Tíminn - 14.02.1952, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, fimmtudaginn 14. fcbrúar 1952.
36. blað.
tisimuuiifisi
Maðurinn frú
Colorado
5
Stórbrotin, amerísk mynd í|
eðlilegum litum. Mynd þessi |
hefir verið borin saman við |
hina frægu mynd „Gone with |
the wind“.
Glen Ford,
Ellen Drew.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BIO|
Cashnir á
örlagastund
Tilkomumikil og afburðavel §
leikin þýzk mynd.
Aðalhlutverk leika:
Rudolf Forster
Maria Holst
í myndinni leikur Philharm- |
oníska _ hljómsveitin í Vínar-|
borg, Ófullgerðu hljómkvið- |
una eftir Schubert. — Dansk \
ir tetar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
- HAFNARFIRÐI -
M ississippi
Bráðskemmtileg, amerísk i
gamanmynd. Aðalhlutverk: I
Bing Crosby
I
Joan Bennett
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFNARBIOj
Ósýnilega kanínanl
(Harvey). f
Afar sérkennileg og skemmti |
leg, ný amerísk gamanmynd, \
byggð á samnefndu verð-1
launaleikriti eftir • Mary I
Chase.
James Stewart,
Josephine Hull,
Peggy Dow.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Frímerkjaskipti
1
Sendið mér 100 íslenzk frí- f
merki. Ég sendi yður um 1
hæl 200 erlend frímerki. I
I
JÓN AGNARS
Frímerkjaverzlun,
P. O. Box 356. Reykjavík. I
I
C
iiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii z
'Íáii íiial:jl4 1'
Útvarps viðgerðir
Radli»viiuiiistofaa
VELTUSUNDI 1.
j Austurbæjarbíó
Sægmmnurhm
(The Sea Hawk)
| Hin afar spennandi og við-
1 burðaríka ameríska víkinga-
| mynd, byggð á skáldsögu eft
| ir Sabatini.
Erroll Flynn,
Brenda Marshall.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
| JLísa í Undralandi |
| (Alise in Wonderland)
| Bráðskemmtileg og spenn-1
| andi, ný kvikmynd tekin í |
| mjög fallegum litum, byggð |
| á hinni þekktu barnasögu.
Sýnd kl. 5.
TJARNARBÍÓ1
Stembrant
| Hrífandi mynd um æfi Rem-
| brandts, hins heimsfræga
í hollenzka snillings.
[ I
1 Aðalhlutverk leikur
a
Charles Laugthon
| af óviðjafnlegri snilld.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
(GAMLA BÍÓ
1 JSorgarlyhlarnir
(Key to the City).
| Ný, amerísk kvikmynd með:
Clark Gable,
Loretta Young,
Marilyn Maxwell.
^ Aukamynd:
E Endalok „Flying Enterprise"
| og Carlsen skipstjóri.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
(TRIPOLI-BÍO
| Á ferð og flugi
(Animal Crackers).
| Sprenghlægileg amerísk gam
| anmynd með hinum óviðjafn
í anlegu
MARX-bræðrum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
Anglýsin^asíffiS
T í M A ÍS
er 81 30$.
Erleffit yfflrilt
(Framhald af 5. slðu.)
Það féll í hlut Alexanders að und
irbúa innrásina í Sikiley og í
ítalíu. Síðar varð hann yfirhers
höfðingi á ítalíuvígstöðvunum
eftir að Eisenhower tók að und
irbúa innrásina í Frakkland.
Alexander þótti sýna með her
stjórn sinni, að hann væri mjög
glöggur og hygginn herstjórn
andi. Áætlanir hans voru vel
gerðar og vandlega undirbúnar.
Margir telja, að hann hafi ver
ið snjallasti hershöfðingi Breta
í síðari heimsstyrjöldinni.
Nokkru eftir stríðslokin skip-
aði Attlee Alexander konungs-
fulltrúa eða landstjóra í Kanada.
Þar hefir hann dvalið síðan.
Hann er sagður hafa unnið sér
meiri vinsældir þar en nokkur
annar maður, sem hefir gegnt
þessari stöðu.
Fulltrúi brezkrar
skapgerðar.
Alexander er þannig lýst, að
hann sjáist aldrei bregða skapi.
Rödd hans er alltaf jafn róleg
og ekki verður séð á svipbrigð-
um hans, hvort honum likar
betur eða verr. Hermenn hans
sögðu, að það væri eins og ekk-
ért biti á hann og hann bregði
sér hvorki við vosbúð eða
lífshættu. Hann dvaldi oft
með þeim í fremstu víglínu og
vakti aðdáun þeirra fyrir ró
lyndi sitt. Hann er laus við allt
tildur og var annálaður fyrir
það á stríðsárunum, hve ó-
breyttir lifnaðarhættir hans
voru og hve lítið hann barst á.
