Tíminn - 29.02.1952, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, föstudaginn 29. febrúar 1952.
49. blað.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi:
Ritdómur um
Austurland III.
Safnrit austfirskra fræða
Niðurlag.
Bókinni lýkur með persónu
þáttum af þremur Austfirðing
um, þeim Hermanni í Firði,
Þórði á Vattarnesi og Stein-
dóri á Dalhúsum. Er Hermann
i mestri móðunni á tímans
vísu, enda miður tekist um
sumt í sögu hans. Þáttinn um
Þórð á Vattarnesi skrifar
Bjarni Sigurðsson frá Vattar-
nc-si, eins og hann var lengi
kenndur, nú skrifstofustjóri
í Reykjavík. Bjarni er áttræð-
ur að aldri þegar hann ritar
þetta en gerir það með svo
ungum stíl og mikilli lund, að
minnir á víkingaháttu. Þórð-
ur var líka víkingur, og fellur
hér svo vel stíll að efni, aö
það er sérstök skemmtun að
athuga það. Þórður bjó á sjó
og landi og þessum tvenns
konar búskap lýsir Bjarni svo
vel, að ég hefi ekki veitt at- j
hygli öðru betra í ritum þjóð- '
fræðinnar af þessum tvískiptu1
háttum, sem þó mörg eru dæm 1
in um í lífi þjóðarinnar. Það
er næstum freistandi að taka1
hér upp glefsur úr þætti'
Bjarna, til ivitnana um þetta,'
svo snjall er Bjarni í víking-
unni, en þess er ekki kostur. *
Þátturinn um Steindór á
Dalhúsum skrifar Sigurður
Baldvinsson póstmeistari frá
Stakkahlíð, nú nýlátinn. Þess
um þætti munu fáir vilja1
breyta, þó meira, og sumt
öðru vísi, vildu frá Steindóri
segja. En þessu veldur list- 1
ræn efnismeðferð Sigurðar á
Steindóri karli. Hins vegar lét
lífið hann ekki hafa neina
listameðferð, og því tók Stein
dór það ráð að sýna lífinu list
irnar. Það er þátturinn um
Steindór, sannur út í æsar og
verður aldrei breytt, hverju
sem aðrir vilja auka í, og
öðruvísi skoða.
En þá er komið að þætti
Hermanns í Firði, sem Sigurð
ur Vilhjálmsson á Hánefsstöð
um í Seyðisfirði skrifar, og'
því sem áður er umgetið hvej
miður hefir tekist. Herma,nn
er hér alrangt færður til ætt-
ar, eða kannske réttara sagt,
búin til ætt handa honum,
og hefir þó Sigurður ekki gert.
Sigurður las mér mestan þenn
an þátt í handriti og ég benti
honum á þessa villu, og hvar
mætti fá annað réttara. Núj
sé ég, að Sigurður hefir ekki'
tekið markt á mér, og er því'
bezt að ræða hér nokkuð um.
Sigurður telur Hermann son
Jóns pamfíls, sem auðvitað er
rétt, Jónssonar Hjálmarsson-
ar Sigurðssonar, prests á
Skorrastað Árnasonar. Ruglar
svo Sigurður saman hinum
fyrri og siðari Sigurði presti
Árnajsyni á Skorrastað, en
hefði við litla athugun átt að
sjá, að hvorugur þeirra gat
verið hér í ættargrunni eftir
tímanum. En ætt Hermanns
er svona: Jónsson pamfíls,
Jónssonar, Sigurðssonar,
Hjálmssonar, bónda í Skrið-
dal, Sigurðssonar prests, og
hefir ekki orðið skýrt hver
þessi Sigurður prestur er. Það
var Jón á Báröarstöðum í Loð
mundarfirði, Árnason, Jóns-
sonar pamfíls, sem lét séra
Sigurð Gunnarsson, þá í
Desjamýri, hafa þessa ætt-
færslu og þeir tóku hana
gilda bæði, séra Einar á Hofi
og Hannes Þorsteinsson, þar
sem þeir sáu báðir að ekki
gat komið til mála, að þessi
Sigurður prestur væri séra
Sigurður á Skorrastað, sem
Espólín telur, hvorki sé eldri
né yngri. Sigurður Hjálms-
son finnst í manntalinu 1703,
en veit ei aldur sinn og deyr
árið eftir. Er hann þá í Valla-
nesi hjá Ólafi presti Stefáns-
syni Ólafssonar. Þó er hann
sennilega ekki nema um sjö-
tugsaldur, því Jón sonur hans
er 44 ára á Ketilsstöðum en
Hjálmur sonur hans 36 ára
gamall. Hann mundi því eigi
fæddur fyrr en um 1630, og
líklega seinna. Hjálmur faðir
