Tíminn - 10.02.1952, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, sunnudaginn 10. febrúar 1952.
33. blaff.
Skáld fornra dyggða
Nokkur orð út af síðustii ljóðabók Jakobs Tliorarensen
Þó að Jakob Thorarensen
hafi lært sitthvað af þeim
skáldum, sem vörpuðu
bjarma nýrrar ftullaldar á 19.
aldar bókmenntir íslendinga,
er hann samt mjög sérstæð-
ur sem skáld, og af skáldum
okkar, sem nú eru uppi, er
enginn sem til hans svipar.
Form Jakobs er að sumu
fornlegra en annarra samtíð
arskálda, og í fyllsta sam-
ræmi við íslenzkar bók-
menntaerfðir. Um efnisval
svipar honum meir til eldri
skáldanna en skálda þessarar
ar aldar, því að ljóð hans
fjalla mun minna um tilfinn-
ingar hans sjálfs og hugar-
úra, heldur en kvæði ann-
arra ljóðahöfunda nútímans.
Hann er og ávallt skýr í hugs
m, og stendur ekkert honum
Jjær en að taka upp „tungu-
tal“ atómskáldanna. Ekki er
því þó til að dreifa, að Jakob
íáti mál samtíðar sinnar fara
;fram hjá sér. Hann hefir frá
dví fyrsta vikið iðulega í
ívæðum sínum að straum-
im og stefnu menningarlífs-
;ins, þó aö honum sé tamara
ið fjalla um gerð mannanna
og örlög, þau efni, sem eru
ævarandi umhugsunar- og
/andamál. Hann hefir ekki
gerzt beinn talsmaður alþýð
•annar til sjávar eða sveita í
oaráttu fyrir bættum kjörum,
en hins vegar hefir hann alls
ekki verið þar andstæður.
Hann hefir þvert á móti ver-
:ið trúr talsmaður þess lífs,
ísem alþýðan raunverulega
stefnir að með baráttu sinni,
menningarlegri og á sviði at-
vinnulífsins, lífs hins trúa,
mannaða, dáðríka manns,
sem vinnur verk sín af holl-
'ustu og er traustur hlekkur í
festi samfélagsins og fær þá
umbun starfs sins, að hann
getur lifað mannsæmandi
lífi. Sem barn sveitarinnar
verður Jakobi oftast hugsað
cil bóndans viö hans gróðrar-
starf, en hann metur mann-
inn trúa og trausta, hvar sem
hann starfar, og skilningur
hans á því, að lífið í bæjun-
um geti haft gott að flytja
og að góðu hlúð, engu síður
en sveitalífið, kemur greini-
.'lega fram í kvæði hans um
Reykjavík. Hann segir þar:
„Vor borg hefir fleytt svo mörgu
á mið,
er markað var annars lítið svið,
var fóstran raungóða og sæmd-
arsanna,
er siðaði, krafði, en veitti lið,
kom oft til liðs bæði sveini og
svanna,
er sveitin gat ekki tjónkað við.“
En Jakobi er meinilla við
allt, hvar sem það kemur
fram, sem er „utan gyllt, en
innantómt," allt yfirskin og
alla lausung. Þó að hann
stundum beini hinu skemmti
lega háði sínu að að mann-
eðlinu yfirleitt í öllum þess
breyskleika — og þá eins veil
anum hjá sjálfum sér og öðr
•um, er oftast eitthvað „þetta
er mannlegt mildi drottinn“ í
tóninum, en þegar hann snýr
sér að þeim, sem gera sér yfir
skinið að lífslist og lausung-
ina og óreiðuna að lyftistöng,
þá verður spott hans fyrst
bitur og nístandi kaldrænt,
og þaö er af heilum huga
mælt, þegar hann biður þess
I seinustu bók sinni, að guð
Ijái „oss vernd fyrir voða
sönnum af vindgangsmönn-
um“.
Hrímnætur, áttunda ljóða-
bók Jakobs, flytur okkur 43
kvæði. Eins og gefur að
skilja, hefir skáldið þar eng-
an veginn skipt um svip.
Þótt hann sé oröinn hálfsjöt-
ugur, bregður hann stundum
á leik, rétt eins og í gamla
daga, og má í því sambandi
benda á kvæðin Sambýli, Hug
fall og Þjóðfinns-mál. En fef
til vill ber þó í þessari bók
hans meira en í nokkurri
hinna á ást hans á þeim
dyggðum, sem eiga sér ræt-
ur í hugsjónum drengskapar
og manndóms, og á ugg hans
um það,hver verða muni örlög
íslenzku þjóðarinnar og raun-
ar alls mannkyns. Hann dvel
ur stundum við það sterka í
svip landsins og það í ís-
lenzkri náttúru og lífshátt-
um, sem státlaust er, en vel
hefir reynzt í langri og
'strangri raun, og svo skoðar
hann eðlisveilurnar, sem við
jöll eigum eitthvað af og hon
um virðast nú vera svo þung
’ar á metunum:
!