Jafnlyndi hans gerði hann ekki
aðeins að frábærum hermanni,
er skóp öðrum traust og öryggi,
heldur einnig að mjög lægnum
samningamanni, er kom málum
sínurn fram með festu og hóg-
værð. Þótt blöðin ræddu meira
um Montgomery, hefir Alexand
er þó sennilega verið enn vin-
sælli meðal hermanna sinna og
samstarfsmanna. Montgomery
hefir oft heyrzt gagnrýndur, en
það er sjaldgæft með Alexander.
Það hefir því verið með réttu
sagt um Alexander, að hann
væri góður fulltrúi hinnar.
beztu þátta í brezkri skapgerð, I
rólyndisins og þrautseigjunnar,!
sem eiga sennilega drýgsta þátt j
inn í þeim áhrifum, sem Bretar |
hafa náð. j
Rólyndi Alexanders veldur
því þó ekki, að hann sé ó- í
skemmtilegur. Hann er léttur í
samræðum og segir vel frá. Mála ,
maöur er hann mikill. Hann tal |
ar frönsku, þýzku, ítölsku, rúss-
nesku og urdu. Hann er vel les- j
inn. Hann getur því rætt um'
hin margvíslegustu efni á mörg
um tungumálum og hefir það
ekki sízt átt sinn þátt í að auka í
vinsældir hans í Kanada.
| ELDURINN
i gerir ekkl boS á onðan sér.
| Þeir, sem era hyggnir,
3
tryggja str&x hjá
SamvinnutrysKlngum
j Bergor Jónsson
| Málaflutaingsskrifstofa
1 Laugaveg S5. Blml 5883
3
Heima: Vitaatlg 14
ÍLEIKFÉLAG!
REYKJAVXMJR^
TONI
vahnar tii íífsins
Gamanleikur í 3 þáttum eftir
Harald Á. Sigurðsson. — Leik-
stjóri: Brynjólfur Jóhannesson.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2
í dag.
PÍ-PA-KÍ
|V (Söngur lútunnar)
Sýning annað kvöld föstudag
kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7
í dag. Sími 3191.
frm*
WODLEIKHUSID
Sem yður þóhnast
eftir W. Shakespeare
Sýning íimmtudag kl. 20.00
„Sölumaður deyr66
Sýning föstudag kl. 20.00
„Sem ýiður þohnast6í
Sýning laugardag kl. 20.00
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
1-SU5—20.00. Sími 80000.
-----------------
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
----- 54. DAGUR -—J
„Þú heldur ef til vill. að blóðhertoginn amist ekki neitt við
okkur hérna í „Túlípananum““? sagði hann.
„Látum þá koma“, svaraði Magnús, hvergi uppnæmur. „Þú
berð þó ekki kvíðboga fyrir morgundeginum"?
„Nei. En mér er favið að leiðast þetta stríð. Til hvers fjand-
ans erum við hér? Kalvínstrúarmennirnir vilja rífa hvert altari
úr kirkjunum og vilja ekki hlusta á orgelleik, og Spánverjarnir
vilja tilbiðja guðsmðður. í sex ár höfum við hrellt tilbiðjendur
Maríu. En nú er ég orðinn leiður á þeirri iðju.“
„Þú varst þó ákafur að komast í kast við páfatrúarmennina,
þegar við fórum frá Björgvin".
„Ég hélt, að við yrðum fésælir á hafinu. Við höfum líka oft
íengið mikið herfang en ekki á ég neina tunnu gulls, því að
inest af herfanginu hefir runnið til prinsins. Það er virðingar-
vert, hve nákvæmur þú hefir verið í reikningum við prins-
inn. En það er að minnsta kosti heimskulegt".
„Hvað áttu við“? spurði Magnús reiðilega.
Jakob yppti öxlum. „Það þarf ég varla að segja þér. Þú kemst
tf til vill ekki hjá því að standa prinsinum skil á sínu. En þú
hefir gleymt því. að þú átt skuld óinnheimta hjá Bretum“.
„Hjá Bretum"?
„Já. Eigum við ekki Jóhannesi postula það að þakka, að við
erum hér í dag“?
„Ég hefi oft sagt þér, að reikningarnir við hann skulu verða
jafnaðir, enda þótt það verði hið síðasta, sem ég vinn mér til
ágætis í þessum heimi. En ég get ekki hefnzt á öllum verzlunar-
íiota Englendinga vegna misgerða eins manns".
„Við tölum þá ekki meira um það“. Jakob bandaði frá sér hend-
inni....„Ég hefi fengið bréf frá Lindenov“....
„Aftur“? sagði Magnús og brosti háðslega. „Hvað skrifar hinn
t.’gni vinur þinn þér“?