hans eftir 1600. En Sigurður
Árnason fyrri á Skorrastað dó
gamall 1609, en Sigurður
yngri, sonarsonur hans, vígist
1619. Sigurður hinn fyrri átti
Þórdísi Árnadóttur frá Bursta
felli, og það er alveg víst, að
dætur Árna eiga ekki börn
eftir 1600. Hér getur því hvor
ugur Sigurðanna komið við
sögu. Niðurstaða Einars pró-
fasts á Hofi og Hannesar Þor-
steinssonar í samráði sín á
millum, varð sú, að þessi Sig-
urður prestur væri Sigurður
Einarsson frá Vallanesi Árna-
sonar, sem nú er að vísu far-
ið að rengja (P. E. Ól. Ævi-
skrár), sá sem lenti í málun-
um ljótu í Bæ á Rauðasandi,
Samanber Alþingisbókina
1605. — Sigurður er úti í Kaup
mannahöfn 1606 að kæra mál
sín fyrir konungi, en kæra
hans er nefnd supplicatia
Sigurðar svikara Einarssonar,
og spyrst ekkert til hans síð-
an. Mál Sigurðar eru illa vax-
in og ættu að takast upp á
söguþingi að nýju, en bera
það þó með sér, að hann
muni ekki hafa verið barn-
margur á Austurlandi, þótt
sumir ættfræðingar telji þar
Þorstein son hans, er rekja
megi frá ættir. Ég hneigist að
því að rengja þessa ætt-
færslu til Sigurðar Einars-
sonar, og vil benda á annan
Sigurð prest, en það er Sig-
urður Magnússon á Hjalla-
stað, vígður 1609, sem mestar
líkur eru til að sé faðir Hjálms
bónda í Skriðdal, sem kallað-
ur var hinn sterki.
Þessu máli er ekki hægt
að gera hér nein fullnaðar-
skil á fræðavísu en ég hefi
lengi gert drög að ævisögu
Jóns pamfíls og niðja hans,
og vex það mál því meira, sem
ég rannsaka það betur í
grunni, sem að líkum lætur.
Þá er kvonfang Hermanns,
hið fyrsta, í þætti Sigurðar
eflaust rangt með farið, og
heldur eigi sök Sigurðar, að
svo er. En Sigurður hefði átt
að sjá það, að það er aldrei
rétt að hafna elztu heimild-
um, nema óyggjandi nýjar
heimildir komi fram. Jón Sig
fússon, ættfræöingur, hafði
auk þess hin beztu skilyrði til
þess, að fara rétt með nafn
konu Hermanns, en Sigfús
Sigfússon lakari, eða engin,
þótt séra Einar féllist á hans
fræði. Fyrsta kona Hermanns
er auðvitað Óiöf Arngríms-
dóttir frá Firði í Seyðisfirði,
eins og Jón Sigfússon telur,
en ekki Ólöf Jensdóttir prests
í Firði í Mjóafirði, og allt
samband Hermanns við Fjarð
arsögu rangt túlkuð af þess-
ari getgátu. Ólafur Arngríms
son, lögréttumaður, sem
ekkert fæst vitað um, nema
nafnið í ættarsambandi, rek-
ur Suður-Múlasýsla eitt ár,
um 1780, eftir að Hans Wíum
sleppti og Þórlákur ísfjörð
tók við. Þetta hefi ég lesið,
en finn nú ekki hvar, og man
heldur eigi hvort muni vera
heimildagildi þess. En það er
auðséð að Ólafur Arngríms-
son, sennilega mágur Her-
manns, selur Herm. Fjarðar-
eignir, og hafa þeir mágfann-
arnir sennilega ætlað að vera
báðir um hituna og mun þetta
hafa verið árið |1779. En um
það leyti hefir kona Her-
manns dáið, og sennilega Ól-
afur Arngrímsson líka, því
ekkert spyrst til hans eftir
þetta. Hefir þá Hermann bor
ið upp á sker með kaupin, og
þess vegna útveguðu menn-
irnir honum, eins og hann
sagði sjálfur, aðra konuna,
hina öldruðu riku ekkju frá
Finnsstöðum. Er svo ekki
hægt í þessu máli, að gera
þessu fyllri skil, en af þess-
um hlutum raskast margt í
þeim fræðum, sem um Her-
mann er skráð í þætti Sig-
urðar. En þrátt fyrir þessa á-
galla í einum þætti þessarar
bókar, er hún í heild, eitt hið
bezta rit í flokki þjóðfræða-
bókmenntanna, sem eru að
ryðja sér til rúms í þjóðlif-
inu og eiga í anda sínum það
bókmenntaefni, sem er bezt
og þjóðlegast á íslandi, og
skal verða merki íslendinga á
veraldarþingi bókmenntanna
eins og fornbókmenntirnar
eru.
