Tíminn - 10.02.1952, Síða 8

Tíminn - 10.02.1952, Síða 8
Olíufundurinn við Tönder í Danmörku hefir vakið mikla athygli c.g boranir hald aþar sífellt áfram. Það þykir nú fullvíst af rannsóknum, að olíuleir þessi sé svo auðugur að vinnsla olíunn- ar muni svara kostnaði. Hér sjást nokkrir borkögglar af þessum olíuríka leir. Rafha stofnar viögeröatrygg ingar á heimilisraftækjum | \ erksmið|an Iicfir mi staríað 15 ár og t- notkim eru nú nm 11 þiis. Raflia-eldavélar Axel Kristjánsson, forstjóri Raftækjaverksmiðjunnar h.f. í Hafnarfirði, sltýrði fréttamönnum frá því í gær, að for- stöðumenn fyrirtækisins hefðu ákveðið að koma á fót eins konar raftækjatryggingu, þannig, að þeir, sem eiga tæki frá verksmiðjunni, geti keypt tryggingu fyrir viðgerð á þeim. Þjónninn fann konunginn lát- inn er hann færði morgunte Elísabet eycldi nóttlnni víð að horfa á skóg- ardýrin nr „trjákrónuhóteli44 í Kenýju Nákvæmari fregnir um það, hvernig dauða Georgs VI. Bretakonungs bar að, hafa nú borizt. Það var her- bergisþjónn konungs, sem fann hann látinn í rúmi sínu kl. færði honum morgunte. Sala 200 Ölympíu- miða að hefjast Eins og mönnum mun kunn ugt, verða 15. Ólympíuleik- arnir haldnir í Helsingfors dagana 19. júlí til 3. ágúst næstkomandi. Nokkur áhugi virðist vera hér á landi fyrir þátttöku í leikunum, og til þess að auðvelda íslending- um að sækja þá, hefir Ólym- píunefnd íslands falið Ferða- skrifstofunni alla fyrirgreiðslu þar að lútandi. Ólympíunefnd Finnlands hefir úthlutað íslendingum allt að 200 miðum, og mun sala þeirra hefjast næstu daga. Fjárhagsráð hefir veitt nokkurn gjaldeyri, til þess að menn geta sótt leikana. Sölu aðgöngumiða lýkur 30. apríl næstkomandi og eftir þann tíma verður hvorki hægt að fá aðgöngumiða né gistingu. í sambandi við væntanlega för íslendinga til Helsingfors má geta þess, að Ferðaskrif- stofan vinnur nú að því að koma á skiptiferð milli ís- lands og Finnlands um það leyti, er leikarnir fara fram Verður þá skipzt á íslenzkum og finnskum ferðamönnum. Takist það, mun þátttaka í leikunum verða talsvert ódýr ari, þar sem nýting farar- tækja yrði betri og auk þess myndi slík ráðstöfun spara talsverðan gjaldeyri. Þeir, sem hafa hugsað sér að fara, ættu að tala við Ferðaskrifstofuna sem fyrst og mun hún veita allar nánari upplýsingar. Fara Bretar frá Súez? Blað í Kaíró hefir skýrt frá því, að samningar muni þegar hafa tekizt milli Breta og Egypta, og muni hið brezka her- lið verða flutt brott frá Súes. Þessi fregn egypzka blaðsins hefir þó ekki verið staðfest af stjórnarvöldum hlutaðeigandi landa. En ekki þykir ósennilegt, að samningar kunni að komast á milli Breta og Egypta. Raftækjaverksmiðjan Rafha hefir nú starfað í 15 ár og er um leið brautryðjandi um gerð raftækja hér á lándi. — Hefir með framleiðslu verk- smiðjunnar sparast mikill gjaldeyrir á þessum árum því að útbreiðsla rafmagns hefir verið geysimikil á þessum ár- um og þörfin fyrir raftæki mikil og sívaxandi. Munu nú vera í notkun um 11 þúsund rafmagnseldavélar í landinu frá verksmiðjunni. Hefir verk smiðjan til skamms tíma ekki getað fullnægt eftirspurninni enda hafa nær engar