Tíminn - 06.03.1952, Blaðsíða 7
54. blað.
TÍMtNN, fimmtudaginn 6. marz 1952.
7,
Frá hafi
til heíba
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
Ms. Hvassafell fór frá Bremen
í gærmorgun áleiðis til Fáskrúðs
fjarðar. Ms. Arnarfell lestar gær
ur fyrir Austfjörðum. Ms. Jökul
fell fór frá Rvík 29. f. m. til New
York.
Rikisskip:
Hekla er á Austfjörðum á norð
urleið. Skjaldbreið var á Grund
arfirði í gær. Oddur var á Horna
firði í gær. Ármann fer væntan
lega frá Reykjavík í kvöld til
Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Reykjavík
29. 2. til London, Boulogne, Ant-
verpen og Hull. Dettifoss er í
Reykjavík og fer þaðan í kvöld
5. 3. til Akraness og Keflavíkur
og frá Reykjavík annað kvöld
6. 3. til New York. Goðafoss fór
frá New York 28. 2. til Reykja-
víkur. Gullfoss kom til Reykja-
víkur 3. 3. frá Kaupmannahöfn
og Leith. Lagarfoss kom til New
York 1. 3. og fer þaðan væntan-
lega 12. 3. til Reykjavíkur.
Reykjafoss fór frá Belfast 3. 3.
til Reykjavíkur. Selfoss fór frá
Vestmannaeyjum 2. 3. til Leith,
Bremen, Hamborgar og Rotter-
dam. Tröllafoss kom til New
York 4. 3. og fer þaðan væntan-
lega 11. 3. til Reykjavíkur. Fold
in fór frá London 4. 3. til Reykja
víkur.
' jr
Ur ýmsum áttum
Leiðrétting.
TlMINN biður alla aðila vel-
virðingar á þeim misgáningi, að
eftirmælagrein sr. Björns um
Jens Rjarnason kom út í gær í
stað n. k. föstudags. Jafnframt
leiðréttist, að beiðni sr. Björns,
þaö atriði í greininni, að í heim-
ili Jens séu munir úr búi Jóns
Sigurðssonar; það var misminni
greinarhöfundar.
Jarðarför
Benedikts Kristjánssonar skip
stjóra, Skipasundi 19 í Reykja-
vík fer fram í dag. Grein um
hann mun birtast hér í blaðinu
á morgun.
B.l.F. Farfuglar.
Skemmtifundur að V.R., Von-
arstræti 4 í kvöld kl. 8,30 og
hefst hann með kvikmyndasýn
ingu og auk þess verða ýms fleiri
skemmtiatriði og dans. Farfugl
ar! fjölmennið og takið með
gesti. — Nefndin.
í framhaldi
af frásögn blaðsins í gær af
kartöflukaupunum frá írlandi
óskar Björn Guðmundsson skrif
stofustjóri þess getið, að líkur
séu til, að innlendu kartöflurn-
ar endist eitthvað lengur en út
þennan mánuð.
Flugslysið
(Framhald af 1. síðu.)
næðum honum út, en þegar
okkur hafði tekizt það, ók-
um við með hann beina leið
til Reykjavíkur, að ósk félaga
hans. Fórum við með hann
í Landspitalann. Var hann
meðvitundarlaus alla leiðiná.
en við heyrðum, að hann drc
andann.
Enn meðvitundarlaus
í gærkvöldi.
f Landspítalanum var gert
að sárum mannsins, og var á
lífi, en meðvitundarlaus enn
í gærkvöldi. Flugvél hafði
komið frá Keflavíkurflugvelli
með blóðplasma, og einnig
mun hafa komið þaðan lækn-
ir til aðstoðar læknum Land-
spítalans.
Nýja Skóverksmiðjan hefir byrjað framleiðslu á KARL-
MANNASKÓM í mismunandi víddum, að amerískri fyr-
irmynd. Einnig eru í undirbúningi margar tegundir af
kvenskófatnaði.
Vegna hagstæðra innkaupa á hráefnum og endurbættra
framleiðsluaðferða, hefir tekizt að lækka verðlag fram
leiðslunnar verulega.
Þessa viku sýnum við ýmsar framleiðsluvörur okkar
í glugga Málarans við Bankastræti.
Við mælumst til þess að skókaupmenn kynni sér hinar
nýju vörur okkar og verðlag þeirra. — Fyrirspurnum
verður öllum svarað greiðlega.
ouerhámt
ijan
Bræbraborgarstíg 7, Reykjavík
Tog'arasamn-
ingarnir
(Framhald af 1. síðu.)
unum eiga að fá kaup og afla
verðlaun eins og hásetar, og
allir skipverjar fá aflaverð--|
laun af fiski, sem frystur er (
um borð sem af öðrum fiski
Hlutur af vöruflutningum.
