Tíminn - 28.02.1952, Page 8
86. árgangur.
Reykjavík,
28. febrúar 1952.
48. blað.
Sonur kærir föður fyrir að senda
sig heilbrigðan í Kleppsspítala
Undanfarnar vikur hafa orðið allkynleg og óvenjuleg við
skipti föður og sonar hér í bænum, og mun málið nú vera
komið í hendur sakadómara sem ksera. og verður ýtarleg
rannsókn i því bráðlega. Faðirinn hefir krafizt fæðispeninga
með syninum af Reykjavikurbæ, og síðan sent hann á Klepp
og borið á hann árásartilraun við sig, en sonurinn hefir
kært málið.
Blaöinu hefir verið sögð
sagan á þessa leið:
Faðir þessi, sem er útlend-
ur, hefir búið hér alllengi, á
íslenzka konu og son, sem er
um tvítugt. Pilturinn er sagð-
ur hæglætismaður af þeim
sem til þekkja. Hefir faðir-
inn haft mjög horn í síðu son
ár síhs, haldið hann naumt
svo og heimilið allt og vart
fengizt til að leggja því til
nauðþurftir, þótt efnahagur
hans sé góður.
Biður um fæðispeninga
fyrir soninn.
Framan af vetri hafði pilt-
urinn verið atvinnulaus og
faðirinn einnig að nokkru
eftir hátíðar. í janúar fór fað
irinn á bæjarskrifstofurnar
og krafðist þar að fá greidda
fæðispeninga með syni sín-
um, þar sem hann hefði ekki
greitt fæði sitt. Var honum
synjað um það/
Sendir soninn á Klepp.
Leið nú skammur tíma, en
dag einr^ koma fjórir lögreglu
menn heim til piltsins og taka
hann fastan. Spurði hann,
hverju það sætti og kvaðst
ekki vita til, að hann hefði
neitt af sér brotið. Lögreglu-
Lík skipverja á Ey-
firðingi koma með
Gullfossi
Lík manna þeirra, sem fór-
ust með vélskipinu Eyfirðingi
við Hjaltlandseyjar á dögun-
um, verða flutt hingað með
Gullfossi, er hann kemur hing
að næst. Mun skipið nú vera
um það leið að koma til Leith
á leið sinni frá Kaumanna-
höfn.
þjónarnir sögöu að hann
mundi brátt fá vitneskju um
það. Fór pilturinn síðan fús-
lega með þeim. Var haldið
beina leið inn á Klepp og pilt
urinn afhentur þar.
Fullkomlega
heilbrigður.
Þegar móðirin komst að
þessu leitaði hún aðstoðar
frændfólks síns og talaði við
Helga Tómasson yfirlækni á
Kleppi í síma. Sagði læknir-
i inn, að pilturinn væri heil-
brigður og ekkert við hann að
gera annað en senda hann
he;m. Var þá ófært inn að
Kleppi, því að þetta var í
versta snjóakaflanum í jan-
úar. Bað móðirin, að piltur-
inn fengi að gista á Kleppi
um nóttina og var svo.
Um morguninn fór móðir
in inn að Kleppi og ræddi við
lækninn. Kvað hann piltinn
(hafa verið tekinn og sendan
; samkvæmt vottorði læknis
eins, sem faðirinn hefði bor-
| ið sig upp við vegna hættu-
i legs athæfis piltsins. Fór pilt
' urinn síðan heim.
Járnstöngin í
forstofunni.
Nokkru síðar var pilturinn
að koma heim til sín að kvöld
lagi og hafði hann smekklás
lykil að útihurð en þegar
hann kom að var hurðin einn
ig læst með skráarlæsingu og
komst hann ekki inn. Fór
hann þá niður á lögreglustöð
og bað um hjálp til að opna.
Vildi svo til, að hann hitti
þar tvo lögregluþjóna þá,
sem áður höfðu farið með
hann á Klepp og fóru þeir
jmeð honum. Opnuðu þeir
! hurðina og var faðirinn
iheima. Urðu einhver orða-
'skipti og barst fyrri heimsókn
lögregluþjónanna í tal. Sagði
faðirinn að það hefði ekki
(Framh. á 7. síðu).
Maður bíður bana í
grjótnámi bæjarins
Klukkan hálf-þrjú í gær lenti roskinn maður, Helgi Guð-
mundsson, til heimilis aö Óðinsgötu 21. í grjóttrekt í grjót-
námi bæjarins, þar sem hann var a'ð vinna, og beið bana.
síðastliðið ár
Samkvæmt skýrslum fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins
nam innvegin mjólk í mjólk-
ursamlög árið 1951 37,434,390
lítrum, en 37,733,377 lítrum
árið áður.
Söluvörurnc.r árið 1951
skiptust svo: Seld mjölk
19 143,533 litrar, seldur rjómi
702,440 lítrar, framleitt smjör
355,642 kg„ skýí- 1,217,148 kg.
ostur 388,789 kg„ mysuostur
90,761 kg„ undanrennuduft
63,050 kg„ nýmjólkurduft
5,550 kg„ undanrenna 1 kaseip
1,457,900 lítrar, mjólk i niður
suðu 157,344.