erlend- ar rafmagnseldavélar verið fluttar inn síðustu árin. Auk þess hefir verksmiðjan fram- leitt rafmagnsþvottapotta, ís- skápa, bökunarofna o. fl. raf- tæki, sem notuð eru nú í mikl um mæli í landinu. Nauðsyn eftirlits. Forstöðumenn Rafha segj- ast hafa orðið áþreifanlega varir við það, hve mikil nauð syn er á því að eftirlit og við- hald tækjanna sé sem bezt og fullkomnast, en til þessa hefir verksmiðjan ekki getað látið heimilunum í té þá þjón ustu í þessu efni, sem hún hefði viljað, en hins vegar reynt að hafa til alla vara- hluti í tækin. Viðgerðatrygging hafin. Nú hefir verksmiðjan sem fyrr segir, ákveðið að gefa eigendum Rafha-tækja kost á tryggingu fyrir viðgerð, sem bæði er til mikilla þæginda fyrir eigendurna og gerir notk 7,30 um morguninn, er hann Þjónninn átti einskis ills von, því að einskis sjúkleika hafði orðið vart hjá konungi kvöldið áður eða um nóttina. Hann gekk hljóðlega inn í herbergi konungs að venju með tebakkann og setti hann á náttborðið við rúm ið. _ . Konungur vaknar ekki. Síðan reyndi hann að vekja konunginn, en það tókst ekki. Þá varð þjónninn gripinn ótta, þaut fram og kallaði á hjálp. Elisabet drottning varð fyrst á vettvang inn í herbergið, enda var hún í næsta herbergi. Hún sá þegar hvers kyns var en sýndi þó fullkomna sjálfsstjórh og grét ekki. Hún beygði sig yfir konung inn og kyssti hann á énnið. Síð an reis hún upp og sagði: „Við verðum að senda þegar boð til Elísabetar. Við verðum“ — hún hikaði andartak — „að senda boð til drottningarinnar". James Ansell, læknir hallar- innar, býr í Sandringhamþorpi og kom hann von bráðar á vett vang, en hann gat ekkert annað gert en staðfest dauða konungs- ins og að hann hefði látizt fyr ir nokkrum klukkustundum að því er séð varð og án þess að losa svefninn. Herbergisþjónn konungs, sem svaf í riæsta hei bergi, hafði heldur ekki heyrt neitt til konungs. Á veiðum daginn áður. Síðasta daginn, sem. konung- ur lifði, var hann á veiðum i skógum landareignarinnar mest an hluta dags. Hann var hress og í ágætu skapi. Þegrr veiði- félagar hans skildu við hann síðla dags, kvaðst hann vilja fara á veiðar daginn eftir og síðustu orð hans við þá voru: „Ég býst við ykkur klukkan niu í fyrramálið. Eftir kvöldverðinn var konungur stundarkorn á göngu í hallargarðinum en fór síðan til herbergis .síns og gekk til náða. Þegar veiðifélagar konungs komu á tilsettum tíma um morg (Framh. á 7. síðu). Skilyrði Þjóðverja fyrir þátttöku í Evrópuher Efri deild þýzka þingsins í Bonn hefir samþykkt þátttöku Þjóðverja i fyrirhuguðum Ev- rópuher. Þessi samþykkt er þó bundin þeim skilyrðum, að í- búum Saarhéraðsins verði veitt stjórnmálalegt frelsi, svo að þeir geti sjálfir ákvarð- að stöðu sína, Þjóðverjar fái fullt jafnrétti, endi verði ) bundinn á hernámið í Þýzka- j landi, hömlum létt af iðnað- inum og ýmsum mönnum, sem eru í fangelsum, dæmdir fyrir stríðsglæpi, verði sleppt. Jafnaðarmenn eru mjög andvígir þátttöku Þjóðverja í Evrópuher, og hafa haft á orði að skjóta gildi slíkrar samþykktar undir dómstól- ana, þar sem þeir telji þátt- tökuna stjórnlagabrot. Hópur kynbótakúa fórst með ,Heklu’ ð