Tíminn - 02.03.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.03.1952, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarlnsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsókn arílokkurinn Skrlfstofur i Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 36. árgangnr. Reykjavík. sunnudaginn 2. marz 1952. 51. blað. Norsk listaverkagjöf í listasafn ríkisins 1 dag verffur listasafn ríkisins í þióðminjasafnshúsinu opnað aftur. Hefir nú hinni veglegu myndagjöf frá norska listiðnaðar- safninu verið komiff fyrir í einum af sölum safnsins og var blaða- mönnum i gær boiVð að skoða þessa nýju safndeild, ásamt And- erssen-Rysst, norska sendiherranum í Reykjavík, Gísla Sveins- syni, fyrrverandi sendiherra islands í Osló, og fleiri gestum. iiiiliillltllllllilltlllllillitllilliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiir. I Dregið í happ- I | drætti TÍMANS | | í gærkvöldi — | | úrslit birt í þriðju j Bæjarhóllinn varði bæ- inn fyrir snjóflóðinu Fyrir nokkru, þegar leysingin var sem áköfust og flóðin mest í Borgarfirði og víðar, munaði minnstu, að til alvar- legra atburða drsegi að bænum Ytri- Hraundal í Hraun- hreppi. Frá hinni veglegu norsku myndagjöf hefir áður ' verið skýrt í Timanum, en þó er full ástæða, einmitt nú, að benda Sá aflahæsti með 200 lestir Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. í gærkvöldi var aflahæsti bát urinn á Akranesi kominn með 200 lestir af fiski, sem hann hafði fengið í 32 sjóferðum. Var það vélbáturinn Ásmundur, en skipstjóri á honum er Valdi- mar Ásbjörnsson. En hann var líka aflahæstur yfir alla ver- tíðina á Akranesi í fyrra. Allir Akranesbátar voru á sjó í gær, en hrepptu hvassan norð anstorm í róðrinum og komu seint að. Afli var heldur lítill, 3—6 iestir á bát. Kviknaði í sam- komuhúsinu á kvenfélagsfundi Frá fréttaritara Tím- ans á Þórshöfn. Á föstudagskvöldið kvikn- aöi í miöstöðvarkjallara í barnaskólahúsinu í Þórshöfn. Kvenfélagskonur, sem þá voru á fundi í skólahúsinu, uröu eldsins varar og geröu að vart. Komu menn á vettvang og tókst að slökkva eldinn fljótlega. Stigi upp frá miö- stööinni og timburpallur yfir miðstöðvarkyndingunni brunnu nokkuð en aörar skemmdir ekki teljandi af eld inum. Sennilegast er talið, aö kviknað hafi út frá spýtna- rusli á gólfi við miðstöðina. Aðalfundur mið- stjórnar Fram- sóknarflokksins Eins og áður hefir verið til kynnt hér í blaðinu, hefst aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Reykjavík 10. marz næst- komandi. Áríðandi er, að allir mið- stjórnarmenn mæti. Þeir, seih ekki geta mætt, eru vin samlega beðnir að hafa sam band við skrifstofu flokksins sem fyrst. enn einu sinni á þá hlýju og vin arþel, sem Norðmenn sýna ís- lendingum með því að færa hingað hverja stórgjöfina af annarri af merkum og dýrmæt- um norskum munum. Islending ar munú seint geta fullþakkað Norðmönnum hug þann, sem birzt hefir í svo skýru ljósi eft ir styrjöldina. Þessi nýja gjöf, sem er 51 mynd, eftir norska listamenn, er gefið hingað af Hstiðnaðar- safninu í Osló fyrir milligöngu og um hendur formanns safns- stjórnarinnar, Ragnars Moltzau stórútgerðarmanns, sem er