Þegar togarar taka vörur
til flutnings heim úr sölu-1
ferðum, eiga skipverjar að fá
17% af farmgjaldinu, sem
skiptist-eftir sömu reglum og
aflaverðlaunin. Þetta gildir
um ísfisksiglingar en sé siglt
með saltfisk, fá þeir 19% af
farmgjaldinu.
Þegar togari er í erlendri
höfn tif viðgerðar ,skal vinnu
dagur-háseta vera 5 klukku-
stundir fyrir mánaðarkaupið,
en verði að vinna lengur greið
ist sú- vinna með eftirvinnu-
kaupi.
Þetta *eru i stuttu máli
helztu 'breytingar, sem gerð-
ar hafa verið á samningun-
um, eh uó sjálfsögðu er ekki
unnt áð! birta þær í heild að
svo koninu máli.
Þar sem hinir nýju samn-
ingar fela í sér verulegar
breytingar til móts við kröf-
ur sjórnánna og fengist hefir
fullkomin viðurkenning á 12
stunda vinnutíma, er talið
mjög liklegt, að sjómenn sam
þykki sámningana.
Má þáð raunar teljast gott,
að ekki skyldi koma til lengri
stöðvunar togaranna, þar sem
allmikið virtist bera á milli
upphaflega og ekki hefir kom
ið til sÆöðvunar nema á sex
skipum.
Langur Iokafundur.
Eins og fyrr segir, stóð loka
fundurinn í alla fyrrinótt eða
frá kl. 4 í fyrradag fram til
kl. 9 í gærmorgun. í samninga
nefnd sjömanna áttu sæti Jón
Sigurðsson af hálfu Alþýðu-
samb., Sigfús Bjarnason, Borg
þór Sigfússon, Ólafur Björns-
son, Gunnlaugur Kristófers-
son, Gunnar Jóhannsson og
Tryggvi Helgasoon. Af hálfu
útgerðáfmanna: Kjartan
Thors, Hafsteinn Bergþórsson
Tryggvi Ófeigssoh, Loftur
Bjarnason, Ólafur Einarsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Eyþór Hallsson og Ásberg Sig
urðsson..Af hálfu ríkisstjórn-
arinnár tóku þátt í samning-
unum Torfi Hjartarson sátta-
semjari, Gunnlaugur Briem,
skrifstofustjóri og Emil Jóns-
son vitamálastjóri. Sam-
komulagið náðist fyrir milli-
göngu sáttanefndar.
35 ára verzlim
(Framhald aí 8. síðu.)
við það, hvaða kröfur menn
gera til íbúða sinna, og telur
hann, að íslendingar geri yf-
irleitt kröfur til þæginda-
meiri og betri íbúða og vand-
aðri búnaðs þeirra en ná-
grannar okkar í ýmsum lönd-
um. Þannig fóru menn
snemma að gera tilkall til
baðs og fullkominna hrein-
lætistækja í íbúðum hér
einkum í kaupstöðum.
Höft og erfiðleikar.
Á styrjaldar- og haftaár-
unum var útvegun góðra
byggingavara erfiðleikum
bundin og stundum erfitt að
koma innflutningsyfirvöld-
um í skilning um einföld og
sjálfsögð atriði, svo sem það
að nauðsynlegt sé að flytja
inn varahluti til þeirra tækja,
sem fyrir eru í eldri húsum.
Einna mestir voru þó erfið-
leikarnir við það, þegar gefn-
ar voru fyrirskipanir um að
kaupa yfirgripsmikla vöru-
flokka frá einu tilteknu við-
skiptalandi. Stundum var að-
eins skipt eitt ár við það og
síðan fengust þaðan ekki einu
sinni varahlutir, og stundum
kom gölluð vara eða önnur,
en beðið hafði verið um. Við-
skipti við góða og trausta við-
skiptavini erlendis með ára-
tuga kunnugleik og ræktar-
semi að baki, varð þá að
leggja á hilluna í bili.
Vandi á höndum.
Og svo voru það erfiðleik-
arnir að skipta því litla, sem
kom. Hjörtur Hjartarson full-
trúi, hefir ekki alltaf átt sjö
dagana sæla við þann starfa.
Einu sinni komu til dæmis
hjón inn í skrifstofu hans
með börn sín, og báðu um
miðstöðvarofna, sem þá voru
nýkomnir í verzlunina, en
álnarlangir biðlistar voru á
borðum. „Hér er hlýtt og nota
legt,“ sögðu hjónin. „Við er-
um að byggja skúr inni við
Selás, og hann er kaldur, og
við förum ekki út úr þessari
hlýju skrifstofu, fyrr en við
fáum miðstöðvarofna." Röð-
in var ekki alveg komin að
þeim á afgreiðslulistanum, en
neyð hjónanna varð til þess,
Erlent yfirllt
(Framhald af 5. slðu)
Eisenhower, því að Taftsmenn myndu
styðja hann af meiri fúsleik, þótt hann
sé á margan hátt annarar skoðana en
þeir, bæði í utanríkismálum og innan-
landsmálum.