Písa Danska blaðið Politiken skýrir frá því, að daginn, sem Hekla brann í Písa, hafi amerísk flutningaflugvél nauðlent þar við bóndabæ rétt við flugvöllinn og drepið 47 kynbóta- Flugbjörgunarsveitin vinnur mikilvægt starf Flugbjörgunarsveitin tók í gær til afnota nýja bækistöð, sem hún hefir fengið á Reykjavíkurflugvelli fyrir starfsemi sína. Blaðamenn ræddu þá við ýmsa af hinum duglegu á- hugamönnum, sem með einstökum dugnaði og fórnfýsi hafa byggt upp þjóðíélagslega mikilvægt starf í þágu björg- unarmálanna. Væri vert að geta þess starfs nánar, en hægt er að gera hér í blaðinu að þessu sinni. kýr, sem þar hafi verið, en áhöfninni á flugvélinni tekizt að bjarga þremur. Áttu kýr þessar að vera eign ítalsks greifa og verksmiðjueiganda, Gaetano Marzótó að nafni. Flugvél þessi, sem danska blaðið segir frá, mun hafa verið Hekla, flugvél Loftleiða, en hins vegar virðist eitthvað málum blandað eða ýkt í frá- sögn þess, sem er samkvæmt fréttaskeyti frá Písa. Var í nautgripafiutningum. Hjálmar Finnsson, forstjóri Loftleiða, átti í fyrradag tal við umboðsmann félagsins vestan hafs, og skýrði hann svo frá, að nautgripir hefðu verið innan borðs í flugvél- inni, er hún lenti í Písa og brann þar upp. Hafa það sennilega verið kynbótagrip- ir. Hins vegar er óhugsandi, að fimmtíu nautgripir hafi verið í henni. Fullkomin skýrsla ókomin. Fullkomin skýrsla um slys- ið er enn ókomin, svo að ekki verður að svo stöddu vitað með vissu, hvernig í þessu liggur, enda vafasamt, hvort rannsókn ítalska og banda- ríska loftferðaeftirlitsins er lokið. (Framh. á 7. síðu). Truraan ómyrkur í máli Á blaðamannafundi í Washing ton fyrra fimmtudag var Tru- man forseti spurður um viðhorf hans til McCarthy, sem meðal annars hafði borið einum starfs mannanna í hvíta húsinu á brýn, að hann væri kommúnisti og hefði stundað kjarnorku- njósnir í Kanada. Forsetinn svaraði: „McCarthy er geðbilaður maður, haldinn morðfýsn“. Stofnu'ð eftir Geysisslysið. Formaður flugbjörgunarsveit- arinnar, Björn Br. Björnsson, skýrði stuttlega frá þvl, hvernig sveitin var stofnuð af 28 mönn- um fyrir ári síðan og hvernig hún hefir skipað störfum sín- um á fyrsta starfsárinu. Það var Geysisslysið, sem opn aði augu manna fyrir mikilvægi og nauðsyn slíkrar björgunar sveitar. Meðlimir sveitarinnar ráða yfir tíu sterkum bílum með drifi á öllum hjólum, en auk þess nokkrum jeppum og öðr- um bílum. Þeim, sem þjálfaðir eru til björgunarstarfánna er skipt niður í flokka. í göngu- og skíðasveit eru vanir fjalla- menn, í hjálparsveit eru iækn- ir, fallhlífarmaður, vélvirkjar, útvarpsvirkjar og fleiri, í flug- sveit eru flestir starfandi at- vinnuflugmenn, einkaflugmenn og svifflugmenn. Allir starfa þessir menn sem sjálfboðaliðar. Kennt að veita fyrstu læknishjálp. í vetur hefir sveitin fengiö mikilsverða þjálfun í því að veita hjálp særðum og sjúkum, þegar komið er á slysstaði. Er það annar og þýðingarmikill þáttur starfsins að veita fyrstu hjálp. Læknarnir Haukur Krist jánsson og Úlfar Þórðarson, sem er læknir sveitarinnar, hafa veitt hina læknisfræðilegu (Framh. á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.