Birgðir voru um síðustu ára
mót- 150,171 kg. af mjólkur-
osti, 99,632 kg. af smjöri,
28,728 kg. af undanrennu-
dufti og 718 kg. af nýmjólkur
dufti. •
I Helgi var fæddur vestur viö
ísafjarðardjúp 2. marz 1884,
og því tæpra 68 ára að aldri.
Hann lætur eftir sig konu.
Ætlaði að moka tll
í trektinni.
, Grjótmulningurinn rennur
eftir rennum niður i trekt-
ir, sem opnaðar eru að neð-
an, þegar látið er á bíla. Þeg-
ar trektirnar eru ekki losað-
ar ört, hleðst mulningurinn
upp við þann barm trektar-
innar, sem rennan er við. M-un
Helgi hafa ætlað að moka til
í trektinni, og farið niöur 1
hana í því skyni.
Sogaðist niður með
! grjótmulningnum.
Það þykir sennilegt, aö
annaðhvort hafi verið losað
úr trektinni á bíl í sömu svif-
um og Helgi fór upp í hana
/
Enn framinn fjöldi
innbrota í fyrrinótt
Elnn innhrotsjijófuriiin ó^naði löj»'ro«Ín-
lijónum, scm að komn, mcð byssn
í fyrrinótt voru hvorki meira né minna en sex innbrot
framin í Reykjavik og Kópavogi. Var brotist inn í verzlun
Hans Petersens í Bankastræti, Síld og fisk við Bergstaða-
stræti, skrifstofur Jóhanns Ólafssonar við Hverfisgötu,
verzlunina í Stórholti 16, Veiðafæragerð íslands við Ein-
holt og búð KRON í Kópavogi.
urðu innbrotsþjófsins varir.
A fimm siðasttöldu stöðun-
um var litlu stolið, aðeins
nokkrum krónum, tóbaki og
smádóti, nema í Kópavogin-
um. Þar var stolið um 500
krónum og allmiklu af síga-
rettum og vindlum. Hjá Hans
Petersen var stolið riffli og
200—300 krónum í peningum.
Miðaði byssu á lögreglu-
þjónana.
Innbrotið hjá Hans Peter-
sen varð allsögulegt. Tveir
lögregluþjónar á eftirlitferð
Sáu þeir við athugun, að
rúða hafði verið brotin í bak
dyrahurð, en er þeir ætluðu að
skyggnast inn, urðu þeir var-
ir manns inni fyrir, og mið-
aði hann á þá byssu. Hörfuðu
þeir þá frá dyrunum, og fór
annar lögregluþjónninn að
sækja aukinn liðskost. En þá
stökk maðurinn út úr húsinu
með byssuna í hendinni, og
komst hann undan lögreglu-
þjóninum, sem eftir var, og
vissi hann ekki, hvað af hon-
um varð í myrkrinu.
eða hann fengið aðsvif þarna
í trektinni. Urðu vinnufélag-
ar hans einskis varir, fyrr en
sást á fætur hans niður úr
trektinni. Var trektin þá
tæmd í skyndi, en Helgi var
örendur er hann náöist.
Franska stjórnin
völt í sæti á ný
Hótar að leggja
nióur völd
Umræður um fjárlagafrum-
varpið stóðu yfir í frariska þing
inu í gsar og fram eftir nóttu.
Faure forsætisráðherra hefir til
lcynt, að stjórn hans muni gera
það að fráfararatriði, ef eitt
hvert hinna sex atriða, sem deil
ur standa mestar um í frum-
varpinu verði felld. Einkum er
deilan um breytingar á rekstri
járnbrautanna umdeildar, en
þær gerir stjórnin til að hindra
sívaxandi rekstrarhalla á þeim.
Það er því búizt við, að stjórnin
muni komast í allmikla hættu,
þegar atkvæði verða greidd á
morgun.
Njósnamálin rædd
í sænska þinginu
Umræður um utanríkismál
hafa farið fram í sænska þing-
inu undanfarna daga, aðalleg
um afstöðu Svíþjóðr til S.Þ. Inn
í umræðurnar blönduðust mjög
njósnamál þau, sem verið hafa
á döfinni í Svíþjóð að undan-
förnu, og var deilt á stjórnina
fyrir að hafa svo slælegt eftir-
lit með þessum málum, að menn
gætu rekið umfangsmiklar og
hættulegar njósnir árum saman
án þess að uppvíst yrði. Undén
utanríkisráðherra svaraði því,
að stjórnin hefði ætíð tekið
mjög hart á slíkum málum og
mundi nú enn herða eftirlit sitt.
C343EZS.;
ten»> j-s««nnc>i» raæ -
Búnaðarþingsfuiltrúar í boði forsætisráðherrahjónanna í fyrradag