„Hið sama og s.íðast. Hann vill, að við komum til Björgvinjar
og stofnum verzlunarfélag, og þú skalt vita, að það væri mikill
gróðavegur. Séu lénsherrann í Björgvin og lögmaðurinn í Fær-
eyjum á okkar bar.di, má græða mikið fé. Ég vil ekki vera tötra-
riddari alla mína daga“
„Við getum ekki svikið prinsinn".
„Hvers vegna getum við ekki gengið úr þjónustu hans“?
„Þú spyrð eins og heimskingi, Jakob. Hann á erfiða tíma fram
undan, og ég er ekki rotta, sem flýr af sökkvandi skipi.... “
„Fjandinn hirði alla þessa sómatilfinningu þína. Við komum
til Niðurlanda til þess að auðgast, en við erum litlu ríkari en
fyrir sex árum. Leyden verður hertekin næstu daga, og það er
bezt fyrir okkur að sjá okkur farborða undir eins“.
Hann þagnaði snögglega og rak upp óp. Inn um opinn glugg-
ann var fleygt litlum böggli, sem hafnaði á borði þeirra Jakobs
og Magnúsar. Jakob spratt á fætur, gekk út að glugganum, en
sá engan úti fyrir. Gestirnir í veitingastofunni horfðu forvitn-
isaugum til þeirra víkinganna, og augun ætluöu alveg út úr höfð-
inu á Genetu Sigbritsdóttur.
Magnús tók sendinguna upp af borðinu. Þetta var bréfmiði,
vafinn utan um smástein. Hann breiddi úr miðanum. Þaö var
eitthvað ritað á hann, en hvorki bar það yfirskrift né undirskrift.
Það kom undrunarsvipur á hann, er hann las orðsendnguna.
Loks ýtti hann miðanum til Jakobs og mælti lágum rómi:
„Lestu þetta, en hafðu ekki hátt. Það er hlustað á okkur“.
Jakob renndi augunum yfir miðann og varð ekki síður forviða
en félagi hans. Þarna var í fám orðum gefið til kynna, að skipið
,Deventer“ myndi næsta dag fara frá Enkhuizen og væri látið’
svo heita, að það væri hlaðið vörum, sem senda ætti til hafnar-
hæjanna í Gröningen. En í rauninni ætti það að fara til vestur-
strandarinnar. Eigandi skipsins, Wilcken borgarráðsmaður, færi
sjálfur með því, og auk hans og skipstjórans vissu fáir, hvernig
allt væri í pottinn búið — öll farmbréf fölsuð!
Þeir Magnús og Jakob gengu hratt út úr veitingastofunni.
„Sé þetta satt, er Whcken viðbjóðslegasti svikarinn í öllu þessu
landi“, sagði Magnús, er þeir komu út.
„Hvað hyggst þú fyrir“?
Magnús hleypti brúnum. Það var kunnugt, að spænska um-
sátursliðið við Leyden skorti vistir, og það lá í augum uppi, að
Wilcken hafð svik’ð land sitt og gengið á mála hjá óvinunum.
Kann ætlaði að senda þeim skip, hlaðið vörum.;.. bókstaflega
selja landa sína fyrir spænskt gull! En það skyldi honum aldrei
takast! „Deventer“ skyldi sigla aðra leið....
Magnús vatt sér að Jakobi: „í nótt kallar þú saman al]a menn
okkar. Hver, sem ekki verður ódrukkinn við sólarupprás, verður
kjöldreginn“.
„Hvað skal herfangið vera“? spurði Jakob háðslega.
„Þú skalt ekki verða fyrir vonbrigðum. Það herfang eigum við
sjálfir. Hraðaðu þér“!
Jakob spurði einskis. Hann hraðaði sér niður að „Albert frá
Nassau“ og stefndi skipsmönnum öllum saman. Að andartaki
liðnu voru skipverjar þeir, sem þar höfðu verið, lagðir af stað
upp í bæinn til bess að leita uppi félaga sína í veitingahúsum
og krám. Enginn var kjöldreginn, því að um sólarupprás voru allir
ódrukknir á sínum stað. Stundu síðar sigldi freigátan fyrir full-
um seglum út Suðursjó. Stefnt var í norðvestur að venju. Samt
íurðuðu margir sig á þessari siglingu. Þeim höfðu verið ætlaðir
þrír dagar í höfn í Enkhuizen, en enginn áræddi að spyrja Magnús,
hvað ylli þessari skyndilegu breytingu.
Freigátan fór í gegnum sundið milli Helder og Texel um há-
degisbil, og slagaði síðan vestur með ströndinni. Úti fyrir Alk-
maar var aftur vent til norðurs, og þannig var siglt fram og aftur
allan daginn og uæstu nótt. Skipverjar voru farnir aö stinga
/VW1