Tíminn - 06.03.1952, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.03.1952, Blaðsíða 5
£4. blað. TÍMINN, íimmtudagmn 6. marz 1952. 5. Fhnmtud. 6. marz Samvizkubit Al- þýðuflokksins Það sést á Alþýðublaðinu í gær, að samvizka forráða- manna þess er ekki í góðu lagi. Það birtir tvær ritstjórn argreinar til þess að sanna það, að það sé ekki að neinu leyti sök Alþýðuflokksins, að ekki hafi verið fylgt hérlendis stefnu þeirra Per Albins og Roosevelts á undanförnum ár um. Því fer þó fjarri, að blað- inu takist að sanna þetta. Öll þess löngu skrif sanna það eitt, að forráðamenn Alþýðu- flokksins eru að reyna að friða i vonda samvizku. Það' er staðreynd, að í stjórn Stefáns Jóhanns hafn- aði Alþýðuflokkurinn sam- stöðu með Framsóknarflokkn um framkvæmd umræddrar stefnu, en hafði mjög nána samvinnu við Sjálfstæðisflokk inn. Framkvæmd haftanna1 varð því mjög ranglát, verð- lagseftirlitið gagnslaust, húsaleigulögin að litlu höfð o. s. frv. Þegar stjórnin lét af völdum, mátti ríkið heita gjaldþrota og útflutningsat- vinnuvegirnir stöðvaðir. Samt neituðu bæði Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn að fallast á nokkra stefnu- breytingu. Allt var þetta í eins mikilli mótsögn við stefnu Per Albins og Roosevelts og1 hugsast gat. Framsóknar- flokkurinn rauf því samstarf ið og knúði fram kosningar. ERLENT YFIRLIT: Warren ríkisstjóri Vcrður „maðurinn mcð norsku augun oí»' sænska hárið" næstl forseti Bamlaríkiaima A mánudaginn kemur fer fram fyrsta prófkjörið milli þcirra Tafts og Eisenhowers, en þá fer fram í New Hampshire kosning fulltrúa á flokks- þing republikana, er ákveða mun ior- setaefni flokksins. Ef að iíkum lætur, eiga fulitrúaefni þau, sem styðja Eis- enhower, að bera sigur úr býtum með miklum atkvæðamun, því að sá armur fiokksins, sem fylgir Eisenhower, hefir jafnan verið í meirihluta í New Hamps- hire. Fyrir Taft mun það talinn mik- ill sigur, ef meirihluti Eisenhowers verð- ur tæpur og mun það þyngja róður fyigismanna Eisenhowers í öðrum fyikj- um. Annars virðist Taft hafa verið að vinna stöðugt á að undanförnu. Skoð- anakönnun meðal republikana í sept- ember 1950 leiddi í ljós, að 42% kusu Eisenhower helzt sem forseta, en að- eins 15% Taft. I Apríl 1951 voru hlut- föllin 38:22 Eisenhower í vil. Síðan hefir Taft unnið stöðugt á. I desember síðastl. voru hiutföllin milli þeirra 30: 28. Um seinustu mánaðamót voru þau orðin 33:33. Næstir komu þá MacArt- hur með 14%, Warren með 8% og Stassen með 5%. Meðal óháðra kjósenda var fylgi Eisenhowers hins vegar traustara. Við skoðanakiinnun, er fór fram um sein- ustu mánaðamót, fékk Eisenhower 42%, Taft 16%, Warren 14%, MacArthur 12% og Stassen 9%. Sigurvonir Eisen- howers í k eppninni við Taft virðist nú byggjast einkum á því, að óháðir kjós- endur láti nægilega mikið til sín taka við prófkjörin. Norsku augun og sænska háriff. Þeim spádómum fer nú fjölgandi, að svo geti farið, að Eisenhower og Taft hafi nokkurn veginn jafnt fylgi á kjörna en kalifornisku fulltrúana. Þeir ] verða hins vegar allmargir, þar sem ! Kalifornía er orðin annað stærsta fylk- \ ið, og gæti vel svo farið, að þcir gætu ráðið úrslitum á flokksþinginu. Möguleikar Warrens sem „svarts hests“ eru fólgnir í því, að hann er vel látinn af Öjlúm og hefir í hvorugan arm flokksins skipað sér. Skoðanalega stendur hann ]>ó nær þeim arminum, er styður Eisenhower, og myndu Eisen- howersmenn vel geta sætt sig við hann sem frambjóðanda. Taftsmenn myndu lika geta sætt sig betur við hann en Eisenhower vegna þeirrar miklu 1 , keppni, er skapazt hefir milli hans og j Tafts. j ! Ef Warren yrði valinn forsetaeíni og næði kosningu, yrði hann