Tíminn - 28.02.1952, Qupperneq 2
2.
TIMINN, fimmtudaginn 28. febrúar 1952.
48. blað.
Hvað dreymir þig í nótt, karl minn
Á morgun er kvenþjóðin á biðilsbuxum
Á morgun er hlaupársdagur,
og þá eru allar konur frjálsar
og mega biðja sér manns, sam-
kvæmt gamalli hefð. Þetta giíd-
Sr,- að manni skilst, bæði um
giftar konur og ógiftar. En ann
ars er það víst talinn einkarétt-
ur karlmanna að eiga frum-
kvæðið að stofnun hjónabands.
)>að er nú allt kvenfrelsið.
★
Fornar skræður herma, að
pað hafi iafnvel verið lög í Skot
) andi 1288, að kona mætti á
hlaupársdag biðjá sér hvaða ó-
Jivænts manns, sem hún vildi,
og ef hann neitaði, varð hann
dð greiða bætur. f Frakklandi
voru um skeið svipuð lagaá-
kvæði í gildi. og á fimmtándu
old var þetta hefð í Flórenz og
óienúu. Menn urðu að láta konu,
sem hryggbrotin var, í té tólf
pör af hönzkum.
Á íslandi munu þessi tillits-
sómu ákvæði aldrei hafa verið
.ogleidd, en flestir munu þó
enn í dag kannast við þennan
sið. En verði því ekki mótmælt
af konum sem röngum taxta,
mætti með hliðsjón af háu verði
a hönzkum á íslandi um þess-
ar mundir, telja sanngjarnt að
leysa sig undan hjónabands-
skyldunni með einum pörum.
En auðvitað er það karlmaður,
sem ber fram uppástunguna, og
iiú verða konur kannske fok-
vondar yfir því, að lausnargjald
ið eigi að lækka með vaxandi
jýrtíð. Þá ættu líka að fylgja
nokkur pör af silkisokkum. En
auðvitað vónum við, að sem
Jlestir játi bónorðinu, þótt það
.spari sennilega hvorki hanzka-
kaup né silkisokka.
★
Þetta er nægjanlegur formáli.
Tíminn hefir sem sagt snúið
sér til nokkurra þekktra kvenna
og spurt þær, hvers þær gætu
nelzt hugsað sér að biðja á
morgun í krafti hinna fornu
iaga og hefðar. Svörin, sem feng
ízt hafa við fyrirspurnunum, eru
margvísleg, og skal ekki farið
íarið um þau mörgum orðum.
Lesendum blaðsins gefst hér
kostur á að lesa þau með eigin
augum.
’ ' '1~' —~ 1
Ásgerður Ingimarsdóttir skrif
stofumær í stjórnarráðinu og
einkaritari jólasveinsins á Is-
J.andi: Það vill nú svo vel tíl, að
ég er gift, og þær,
sem eiga mann, þurfa
ekki að grípa þetta
gullna tækifæri. Auk
þess er það ósiðlegt,
ao við, sem eigum mann fyrir,
törum að biðja okkur fleiri
nanna, þótt hlaupár sé.
Hins vegar get ég sagt þér
það, í trúnaði auðvitað, að ef
eg væri ógift, myndi ég vita-
skuld biðja kunningja okkar
aeggja, jólasveinsins.
Guðrún frá Lundi, skáldkon-
an, sem skrifaði Dalalíf, hafði
ekki hugsað sér að nota tæki-
iærið og biðja manns á hlaup-
ársdaginn, enda gift kona.
— En ef ég væri ógift, færi
ég kannske á
stúfana.
— Hvern
myndirðu þá
velja þér —
Jstjórnmála-
mann, rit-
höfund, leik-
ara?
— Allra sízt
vildi ég eiga
stjórnmálamann, og líklega
veldi ég skáld. Þá verður manni
hugsað þarna suður til ykkar
eða öllu heldur til Hveragerðis.
