Tíminn - 29.02.1952, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þór&rinn Þórarinsson
Fréttarltstjóri:
Jón Helgason
Útgeíandi:
Framsóknarflokkurinn
Skriístofur 1 Edduhúsl
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreióslusimi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
36. árgangur.
Reykjavík, föstudaginn 29. febrúar 1952.
49. blað.
Sýningargluggi Féi íslenzkra Lðnrekenda
Dagar Hærings sennilega taldir
0g verksmiðjuvélar hans til sölu
Þaö eru allar likur til, að innan skamms verði horfið að
því að' rífa verksmiðjuvélarnar úr Hæringi og selja síðan
hvort í sínu lagi, verksmiðjuvélarnar og skipið. Mun stjórn
■ Hærings hafa þetta mál til athugunar að undanförnu.
Félag íslenzkra íðnrekenda hefir tekið upp þá nýjung að efna til
stöðugra gluggasýninga á íslenzkum iðnaðarvörum til að vekja
athygli almennings á þeim í hinni hörðu samkeppni við erlend-
an varning. Hefir félagið fengið sýningarglugga Málarans við
Bankastræti á Ieigu í eitt ár til þessa. Myndin er frá sýningu
Vúmufatagerðar fslands h.f. og er getraunastarfsemi í sambandi
við val skoðenda. Verðlaun verða veitt, þrjár flíkur, sem fólki
lízt bezt á. Næst verða sýndir í glugganum íslenzkir skór.
FRÁ BUMDAfiÞmGI:
Til að fjölga sauðfé í 1 miij.
þarf að rækta 24 þús. hekt.
L:tn$Ij;trþ(irf til ræktnnar að full*
liJPíija fyrst, segir Malldór Pálsson ráðun.
Fundur var haldinn á búnaðarþingi árúegis í gær og
lagði gjaldkeri þá fram reikninga. Síðan flutti Halldór
Pálsson, ráðunautur erindi en að því loknu voru nokkrar
tillögur ræddar og vísað til annarrar umræðu.
Æsktu leyfis ríkissjóðs.
Fyrir nokkru skrifaði stjórn
Hærings fjármálaráðuneyt-
inu bréf, þar sem skýrt var
frá því, að félagsstjórnin
æskti leyfis rikissjóðs, sem á
fyrsta veðrétt í skipinu, til
þess að selja verksmiðjuvél-
arnar innan lands, en skipiö
sjálft sér í lagi.
Hörmulegt fjárliags-
ástand.
Afkoma félagsins, sem á
Hæring, mun vera hin bág-
bornasta, þar sem skipið' hefir
svo að segja ekkert, vérið not
að né sildarverksmiöjan í því,
og fæst gjöld er því hefir
borið að greiða vegna skips-
ins, munu hafa verið innt af
höndum. Það mun og talið
vonlaust um útgerð Hærings
sem verksmiðj uskips.
Síldarverksmiðja
á Þórshöfn?
Veröi þetta aö ráði, munu
vélarnar úr Hæringi verða
notaöar í verksmiðj u eöa verk
smiðjur á landi.
Um þessar mundir eru tveir
menn á vegum Alliance á
Þórshöfn á Langanesi í þeim
erindageröum að athuga þar
aðstöðu til reksturs síldar-
verksmiðju. Eru sendimenn
þessir verkstjóri og vélstjóri
frá Dagverðareyri.
Hafnarháskóli vill
ekki afhenda
handritin
Danska blaðið Politiken skýr-
ir frá því, að háskólaráð Kaup-
mannahafnarháskóla hafi að
beiðni dönsku ríkisstjórnarinn-
ar fjallað um íslenzka hand-
ritamálið. Ráðið samþykkti meö
eins atkvæðis meirihluta, að
Ieggja til að íslendingum yrði
ekki afhent neitt af handrit-
unum.
Menn bíða nú með óþreyju
frumvarps, sem talið er, að
danska stjórnin muni leggja
fyrir þingið um handritamálið
lnnan skamms.
Er aflahrota
í vændum?
Togararnir eins o«
mý á mykjuskán
Samkvæmt fregnum frá
bátum í gærkveldi virðlst
afli hér við Suðvesturströnd
ina og í Faxaflóa vera mjög
að glæðast og var búizt við
mjög góðum afla í nótt. Afli
liefir líka glæðzt við Vest-
mannaeyjar og góður afli
var kominn á Hornafirði.
Geysilegur fjöldi togara er
nú á miðunum hér fyrir Suð
vesturlandi og út af Faxa-
flóa og stendur sjómönnum
hinn mesti stuggur af þeim,
því að þeir óttast mikið veið
arfæratjón.
Erindi sitt nefndi Halldór,
Frá tilraunaráði búfjárrækt- I
ar o. fl. og vakti það óskipta'
athygli fundarmanna, enda'
var þar drepið á mörg hinj
brýnustu viðfangsefni sauð-
fjárræktarinnar.
Halldór rakti í erindu sínu
helztu tilraunir, sem nú eru j
hafðar með höndum eða er j
nýlokið. Má meðal þess nefna J
tilraunir með eldi rýrra slát- '
urlamba á ræktuðu landi, j
sem hafa gefiö hinar athyglis
verðustu niðurstöður.