fyrsti forset- 1 inn í Hvíta húsinu, er væri af norræn- 1 um sfofni kominn. Faðir hans var norskur, en móðir hans sænsk. Hann cr j bláeygður og ljóshærður og hefir stund- um verið sagt um hann í gamni, að hann væri maðurinn með bláu norsku ^ augun og ljósgula sænska hárið. Útlit j Warrens ailt er norrænt. Hann er hinn myndarlegasti í sjón og býður af sér J góðan þokka. Vinsæll ríkisstjóri. Earl Warren er fæddur 1891 og verður því 61 árs á þessu ári. Faðir I hans var járnbrautarstarfsmaður. Hann var myrtur fyrir allmörgum árum og kann það að hafa ýtt undir Warren að ganga jafn rösklega fram í því að upp- ræta ýms glæpasamtök og hann hefir gert. A yngri árum sínum vann War- ren fyrir sér með ýrnsu rnóti, t. d. blað- sölu, þátttöku í hljómsveit og ýmsri crfiðisvinnu. Meðan hann stundaði há- skólanám varð hann að vinna í frístund- J um sínum. Árið 1914 byrjaði hann ýms lögfræðistörf og gegndi á næstu árum i I Það er staðreynd, að Fram- sóknarflokkurinn leitaði mjög eftir samstarfi við Alþýðu- fl. eftir kosningarnar um framkvæmd stjórnarstefnu, er væri í anda þeirra Per Al- bins og Roosevelts, en því var eindregið hafnað af Alþýðu- flokknum. Aðalrök hairs voru þau, að Alþýöuflokkurinn teldi ekki rétt að taka þátt í stjórn vegna ósigurs hans í kosningunum. Eftir þessa synjun Alþýðuflokksins átti Framsóknarflokkurinn ekki annars úrkosta en að velja á milli samvinnu við Sjálfstæð isflokkinn eða stjórnleysis. Af tveimur örðugum kostum, töldu Framsóknarmenn þann fyrri betri og vænlegri til að bjarga því, sem bjargað yrði. Það liggur því ljóst fyrir, að Alþýðuflokkurinn hefir hvað eftir annað komið í veg fyrir það, að hér gæti tekist samstarf milli hans og Fram- sóknarflokksins um fram- kvæmd stefnu, er væri í anda þeirra Per Albins og Roose- evelts. Alþiýðublaðiö finnur nú upp þá málamyndarafsökun, að Alþýðuflokkurinn hafi hafnað samvinnu við Fram- sóknarflokkinn vegna þess, að sá síðarnefndi hafi bæði fyrir og eftir seinustu þing- kosningar krafist gengis- lækkunar. í viðræðunum sínum við Alþýðuflokkinn lýstu Framsóknarmenn því jafnan yfir, ■ að þeir væru reiðubúnir að fallast á sér- hvert annað úTræði en geng- islækkun, er kæmi að sömu notum til að hindra stöðvun útflutningsframleiðslunnar. Alþýðuflokkurinn benti ekki á neitt slikt úrræði, en þess má geta, að margir erlendir jafn aðarmannaflokkar hafa hvað flokksþingi republikana og niðurstað- an verði því sú, að báðum verði hafn- að. Þetta hefir oft komið fyrir áður, að fylgismestu keppinautarnir hafa orðið að þoka á seinustu stundu fyrir nýjum manni, sem auðveldara var að sam- einast um. Þannig komst t. d. Wendel Willkie í framboð 1944 og Alf London 1936. Forsetaefni, sem kemst í framboð með þessurn hætti, hefir hlotið nafnið svartur hestur og er J>á veðhlaupa- keppni höfð í huga. 1 sambandi við hana er til það orðatiltæki, að svartur hestur geti unnið hlaupið, og er þá átt I við, að einhver óþ^kktur hlaupagarpur vinni óvænt. Sá maður, sem þykir nú einna lík- legastur til þess að verða forsetaefni republikana, ef þeir Eisenhower og Taft falla úr leik, er Earl Warren ríkisstjóri í Kaliforníu. Hann hefir þegar gefið kost á sér, en er ekki talinn lík- legur til þess að fá aðra fulltrúa ýmsum meiriháttar saksóknara- og lög- mannsembættum. A árunum 1925—38 var hann saksóknari í umdæmi því, sem borgirnar Oakland og Berkeley eru í, og vann sér mikið álit f því starfi. Ar- ! ið 1938 var liann því kjörinn saksókn- ari í Kaliforníu, er svipar á ýmsan hátt til embættis dómsmálaráðherra. llann gegndi þessu embætti af mikilli rögg- semi og átti það mestan þátt í því, að hann var kjörinn ríkisstjóri 1942. Demokratar