Þar er bóndi í Garðshorni, sem
er eigulegur í mínum augum,
en sá er enginn annar en Krist
mann Guðmundsson.
| Gunnþórunn Hafldórsdóttir,
leikkona, var á báðum áttum!
þegar blaðið átti tal við hana.
— Við höfum frétt, að þér haf
ið verið að hvetja ungar stúlk-
ur til að nota nú tælcifærið og
biðja sér manns. Nú langar okk
ur til að vita, hvers þér hafið
hugsað yður að biðja.
— Ja, ég þarf nú svolitla um-
hugsun, segir Gumnþórunn. En
eftir nokkra umhugsun segir
húh: — Ég held ég hætti annars
við að notfæra mér þetta. Ég
var að hvetja þær ungu til þess
og vil láta þær sitja að því. Þetta
er nú ekki nema einu sinni á
fjórum árum og það er ekki rétt
að vera að hlaupa í kapp við
þær.
Halldóra B. Björnsson, skáld-
kona: Ég er það mikil kvenrétt-
indakona, að mér hefir alltaf
fundizt þessi hlaupársdagur
smánargjöf og því hummað
hann fram af mér með hálf-
gerðri ólund. Ef þið viljið láta
okkur hafa þessi réttindi, gef-
ið okkur þá dag, sem kemur
einu sinni á ári.
i-,
Jakobína Asgeirsdóttir, hús-
frú á Laugaveg 69, hrökk ofur-
lítið við þegar blaðið náði tali
af henni og minnti hana á, að
nú væri hlaupársdagurinn á
næstu grösum og spurði, hvort
hún hefði ekki hugsað sér að
nota tækifærið eins og svo marg
ar aðrar.
— Jú, það var gott að þú
minntir mig á það, ég var nærri
búin að gleyma því, en það tæki
færi ætlaði ég sannarlega ekki
að láta ganga mér úr greipum.
— Það er náttúrlega dálítið
nærgöngult að spyrja, hvar þú
hefir hugsað þér að bera nið-
ur, en þú ert vafalaust búin að
taka ákvörðun um það að vel
yfirveguðu máli. Og fyrst þú ert
búin að ákveða þetta, er eins
gott að kveða upp úr með það
strax, svo að það losi allar hin-
ar við hryggbrotið, sem ef tii vill
mundu fara á sömu fjörur.
— Já, ég vil gjarna helga mér
hann strax, og mér er heldur
engin launung á þessu, því að
þetta verður auðvitað opinber-
að á sínum tíma hvort sem er.
Það er hann
Guðmundur
Ingi Krist-
jánss. skáld
á Kirkjubóli,
hann og eng-
inn annar...
— Þú átt
hamingjuósk
ir blaðsins
vísar, en það
væri nógu fróðlegt að vita, hvað
það er, sem þú gengst helzt fyr
ir.
— Mér finnst, að það ætti að
liggja í augum uppi. Auðvitað
mundí ég ekki biðja neins
nema Vestfirðings, og svo er
það vonin um öll ástaljóðin. En 1
svona í trúnaði sagt, grunar,
mig — og hef raunar sannfrétt, |
— að hrnn sé vel birgur af
lundabör um og sviðum í súru,
og magálum og bringukollum í
eldhúsi, en það þykir mér allraj
mata b< st. En þetta skulum við
ekki nefna í blaðinu.
Jóninna Pétursdóttir, ráðs-
kona í Kristneshæli: Já — biðja 1
sér manns — til þess eru rétt- J'
indin að nota þau. Ég mundi
þá biðja mér manns, sem eitt- |
hvað kveður að — kaupsýslu-
manns eða læknis. Ég held ég
færi á fjörur við Snorra Hall-
grímsson, prófessor, ef hann
væri laus og liðugur. En hjóna-
skilnaði vil ég ekki valda. —
Þú segir, að þær kjósi sér skáld-
in sumar hinar — ég gef ekkert
fyrir þau, þegar hjdhaband er
annars vegar.
