Tíminn - 10.02.1952, Síða 2

Tíminn - 10.02.1952, Síða 2
I. TÍMJNN, sunnudaginn 10. Ýebrúar Í952 33. blað. Vötnin og árnar geta ræktun gefið þjóðinni Það er ómaksins vert fyrir okkur Islendinga, að fylgjast vel með öllu því, sem gerist í fisk- rækt, því að alveg tvímælalaust gætum við haft margfaldar tekj ur á við það, sem nú er, af ám okkar og vötnum, ef rétt væri að farið — stunduð raunveru- leg fiskrækt í stað rányrkju, er aldrei getur gefið neitt í aðra hönd nema um skamman tíma. Uppeldi seiða. Erlendis eru uppi ýmsar nýj- ungar í fiskrækt í ám og vötn- um. Eitt af því, sem þar hefir geíið góða raun, er að ala seiði upp í klakstöðvum, þar til þau eru orðin fullfær, í stað þess að sleppa þeim kornungum eins og gert hefir verið. Við þetta verða vanhöldin aðeins brot af því, sem áður var, og fullyrða til dæmis Svíar, að ekki minna en fimm af hundraði þeirra seiða, sem þannig hafa verið fóstruð í klakstöð í tvö eðá þrjú ár, skili sér aftur sem lax í þær ár, sem þeim er sleppt í. Stundum komi jafn- vel miklu meira til skila. Svipað gildir um seiði vatna silunga. Með því að ala þau hæfilega lengi í klakstöð má draga stórkostlega úr vanhöld- unum og auka mjög nytjar af vötnunum. Uppeldisstöð í Grafarholti. Nú er einmitt verið að stofna hér klakstöð, þar sem ráðgert er að fóstra sei-ði á þennan hátt, unz þau eru komin yfir það stig, er langsamlega er hættast við vanhöld. Klakstöð þessi er í Grafarholti í sambandi við sil- ungaeldi Skúla Pálssonar þar, og mun hún taka til starfa næsta sumar. Er hann að afla sér tækja til þess að flytja lif- andi lax og seiði auðveldlega landshornanna á milli. Borið í vötn. Annað ráð til þess að auka nytjar af vötnum er farið að reyna erlendis, bæði á Norður- löndum og víðar. Það er að bera venjulegan tilbúinn áburð í vötn in. Þetta mun aldrei hafa verið reynt hérlendis. Þetta er gert til þess að auka gróður í vötn- unum og skapa þannig betri lífsskilyrði fyrir þann fisk, sem þar er, eða möguleika til þess að auka fiskstofninn. En til þess að þetta blessist, má ekki vera í vatninu straum ur eða súgur, er skoli áburðar- efnunum brott. Um það greinir fræðimenn þó á, hvort slík notkun tilbúins á- burðar gefi eins mikla uppskeru og ef hann er notaður á jörð. Af sumum fræðimönnum í Bandaríkjunum er því jafnvel haldið fram, að hann gefi fjór faldan afrakstur í veiðivötnum miðað við ræktarland, en aðrir telja það alls ósannað eða jafn- vel andstætt sannleikanum. Gróður í vötnum. í vötnum er tvenns konar gróður — örsmátt svif við yfir- borðið og botngróður, mestur á 4—5 metra dýpi, en þegar dýpra dregur er ljósmagnið minna, svo að efnabreytingin verður hægari. Botngróðurinn hefir varla eins mikla þýðingu fyrir fisk- rækt og svifið. Botnleðja í vötn um er þó yfirleitt þrungin líf- efnum, og þar lifir flugulirfan. Tilraunir æskilegar. Það væri harla æskilegt, að hérlendis yrðu gerðar tilraunir með það að bera tilbúinn áburð í vötn og sjá, hvaða* raun það gæfi. En undanfari slíkra til- rauna þyrftu að vera rannsóknir á því, hvaða næringarefni gróð- ur þess vatns eða vatna, sem valin yrðu, kynni helzt að skorta. Yfirloitt er okkur nauðsyri á því að fylgjast vel með öllum nýjungum í fiskrækt, þar sem ekkert er iíklegra en við get- um haft milljónaarð af fisk- rækt, umfram það sem