Það styrkir mjög aðstöðu Warrens
að hann er vel giftur og er heimilislíf
þeirra hjóna mjög rómað. Þau eiga sex
mannvænleg hörn og er ein dóttir þeirra
talin með fegurstu stúlkum Banda-
ríkjanna.
Það er *ekki ósennilegt, að eftir því
sem glíman harðnar milli Eisenhowers
og Tafts, þá verði fleirum hugsað til
Warrens sem forsetaefnis. Hann hefir
einmitt til að bera marga þá kosti, er
sigursæll frambjóðandi þarf að hafa.
Ilann hefir góða fortíð, er viðurkennd-
ur sem læginn og farsæll stjórnandi,
kann vél að umgangast fólk, og hefir
hvergi öfluga andstöðu. Það spillir
heldur ekki fyrir honum, að skoðana-
könnun meðal verkamanna hefir leitt
í Ijós, að þeir kysu hann helzt allra
þeirra, sem hafa verið nefndir til fram-
boðs fyrir republikana. Eisenhowor var
ekki nema hálfdrættingur við hann í
þeirri skoðanakönnun.
N.s. Dronning
Alexandrine
fer til Færeyja og Kaup-
mannahafnar laugardaginn
8. marz kl. 12 á hádegi.
Tilkynningar um vörur
komi sem fyrst. — Farþegar
sæki farseðla í dag og á morg
un.
Ski paafgreiðsla Jes Zimsen
Erlendur Fétursson
MtiiiHiitmiitiiiiiiiiiiiitiimtmiiii ti 11111111111111111111111 tii
að Hjörtur ákvað að veita
þeim úrlausn. Nokkrum dög-
um síðar kom annar við-
skiptavinur þungur á brún
— sagðist hafa pantað fyrr
en hjónin í Selásnum, sem
selt höfðu ofna á svörtum
markaði. — Þannig voru alls
staðar erfiðleikar, hvernig
sem reynt var að leysa vand-
ann.
Biðlistarnir að mestu
liorfnir.
En nú eru aftur breyttir
tímar. Biðlistarnir eru að
mestu horfnir og úr af-
greiðsludeild fara daglega
margar sendingar út um lands
byggðina. En á efri hæðinni
koma konurnar, sem keyptu
sér kolavél eftir fyrra stríðið
og skoða nýjustu gerðir af ís-
skápum, meðan afgreiðslu-
maðurinn finnur hálftommu
krana og tommuhné í réttum
skúffum, handa næsta við-
skiptavini.
| drytuAsusígJ o&u-íAn&A etö SejtaJV =
fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!:iiiiiiiiiiiiiiiiimu
lllllllllllllllll■■llllmtllllllllllmmllmllllllmllllllllllll•
§ Minningarspjöld f
| Krabbameinsfélagsins fást í I
1 Verzluninni Remedia, Austur I
1 stræti 7 og Skrifstofu Elli- 1
1 heimilisins Grund. I
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllltilllllllliiillllliiiiiiliim
iiPiiiiiiiiHiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiimimmiiiiiiiiiiiiiu
GamEir
Imjólkurbrúsail
| tinhúðaðir og gerðir |
| sem nýir. |
Breiðfjörðs
| blikksmiðja, tinhúðun. |
I Laufásveg 4. — Sími 3492. |
fiiimmiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimmiiiiii
• T í M I _N“ N, - •
jtuglýAil í Ymahutn
trtbreiðUF Tímami | > T, í M I N N •
Sundmót
(Framhald af '8. síðu.)
steinn Löve, hinn kunnl
kringlúkastari, og er spáð
mjög harðri keppni á milli
þeirra. Sigurður keppir einn-
ig í 100 m. flugsundi.
Ari Guðmundsson og Pétur
Kristjánsson keppa í 50 m.
skriðsundi og er Pétur met-
hafi í þeirri grein. Þeir keppa
einnig í 50 m. baksundi, á-
samt Ólafi Guðmundssyni, ÍR.
í 100 m. skriðsundi kvenna er
keppt um flugfreyjubikarinn, ‘
sem Rögnvaldur Gunnlaugs- ;
son gaf til minningar um syst
ur sína, Sigríði.
Þess má geta, að beztu
sundmenn þjóðarinnar hafa
að undanförnu stundað lands j
liðsæfingar hjá Jóni Páls-1
syni og eru sagðir í prýðilegri
æfingu. Má því búast við góð-
um árangri á sundmóti þessu.
Othrciðið Tímann.