Nína Svemsdóttír leikkona:
Nú — það eru 29 dagar í febr-
úar núna. Ja — þetta er stutt-
ur tími til umhugsunar og úi
miklu að velja. En það vill mér
til, að ég er upp úr þessu vax-
inn, og búin að vera gift lengi.
— Svo að þú myndir kannske
helzt biðja mannsins þíns, ef
þú færir á flot?
— Ja, hver veit?
Rannveig Þorsteinsdóttir, al-
þingismaður: Ég var nú einu
sinni komin á fremsta hlunn
með að biðja mér manns, og
það var þegar ég las Eldvígsl-
una eftir Þórberg Þórðarson.
Hann lýsti
því svo átak-
anlega, hve
óframfærinn|
hann væri
við kvenfólk,
að ég fylltist
innilegri með
aumkun með
manninum
og fannst, að
það hlyti að vera dásamlegt
hlutverk að leysa hann úr þess
um álögum.
— Og þú ætlar kannske að
bregða þér til hans á morgun?
— Ja, þú segir, að við kon-
urnar megum ekki biðjk okkur
manns nema á hlaupársdag-
inn, og hann er ekki nema á
fjögurra ára fresti, svo að það
er ábyrgðarhluti að sleppa tæki
færinu. Þetta eru eiginlega
orðnar fornar og grónar ástir,
svo að hvert ætti ég annað að
snúa mér? Það er svona, þegar
við, trygglyndar konur, eign-
umst draumariddara, að þá
TILKYNNING
Athygli skal vakin á því, að úttekt í okkar reikn-
ing er óheimtl nema gegn skriflegri beiðni og skal
beiðnin fylgja reikningnum við framvísun hans.
Reikningar eru greiddir í Hafnarhvoli (sími 1164).
Sameinaðir verktakar,
Keflavíkurflugvelli.
>♦♦♦♦♦
Framhaldsaðalfundur V.Í.
Aðalfundi Verzlunarráðs íslands, sem frestað var 9.
maí s. 1. vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum ráðsins,
verður haldið áfram fimmtudaginn 28. febrúar kl. 14 í
DAGSKRÁ:
Breytingar á lögum V. i.
Stjóm Verzlunarráðs íslands.
;
o
o
o
o
o
O
o
o
O
<>
O
o
O
Þökkum alla þá miklu samúð, er okkur hefir verið
sýnd frá einstaklingum, félögum og opinberum aðil-
um við fráfall og jarðarför
Gnðmimdar \sl»jörnsso 11 a r,
BÆJARSTJÓRNARFORSETA
Bæjarstjóm Reykjavíkur þökkum við þann sérstaka
heiður, er hún sýndi hinum látna forseta sínum.
Aðstandendur
gleymum við honum aldrei. {
Heldurðu, að Þórbergur hrygg-|
bryti mig? Hann hefir kvænzt
síðan Eldvígslan kom út. Hver
er annars sérfræðingur Þór-
bergs í ástamálum?
Selma Jónsdóttir listfræðing-
ur: Ég er innilega hlynnt því, að
þessum gamla sið sé haldið við,
og mér finnst, að konur ætti.
að nota daginn vel og biðja
margra. Það verður skemmti-
legt að sjá viðbrögð karlmann- '
anna og heyra undirtektirnar. j
— Þú situr þá ekki auðum
höndum á morgun?
— Ég er staðráðin í að nota
daginn út í æsar.
— Má ég spyrja, hvert þú mun
ir leita ?
— Þetta var nú nærgöngul
spurning, sem ég vil ekki svara. |
Þér kemur ekkert við, hvert ég
fer. |
Þórunn Magnúsdóttir, skáld- '
kona: — Ég er nú gift, svo að
ég er víst úr leik í þessu efni.
— Nei, það er misskilningur,
allar konur eru frjálsar á hlaup j
ársdaginn, en ef þú hefir ekki
í hyggju að skipta, geturðu auð
vitað endurnýjað og beðið i
mannsins þíns — aftur.
