Tíminn - 12.03.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.03.1952, Blaðsíða 4
4. TIMINN, miðvikudaginn 12. marz 1952. 59. blað. Daníel Knstjánsson frá Hreðavatni: Orðið er frjáist Sundruð öfl orka litlu Frá því í seinustu styrjöld hafa orðið miklar framkvæmd :ir í landi voru, engum bland- ast hugur um það. Stórvirkar vinnuvélar tU lands og sjávar hafa á skömmum tíma rutt mörgum nýjungum braut með undra- /erðum hraða. í kjölfar allra framfara, á að fylgja velmegun fólksins, óryggi, alsnægtir, og þroskað :fólk, er tekur hinni eldri kyn slóð fram á öllum sviðum. Flestar framfarir í heiminum eru frá fyrstu hendi hugsað- ar til hagsælda, að færa mann kynið á leið til fullkomnunar — umbæta og fegra. Hið and- stæða er þ sú hlið, er að styrj jldum lýtur, og ættum við fs- iendingar a. m. k. að leiða ijá okkur allar „stríðsæsing- ur“ og óþarfa mælgi um þau nál, enda eru afskipti íslend nga af „hermálum" ekki til að auka hróður þeirra. Það er ekki úr vegi að skyggnast nokkur ár aftur í úmann, og hollt uppvaxandi synslóð, að hún sé minnt á iortíðina — mitt í auði og als- aægtum, — vélaskrölti og nargra ára skólagöngu — avað sú kynslóð hefir lagt að sér í starfi, er ruddi brautina í nörgum helztu framfaramál- im þjóðarinnar, með þrot- lausu starfi og tvær hendur tómar að kalla. Og það þarf ekki lengra aftur í tímann ið fara hjá okkur íslending- am en til ársins 1927, en þá hefst nýr þáttur í lífi þjóðar- innar. Þá urðu straumhvörf í íslenzku stjórnmálalífi. Stjórnmálastefna, er áður rnátti sín lítilis meðal íslenzku þjóðarinnar.kemur fram sem ráðandi afl í stjórnmálum og tekur völdin í landinu. Við stj órnarvölinn sitja hugsjónamenn, er þora að bjóða hættunum birgin. Þeir boða lýðnum nýjar framfarir bæði um almennar umbætur á sviði jarðræktar,húsabóta og vegagerðar, landhelgisgæzla er aukin, ný og vegleg skip tekm til strandferða, réttar- far í landinu stórum endur- 'bætt, löggjöf um alþýöuskóla er sett, umbætur gerðar á menntaskóla o. m. fl. er eigi verður rakið í stuttu máli. Við hlið athafnamikilla og ungra forustumanna, er þann ig þorðu að brjóta ísinn og ryðja nýjum verkefnum braut, stóð alþýðan Þ1 sjávar og sveita sameinuð og fylltist á- huga til athafna og dáða. Afturhaldsöflin í landinu htu margar þessar umbætur óhýru auga og reyndu eftir megni að standa gegn þeim, og sennilega hefir ekki, fyr né síðar, jafn öflug andstaða verið sýnd nokkurri stjórnar- forystu og einmitt á þessu tímabili. Við hhð forustu- mannana, er stóðu í eldinum, skipaði umbótafólkið sér ein- huga og tók upp baráttuna fyrir umbótamálunum og leiddi þau fram til sigurs. Hvar sem leiðir lágu um landið, blöstu við nýjar fram kvæmdir á þeim árum. Hmar leiðandi hendur í framfara- baráttunni boðuðu ekki stytt ingu vinnutímans né minnk- andi erfiði, — kjörorðið var að vinna markvisst að fram- gangi góðra máU, er horfðu til þjóðarheilla, án tillits til Jauna fyrú- störfin. Félagslíf var mikið, og fjöldinn tók í því virkan þátt. Þegar th al- mennra landsmálafundar var boðað, kom fólk um langa vegu og fylgdist af á- huga með þeim málefnum, er rædd voru, og lét sér ekkert óviðkomandi á því sviði. Það var að jafnaði ekki spurt um erfiði í sambandi við fram- kvæmd góðra mála, kjörorö- ið var að umbæta og byggja varanleg verðmæti í