Giftingar og hjónaskilnaðir
1 ísrael gengur hlutfallslega
fleira af ungu fólki í hjónaband
en í nokkru öðru landi heims.
í Bandaríkjunum skildu 385.000
hjón á einu ári. Þetta eru tvær
óvæntar staðreyndir úr einni
merkustu og fróðlegustu bók S.
Þ., sem nú er nýkomin út í þriðja
sinn, en það er „Demographic
Yearbook 1950“, bók, sem verður
eftirsótt um heim allan. Þegar
áður en bókin var komin út,
byrjuðu pantanir að streyma inn
frá háskólum, menntastofnun-
um, viðskiptafyrirtækjum, trygg
ingafélögum, opinberum heil-
brigðisyfirvöldum og einstakl-
ingum — frá mönnum og stofn
unum um víða veröld, sem þurfa
að vita, hvernig háttar um fæð
ingar og dauða, meðaltals ævi-
skeiðs, dauðaorsakir, íbúatölu,
fólksfjölgun o. s. frv. Allt eru
Reykvíkingur sendir eftirfar-
andi greinarkorn í tilefni af
matseðlum Morgunblaðsins:
„Sjálfstæðisflokkurinn telur
sig flokk allra stétta og Morgun
blaðið málgagn allrar þjóðarinn
ar. Menn hafa verið vantrúaðir
á það og hafa sagt: Sjálfstæðis-
flokkurinn er flokkur heildsal-
anna, og Morgunblaðið er mál-
gagn ríka fólksins. Þannig hefir
fuilyrðing staðið gegn fullyrð-
ingu. i
I
Morgunblaðið á laugardaginn
var tekur af skarið í þessum efn
um. Þann dag er það ekki blað
Gunnars borgarstjóra, Thorsar-
anna eða heildsalanna. Þann
dag er það blað hinna snauðu.
Þann dag birtir það matseðil
fyrir lesendur sína og er hann
svolátandi, ætlaður fjögurra
manna fjölskyldu: ,
Sunnud. % kg. kjötlæri,
mánud. 1 kg. saltfiskur,
þriðjud. iy2 kg. ýsa,
miðvikud. saltfisksafgangur frá
fimmtud. 2y2 kg. ýsa, '
föstud. plokkfiskur — afgangur
frá deginum áður,
laugard. y2 síld á mann.
Morgunblaðið ber hér um-
hyggju fyrir atvinnuleysingjun-
um og þeim láglaunuðu. Það er
ekki ihaldsblað, sem vill svelta
hina fátæku. Það skammtar af
gnægð hjartans á því herrans
ári 1952, enda ekki að undra,
þar sem ríkið hefir að undan-
förnu fengið milljónatugi að
gjöf. Þjóðin ætti þvi að geta
sihurt þykkt á og lifað í vellyst-
ingum praktuglega. Enda segir
blaðið, að ýmsum, líklega Valtý
og Eggerti Kristjánssyni, þyki
talsvert um of skammtað í mat-
seðli blaðsins. Blaðið mun vera
meö því að hefja undirbúning
fyrir næstu kosningar, en þá
verður skorað á hina fátæku
og smáu að gefa Sjálfstæðis-
flokknum og Morgunblaðinu
meirihlutavaldið: — Og það vald
verður notað í þágu hinna
; snauöu og þá skal nýi matseðill-
, inn taka gildi“.