• „Það er undir eðli voru
1 einhvern veginn físt og kynt,
svo vér lífsins gulli gjarnan
girnumst skipta í koparmynt
marglætis og markleysanna,
— meir sé glingri en dáðum
sinnt....“
Hann yrkir um kúna
Skrautu,sem er „auðug af lífs-
ins lindum“ og veit ekki þá
vá, sem öllu lífi er búin af
þeim miklu ávöxtum „menn-
ingarinnar", sem leiðtogarnir
ráða yfir:
„Ofbeldis gammar óðir
árangri miklum ná,
lamandi lönd og þjóðir,
lífið þeir smá og hrjá;
sturlan og styrjaldardrunur
stofna þeir víöa um heim.
Já, mikill er gagnsins munur
á mjólkandi kúnni og þeim.“
Líf nútímans, með öllum Guðm. Gíslason Ilagalín
þess þægindum og oft ýmis
konar makræði, virðist ekki
ávalt búa sem bezt að þeim
dyggðum, sem Jakob æskir
að blómgist, og tekur hann
svo upp þráðinn frá Bjarna,
frænda sínum, Thorarensen,
og segir í kvæðinu íslandsstef
sem hann orti 1944:
„Og nú, er fer þú, fóstran mæta,
að feta nýjan stig,
þá láttu ei tímans hlyn né hraða
heimska og villa þig;
lát veittan oss að vísu byr
og viðunanleg kjör,
en vertu eins og oftast fyr
á eyðslusilfrið spör;
oss hentar naumast hófleysan í
hamingjunnar för.
Og gef oss auðnugullið dýra
og gleði þeirra ym,
er störfin vekja, en stöðva
hvorki
storm þinn eða brim,
oss betra að hitna í barningi
enn
en blása þurfi í kaun,
því stórviðrin þau stæla menn
að standast lífsins raun,
og ísland geldur atorkunni
einni fyllstu laun.“
Ég efast um, að nokkuð í
öllum hátíðakveöskapnum
hafi veriö athyglisverðara,
kjarnmeira og betur mælt en
þetta. Þessi erindi fela í sér
dýra lífsreynslu kynslóða,
sem byggt hafa þetta land
við þau erfiðustu skilyrði og
þrengstu kjör, sem mönnum
hafa verið boðin- og bjargazt
— ekki aðeins með lífi heldur
og andlegum áhuga og menn-
ingu. Og þessi erindi mættu
verða þær gullnu töflur, sem
yrðu gagnmerk arfleið þeirri
ungu kynslóð á landi hér, sem
tekur sér fyrir hendur að
steypa saman í óbrotgjarna
heild það bezta úr þjóðmenn
ingu okkar á öllum sviðum
og það verðmætasta. sem
mannleg þekking og snilli,
hefir áunnið vítt um heims-
byggðina.
Hér er kominn gestur, sem er
ánægður með úthlutun lista-
mannalaunanna að þessu sinni,
en telur söngvarana þó
hafða útundan. Gef ég honum
orðið:
„Nefnd sú, sem úthlutar lista
mannafé, árið 1952, hefir lokiö
störfum. Að sjálfsögðu eru sum
ir óánægðir með störf nefndar-
innar. Svo hefir það æfinlega
verið. Rúmum helmingi þeirra
manna, sem að veizluborðinu
vildu komazt, var veittur að-
gangur. Fljótt á litið virðist
mér úthlutunin hafa tekizt bet
ur að þessu sinni en oft áður.
Enda þurfti hún endurbóta við.
Listamönnum þeim, sem til
greina koma nú, er skipt í færri
flokka en áður. Er það viturlega
gert. Nú eru fleiri í 1. fl. en áð-
| ur fyrr. Virðist mér að allir
þeir, sem nú eru í þeim flokki,
séu svo jafnir að glæsileik gáfna
og lista, að þeir hefðu ávallt
átt að fylgjast að.
Ég er sannfærður um, að þjóð
in, sem er hæstiréttur lista sem
alls annars, mun telja alla þá,
sem nú fylla 1. fl. svo jafna, að
þeim beri jafnt listamannafé.
Mun því þessi niðurröðun dæm
ast rétt vera.
