Tíminn - 15.03.1952, Qupperneq 3
62. blað.
3.
TIMINN, laugardagr’nn 15. marz 1952.
í sLendingaþættir
Níræður: Sigurður Þorsteinsson
Neðri þjóðleiðin milli Norður
og Austurlands liggur um bæ-
inn Hólsel á Fjöllum. Þann
rausnargarð hafa margir gist
fyrr og síðar, og margur hefir
feginn orðið þangaðkomu sinni
eftir erfiða för um Hólssand.
Þar hefir í meira en hálfa öld
búið og býr enn ein mesta
kempa íslenzkrar bændastéttar,
Sigurður Þorsteinsson. Sigurður
í Hólseli átti í gær níræðisafmæli.
Bóndi hefir hann verið í 66 ár
á næsta vori. Hann mun nú vera
með elztu starfandi bændum í
landinu, ef ekki sá elzti. Til
skamms tíma hefir hann gengið
til flestrar vinnu á búi sínu.
Sigurður er af Mývetningum
kominn, fæddur í Vindbelg í
Mývatnssveit 14. marz 1862, en
þai; bjuggu þá foreldrar hai|s,
Þorsteinn Jóhannesson (bónda
á Geiteyjarströnd, Þorsteinsson-
ar bónda sst., Helgasonar bónda
sst., Þorsteinssonar frá Skörð-
um í Reykjahverfi) og kona
hans Kristjana Guðlaugsdóttir
(bónda í Álftagerði, Kolbeinsson
ar bónda sst., en kona Guðlaugs
var Kristín dóttir Helga á Skútu
stöðum, sem Skútustaðaætt er
frá talin, Ásmundssonar). Hann
ólst upp með foreldrum sínum
í Mývatnssveit fram yfir ferm-
ingaraldur, en fluttist síðan með
skyldfólki sínu austur á Hóls-
fjöll, að Grundarhóli. Þaðan réð
ist hann sem vinnumaður til
Kristjáns Jóhannssonar bónda
í Fagradal i sömu sveit, er nefnd
ur var hinn ríki, en Kristján
fluttist síðan að Haugsstöðum í
Vopnafirði og Sigurður með hon
um. Á Haugsstöðum var Sigurð
ur ár í vinnumennsku, unz hann
gekk að eiga fósturdóttur þeirra
hjóna þar, Karolínu Jónasdóttur
frá Krákárbakka í Mývatnssveit.
Þau Sigurður. og Karolína hófu
búskap vorið 1886 í Skálamó í
Haugsstaðaheiði. Þar heitir nú
Arnarvatn.
í Skálamó bjuggu þau í fjögur
ár, og þar íæddist fyrsta barn
þeirra. Þaðan fluttust þau að
Hólseli hið fyrra sinn 1890, og
höfðu þá ábúð á hálfri jörðinni,
en síðar bjuggu þau á Víðibóli
um hrið á móti sr. Hannesi Þor
steinssyni. En árið 1897 réðst
Sigurður í að festa kaup á Hól-
seli, og fluttust þau þá þangað
á ný. Blómgaðist mjög hagur
þeirra, og var Hólselsbú mjög
lengi eitt fjárflesta í sýslunni,
og þótt víðar væri farið. Konu
sína missti Sigurður árið 1924.
Bæði sveitungar hennar og aðr-
ir, er af henni höfðu kynni, lofa
minningu hennar, skyldurækni,
alúðlegt viðmót og hjálpfýsl við
þá, er minnimáttar voru. Börn
þeirra eru: Jakob bóndi í Kolla-
vík í Þistilfirði, Kristján fyrr-
um bóndi í .Þórunnarseli í Keldu
hverfi, Kaien húsfreyja í Hól-
seli, er starfað hefir með mikilli
prýð'i fyrir heimili föður síns í
seinni tíð, Þorsteinn bóndi í
Víðidal á efri Fjöllum, Gunnar
bóndi á Auðbjargarstöðum í
Keldulaverfi, Guðný María hús-
freyja á Grimsstöðum á Fjöll
um og Lára húsfreyja í Hólseli.
Það mun ekki ofmælt, að Sig
urður í Hólseli hafi verið einn
vaskasti maður sinnar samtíð-
ar, og mjög hefir hinum yngri
mönnum fundizt til um atgervi
hans. Hann var á yngri árum
manna fráastur á fæti, ratvísin
og karlmennskan óbilandi, enda
beitti hann sér þá mjög fyrir
til hvers konar hættuferða. Spor
hans eru mörg fyrr og síðar
um víðáttur norðurfjalla — til
bjargar bústofninum um hinar
miklu óbyggðir, til að afla nauð
synja til heimilisins og koma
búsafurðum á markað um óra-
vegu, til að leita sjúkum hjálpar
í fjarlæg byggðarlög, við dagleg
störf í heimahögum. Hólsel er
erfið jörð, þótt kjarni sé þar í
landi sem annars staðar á Fjöll
um. Þar eru lítil skilyrði til
túnræktar. Hólselsbóndi aflar
sér nú heyja vestan úr Eyjafirði
hvert sumar til að gefa með
vetrarbeitinni ásamt fóðurbæti.