landinu. Við erfiðar aðstæður var unnið þrekvirki á íslandi og verkin tala enn í dag, og þau munu í framtíðinni bera vitni þeim þróttmiklu hugsjóna- mönnum, er stiltu saman hug og hönd, meiri hluta íslenzku þjáðailinnajr í sameiginlegu átaki fyrir framgangi góðra mála. Fólkið vann verkin án vonar um persónulegan hagn að. Það vann af áhuga fyrir að skapa betra ísland. Því var trúað af emlægni af fólki, sem af fátækt sinni gaf hundruð þús. króna til að byggja al- þýðuskóla fyrir komandi kynslóðir þessa lands, að frá slíkum menntasetrum kæmi fólk, er væri færara í lífsbar áttunni og á allan hátt betur búið til starfa, en eldri kyn- slóðin, er ekki átti þess kost að stunda slíkt nám, nema að litlu leyti. Það fyrirbrigði, er löngum hefir auðkenht fátækt og kúgun, er minninmáttar- kendin, og hefir hún veriö rótgróm meðal íslendinga um aldaraðir. Ekkert er betri jarð vegur fyrir skefjalausa auð- valdshyggju og sérhagsmuna stefnur en einmitt minnimátt arkennd fjöldans. Við slíkar aðstæður verður bilið á milli hins volduga og sterka annars vegar, og hins allslausa og snauða hinsvegar mikið. Slíkri öfugþróun fylgir jafn- an spillt réttarfar, hlutur hins sterka er oftast tryggð- ur hvað sem í skerst, en hinn snauði stendur varnarlítill í þeirri baráttu. Með þeirri umbótastefnu, er hóf göngu sína í landsmál- um 1927, var gerð tilraun tU að brjóta hverskonar yfir- ganga á bak aftur og réttar- farið endurbætt. Meðal vinn- andi stétta í þessu landi skap aðist annað viðhorf, fólkið varð frjálsmannlegra í fram- göngu, og einmitt sá trúnað- ur, er valdhafarnir sýndú vinn andi fólki í bæjum og sveit- um um samráð öll, í almenn- um framfaramálum, urðu án efa drýgsti þátturmn í giftu- samlegri lausn ýmissa vanda- mála á umræddu tímabili. Skin og skúrir tóku að skipt ast á í stjórnmálum lands- ins. Á tímabilinu 1934 tU 1939 sat að völdum umbótastjórn skipuð ungum og röskum mönnum, er studdir voru af fylgi verkamanna og bænda, en það er líka hin síðasta ríkisstjórn, sem íslendingar hafa átt, er studd var sam- eiginlega af vmnandi stétt- um þessa lands. Tólf ár eru ekki langur tími í sögu heillar þjóðar, en á tólf árum geta gerzt þeir atburðir, er kollvarpa fram- tíð þjóðar — og hneppt hana í fjötra þrældóms og kúgun- ar um langa framtíð, og slík eru mörg dæmi úr veraldar- sögunni síðustu tólf árin. Hin íslenzka þjóð hefir reynt margt á síðustu 12 ár- um. Á þessum árum hefir þjóðin endurheimt sjálfstæði sitt að fullu, að kallað er, og stafaði allmiklum ljóma af þeirri athöfn hið ytra, enda þótt að enganveginn væri siá anlegur í framkvæmd og hugsun sá þáttur, er æskileg- ur væri fyrir þessu langþráða máli, og færi vel að valdhöf- um þessa lands tækist að varð veita sjálfstæði þjóðarinnar — heldur en raun»hefir á orð ið um framkvæmd ýmsa vandamála hennar siðustu ár in. Síðustu tólf árin hafa fært þjóðinni meiri og skjótfengn- ari auðæfi en dæmi eru til áður. Með öllum þeim auðæfum, er á land hafa komið síðustu árin, hefði mátt umskapa landið til hagsælda fyrir aldna og óborna, ef hinn sami andi hefði svifið þar yfir vötnum og ríki á tímabilinu 1929 eða 1936. Að vísu hefir mikið verið framkvæmt, en þegar smanburður er gerður á fjármunum þeim, sem úr var að moða á þessu tímabili, en fátækt þjóðarinnar áður, verður sá