mik ill Islandsvinur. Margar stórgjafir frá Norðmönnum. Ungfrú Selma Jónsdóttir, for- stöðukona safnsins, og Gísli Sveinsson sögðu blaðamönnum frá því í gær, hvernig gjöfin væri til komin og einnig frá hinni stórveglegu gjöf hins kunna norska rithöfundar Christian Gierlöff, en hann gaf safninu 15 mjög verðmætar svartlistarmyndir eftir Edvard Munch og eru þær myndir geymdar í sérstökum sýningar- skála í safninu. Þessi myndagjöf kom hingað 1947, og var strax komið fyrir i listasafninu, er það var opn- að í hinum fyrstu heiir.kynn- um sínum. \ Þessi merki norski rithöfund- ur er íslandsvinur og íslands- fari frá fornu fari og kom síð- ast hingað á alþingishátíðina. Þess skal ennfremur getið, að listvinasafnið í Osló hafði áð- ur gefið hingað merkilega muni, þar á meðal verðmæt islenzk silfurdjásn, og var Kielland, for stöðumaður safnsins, sem líka er mikill xslandsvinur einn af hvatamönnum þess, að hin veg- lega norska þjóðminjagjöf var gefin hingað. | Dregið var í happdrætti j | Tímans hjá borgarfógeta i I klukkan tíu í gærkvöldi. I 1 Úrslitin verða birt í þriðju í | dagsblaöi Tímans, en á í i meðan vcrða menn að lifa i | í voninni um það, að þeir i i híjóti eitthvað af hinum j | ágætu vinningum, sem í 1 | boði voru. 1 En þeir eru áreiðanlega | | margir, sem bíða úrslit-1 i anna með eftirvæntingu, | | og margir, sem myndu j i feginsamlega þiggja Mið- f 1 jflröarhafsferðina eða | f dráttarvélina, svo að eitt f \ hvað sé nefnt. En sem i f sagt: Þetta verður allt gert f | uppskátt í þriðjudagsblað- f i inu. § 'nUáiiiiimiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Fór í róður 40 mílur undan landi Einn Akranesbátanna reri óvenju langt í fyrradag, eða um 40 sjómilur út frá landi. Fékk hann 8 lestii' í róðrinum, og var það nokkru meiri afli en hinir bátarnir fengu þann dag. Kom hann ekki að landi úr þessum langa róðri fyrr en klukkan 2 eftir miðnætti í fyrrinótt. Mikill snjór hafði safnazt fyrir í fjallinu fyrir ofan bæ inn, Svarfhólsmúla. Þegar bieytti í farinferginu, munu snjóhengjur hafa brostið fram, og vissi heimilisfólkiö í Ytri-Hraundal ekki fyrr til en túnið var að mestu komið und ir hrönn úr snjóskriðu, sem brotizt hafði ofan úr fjall- inu. Túnið skemmt. Snjóskriðan bar með sér mikið grjót, og er túnið því mikið skemmt, þótt ekki sé hægt að átta sig til fulls á skemmdunum, fyrr en snjór- inn er horfinn og grjótið eitt eftir. Danskur bóndi. I Það forðaði því, að skriðan skylli á bænum, að húsin standa á hól. Klofnaði skrið an á hólnum, og sakaði því hvorki fólk né byggingar. Að Ytri- Hraundal býr danskur maður, er þangað i flutti síðastliðið vor frá Borg arnesi, en áður hafði býlið verið í eyði um skeið. Sæbjörg dregur bát til hafnar Björgunarskipið Sæbjörg kom til Reykjavíkur í gær- morgun með vélbátinn Sæv- ar, sem var með brotið skrúfu blað. Hafði bilunin orðið er báturinn var að veiðum í Mið nessjó, og kom Sæbjörg bátn- um til aöstoðar þangað. Guðmundur Júní kominn úr fyrstu veiðiför Frá fréttaritara Tím- ans í Dýrafirði. Hinn nýfengni togari Dýr- firðinga Guðmundur Júní, kom úr fyrstu veiðiferðinni í gær og lét aflann á land á Þingeyri. Voru