Tíminn - 10.02.1952, Qupperneq 5

Tíminn - 10.02.1952, Qupperneq 5
33. blað. TÍ'VÍINN, sunnudag:inn 10. febrúar 1952. 5. Sunnud. 10. fébr. Hvernig verður stór iðju komið upp? Landbúnaður og sjávarút- vegur hafa verið og eru und- irstöðuatvinnuvegir íslend- inga. Á þeim hefir afkoma þjóöarinnar byggzt og bygg- ist aðallega enn þann dag íj dag Aðrar atvinnugreinar, sem hér hafa risið upp, byggja á þeim að meira eða minna leyti .Það á t. d. að mestu leyti við um iðnaðinn, sem hér hefir risið upp á síðari árum. Um báða þessa undirstöðu atvinnuvegi er það að segja, að þeir hafa sínar takmark- anir. Vaxtarmöguleikar land- búnaðarins eru að miklu leyti háðir innlenda markaðinum1 því að áhættusamt getur ver- ! ið að treysta á útflutning landbúnaðarvara í stórum stíl. Sjávarútvegurinn getur brugðist bæði vegna afla- skorts og markaðserfiðleika. Þótt báðir þessir atvinnuveg- ir séu ómissandi og mikil nauðsyn sé að efla þá og treysta, eru þeir tveir einir ekki nægilega traustur -grund völlur fyrir örugga afkomu þjóðarinnar. Svipað má og segja um megnið af þeim iðnaði, sem enn er starfræktur í landinu. Afkoma hans er háð því, hvernig sj ávarútveginum og landbúnaðinum vegnar. Hann getur því ekki hlaupið í skarð ið, ef þessir atvinnuvegir bregðast, þótt hann sé til mikils styrktar jafnhliða þeim. Til þess að sannfærast um það, hve mikilvægt það sé að fj ölga undirstöðuatvinnuveg- unum, þarf ekki annað en að líta til annara landa. Af- koma þeirra er þeim mun ör uggari og betri, sem slikir at- vinnuvegir eru fleiri. Því fá breyttari, sem þessir atvinnu vegir eru, er afkoman yfirleitt óvissari og lakari. Eitt stærsta verkefni þjóð- arinnar, ef efnaleg afkoma hennar á að vera örugglega tryggð til frambúðar, er því það að koma fótum undir nýja undirstöðuatvinnuvegi, við hliðina á sjávarútvegi og landbúnaði. Möguleikar til þess eru hér miklir fyrir hendi, þar sem er uppbygg- ing stóriðnaðar, er byggist á hagnýtingu hinnar miklu vatnsorku, sem landið hefir að bjóða. Uppbygging slíkra atvinnu greina kostar mikið fé. Fyrst þarf að reisa orkuverin og síðan verksmiðjur, sem hag- nýta sér orkuna. Þetta fé höf um við ekki. Þetta verður þvi ekki gert, nema okkur takist að fá erlent fé til fram- kvæmdanna. Erlent fé til slíkra fram- kvæmda er hugsanlegt að fá með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því að fá lánsfé. í öðru lagi með því að veita er lendum aðilum sérleyfi til framkvæmdanna. Fyrri leið- ina mætti nefna skuldaleið- ina, en síðari leiðina sérleyfis leiðina. Það virðist yfirleitt hafa verið álitiö, að skuldaleiöin væri betri en sérleyfisleiðin Hún samrýmdist betur sjálf ERLENT YFIRLIT: Merkileg starfsemi S.Þ. Sérfræðingar þeirra vinna nú ötnlScga að cfling' atvinnuvcgaima í Libyu Fyrir nokkru síðan var hér í erlenda yfirlitinu sagt frá stofnun hins nýja ríkis í Líbýu, er öðlaðist sjálfstæði sitt um seinustu áramót. M.a. var gerð grein fyrir því, að fjárhagslega stæði það völtum fótum, þar sem verkleg menning væri á mjög lágu stigi í Líbýu og kjör alþýðunnar einhver hin léleg- ustu í allri veröldinni. Þetta hafa Sameinuðu þjóðirnar, sem stóðu að stofnun þessa nýja rík is, líka gert sér ljóst, og því falið matvæla- og landbúnaðar- stofnun sinni (FAO) að vinna að því að skapa landinu örugg- ari afkomu. Fyrst og fremst mun þetta starf beinast að því að efla landbúnaðinn, sem er aðalatvinnuvegur landsmanna. Hér á eftir fer nokkurt yfir- lit um þetta starf Sameinuðu