Fimmtudag 31. jan. 3. hluti. Föstudag 1. febrúar 4. hluti. Laugardag 2. febrúar 5. hluti. Vegna mikillar notkunar síðdegis, má búast við því að takmarka þurfi rafmagn þá einnig og ef til þess kemur, verða hverfin tekin út eins og hér segir kl. 17,45—19,15: Laugardag 26. jan. 1. hluti. Sunnudag 27. jan. 2. hluti. Mánudag 28. jan. 3. hluti. Þriðjudag 29. jan. 4. hluti. Miðvikudag 30. jaiiu 5. hluti. Fimmtudag 31. jan. 1. hluti. Föstudag 1. febrúar 2. hluti. Laugardag 2. febrúar 3. hluti. Straumminn verður rofinn skv. þessu þegar og ’■ að svo miklu leyti sem þörf krefur. I" $ SOGSVIRKJUNIN. «: ■.V.V.W.'.V.V.V.V.V.V/.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V ■AV/A^V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V/.V.V.W.V.VJ ÍTILKYNNING í frá Mentamálaráðf íslatids: v Umsóknir um fræðimannastyrk þann, sem veittur er í; á fjárlögum 1952, verða að vara komnar til skrifstofu ■; Menntamálaráðs fyrir 1. marz n. k. Umsóknum fylgi skýrslur um fræðistörf umsækjenda síðasltðið ár og hvaða fræðistörf þeir ætla að stunda á næstunni. I V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.VA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.