Tíminn - 12.03.1952, Qupperneq 2
i’Xf.y • •T‘tr /•• •»»-,-r
tíMINN, miövikudaginn 12. marz 1952.
59. blaö.
Gangið á móti umferðinni í myrkri,
þar sem engar gangstéttir eru
Mörg slys, sem orðið hafa í
myrkri á vegum úti, bæði upp
til sveita og í útjöðrum bæj-
anna og annars staðar þar, sem
lýsing er engin eða af skorn-
um skammti og engar gangstétt
ir handa gangandi fólki, má
rekja til þess, að fólk gengur
vinstra megin á veginum, á
sömu brún og notuð er af bif-
reiðum og ökutækjum, sem
stefna í sömu átt, sagði Jón Odd
geir Jónsson, fulltrúi hjá Slysa
varnafélaginu, er hann kom í
skrifstofu blaðsins í gær. Fólk
ætti að gefa gaum að þeirri
hættu, sem því fylgir.
Gangið á móti umferðinni.
Nú fer í hönd sá tími, er
vænta má batnandi veðurfars
og hlýrra, og í sveitum fer fólk-
ið að skreppa í vaxandi mæli
milli bæja, og aldrað fólk í
kaupstöðum að ganga sér til
hressingar. Þá ber oftar við en
áður, að fólk sé á ferli eftir að
skyggja fer, og slysahætta af
því tagi, sem hér er gert að um-
talsefni, fer vaxandi.
Sérstaklega er það varhuga-
vert, ef fólk er dökkklætt í
myrkri úti á þjóðvegi, því að
þá er mikil hætta, að bílstjóri,
sem á eftir kemur.verði ekki
vegfarenda var fyrr en um
seinan. Sé gengið á móti um-
ferðinni, skina bílljósin aftur
á móti á andlit og hendur veg
farenda, og þá er betra fyrir
bílstjórann að átta sig, og þá
eiga líka vegfarendur sjálfir
hægara með að forða sér. Það
er því ein regla, sem fólk ætti
að hafa í huga í myrkri á veg
um úti: Gangið hægra megin,
á móti umferðinni.
Umferðarlöggjöfin.
Nú kann einhver að halda,
sagði Jón Oddgeir ennfremur,
að það sé lögum samkvæmt
skylt að ganga vinstra megin
á vegi, þar eð lögboðið er, að
ökutæki víki til vinstri og yfir-
leitt gert ráð fyrir vinstri um-
ferð. En í umferðarlögunum seg
ir svo um gangandi fólk:
„Þar sem engin gangstétt er,
skulu gangandi menn gæta sér-
Hann fylgir boðorðinu réttilega
stakrar varúðar og halda sig
utarlega á akbrautinni, en jafn-
an víkja greiðlega fyrir öku-
I tækjum og ríðandi mönnum
! yzt út á sömu vegbrún og geng-
ið er við, eða út af veginum, ef
þörf er og því verður við kom-
ið.“
1 Þannig er gangandi vegfar-
endum gefinn kostur á að velja
um, á hvorri vegbrúninni þeir
J ganga.
i
I
Öruggara að vera hægra megin.
j Nú hefir reynslan sýnt, að
.það er öruggara að ganga á
: m> ~
B. S. S. R.
íbúð í Vogahverfi
TIL SÖLU, 4 herbergi og eldhús á I. hæð.
Félagsmenn, sem óska að nota forkaupsrétt sinn,
geíl sig fram fyrir n. k. föstudagskvöld.
Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Lindargötu 9 A,
kl. 5—7 daglega.
Félagsstjórnin.
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
Vegna mjög takmarkaðs húsrýmis
eru heiðraðir viðskiptamenn okkar beðnir að sækja
hjólbarða þá og slöngur, er þeir eiga hjá okkur,
viðgert, sem fyrst.
HJÓLBARÐIN H.F.
Hverfisgötu 89 — Sími 80281.
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
II
o
ii
«i
i>
:
hægri brúninni, þar sem eng-
ar gangstéttir eru við vegi, og
því á fólk að gera það.
Sums staðar erlendis, til dæm
is, til dæmis í Noregi og Svíþjóð,1
hefir það beinlínis verið leitt
í lög, að gengið skuli á móti
umferðinni, og síðan sú regla
komst á, hefiry dregið þar úr
því, að ekið sé á fólk á vegum
í sveitum eða útjöðrum bæja.'