þjóðanna, en margir vænta þess, að einmitt svipuð starf- semi þeirra annars staðar í heiminum geti átt sinn drjúga þátt í að skapa betri og batn- andi tima, því að neyðin er ein meginorsök árekstra og ófrið- ar. Með því að vinna að því að uppræta hana og það ekki sízt hjá þeim þjóðum, sem verst eru staddar, - er áreiðanlega stigið stórt spor til að treysta friðinn í heiminum. Yfirlitið, sem hér fer á eftir, er gert. af upplýsingastofnun Sameinuðu þjóðanna, er einnig hefir séð um þýðingu þess á ís- lenzku: ' Erindrekar FAO. — Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar frá FAO ferðast um Líbýu, þeir hafa ekið hundr uð kílómetra um eyðimerkurn- ar, rætt við smábændur og hirð ingja, döðluræktendur og úlf- aldareka og hina mörgu fjár- hirði. Þeir hafa gert sér glögga grein fyrir þeim vandamálum, sem Líbýa á við að etja og ein- mitt um þessar mundir eru skýrslur þeirra að berast aðal- stöðvum FAO í Róm. Það lítur út fyrir, að FAO geti veitt ráð og aðstoö á svo að segja öllum hugsanlegum sviðum í Líbýu — allt frá því, hvernig hægt er. að fá fátæka bændur til aö hætta við að kaupa silf- urarmbönd til kvenna sinna, en nota peningana í þess stað til „nytsamra hluta“, og til þess að leysa vandann við að selja app- 1 elsínur Líbýu meö sem hagstæð ustum kjörum á heimsmarkað- inum. Óþolinmóðir ræktunarmenn. í Líbýu eru tré og ávextir þeirra dýrmæt eign. Tré eru svo fá, að þau voru talin dýrgrip- | ir. Tíðum eiga margar fjölskyld ur sama tréð. Sérfræðingur FAO í ávaxtatrjárækt varð þess vegna mjög undrandi, er hann komst að því, að enginn gerði sér hina minnstu fyrirhöfn til að auka trjágróðurinn í Líbýu. Margir staðir í landinu eru vel fallnir til ræktunar ávaxta, en enginn reynir neitt til þess. Sér fræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu, að kæruleysi þetta stæði í sambandi við hugmynd- ir Arabanna um peninga og verð mæti þeirra. Arabarnir þekkja beinlínis ekki hugmyndina um fjárfestingu. Þeir verða að fá eitthvað skjótlega fyrir peninga sína og geta ekki beðið þar til tré hefir vaxið upp og ber á- vexti. Nú hefir FAO hafið stórfelld- an áróður fyrir aukinni 'trjá- rækt. Líbýa á að verða sjálfri sér nóg um timbur og ávextirn- ir eiga að afla erlends gjaldeyr- is. í ráði er að rækta olíuvið, döölupálma, möndlutré, appel- sínur og gullepli. Og þetta er hægt, ef fólk skilur að ekki má höggva trén af handahófi til þess eins að afla timburs, að hjarðmennirnir verða að halda geitum sínum frá nýgræðingn- um og að trén bera ávöxt í f jölda mörg ár, ef þau fá svolitla um- önnun. Olífur og döðlur . Oliutréð er auðveldast við að fást. Það getur þrifizt svo að segja hvar sem vera skal. Döðlu pálminn i Libýu er jafn algeng ur og rúg- og hveiti-akrarnir í SkandÆnavhf. Aðalfæða Arab- anna i Libýu er döðlur, en þeir hafa ekki lært að geyma þær og því er einungis hægt að nota takmarkaða uppskeru. Það, sem mennirnir boröa ekki sjálfir, nota þeir sem fóður fyrir úlf- alda og asna, og Evrópumenn í Líbýu nota döðlurnar sem svína fóður. Einnig hefir verið búið til vín úr döðlunum, en ef FOA fær vilja sínum framgengt, verð ur nú lögð áherzla á að rækta döðlur og koma þeim óskemmd um á markað. Á þann hátt verð ur Líbýumönnum gert kleift að Idris Líbýukonungur tryggja sér fæðu allt árið og einnig geta þeir flutt út ótak- inarkað af döðlum, svo framar- lega sem þeir hafa fyrsta flokks vöru á boðstólum. Möndlurækt fyrir tilviljun. Möndluræktin í Líbýu hófst óvart, ef svo