Meðal þeirra nýju manna, er
hafa komið til greina, að þessu
sinni, við úthlutun listamanna
fjárins, er Ásgeir Jónsson, fyrr-
um bóndi að Gottorp. Var vel
viðeigandi að veita honum lista
mannaþóknun fyrir ritverk
hans. Það, sem mér finnst að
í þessu efni, er, að hann átti að
vera ofar í flokki. Ásgeir er
merkur maður fyrir margra
hluta sakir. Hann hefir, sem og
önnur höldakind, ‘unnið hörð-
um höndum ár og eindaga, al.lt
fram á sjötugs aldur og ekkert
sinnt ritstörfum. En þegar hann
bregður búi, farinn að kröft-
um, þá tekur hann sér penna í
hönd, stingur honum niður með
svo ágætu framsagnarvaldi á
efninu, og valdi á móðurmálinu,
að nær til einsdæma má telj-
ast. Þá hefir hann, með skrif-
„COVENTRY VICTOR" {
stimplar,
stimpilhringir,
ventlar,
smurolíumælar,
olíukeðjur,
tímakeffjur,
o. m. fl.
ÁSGEIR ÓLAFSSON,
Reykjavík, sími 3849.
i
Auglýsingasími Tímans 81300
um sínum, um horfna góðhesta,
og fleira þar að lútandi, unnið
bókmenntum þjóðarinnar hið
mesta gagn. Vænti ég þess, að
hann verði ofar í flokki við
næstu úthlutun listamanna-
fjár.
Þá kemur mér það nokkuð
' undarlega fyrir sjónir, að söng-
mönnum okkar er nær algerlega
ýtt til hliðar við þessa úthlut-
un. Er þar aðeins einn að finna,
sem fundið hefir náð fyrir aug-
liti úthlutunarnefndarinnar.
1 Tel ég, að söngmenn okkar
séu verðir einhvers hluta af því
árlega fé, sem varið er til að
styrkja listamenn. Þeir hafa
j farið víða um heim og borið
hróður ættjarðarinnar uppi og
vakið eftirtekt á landi og lýð.
' Auk þess hafa þeir veitt okk-
j ur heima fyrir marga ógleyman
lega ánægjustund. Ég vona, að
I söngmenn okkar verði fram-
! vegis látnir njóta verðleika
! sinna meðal listamanna, við
úthlutun fjárins til þeirra.
Aff lokum þetta: 180 sóttu um
! listamannalaun, að þessu sinni.
101 koma til greina við úthlut-
j unina. Hverjir voru þeir 79, sem
1 frá var bægt? Ég tel, að þjóðin
eigi á því fullan rétt, að fá að
vita um nöfn þeirra manna.
Listamannafé er veitt úr rík-
issjóði. Ríkissjóðurinn eru vasar
þjóðfélagsþegnanna. Þjóðin
borgar listamönnunum. Hún á
því fullan rétt til þess að vita,
hverjir voru settir hjá, eins og
hverjir fengu launin.“
Þetta segir nú Pétur. Ég er
engan veginn eins ánægður með
skáldalaunin og Pétur. En Pét-
ur er meira skáld en ég og er
úthlutunarnefndinni það vissu-
lega mikill styrkur og sómi, að
jafn snjall maður og Pétur er
á þessu sviði, skuli leggja bless
un sína yfir úthlutun hennar á
skáldalaununum. Fyrir mig og
mína líka tjáir víst ekki að
hreyfa neinum mótmælum, þeg
ar Pétur og úthlutunarnefndin
eru á sama máli.
Starkaður.
tWAV/AVAWAV.V.W.VA^VVAVWAVAV.V.V.VJ
I Rafmagnstakmörkun
í 5
«. Alagstakmörkun dagana 9. febrúar—16. febrúar .■
frá kl. 10,45—12,15
Flestir varahlutir X fyrirliggjandi: 2 Laugardag 9. febrúar 2. hluti.
Cyl. head, Z Sunnudag 10. febrúar 3. hluti.
í Mánudag 11. febrúar 4. hluti.
sveifarásar, X í Þriðjudag 12. febrúar 5. hluti.
olíudælur, X Miðvikudag 13. febrúar 1. hluti.
< Fimmtudag 14. febrúar 2. hluti.
svissar, í Föstudag 15. febrúar 3. hluti.
olíuhreinsarar, Laugardag 16. febrúar 4. hluti.
s
Vegna mikillar notkunar síðdegis, má búast við því að
takmarka þurfi rafmagn þá einnig og ef til þess kemur, ^
verða hverfin tekin út eins og hér segir kl. 17,45—19,15: ^
Laugardag 9. febrúar 5. hluti.
Sunnudag 10. febrúar 1. hluti.
Mánudag 11. febrúar 2. hluti.
Þriðjudag 12. febrúar 3. hluti.
Miðvikudag 13. febrúar 4. hluti.
Fimmtudag 14. febrúar 5. hluti.
Föstudag 15. febrúar 1. hluti.
Laugardag 16. febrúar 2. hluti.
I
I
Straumuiinn verður rofinn skv. þessu þegar og «J
að svo miklu leyti sem þörf krefur. «1
SOGSVIRKJUNIN.
WVVWJV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.VAV