En Sigurður reisti rétt fyrir átt
rætt stórt og mjög vandað íbúð
arhús úr steinsteypu og fleira
hefir hann byggt á jörðinni,
þótt hér sé ekki talið. Orka hans
er nú farin að dvína sem vænta
má, heyrn og sjón eigi svo hvöss
sem fyrrum. En vel kann hann
enn að fagna gestum sínum,
enda hefir það löngum verið eitt
hans mesta yndi. Þá er hann
glaður og reifur, með bjart bros
sem ungur yagri. Hann hefir
margs að minnast, sem enginn
annar kann frá að segja. M. a.
mun hann nú vera sá eini, sem
á lífi er af stofnendum Kaup
félags Norður-Þingeyinga árið
1894, og fyrir 60 árum síðan rak
‘Framhald á 6. síðu.)
Áttræð: Sigrún
Sigurða^dóttir
í dag er Sigrún í Alviðru átt-
ræð. Hún er ein af þessum hljóð
látu heiðurskonum, sem vinna
störf sín af festu og trygglyndi,
svo að aldrei heyrist æðruorð,
og aldrei hugsa um ávinning
sjálfum sér til handa.
Oft var margt heimilisfólk í
Alviðru. Og þegar hinn gestrisni
heimilisfaðir, Árni Jónsson, bauð
gestum í bæinn, og slíkt gerist
auðvitaö alveg fyrirvaralaust,
þar sem bær er í þjóðbraut,
þá reyndi stöðugt á skjót úrræði
og dugnað húsmóðurinnar, sem
jafnan leysti hlutverk sitt með
sóma og bætti þannig seint og
snemma allri slíkri fyrirgreiðslu
ofan á margþætt heimilisstörf.
Aldrei hef ég þekkt fólk, sem
hefir sýnt jafn mikla alúð, og
lagt á sig hvers konar erfiði við
að greiða úr þörfum nágranna
og gesta sem Alviðrufólkið. Þetta
eru eins og þegjandi samtök.
Annað kemur ekki til mála.
^Hjá Sigrúnu hefir sívaxandi
starfsáhugi og ósérhlífni fylgzt
að, enda hefir vinnudagur henn
ar oft verið lengri en annarra.
Og svo er oft um skylduræknar
(Framhald á 6. síSu)
„Nýtt menntaskólahús“
Eftir Pálma Haimesson rektor
Hr. ritstjóri.
Hinn 12. þ. m. birti blaðið
grein eftir Jón Á. Gissurarson
skólastjóra, allmikla ádrepu til
mín vegna greinarstúfs, er ég
hafði ritað um byggingarmál
Menntaskólans í Reykjavík og
birtist í blaðinu 22. febrúar.
Leyfi ég mér því að biðja yður
fyrir það, sem hér fer á eftir.
Skólastjórinn segir svo:
„Grein rektors hnígur öll að
því, að færa rök fyrir því, að
einn menntaskóli skuli vera í
Reykjavík og honum valinn stað
ur í Skildinganeshólum.
Ég tel álit rektors fráleitt,
bæði um staðarval fyrir nýjan
skóla, svo og að vilja hafa einn
skóla í stað tveggja“.
Hér er um tvennt að ræða,
og skal vikið að hvoru fyrir sig.
1. Staðarval. Ég hef hvergi
rætt um „staðarval fyrir nýjan
skóla“, heldur staðarval fyrir
nýtt skólahús Menntaskólans í
Reykjavík. í grein minni taldi
ég Klambratún (Miklatún ákjós
anlegri skólastað en Skildinga-
neshóla. Það geri ég enn. Hitt
get ég ekki fallizt á, að Skild-
inganeshólar eða réttara sagt
svæðið hið næsta norðan við þá,
sé „allsendis óhæft sem skóla-
staður“, og er ég ekki einn um
það, því að skipulagsstjóri bæj
arins, skipulagsnefnd og þó fyrst
og fremst menntamálaráðuneyt
ið virðast hafa verið sömu skoð-
unar. Hins vegar taldi ég og
tel þennan stað hafa þá ókosti,
að hann liggur nærri flugvell-
inum og afleiðis fyrir mikinn
þorra nemenda. Jón Á. Gissurar-
son telur flugvöllinn hafa í för
með sér mjög mikla hættu fyrir
skólann. Vera má, að hún sé
mikil. Víst er þó, að sá skóla-
staður, sem til mála kom, er
utan við það hættusvæði, sem
talið er fylgja flugvöllum sam-
kvæmt aiþjóðareglum. Ég hef
því litið á hávaða og truflun frá
flugvellinum fremur en hætt-
una. En ef talað er um hættu,
má minna á það, að ekki er
ábyrgðarlaust að hafa marga
nemendur á efsta lofti skóla-
húss, þar sem aðeins er einn
stigi, heldur þröngur.