nú er, séu þessi mál aðeins tekin rétt- um og föstum tökum. með góðri miljónaarð Miklar útsölur og gífurleg búðarös í Kaupmannahöfn Síðustu daga hafa fjöldamörg vöruhús og verzlanir í Danmörk opnað útsölur, þar sem hvers kon ar varningur er seldur á stór-' lækkuðu verði. Hefir ösin verið . svo mikil í búðunum, að ann- ríki er þar miklu meira en fyrir jólin og hafa afgreiðslustúlkurn ar ekki einu sinni fengið tíma til þess að drekka kafíisopa suma dagana. | Fólk mun almennt hafa búizt I við slíkum útsölum um þetta i leyti, og almenningur af hygg- I indum sínum dregið flest kaup, I þar til að þeim kæmi, og þannig | sparað sér stórfé, miðað við það að kaupa vörurnar fyrr. /AWJSVAV.VAVAV.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.'.VAV.W S.G.T. GOMLU DANSARNIR A ROÐLI í KVOLD KL. 9. Hljomsveit Björns R. Einarssonar. — Aðgöngumiðar*. v.v.v.v.v, að Röðli kl. 5,30. Sími 5327. !■■■■■■! !■■■■■ ,vv, VAWA\V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAVV,V. s I SAMBAND ISL. SAMVINNUFELAGA VÉLADEILD V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.W.V.V.V.VAV.V.V.V.'.WA Útvarpið Nýjar tillögur Enn bárust í gær nýjar tillög ur um heiti á notofagus. Önn- ur tillggan er hneyki, eins konar tilbrigði frá beyki. Hin er af sama tagi, feyki, og telur höf- undur hennar y-ið þar betur rökstutt, þar sem hugsa mætti sér, að það væri dregið af slætti laufanna, er vindurinn leikur um þau. Lungnabólga Mikkilínu vakti módelstúlkurnar Það er uppi mikið æsingamál í París um þessar mundir, og orsökin er sú, að stúlkur, sem hafa það að atvinnu að vera fyrirmyndir hjá málurum og myndhöggvurum, hafa ákveðið að stofna stéttarfélag til þess að bæta kjör sín. Hið kumpánlega samband í hættu. Andrúmsloftið í kaffihúsun- um á Montparnasse titrar af reiðiþrunginni gremju málar- anna yfir þessu tiltæki stúlkn- ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI. Honum leiddist sárlega. Henni dauðleiddist líka. Og svo kom þeim tí? hugar, hvort þau gætu ekki læknað leiðind in með því að gifta sig. Og þau giftu sig út úr Ieiðindum. Síðan eru þau hvort öðru til leiðinda. anna, sem þeir fullyrða, að . tnuni eyðileggja hið kumpánlega samband listamannanna og | stúlknanna. Þeir hóta því að' snúa sér aldrei til vinnumiðl- . unarskrifstofu til þess að fá módelstúlkur. Þáttur Mikkilínu. Það, sem olli því, að módel- stúlkurnar fóru að hugsa til fé lagsstofnunar, var óhapp, sem henti eina þeirra, Micheiine að nafni. Hún fékk kvef og síðan lungnabólgu af því að standa aakin í kaldri vinnustofu eins málarans. Hún fékk að vísu sjúkrakostnaðinn greiddan, að- eins af því að svo vildi til, að hún vann líka í skrifstofu og var í félagssamtökum skrifstofu stúlkna. Ella hefði hún orðið að bera legukostnaðinn sjálf. i Það er sem sagt við þessu, sem módelstúlkurnar ætla meðal annars að sjá með því að stofna stéttarfélag. Útvarpið í dag: ' Kl. 8,30 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 10,30 Prestvígslu- messa í Dómkirkjunni. Biskup vígir Inga Jónasson cand. theol. aðstoðarprest til séra Guðmund ar Sveinssonar á Hvanneyri. Séra Guðmundur Sveinsson lýs ir vígslu. Aðrir vígsluvottar: Björn Magnússon prófessor og séra Þorsteinn Björnsson. Hinn nývígði prestur prédikar. 12,10 Hádegisútvarp. 