Það er reynslan, sem við eigum 1
að notfæra okkur. Ungir og
gamlir eiga að muna, að í
| skuggsýn er bezt að ganga á
móti umferðinni.
Húsraæðrafélags Reykjavíkur
Matreiðslunámskeið
hefst nú upp úr miðjum mánuði. — Kennt verður
aigengur og fínni matur, ábætísréttir, smurt brauð
og bakstur. Kennslustundir milli kl. 2 og 6 daglega.
Aliar nánari upplýsingar í síma 4740 og 1810.
Þýzkt flóttafólk undir-
býr fjöldagöngu í maí
Útvarpib
Útvarpið í dag:
Fastij liðir eins og venjulega.
20.30 Útvarpssagan: „Morgunn
lifsins“ eftir Kristmann Guð-
mundsson (höfundur les) —
XVI. 21.00 Tónleikar: Lög úr
óperunni „Brúðkaup Fígarós"
eftir Mozart (plötur). 21.20 vett
vangur kvenna. — Upplestur:
Frú Halla Loftsdóttir les frum-
samið efni. 21.45 Útvarpshljóm-
sveitin; Þórarinn Guðmunds-
son stjórnar: Svíta éftir Edward
German. 22.00 Fréttir og veð-
urfregnir. — 22.10 Passíusálm-
ur (27). 22.20 „Ferðin til El-
doradó“ eftir Earl Derr Biggers
(Andrés Kristjánsson blaðamað-
ur) — XXII., sögulok. 22.40 Svav
ar Gests kynnir djassmúsík. 23.
10 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.20 íslenzkt mál (Bjarni Vil-
hjálmsson cand. mag.). 20.40
Tónleikar: Kvintett í D-dúr
fyrir flautu, óbó, fiðlu, celló og
píanó eftir Bach. 21.05 Skóla-
þátturinn (Helgi Þorláksson
kennari). 21.30 Einsöngur: Alex
ander Kipnis syngur (plötur).
21.45 Upplestur: Andrés Björns
son les kvæði eftir Guðmund
Friðjónsson. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir. — 22.10 Passíusálmur
(28). 22.20 Sinfónískir tónleik-
ar (plötur). 23.10 Dagskrárlok.
I byrjun maímánaðar í vor munu
tugþúsundir flóttamanna í Slésvík-
I Holstein halda suður á bóginn, ef
1 stjórnin í Bonn verður ekki fyrir þann
j tíma byrjuð að flytja brott hið heim-
| ilislausa fólk. Allt er búið undir þessa
miklu hópför. Vögnum hefir verið
safnað saman, og daglega berst aragrúi
tlikynninga um þátttöku.
„Treck-Vereinigung“.
Miðstöð þessarar breyfingar, sem
nefnist Treck-Vereinigung Schleswig-
Holstein, er í þröngri flóttamannaíbúð
í Siiderbarup, litlu þorpi skammt frá
Flensborg, rétt sunnan við dönsku
landamærin. Þar býr Reinhardt No-
back, maður á sextugsaldri, sem er
lífið og sálin í þessum samtökum. Til
þess að knýja stjórnina í Bonn til þess
að gera eitthvað fyrir flóttamennina,
| hótar hann að láta til skarar skríða.
. Þrjár fjölskyldur í einu
herbergi.
Flóttamennirnir í Slésvík-Holstein
cru á aðra miljón, og meira en hundr-
að þúsund búa í lélegustu bráðabirgða-
skálum. Hinum hefir verið komið fyrir
í húsum, oft í fullri óþökk húseigenda
1 og þeirra, er fyrir voru. En allt þetta
j fólk býr við hræðileg þrengsli. í einu
herbergi, sem er fjórtán fermetrar að
alftarmáli, búa til dæmis þrjár fjöl-
skyldur — gömul hjón með tvær dætur
og einn son, ung hjón með þrjú ung-
böm og nýgift hjón með kornbarn.
Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörg-
um. •—
I bráðabirgðaskálunum hefir fólk
búið atvinnulaust í 5—6 ár. I sumum
bragganna eru allt að 85 manns í sömu
vistarveru, karlar og konur.
Glatað fólk.