mætti að orði kom ast. ítölsku nýlendubúarnir hófu á árunum milli styrjaldanna að rækta möndlutré á milli stofn- anna í olíuviðarlundunum. Olíu viðurinn vex hægt, en möndlu- trén fljótt. í fyrstu var aðeins áætlað að hafa not af möndlu- trjánum fyrstu árin, þar til olíu viðurinn hefði náð fullum þroska, en þá yrðu möndlutrén höggvin. En öllum til mestu furðu sýndi það sig, að möndlu trén gáfu álíka mikinn arð og olíuviðurinn, og nú er það í ráði að hætta við að fella þau, en takmarka hins vegar ræktun olíuviðar. FAO hefir einnig í hyggju aö hvetja ríkisstjórn Idriss kon- ungs til að styðja appelsínu- rækt. Ávextir, sem vaxa í Líbýu, eru alveg jafn góðir og ávextlr annarra Miðjarðarhafslanda, en í höfnum Líbýu skortir enn þekkingu á að flokka ávextina eftir gæðum og bændurnir hafa ekki vanið sig á að rækta sömu (Framhald á 6. síðu* stæði þjóðarinnar. Völdin yf-, ir fyrirtækjunum væri þá 1 höndum innlendra manna o. s. frv. Þetta hafði nokkuð til síns máls áður fyrr. Nú er þetta breytt, því að sérleyfun um eru nú jafnan látin fylgja skilyrði, sem tryggja innlenda hagsmuna. Fleiri og fleiri lönd, sem hafa þurft erlent lánsfé til stórframkvæmda, hafa því farið inn á sérleyfis leiðina í vexandi mæli hin síðari ár. Reynslan hefir nefnilega leitt það í ljós, að skuldaleið- in getur verið sjálfstæðinu öllu áhættumeiri og skaðlegri en sérleyfisleiðin. Lánveitand inn þarf ekki annað að gera en að innheimta skuld sína og þarf ékki neitt undir hlut aðeigandi þjóð að sækja. Allt öðru máli gegnir um sérleyfis hafann, sem hefir margt undir hlutaðeigandi stjórnar völd að sækja og hefir hag að því að sambúðin gangi sem bezt. Þá tekst og oft betur upp- bygging þeirra stórfyrirtækja, sem sérleyfishafar hafa með höndum, því að þeir ráða yfir þekkingu og reynslu, sem ann ars er síður völ á. Við uppbyggingu stóriðnað ar hér á landi virðist rétt, að þessar leiðir séu farnar jöfn- um höndum eftir því, sem að stæður eru fyrir hendi hverju sinni og framkvæmdir veröi tryggðar, án þess aö þeim fylgi óeðlilegar kvaðir. Sér- hvern möguleika, sem kynni að opnast til þessara fram- kvæmda, á að athuga gaum- gæfilega og ekki slá hendi á móti honum, nema honum fylgi óviðunandi skilyrði. Þjóðinni er það lífsnauð- syn, að undirstöðuatvinnuveg ir hennar séu auknir og styrktir, því að annars verð- ur efnaleg afkoma hennar mjög óviss og ótrygg á kom- andi árum. Takist ekki að tryggja hana og vinna bug á atvinnuleysishættunni, getur vel svo farið, að héðan hefj- ist fólksflutningar á nýjan leik, því að ungt og framsæk- ið fólk unir ekki þar, sem deyfð ríkir og möguleikar eru látnir ónotaðir til þess að skapa öruggari og batnandi af komu. Raddir nábúcmna Það birtist ýmislegt skringi legt í stjórnarandstöðublöðun um varðandi atvinnumálin um þessar mundir. Forustu- grein Alþýðublaðsins í gær endaði t. d. á þessa leið: „Nú, þegar verkalýðurinn hefir í tvö ár fengið að kenna á sannkallaðri íhaldsstjórn og kjaraskerðingarstjórn, sum- part af því, að nokkur hluti hans lét blekkjast af komm- únistum, og atvinnuleysið og neyðin hefir á ný haldið inn- reið sína á álþýðuheimilin, ætti flestum að vera farið að Verða útsvörin lækkuð? Á seinasta bæjarstjórnar- fundi flutti Þórður Björnsson tillögu þess efnis, að borgar- stjóra yrði faliö að rannsaka, hve mikið mætti læklta út- svörin, ef bærinn notfærði sér heimild þá, sem seinasta ARþíngi veitti bæjarfélögum til að innheimta fasteigna- gjöld með álagi. Umræður