13,00 Erindi: ís- lenzk orðatiltæki; II. (Halldör Halldórsson dósent). 15,15 Frétta útvarp til íslendinga erlendis. 15,30 Miðdegistónleikar (plötur). 16,0 Veðurfregnir. Lesinn dóm- ur alþjóðadómstólsins i Haag í landhelgismáli Norðmanna og Breta (Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari). 18,25 Veð- urfregnir. 18,30 Barnatími (Bald ur Pálmason). 19,30 Tónleikar, (plötur). 20,00 Fréttir. 20,20 Tón leikar (plötur): Andante með til brigðum fyrir píanó eftir Haydn j I (Lili Krauss leikur). 20,35 Er- indi: Islenzk biblíuútgáfa; saga j hennar og framtíð (Ólafur Ólafs son kristniboði). 21,00 Óskastund in (Benedikt Gröndal ritstjóri).1 22,00 Fréttir og veðurfregnir.1 22,05 Danslög (plötur). 23,30 Dag skrárlok. Útvarplð á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Há- degisútvarp. 15,30—16,30 Miðdeg isútvarp. 18,10 Framburðar- kennsla í ensku. 18,25 Veður- fregnir. 18,30 íslenzkukennsla; I. fl. 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Tónleikar (plötur). 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarpshljómsveit in; Þórarinn Guðmundsson stjórnar. 20,45 Um daginn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason prófessor). 21,05 Einsöngur: Elísabeth Schumann syngur (plötur). 21,20 Upplestur: „Sakramenti“, smásaga eftir Þóri Bergsson (Jóhanna Hjalta- lín leikkona). 21,40 Búnaðar- þáttur: Gísli Kristjánsson rit- stjóri ræðir við Þórólf Guðjóns son bónda í Fagradal í Dölum. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lestur Passíusálma hefst. 22,20 „Ferðin til Eldorado“, saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Kristjánsson blaðamaður). IX. 22,40 Tónleikar: Harry James og hljómsveit hans leika (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Arnað heilla Trúlofun. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Matthea Þorleifsdóttir verzlunarmær, Óðinsgötu 15, og Sigurður Halldórsson, fram- kvæmdastjóri, Garðastræti 19. Mapfidrœtti TítnattJ Það er samdóma álit að sjaldan hafi verið stofnað til jafn vandaðs happdrættis 30 úrvalsvinningar Verðgildi 80 000 kr. Verð miðáns AÐEINS 10 kr. % Dregið 1. marz TILKYNNING frá póst- og símamálastjórninni Ákveðið hefir verið, að koma á — til reynslu — því fyrirkomulagi, að símanotendur í Reykjavík, sem óska símtals við símanotendur í Borgarneskauptúni, geti náð beinu milliliðalausu sambandi við símstöðina í Borgar- nesi, meðan hún er opin, með því að velja gl 800 en hún afgreiðir því næst simtalið. Reikningar fyrir slík símtöl verða eins og aö undanförnu innheimtir í Reykjavík. Símstöðin í Borgarnesi er opin kl. 8,30—22 á virkum dögum og kl. 10—11 og 16—19 á helgum dögum. Þetta fyrirkomulag hefst frá og með mánudeginum 11. febrúar 1952. — Jörð til sölu Jör'din Bakkakot í Engihlíðarhreppi, Austur-Húna- vatnssýslu, er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum, ef viðunandi boð fæst. Jörðin er vel í sveit sett, töðufall 450 hestar. 3 hekt. tilbúið land undir sáningu og 9—10 hekt. uppþurkað land. Jörðin er ágæt útbeitarjörð. Hús yfir 100 fjár. Fjós yfir 8 kýr. Hesthús yfir 10 hross. Bæjarhús í sæmilegu standi, og sími. Tilboð sendist fyrir 31. marz næstkomandi. Allar nán- ari upplýsingar gefur undirritaður eigandi jarðarinnar, GUÐMANN VALDIMARSSON, Bakkakoti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.