— Já, það er nú einmitt það,
þá á maður á hættu, að hann
taki því. — Nei, ég mun biðja
manns þess, sem gengur undir
nafninu Dalakútur, og berl
hann nafn með rentu, mun þai
vera fjár von, og ekki mun veita
af að hafa allar klær úti á þess-
um erfiðu tímum.
Þetta er rétt athugað hjá Þór
unni, og er það gott ráð til eft-
irbreytni, að láta hagsýni ráða
nokkru um bónorðið og bæta
sér þannig upp önnur top.
Þura í Garði, skáldkona, sem
heima á í Reykjavík núorðið,
var ekki viðlátm, þegar blaðiö
ætlaði að ná tali af henni. Hún
hafði brugðið sér til Vestmanna
eyja. Og af því, að hún hefir
einu sinni ort vísu, sem byrjar
svona: Hvað er í vegi, komdu
þá, hvar eru lög sem banna,
grunaði blaðamanninn, að hún
ætlaði einmitt að bera niður
hjá Vestmannaeyingum á hlaup
ársdaginn, og þar sem fjölsíma
sambandið þangað er svo ágætt,
hringdi hann þangað tafar-
laust.
— Ég lít aldrei í almanakið
og hafði því ekki hugmynd um
að nú væri hlaupár, sagði Þura,
svo að ég verð líklega að sleppa
þessu gullna tækifæri í þetta
sinn. Þeir eru líka svo margir,
sem ég elska, að ég get alls ekki
gert upp á milli þeirra og vil
það heldur ekki, bara eiga þá
alla. Að taka einn er að hafna
öðrum, og það er nú það versta
við heiminn.
— En hvernig lízt þér á Vest-
mannaeyinga?
— Ágætlega, en ég er svo lít-
ið farin að skoða þá enn, ann-
ars er nú einn dagur til stefnu,
og ástin á sér ekki alltaf lang-
an aðdraganda eins og allir
vita.
— Hefirðu nokkurn tíma not-
að þér þetta tækifæri á hlaup-
ársdag áður?
- Já, einu sinni, og það gekk
vel. En það var í gamni, og
gamninu fylgdi engin alvara.
Karlmenn skilja svo sjaldan að
öllu gamni fylgir nokkur al-
vara og stundum mikil — ekki
sízt í ástamálum.
Útvarp[ð
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.20 íslenzkt mál (Bjarni Vil-
hjálmsson cand. mag.). 20.35
Tónleikar: Kvartett í A-dúr op.
18 nr. 5 eftir Beethoven. 21.00
Skólaþátturinn: Frá nem-
endamóti Verzlunarskóla ís-
lands (Helgi Þorláksson kenn-
ari). 22.00 Fréttir og veðurfregn
ir. — 22.10 Passíusálmur (16. 22.
20 Sinfónískir tónleikar (plöt-
ur). 23.15 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Kvöldvaka: a) Þórarinn
Grímsson Víkingur flytur síð-
ari hluta erindis síns: Ferð tii
Alaska og laxveiðar þar. b)
Kantötukór Akureyrar syngur;
Áskell Jónsson stjórnar (plöt-
ur). c) Hallgrímur Jónasson'
kennari flytur öræfaþátt: Norð
ur Eyfirðingaveg. d) Sigvaldi
Indriðason kveður stökur. 22,00
Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Passíusálmur (17). 22.20 „Ferð
in til Eldorado“, saga eftir Eari
Derr Biggers (Andrés Krist-
jánsson blaðamaður) — XVII.
22.40 Tónleikar. 23.10 Dagskrár-
lok.
Kór- og einsöngs-
skemmtun á Selfossi
Frá fréttaritara Tím-
ans á Selfossi.
Karlakórinn Söngbræður
á Selfossi heldur samsöng n.
k. laugardagskvöld í Selfoss-
bíó, undir stjórn Ingimundar
Guðjónssonar. Jafnframt kör
söngnum verður til skemmt-
unar einsöngur. Syngur Ari
Jónsson tenor.