Skólastjórinn bendir á nýjan
stað fyrir menntaskóla, suður
frá Vatnsgeyminum, og er það
að sjálfsögðu þakkarvert. Þessi
staður hefir komið óg kemur enn
til álita auk annarra austan
Skaftahlíðar. Um svæðið suður
frá Vatnsgeyminum er þess að
geta, að þar mun Kennaraskól-
inn hafa fengið vilyrði fyrir
byggingarlóð, en auk þess er ráð
gert að reisa þar allstóran barna
skéla. Sunnan Miklubrautar
mun völ á góðum stað, og hef
ég ástæðu til að vænta þess, að
bæjarráð og bæjarstjórn láti
ráðuneytinu í té nægilegt land
á öðru hvoru þessara svæða, ef
horfið verður að því ráði að
reisa skólann austan við Skafta
hlíð, en það mál er nú til at-
hugunar.
2. Einn skóli eða tveir. Ég á að
heita fyrirsvarsmaður Mennta-
skólans í Reykjavík. Meðan svo
er, tel ég það skyldu mína að
hugsa um hag hans, en er ófá-
anlegur til hins að vinna að
sundrung hans eða klofnun.
Þetta má hver, sem vUl, lá mér,
en við það verður að standa.
Alllengi hef ég klifað á þeirri
þörf skólans að fá aukinn húsa-
kost, en kalla, að ég hafi löng-
um átt misjöfnum skilningi að
mæta um þetta, jafnvel af hálfu
gamalia nemenda hans. Ég hef
látið mér lynda umtölulítið, að
gagnfræðadeildin . var tekin af
skólanum. Að likindum yrði ég
einnig að sætta mig við það, að
annar menntaskóli væri stofn-
aður hér í bæ, ef stjórnarvöld
landsins ákvæðu það. En ég vinn
ekki að því sjálfur. Það verða
aðrir að gera, ef af á að verða.
Og þrátt fyrir allt tel ég vand-
séð, að annar skóli, sem risi
upp við hlið þessa, nyti sama
vegs sem hann eða væri þess
betur umkominn en hann að
leiða nemendur sína til þroska.
En ef stofna á nýjan mennta-
skóla, hlýtur krafa mín að verða
sú, að Menntaskólinn í Reykja-
vík gangi fyrir um nauðsynlegar
lagfæringar á húsakosti sínum.
Og ég leyfi mér að ætlast til
þess af gömlum nemendum skól
ans, að þeir standi ekki gegn
slíkri kröfu, enda þótt ýmsum
þeirra virðist vera hitt allríkt
í huga nú að gera þessa gömiu
stofnun að einhvers konar hverf
isskóla hér í bænum. Þess skyldu
þeir þó gæta, góðir menn, að
menntaskóli verður naumast
hverfisbundinn. Sú mun að
minnsta kosti reynslan víðast,
þar sem ég þekk| til, að nemend-
ur sækja menntaskóla hvaðan
æva að úr bæjum, þótt þar séu
margir menntaskólar og virðast
ekki mæla lengd skólagötunnar
í þumlunugum.
Skólastjórinn spyr, hvort ég
þekki „þess nokkur dæmi með
öðrum þjóðum, að menntaskólar
hýsi þúsundir eða jafnvel tug-
þúsundir nemenda“. Litlu áður
segir hann að vísu: „Ekki er
heldur vitað, að útlendingar viti
manna bezt, hvað hentar Reykja
vík“. En sleppum því, og skal
spurningu hans skjótt svarað.
Ég þekki þess ærin dæmi, að
menntaskólar hýsi eitt til tvö
þúsund nemendur, jafnvel fleiri.
En varla mun þurfa að gera ráð
fyrir því, að menntaskólanem-
endur hér á landi skipti tug-
þúsundum fyrst um sinn, enda
þótt að því sé stefnt að slaka
á kröfum um kunnáttu nemenda
er þeir setjast í menntaskóla.
Enn skal þess getið, að hér
í Reykjavík er annar skóli en
Menntaskólinn, sem veitir nem
endum stúdentsmenntun, og á
ég þar að sjálfsögðu við Verzl-
unarskóla íslands. Hann heitir
að visu ekki menntaskóli, en
hefir sams konar réttindi, og
mun aðsókn að honum fara vax
andi.