Þá er hér grein eftir Kristínu
Sigurðardóttur, er fjallar um
vikudvöl í húsmæðraskóla:
\
„Síðastliðið vor kom fram til-
laga á sambandsþingi sunn-
lenzkra kvenfélaga þess efnis,
að konum á sambandssvæðinu
yrði gefinn kostur á að dvelja
eina viku við húsmæðraskólana
meðan þeir væru starfandi. Til-
lagan var samþykkt og nú er ég
búin að vera í eina viku á hús-
mæðraskólanum á Hveravöllum.
Þar sá ég margt af ágætlega
gerðum munum eftir nemend-
urna. Sjálf fékk ég þar tilsögn
við útsaum og við að sníða og
sauma nokkrar flikur, allt var
það gert með gleði og er ég mjög
þakklát fyrir.
Líf sveitakonunnar er venju-
lega fábreytt, ekki sízt síðan
fólkinu fækkaði á heimilunum,
og oft er tómlegt fyrir húsfreyj
una, að sitja inni við vinnu að
loknu erilsömu dagsverki. Þess
vegna er það hressandi tilbreyt-
ing að dvelja í svo fjölmennum
hóp ungra stúlkna, og vakti það
eftirtekt mína, hve glaðar, frjáls
legar og áhugasamar þær voru,
og hve mikil stundvísi og reglu-
semi ríkti í skólanum.
Með línum þessum flyt ég for-
stöðukonu, kennurum og nem-
endum beztu kveðju og þakklæti
og vildi óska að sem flpstar kon
ur gætu notið þessarar hvíldar-
viku, sér til upplyftingar og
hvíldar frá daglegu starfi. Ég
mun lengi minnast þessara daga,
þar sem allt var gert til þess að
gera mér dvölina sem ánægju-
legasta".
Kristín Sigurðardóttir hefir
lokið máli sínu og verða ekki
meiri umræður hér að sinni.
Starkaður.
W.Y.Y.’.V.V.V.V.W.W.V.V.V.V.Y.V.V.Y.VAY.V.VðJ
:■ ■:
Reykjavík—Keflavík—Sandgerði
Frá 1. marz verða ferðir á leiðinni Reykjavík — Kefla-
vík — Sandgerði, sem hér segir:
Átta ferðir á dag alla daga:
Frá Reykjavík:
Frá Keflavík:
KI. 9,30, kl. 11, kl. 13,15, kl. 15,
kl. 17, kl. 19, kl. 21,15, kl. 23,15.
KI. 9,30, kl. 11, kl. 13,15, kl. 15,
kl. 17, kl. 19, kl. 21,15, kl. 23,15.
þetta upplýsingar, sem einung
is er að finna á einum stað í
heiminum, hjá hagstofu S. Þ„
sem á hverju ári leggur mikla
vinnu í „Demographic Year-
book“.
í ár hefir bókin fengið nýja
og fróðlega viðbót. í fyrsta skipti
fylgir yfirlit um hjónaskilnaði
um allan heim. Fer hér á eftir
útdráttur úr því og getur þá
hver um sig reiknað út sam-
kvæmt því, hversu lengi hjóna-
bandið stendur að meðaltali í
hverju landi.
1950 giftust 1.669.934 hjón í
Bandaríkjunum, en hjónaskiln-
aðir voru 385.000.
í Frakklandi giftust 329.917
hjón, en hjónaskilnaðir voru
35.000.
í Danmörku giftust 38.838
(Framhald á 6. síöu.)
■£ Sérstakur bíll verður í förum milii Keflavíkur og Sand-
í gerðis og eru ferðir hans í beinu sambandi við allar
ferðirnar milli Reykjavíkur og Kefiavíkur.
í Bifreiðastöð Steindórs og
Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur.
W.V.V.VAV.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föð-
ur okkar
BJARNA DÓSÓÞEUSSONAR
frá Aöalvík.
Börn og tengdabörn.
Áskriftarsími Tímans er 2323