það 80 lestir af fiski, sem fer til vinnslu þar. Byggja menn miklar vonir á togaranum um aukna at- vinnu á Þingeyri. Hellisheiði að verða ófær í gærkvöldi í gærkvöldi varff Hellisheiði alveg að verða ófær bílum. En vegurinn er búinn að vera op- inn í 2—3 daga, en hefir ann- ars alveg verið lokaður síðan fyr ir jól. 1 gær var skafrenningur á fjallinu og skóf í traðir. Nokkr ir flutningabílar, sem komu aff austan, urffu fastir á fjall- inu síffdegis í gær, svo kom snjóýta þeim til hjálpar, svo að þeir komust yfir í gær- kvöldi. Þá komst einnig áætl- unarbifreið Kaupfélags Ár- nesinga yfir í kvöldferð sinni austur aff Seifossi. Karlakórinn syngur á Akranesi í dag Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Karlakórinn Svanur á Akra- nesi, sem nú er vel æfður, efn- ir til samsöngs í bíóhöllinni í dag klukkan 4,30. Söngstjóri er Geírlaugur Árnason hárskeri. Einar Sturluson söngvari hefir frá því á nýári leiðbeint kórn- um við æfingar. Viðgerð á veginum við Djúpós að ljúka Nú er langt komið að gera við skemmdir þær, sem urðu á veginum við Djúpós í vatna vöxtunum í febrúar, er vatn flæddi yfir stór svæði og át veginn í sundur. Framsóknariiienn Reykjavík Fundur Framsóknarfélags ins er n. k. þriðjudag og hefst kl. 8,30 í Edduhúsinu. Rætt verður um atvinnu- mál. Frummælandi er Rannvcig Þorsteinsdóttir aiþm. Áttunda sjúkraflugið á aðeins sjö vikum i1 Björn Pálsson fór í gær áttunda sjúkraflug sitt síðan 10. janúar, að Slysavarnafélagið gerðist aðili að rekstri sjúkra flugvélarinnar, og þetta síðasta flug var farið við mjög erfið veðurskilyrði vestra. og snjór á jörðu. Lendingin tókst þó vel, en mannsöfnuð- ,ur varð að halda vélinni með an sjúklingnum var komið í hána, svo að hún fyki ekki. Það var ung stúlka, Kristín Árnadóttir frá Hyrningsstöð- um í Berufirði, sem nauðsyn- lega þurfti að koma til upp- skurðar í sjúkrahús í Reykja vík. Mæltist héraöslæknirinn mjög eindregið til þess, að Björn freistaði að sækja hana vestur að Reykhólum. Varð að halda flug- vélinni á lendingar- staðnum. Vestra var hríðarveður aí norðaustri, um átta vindstig, Sjúkraflug til Ólafsvikur. Næst áður fór Björn Páls- son til Ólafsvíkur. ÞangaÖ sótti hann sjúkan mann hinn 23. febrúar, en annars hafa sjúkraflugið verið hingað og þangað á land, þar sem nauð syn bar til að koma sjúklingi sem allra fyrst 1 sjúkrahús. Bridge-meistarar Hafnarfjarðar Keppni í meistaraflokki Bridgefélags Hafnarfjarðar lauk síðastliðinn miðvikudag. Sex sveitir tóku þátt í keppn- inni, og spilaðar voru tvær umferðir. Sigurvegari varð sveit Jóns Guðmundsson, er hlaut sextán stig, en í henni voru, auk Jóns, Gunnlaugur Guðmunds son, Eysteinn Einarsson, Ein- \ ar Guðnason og Björn Svein- i björnsson. | Önnur varð sveit Árna Þor jValdssonar með íjórtán stig, jþriðja sveit Ólafs Guðmunds ‘ sonar með tólf stig og fjórða sveit Guðmundar Atlasonar með ellefu stig. Útför Sigurjóns í Geldingaholti Sigurjón Helgason, fyrrum bóndi í Geldingaholti í Skaga firði, var jarðsettur að Glaum bæ í gær. Hann var 84 ára gamall, og virtur bóndi í Skagafirði í hálfa öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.