Skólastjórinn endar grein sína
á þessa leið:
„Kannske erum vér íslending
ar svo ríkir að aurum, að for-
ustumönnum vorum þyki það
engu skipta, hvort mál þetta
verði leyst með nokkurra mill-
jóna króna meiri tilkostnaði eða
minni. Þó svo kunni að vera
farið, þá eigum vér samt fáar
minjar liðinna tíma. Menntaskól
inn er þó sú arfleifð, sem allir
landsmenn hafa verið stoltir aí.
Þó engu væri öðru til að dreifa,
þá megum vér ekki leggja hann
niður“. w
Hér er fyrst vikið að því, að
spara megi byggingarkostnað
hins nýja skóla með því að láta
gamla skólahúsið standa og hafa
þar skóla framvegis. Það er
skoðun fyrir sig. Á hitt er þó að
líta jafnframt, að reksturskostn
aður tveggja skóla hlýtur að
vera meiri en eins. En ekki verð
ur það mál rakið frekar hér.
Niðurlagsorð skólastjórans eru
harla merkileg. Ég fæ ekki bet-
ur séð en hann rugli saman
tvennu, skólanum og skólahús-
inu. Eða er hitt réttara, að
hann telji húsið vera skólann?
Þessi skoðun er að vísu ekki
næsta fágæt, en þó þykir mér
sem skólastjóri ætti betur að
vita. Hver hefir talað um að
leggja niður Menntaskólann í
Reykjavík, hver vill leggja niður
menntaskólahúsið við Lækjar-
götu? Að minnsta kosti vil ég
hvorugt. En menn verða að gera
greinarmun á húsi og stofnun
og skilja það, að stofnunin sjálf
skiptir meira máli en húsið, líkt
og maðurinn skiptir meira má’i
en fötin, sem hann klæðist, eða
húsið, þar sem hann á heima.
Þrátt fyrir aldur, virðingu, sögu
og minjar skólahússins við Lækj
argötu er það ekki höfuðatriðið,
heldur stofnunin, sem á þar
heima. Hún er lifandi eins og
maðurinn, skipuð ungu fólki,
sem henni er falið að koma til
þroska og mun síðar meir tak-
ast á hendur hín mikilvægustu
störf í þágu þjóðarinnar. Þarfir
stofnunarinnar, skólans, eru um
fram allt þarfir þessa fólks, og
húsakynnin mega ekki bröngva
kosti þess, hversu kær sem þau
kunna að vera. Menn unna æsku
heimilum sínum, en láta það
þó ekki standa fyrir hinu að
endurreisa þau, þegar þess er
þörf, jafnvel flytja þau um set.
Jón Á. Gissurarson skyldi ekkl
ætla, að ég hafi af eintómri
léttúð og nýjungagirni hrapað
að því að vilja flytja skólann
brott frá þeim stað, þar sem
hann hefir átt heima í fulla öld.
Ég segi það dagsatt, að lengi
vel fannst mér slíkt ekki taka
neinu tali. Síðar varð ég að láta
mér skiljast nauðsyn þessa, og
ég býst við því, að hver, sem
með fullri ábyrgðartilfinningu
reynir að gera sér grein fyrir
framtíð skólans, stofnunarinnar,
komist fyrr eða síðar að sömu
niðurstöðu. En er menn hafa
hugsað þessa hugsun til enda,
virðist ekki skipta öllu máii,
hvar skólinn er settur niður,
ef hlítandi er við hinn nýja stað
á annað borð. Og það er vist,
að hvorki ég né aðrir kennarar
skólans mundu sársaukalaust
flytjast brott úr menntaskóla-
húsinu við Lækjargötu. Læt ég
svo þessum umræðum lokið um
sinn. Með þökk fyrir birtinguna.
Menntaskólanum í Reykjavík,
13. marz 1952.
Pálmi Hannesson.
Upplestur Eggerts
Stefánssonar
Á sunnudaginn kemur mun
Eggert Stefánsson söngvari
lesa upp kafla úr ööru hefti
ævisögu sinnar „Lifið og ég“,
en það mun koma út um
næstu mánaðamót. Upplestur
inn fer fram í Gamla Bíó og
hefst kl. 1,45.
Fyrra bindið af ævisögu
Eggerts leiddi í ljós, að hann
er óvenjulega þfandi og
skemmtilegur rithöfundur.
Upplesari er Eggert í bezta
lagi, eins og þeir munu minn
ast, er heyrt hafa óðinn til
ársins 1944. Það mun því vafa
laust fleiri vilja hlusta á upp
lestur hans, en húsrúm mun
leyfa. Menn ættu því að
tryggja sér aðgöngumiða í
tíma, en þeir fást í bókaverzl
unum Lárusar Blöndals, Sig-
fúsar Eymundssonar og ísa-
foldar.
• iiaT^|ii«ilVliiwli!H8NiiiafflN«® •
Auglýsið í Timanum.