Fólk, sem þannig hefir lifað at-
vinnulaust árum saman, án þess að
eygja von, hefir glatað sjálfu sér. Það
framfleytir lífinu á styrkjum og ólög-
leguin viðskiptum, og hugsar sér ekki
annað líf. Þannig er vonlaust urn
fjölda hinna eldri. Og hættan vofir yfir
unga fólkinu.
Þingið í Bonn samþykkti að flytja
150 þú'sund flóttamenn frá Slésvík-Hol-
stein, Neðra-Saxlandi og Bæjaralandi
| árið 1951, en ætlaði ekki til þess nægt
Ifé, svo að það rann út í sandinn.
— Loks misstum við þolinmæðina,
sagði Noback. Nokkrir menn komu
saman á fund í haust, og við ákváð-
um að efna til mikillar hópferðar suður
yfir í vor, ef stjórnin hefði ekki þá haf-
izt handa. Raunar hefir stjórnin lofað
að flytja 200 þúsund manns, helming-
inn frá Slésvík-Holstein, fyrir 1. júlí.
En hvað vitum við um efndirnar?
i
Fótgangandí með vagna.
| Flóttafólkið hefir enga peninga til
þess að kaupa sér far með járnbraut-
j um. Það ætlar því að fara fótgangandi,
ef af hópferðinni verður, og flytja
nauðsynjar sínar í handvögnum, er það
dregur sjálft, og kannske að einhvcrju
leyti í hestvögnum. I Bonn hafa verið
uppi raddir um það, að stöðva þetta
með lögregluvaldi. En slíkar aðgerðir af
opinberri hálfu væru ólöglegar.
Þessu nýstárlega ferðalagi á að haga
svo, að fólkið fari í hópum, nokkur
hundruð saman, og flóttamennirnir hafa
svarið þess dýran eið að stíga ekki inn
í bragga, er suður kemur. Fái þeir ckki
viðunandi húsaskjól, ætla þeir að setjast
um kyrrt á torgum bæja og borga, sem
þeir ætla til.
Við því er búizt, að nær hundrað
þúsund manns muni taka þátt í þessu
nýstárlega . ferðalagi og fjöldi blaða-
manna, kvikmyndatökumanna og út-
varpsmanna muni fara á stúfana til
þess að lýsa þessum atburðum.
/luglty&ií í Timahufíi
í Reykjavík hefir árshátíð sína á Röðli fimmtudaginn
13. marz kl. 8!/2 síðdegis.
Þar verður meðal annars: Sameiginleg kaffidrykkja.
Kvikmynd. Leikþáttur og fleiri skemmtiatriðið. Og aö
síðustu dans.
Stjórnin
Innflegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar
JENS BJARNASONAR,
Mávahlíð 38.
Guðrún Helgadóttir,
Helgi Jensson,
Bjarni Jensson,
Björn Jensson.
Innilega þökkum við öllum þe'm sem sýndu okkur
samúö og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns
míns, föður og tengdaföður okkar
ÞÓRÐAR ÓLAFSSONAR
útgerðarmanns
Ingibjörg Björnsdóttir
Sigríður Þórðardóttfr
Magnús Þ. Torfason.
inv'r' \^XJSÍi
Islenzk tónlist
(Framhald af 1. síðu.)
Auk þess að flytja danska
! og íslenzka tónlist í Osló. þá
íerðast þeir á næstunni til
Austurríkis og Sviss, en þang-
að eru þeir ráðnir til þess að
flytja danska og islenzka tón
list í útvarp.
Árnab keilla
Hjónaband.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af Bergi Björnssyni
i Stafholti, ungfrú Sigríður
Jónsdóttir, verzlunarmær í Borg
arnesi, og Lúðvík Þórarinsson,
i bakari í Ólafsvík.
Víða hætt við kali
á túnum í vor
Viða mun verða mjög hætt
við stórkali í túnum í vor,
ekki síður en í fyrra, ef veðr-
átta verður svipuð og þá á út
mánuðunum. Víða um sveitir
eru nú mikil svellalög á flat-
lendum túnum, og verði sól-
far á daginn, en frost um
nætur, meðan þessi svell eru
að þiðna, hlýtur það að hafa
í för með sér mikið kal .
Þiðni svellin hins vegar i
eindreginni hláku og sunnan
átt, er ekki hætta á ferðum.