urðu engar um tillögu þessa á fundinum, en samkvæmt tillögum meirihlut ans var henni vísað til bæjar ráðs. Eins og kunnugt er, flutti fjármálaráðherrann frum- varp á seinasta þingi, er fól i sér tvö meginatriði. Annað fjailaði um endurskoðun fast eignamatsins með hækkun fyrir augum, en hitt um það, að framvegis skyldi fasteigna skatturinn renna til bæjar- og sveitafélaga, en nú renn- ur hann í ríkissjóð. Frumvarp fjármálaráð- herra var byggt á því, að bæj arfélögin þyrftu á auknum tekjustofni að halda og væri þá ekki um aðra eðlilegri lausn að ræða en þá, að þau fengju fasteignaskattinn, en jafnframt væri fasteignamat ið hækkað verulega. Slík hækkun væri í alla staði eðli- Ieg, þar sem matið væri mjög lágt nú, og hækkunin myndi fyrst og fremst lenda á þeim, er hefðu mesta getu til að bera hana. Allt öðru máli gilti um hækkun útsvaranna. Frumvarp fjármálaráð- herra fann ekki náð fyrir aug um Sjálfstæðismanna. Þeir vissu, að hækkun fasteigna- skattsins myndi lenda með mestum þunga á stóreigna- mönnunum. Það sýndi sig hér eins og oftar, að Sjálfstæðis flokkurinn ber hag þeirra þeirra mest fyrir brjósti. Sjálf stæðisflokkurinn átti hér líka hjálparmenn, eins og venju- lega, þar sem voru þingmenn kommúnista og Alþýðuflokks ins. Niðurstaðan varð því sú, að samþykkt var dagskrártil- laga frá Áka Jakobssyni um frávísun á frumvarpinu. Málið var þó ekki úr sög- unni. Þegar ráðamenn Akur- eyrarbæjar tóku að undirbúa f járhagsáætlun þessa árs, leizt þeim næsta illa á þá leið að hækka útsvörin einu sinni enn. Þeir hófu því athugun á því, hvaða tekjur aðrar væru fyrir hendi. Niðurstaða þeirra varð sú, að hægt væri að Iækka hina fyrirhuguðu út- skiljast, hvern hauk í horni svarsupphæð um 20%, ef fast hið vinnandi fólk landsins átti' eignagjöldin til bæjarsjóðs í stjórn Stefáns Jóhanns Stef- j Væru hækkuð um 400%. Þeir ánssonar þau þrjú ár, sem +öldu þá leið jafnframt miklu hún var við völd. En auðvit- j réttlátari. í samræmi við það að mega kommúnistar ekki við ■ „, , . . , , ., . .. . urkenna það; þvi að það f?ru Þeir þess a le.t^við nkis myndi höggva of nærri þeim ’ stjornina, að hun fengi Al- sjálfum, afhjúpa allt of ræki-! Þingi til þess að heimila bæj lega gamlan og nýjan lyga-j arfélögunum aö innheimta fasteignagjöldin með slíku á- lagi. Meirihluti Alþingis varð við þessari beiðni, enda stóðu allir bæjarfulltrúar lýðræðis- áróður þeirra gegn þeirri stjórn, og sýna hve lítinn sið- ferðilegan rétt þeir hafa í dag til þess að tala um atvinnuleys ið og neyðina, sem þeir sjálfir áttu svo verulegan þátt í að kalla yfir verkalýðinn með á- byrgðarlausum rógi sínum um ríkisstjórn Stefáns Jóhanns, samtímis því, sem íhaldsöflin sóttu að henni á hinn bóg- inn.“ Þá vita menn það. Það var stjórnarformennsku Stefáns Jóhanns að þakka, að afla- brögð voru sæmileg og vetur mildir á árunum 1947—49, svo að ekki kom til atvinnuleysis þá af svipuðum ástæðum og nú. Þetta geta menn a. m. k. séð svart á hvítu í A-B-blað- inu. flokkanna á Akureyri að henni. Áðurnefnd tillaga Þórðar Björnssonar fjallar um það, að athugað sé á sama hátt hér og á Akureyri, hve mikið mætti lækka útsvörin, ef þessi leið væri farin. Það er ekki ólíklegt, að nið urstaðan yrði svipuð hér og á Akureyri, að lækka mætti útsvörin allt að því um 20%. Það er víst, að þessi tekju- öflun myndi verða láglauna- fólki og miðlungstekjufólki mjög til hagsbóta miðað við (Framh. á 7. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.