samanburður sorg- lega óhagstæður síðustu árin. Auðæfi koma og auðæfi fara, og sannast það á fjár- málaþróuninni hjá fsl. síðustu árin, að meiri vandi er að gæta fengins fjár en afla. Merkur Norðmaður sagði við mig fyrir tveim árum: „Þið íslendingar áttu gott á styrjaldarárunum, höfðu alls nægtir og söfnuðu auði á sama tíma sem norska þjóð- in stóð í hörmungum styrjald armnar og tapaði auðæfum". Ég svaraði Norðmanninum á þá leið, að auðæfi stoðuðu þjóðinni skammt, ef sam- heldni væri ekki fyrir hendi um að gæta fjársins. Eru ís- lendingar hamingjusöm þjóö, þrátt fyrir auðævin, er á land bárust á stríðsárunum? Er það fólk, er var á þroskaárun um, þegar stríðið skall á og peningaflóðið æddi yfir þjóð- ina, hamingjusamara, vinnu- samara og betur búið að þekk ingu, heldur en sú kynslóð, er barðist^ févana í miklu starfi 1929? Ég held ekki. Hvar er sá innri eldru í þjóð málum sjanlegur nú, er tendr aði ódauðleg verk af Þtlum efnum fyrir stríð. Það mætti lengi spyrja, en svarið verður ekki hagstætt okkur í dag — því miöur. En fólkið sjálft á ekki alla sök á eyðslu og værðarmóki líðandi stundar. Forustan í ís- lenzku stjórnmálalífi síðustu tólf árin hefir ekki reynst fær að vísa henni veginn í gegnum brim og boða líðandi stundar. Fjórir flokkar í fá- mennu þjóðfélagi eru ekki lík legir til giftusamlegs sam- starfs um lausn aðkallandi vandamála, enda hefir raun- in orðið sú. Ef lýsa ætti stjórn málaviðhorfi síöustu árin, ber þar hæst á innantómri matar pólitík, úrræðalítilli. Loforð um nýjar kjarabætur og aukin þægindi fólkinu til handa hefir rignt yfir þegna þjóöfélagsins líkt og dimm- viðris snjókomu í skammdeg- ismyrkri. í stað fórnfýsi og þegnskapar hugsunar fyrir al- hliða velferð og framförum (Framhald á 6. síöu) Hér er kominn Halldór Krist- jánsson, bóndi á Kirkjubóli í Önundarfirði, og ætlar að ræða um ríkisstyrki til lestrarfélaga: „I síðasta hefti Menntamála er skýrt frá ríkisstyrk til lestrar- félaga, en árið 1950 var 207 lestr arfélögum greiddur styrkur úr styrktarsjóði lestrarfélaga, sam- tals nálega 149 þúsund krónur eða liðlega 700 krónur til hvers félags að jafnaði. Þar sem þessi tilhögun er nú orðin 15 ára gömul og hefir hvers manns hylli, fer vel á því að rifja upp í aðaldráttum, hvernig hún er til komin. Á fyrri árum ríkisútvarpsins, sennilega 1934—35 flutti Pétur G. Guðmundsson stórfróðlegt og gagnmerkt útvarpserindi um lestrarfélög. Var fyrri hlutinn yf irlit um þróun þeirra mála. Benti Pétur þar meðal annars á það, að víða hefði lestrarfélags starfsemi verið komin vel á veg en fallið niður aftur og sá stofn ;að bókasafni, sem fólkið hafði eignazt, tvistrazt og týnzt. Ræðu maður hafði viðað að sér fróð- leik um fjölda starfandi lestrar- félaga í landinu og margt ann- að, er starfsemi þeirra varðaði. 1 seinni hluta erindisins flutti Pétur ýmsar tillögur og bending- ar varðandi framtíð lestrarfé- laganna. Þar ætla ég, að fyrst hafi koniið fram hugmyndin um lítilsháttar, skipulegan ríkissjóðs styrk til allra lestrarfélaga og með vissum hætti opinbert eftir lit með starfsemi þeirra á þeim grundvelli. Að minnsta kosti náði sú hugmynd ekki mínum eyrum eða þeirra, sem ég tal- aði við um þessi efni, fyrr en í erindi Péturs. I. R »; *.