Fjölgun sauðfjárins.
Halldór ræddi síðan nokkuð
fjölgun sauðfjárins, sem nú er
brýn nauðsyn, ef tekst að vinna !
bug á hinum skæðu sauðfjár-
sjúkdómum. Ef takasf á að
fjölga sauðfénu úr 400 þús. eins
og' það er nú í eina millj. eða 180 ,
kindur á hvern bónda i landinu, j
verða menn að gera sér ljóst,;
að það er ekki hægt nema með
geysimiklum ræktunarfram-
kvæmdum.
Til þessarar fjölgunar taldi
hann þurfa um 24 þús. ha. ný-
rækt og er þá ekki gert ráð fyrir
þeirri aukningu, sem þarf vegna
aukins nautgripastofns. Þessar
ræktunarframkvæmdir munu
(Framhald á 2. slðu.f
Lokadagurinn í happ-
drætti TÍMANS er í dag
Kauplð miða í himi glæsilega liapp-
drætti á hlaupársdaginit — happadagiim
f dag er síðasti söludagur happðrættis Tímans, því
á morgun er 1. marz, og þá verður dregið. En þetta er
líka hlaupársdagur, og þá eru höppin við hvert fótmál.
Kaupið því miða í dag — í dag eða aldrei. Skrifstofa
happdrættisins minnir alia þá, sem eigi hafa gert skil
að gera það í dag. Skrifstofa happdrættisins verður
opin fram eftir kvöldi. Flokksmenn aðstoðið eins og
þið framast megið að fullnaðarsigri í liappdrættissókn-
inni, því að nú er aðeins herziumunurinn að allir miðar
seljist upp. Hafið samband við ílokksskrifstofuna. Þeir,
sem hafa ekki enn keypt sér miða, mega ekki láta von
um happ úr hendi sleppa í dag. Kaupiö því miða í af-
greiðslu blaðsins, hjá næsta sölumanni eða á götunum.
Simi happdrættisins er 81300, og geta menn fengið mið-
ana senda heim, ef beðiö er um 10 miða eða meira.
Leggjumst allir á eilt á lokadag happdrættisins, hlaup-
ársdaginn og Iátum engan miða verða óscldan í kvöld
í þessu glæsilega happdrætti. Drátturinn á mergun fær-
ir hinum heppnu vinningana.
Allar þvottavélar í stöðugri
notkun meðan opið er
Almenningsþvottahús Sambands íslenzkra samvinnufél-
laga, Snorralaug, hefir verið óspart notuð af húsmæðrum
bæjarins, ógiftum stúlkum og jafnvel piparsveinum. Heita
má, að engin vél hafi stöðvazt á þeim tíma, sem opið er, og
í fyrradag urðu margar flikur hreinar í Snorralaug, því að
þvegnir voru þar 150 þvottar.
Yfirleitt eru húsmæðurnar
ánægðar með þvottinn í
Snorralaug, sagði Bragi Frey-
inððsson rafmagnsfræðingur
hjá raftækjadeild S. í. S., er
blaðamðaur frá Tímanum
átti tal við hann í gær.
Bætt við starfsstúlku.
Við bjuggumst ekki við svo
mikilli aðsókn. Þegar 4 ljós
kom, að vélarnar eru i gangi
allan timann, þegar opið er,
og stundum biðraðir á lokun
artímanum, þurfti að bæta
annarri starfsstúlku við. Upp
haflega var það aðeins ein
stúlka, sem gætti vélanna og
leiðbeindi konunum.
Varð að loka um tíma.
í fyrradag var aðsóknin
svo mikil að þvottahúsinu aö
loka varð því um tíma. Ann-
ars hefir verið tekinn upp sá
háttur, að hver viðskiptavin-
ur fær númer, þegar hann
kemur, svo að hann heldur
f rétti sínum, ef um biðröð er
að ræða.
Karlmaður, sem þurfti
fjórar vélar.
Margar konur, sem koma
taka 2—3 vélar í einu. Þær
eru með 8—12 kg. af þvotti.
Komið hefir fyrir, að konur
hafi tekið upp í sex vélar og
einu sinni kom karlmaður
með svo mikinn þvott, að
hann þurfti að fá fjórar vél-
ar og stúlku til að hjálpa sér
við þvottinn. Karlmenn koma
allmargir með þvott.
(Framhu á 7. síðu).
Hellisheiði
aftur bílfær
Hellisheiði var opnuð í gær
síðdegis, og fóru þá fyrstu bif-
reiðú-nar yfir hana, nú um
langt skeið. Færðin var ágæt,
og voru þær hálfan annan
klukkutima frá Reykjavík
austur að Selfossi.
Forsetafrúin
þakkar
Á síðasta bæjarráðsfundi var
lagt fram þakkarbréf frá Ge-
orgíu Björnsson forsetafrú og
fjölskyldu hennar fyrir samúð
við andlát og útför herra Svems
Björnssonar forseta.