hafa yfirleitt farið með völd í Kaliforníu og kom því þessi sig- ur Warrens nokkuð á óvart. Warren vann sér fljótt miklar vin- sældir sem ríkisstjóri. Hann var at- hafnasamur og frjálslyndur og beitti sér fyrir ýmsum félagslegum umbótum. I Vinsældir hans má nokkuð marka á því, að við prófkjörið 1946 var hann efstur bæði hjá republikönum og demokröt- um og hefir það aldrei komið fyrir áð- ur í Kaliforníu, að sami maður hafi eftir annað staðið að gengis- lækkunum, þegar þaö hefir verið talið nauðsynlegt tii þess að tryggja rekstur at- vinnuveganna. Seinast gerði brezka verkamannastjórnin þetta haustið 1949. Alþýðu- | flokkurinn hefir og sjálfur staðið að tveimur gengislækk lunum. Þegar á þetta allt er | litið, verður ekki mikið úr þessari afsökun Alþýðuflokks jins. Alþýðublaðið segir, að Tím inn geti ekki aðhyllst stefnu jþeirra Per Albins og Roose- j velts, þar sem hann mæli nú- ,verandi stjórnarstefnu bót. ITíminn hefir hvað eftir ann- | að viðurkennt, að margt mætti að núverandi stjórnar- stefnu finna og Framsóknar- menn myndu um margt vilja haga henni á annan veg, ef þeir réðu einir. Hitt ber hins vegar að viðurkenna, að vegna núverandi stjórnar- stefnu hefir tekist að rétta við fjárhag ríkisins og tryggja rekstur útflutnings- framleiðslunnar og afstýra þannig stórfelldu atvinnu- leysi. Fyrir atbeina hennar hefir líka tekist að tryggja byggingu hinna stóru orku- vera og áburðarverksmiðj- unnar. Þetta hefði ekki tek- ist, ef hér hefði skapast stjórn leysi, eins og orðið hefði, ef Framsóknarflokkurinn hefði dregið sig í hlé eins og Alþýðu flokkurinn. Óþarft er svo að eyða fleiri orðum að þessum skrifum Al- þýðublaðsins. Þau bera þess merki, að samvizka forustu manna hans er að vakna og að þeir finna þá sekt sína, að þeir hafa átt sinn þátt í að hindra samstarf umbóta- aflanna á undanförnum ár- um. Fyrsta skilyrðið til að gera yfirbót er að iörast. Von andi er þetta því góös viti. WARREN unnið prófkjör hjá báÖurn aðalfloltk- unum. Warren náði því endurkosningu mjög auðvddlega. Ar;ð 1550 var hann -kjörinn ríkjs- stjóri í þriðja sinn. Einn af sonum Roosevelts íorseta var þá aðalkeppi- nautur hans og beið mikinn ósigur. Hinsvegar, hafa demokratar sigrað í flestum kosningum öðrum í Kalifornfu. Álitlegt forsetaefni. 'Vinsældir Warrens stafa af mörgum ástæðum. Hann kemur sér vel við menn, er þægi'egur í viðmóti og glaðvær. Honum er mjög sýnt um að koma fram málum, án þess að vekja deilur. i Starfsmaður er hann ágætur og fljót- | ur að átta sig á málum. Hann nýtur j viðurkenningar . jafnt andstæðinga , sinna og samherja, sem frábærlega heið- virður og ráðvandur maður. Strax 1946 var byrjað að tala um Warren sem forsetaefni. Honum var þá líka boðið varaforsetasætið hjá repu- blikönum, en hann hafnaði því. Arið 1950 neitaði hann að gefa kost á sér sem forseti, en féllst á að vera vara- forsetaefni repubhkana. Það er talið, að Warren myndi verða | hættulegri frambjóðandi fyrir demo- j krata en Taft, því að hann sé líkiegri til þess að vinna óháða kjóscndur til , fylgis við sig. Það er rneira að segja.j talið af ýmsum, að hann sé sterkari ! frambjóðandi fyrir republikana en (Framh. á 7. síðu). Raddir nábáannn Þjóðviljinn lætur sér nú tíðrætt um útsvarsmál nokk- urra jafnaöarmanna í Hafn- arfirði, en niðurjöfnunar- nefndin hafði lagt skakkt á þá. í tilefni af þvi segir Al- þýðublaðið í gær eftir að hafa svarað árásum Þjóð- viljans: „En víst mættu menn íhuga það eftir á, hve vel það hafi setið á hon- um, (þ. e. Þjóðviljanum), eða hitt þó heldur, að vera með vandfæting- arorð um of lág útsvör annarra, vit- andi um þau hlægilega lágu útsvör, sem forsprakkar konunúnista