«•; Eftir þetta var málið rætt á hinum næstu þing- og héraðs- málafundum Vestur-lsafjarðar- sýslu og samþykkt þar áskorun til Alþingis um lagasetningu í þessa átt. Minnir mig að ein- hugur væri um þær samþykktir. Gazt mönnum betur að því jafn rétti, sem tillögur Péturs byggð ust á en handahófsbrag þeim, sem var að skapast, þar sem einstakir þingmenn náðu að herja út beinan ríkissjóðsstyrk handa sérstökum bókasöfnum, sem þeir létu sér einkum annt um. Næsti áfangz þessa máls var svo sá, að Vestur-ísfirðingar fengu það tekið upp á flokks- þing Framsóknarmanna snemma árs 1937. Hafði hug- myndin þar góðar undirtektir og óskipt fylgi. Þó minnist ég þess, að í menntamálanefnd flokksþingsins var nokkur ágrein ingur um það, hvort heppilegt væri að binda ríkissjóðsstyrk- inn því skilyrði, að framlag úr sveitarsjóði kæmi á móti. Ótt- ust einstakir menn, að þetta gæti orðið til þess, að sum fé- lög færu alls á mis, en aðrir ætluðust til að einmitt þetta ákvæði þrýsti hreppsnefndunum til að leggja lestrarfélögunum styrk úr sveitarsjóði, þar sem það framlag fengi nú tvöfalda þýðingu og drægi fé til sín inn í hreppinn. Strax þennan vetur flutti svo Sigfús Jónsson tillögu í málinu á Alþingi, en hún hlaut ekki af- greiðslu vegna þingrofsins. En lögin um þetta eru frá 29. des- ember 1937, — lög um lestrar- félög og kennslukvikmyndir. Hér er ekki um stórmál að ræða, en gott mál og vinsælt, sem eflaust hefir orðið þýðingar mikið fyrir bóklega menningu margra héraða, svo að alþýða landsins hefir yfirleitt stórum betur en ella fylgzt með bók- menntalífi þjóðarinnar frá ári til árs. En í annan stað er saga þessa máls dæmi um það, hvern ig löggjöf verður til í lýðfrjálsu landi og hvernig dreifðir menn geta látið til sín taka gegnum félagsskap og flokksskipulag. En aðalsmark þessarar löggjafar er það jafnrétti, sem hún veitir, en það er stórvægilegt atriði, þegar litið er á hitt, sem algengt er, að hinir stærstu og sterkustu hugsa um hag sinn einn. Öllum þeim, sem njóta þessa skipulags gegnum meiri lestur og betri í lestrarfélögum, ber aö heiðra minningu Péturs G. Guðmundssonar og þakka hon- um og flokksþinginu 1937. Það er óvíst, að þessi skipun væri komin á, ef Pétur hefði ekki flutt útvarpserindi sitt og lagt á sig vinnu, sem bak við það var, og átti hann þó engra persónulegra hagsmuna að gæta. En að öðru leyti ætla ég lesendunum sjálfum að draga ályktanir af þessu sögubroti". Þá hefir Halldór lokið ræðu sinni og verður ekki rneira rætt í dag. Starkaður. W^A'AW.V.V.V.V.V.V.V.VWA’.W.V.VV.VWAVAVJ 5 1 Jarðirnar Snæfjöll og Skarð í Snæfellshreppi í Norður-Isafjarðarsýslu eru lausar til ábúðar í næstu fardögum. I; Upplýsingar gefur hreppstjórinn í Snæfellshreppi, \ í; Æðey í Norður-ísafjarðarsýslu. í í S .V.V.VVVV.V.V.V.V.V.VVAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V^ W.VAV.V.V.V.V.V.’.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.VV.V.V í ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík, heldur ! ■: skemmtifund :■ í Þórscafé Þmmtudaginn 13. marz kl. 8,30. ■! .; ;. ;■ Helgi Kristjánsson og Baldur Baldvinsson segja ■; V fréttir að norðan. I; ■II Sigurður L. Vigfússon, Fosshóli, stjórnar dansinum. í .; Aðgöngumiðar við innganginn. J« í STJÓRNIN. ■: I í ■: VV.VVVV.VVVV.VV.VV.V.VVVVVVVV.VV.V.VVV.VVVVVVVVV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.