greiða, þrátt fyrir meira eða minna háar tekjur og sífellt lúxusflakk til útlanda á ári hverj.u. Eða rnáske Þjóðviljfnn vilji skýra það fyrir mönnum, hvern- ig það mátti ske, að útsvar Áka Jakobssonar, sem fæst við útgerð, verzlun, málflutning og cr auk þess alþingismaður, var ekki nema 5250 krónur síðastliðið ár, útsvar Sigfúsar Sigurhjartarsonar, sem er stjórnarfor- maður í KRON, bæjarfulltrúi og bæj- . arráðsmaður og á sæti í trygginga- ráði auk margs annars, ekki nema 2310 krónur, útsvar Einars Olgeirs- sonar, sem er alþingismaður og stjórn- armeðlimur bæði Sogsvirkjunarinnar og Faxaverksmiðjunnar auk jnargs annars, ekki ncnia 1785 krónur, og útsvar Magnúsar Kjartanssonar, rit- stjóra Þjóðviljans, ekki nema 1260 krónur?!“ Alþýðublaðið segir síðan, að menn geti borið útsvör komm únistaforsprakkanna saman við útsvör sambærilegra manna í öðrum ílokkum, og svo sagt sér það sjálfir hvort hér geti virkilega allt verið með felidu. Umhugsunarefni fyr ir Gunnar B jarnason Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráöunautur hefir ný- lega birt tvö langhunda í Mbl., sem báðir eru helgaðir Tímanum og Framsóknar- mönnum og eiga að vera þeim til ófrægingar. Ilér verður ekki hirt um að svara Gunnari, en aðeins bent á eftirfarandi ummæli í annari grein hans: „Það er hins vegar mesti miskilningur hjá Tímanum, að ég eða aðrir Sjálfstæðis- menn, vilji eða hafi nokkra löngu til að gera lítið úr verkum Jónasar Jónssonar I eða Tryggva Þórhallssonar J fyrir landbúnaðinn og þró- un hans á s. I. þremur ára- | tugum. Þessir menn og ýms- ir fleiri Framsóknarmenn hafa gert nafn sitt ódauð- Iegt í búnaðarsögu landsins með góðri og giftudrjúgri baráttu“. Sú var tíðin, að blöð Sjálf- stæðismanna svívirtu þó Jónas og Tryggva eftir beztu getu og töldu Tímann enn verra blað undir stjórn þeirra en Gunnar Bjarnason telur Tímann nú. Reynslan hefir nú hinsvegar dæmt um verk þeirra og Tímans á þeim ár- um, og því þorir Gunnar ekki annað en að fara um þá viðurkenningarorðum og ó- gilda með því áratugastarf Valtýs Stefánssonar og ann- arra slíkra íhaldskappa. Val- týr og félagar hans lögð'u á þeim tíma allt kapp á þann áróður, að engir menn væru hættulegri bændum og land- búnaðinum enn þeir Jónas og Tryggvi, en Gunnar verður nú að viðurkenna, að þeir Iiafi gert nafn sitt „ódauð- legt í búnaöarsögu landsins“ með þeim verkum, er Valtýr og félagar hans áfelldust þá mest fyrir. Ef Gunnar lifir lengi, á hann eftir á sama hátt að beygja sig fyrir úrskurði revnshinn- ar og ógilda skrif sjálfs síns : og annara þcirra, er nú ausa | forvígismenn Framsóknar- flckksins og Timans auri á svipaðan hátt og Mbl. gerði í tíð þeirra Tryggva og Jónas- ar. ! Þetta hefði Gunnar vissu- llega gott af að hugleiða áður 1 en hann skrifar næsta lang- hund sinn um Tímann og Framsóknarmenn. ísleiidiuj»aþætfir . . . i j (Framhald af 4. síðu) í hreppsnefnd Áshrepps hefir Indriði setið síðan nokkru fyrir 1920, og nær 20 siðustu 'árin verið oddviti, og kunnug ir telja að engum manni muni (Áshreppingar frekar vilja fela I forsjá sveitamálefna sinna, en Indriða. Indriði er gáfaður 1 maður, traustur og vinfastur. 1 Um langt skeið hefir hann t verið með traustustu liðs- mönnum Framsóknarflokks- ins í Húnaþingi, enda enginn eiginhagsmunamaður. Bygg- ist traust sveitunga hans ekki minnst á því, að ávalt ■ lætur hann hagsmuni sveitar jsinnar sitja í fyrirrúmi fyrir sínum eigin hagsmunum. j í dag halda sveitungar Ind- riða honurn samsæti í sam- komuhúsi sveitarinnar, og margar hlýjar kveðjur munu Indriða berast frá vinum og samherjum, er í fjarlægð; dvelja. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.