Tíminn - 16.03.1952, Side 6

Tíminn - 16.03.1952, Side 6
6. Ti.VÍIN'N'. sunnudaginn 16. marz 1952. 63. bla«> LEIKFELÁGi REYKJAYÍKUR^ I PÍ-Pt-KÍ 1 (Söngur lútunnar). | Sýning í kvöld kl. 8. i Uppselt. | Aðgöngumiðasaja frá kl. 2 = I í dag. i TONl f vahnur til lífsins 1 | s | Vegna fjölda áskorana. Sýn- \ | ing mánudagskvöld kl. 8. —i Aðgöngumiðasala í dag kl. i | 4—7. Sími 3191. Allra síðasta sinn. Niœrin frá Munhattun (The Manhattan Angel) i Mjög eftirtektarverð mynd,; I glaðvær og hrífandi, um; j frjálsa og tápmikla æsku. Gloria Jean, Ross Ford, Patricia White. _____Sýnd kl. 7 og 9.__; Reyhjavíhur- wvintýri Buhha- brwftra Sýnd kl. 3 og 5. NÝJA Bíój „Bahota Lil“ Hörku spennandi ný amerísk j ævintýramynd í litum. Aðalhlutverk: George Montgomery j Rod Cameron Marie Windsor Bönnuð innan 14 ára. j Sýnd kl, 5, 7 og 9. ] ISautaat í Mexico \ Hin sprenghlægilega mynd) með Abbott og Costello Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f.h. BÆJARBIO j - HAFNARFIRD) Vandamál unglingsárunna i j Hrífandi og ógleymanleg | j ítölsk stórmynd. Fullkomin j j að leik, efni og formi, segir | I blaðið Reykvíkingur. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. , i Sýnd kl. 7 og 9. i ! Á Indíáansló&um \ Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. | HAFNARBIOj FRANCIS Óviðjafnlega skemmtileg, ný j amerísk gamanmynd um i asna,’ sem talar!!! Myndin [ hefir hvarvetna hlotið gífur- | lega aðsókn og er talin ein- j hver allra bezta gamanmynd, | sem tekin hefir verið í Am- I eríku á seinni árum. Donald O’Connor Patricia Medina Francis mun enginn gleyma | svo lengi sem hann getur I hlegið. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f.h. ELDURINN( gerir ekkf boð á undan sér. 1 Þeir, sem eru hyggnir, i tryggja strax hjá SAMVIHHIITRY6G1HGUM I ÞJODLEIKHUSID Barnaleikritið Litli Kláus og Stóri Kláus Sýning í dag kl. 15,00. Uppselt. Gullna liliðið Sýning í kvöld kl. 20.00. Aögöngumiðasalan opin; virka daga frá kl. 13,15 til 20. j Sunnudaga kl. 11—20. Sími; 80000. Austurbæjarbíó | Parísarnwtur (Nuits de Paris) j Myndin, sem allir tala um. j j Myndin, sem allir verða að | j sjá. | Bönnuð innan 16 ára. i j_____Sýnd kl. 7 og 9._ f j Á spiinshum slóðum \ ; Hin spennandi litmynd með f Roy Rogers Sýnd aðeins í dag kl. 5. f Sala hefst kl. 11 f. h. § (TJARNARBIO Reillandi lif (Riding High) | Bráðskemmtileg, ný, amer- j i ísk mynd. Bing Crosby, Coleen Gray Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. M : (GAMLA BIOl S s Dóná svo rauð (The Red Danube) | Spennandi og áhrifamikil ný | f amerísk kvikmynd. Walter Pidgeon Peter Lawford Janet Leigh f Bönnuð innan 12 ára. j f Sýnd kl. 5, 7 og 9. | MjaUhvit Sýnd kl. 3. f Saia hefst ki. 11 f.h. ^ j ÍTRIPOLI-BÍó) Á flóttu (He ran ali the way) f Afar spennandi ný amerísk f f sakamálamynd. Jolin Garfield Shelley Winters Bönnuð börnum. Sýnd kl. 9. Gissur hjá fínu fólhi \ (Jiggs and Maggie in Society | f Bráðskemmtileg og spreng- j | hlægileg, ný amerísk gaman- | | mynd byggð á grínmyndaser- f 1 íunni „Gissur Gullrass". f i Þetta er bezta Gissur myndin | Sýnd kl. 5 og 7.. = 0 I Utvarps viðgerðir | | Radiovinnustofnn j VELTUSUNDI 1. Notkun ehurlyf ja (Framhald af 3. síðu.) fræðilBgs eðlis, og ekki sánn- gjarnt að vsérita þess, að’rít- Stjór^r $éu dómbærir á slík efni. Upphaf málsins og með- ferð öíl er b'arinig, að líklegt má telja, að þeim fróðari rriénri i læknisffæði hafi ’urin ið hér að, og þá fremur af per- sónulegri óvild en ríkri á- byrgðartilfinningu. Stjórn Læknafélags Reykja víkur telur það illa farið, að læknisfræðilegri þekkingu skuli þannig beitt til óþurft- ar góðu máli og með þeim hætti, sem á engan hátt sam- rýmist viðurkenndum regl- um í samskiptum lækna. Um áratugi hefir landlækn ir unnið gegn misnotkun nautnalyfja og ekki sætt á- mæli fyrir það til þessa, en andúð greinarhöfundar á land lækni er svo öfgakennd og ofsi hans slíkur, að svo er að sjá, sem hann telji nú, að bar átta landlæknis gegn eitur- lyfjanautn gangi glæpi næst. En til þess að geta veitzt að formanni Læknafélags Reykja víkur, Kristni Stefánssyni, reynist nauðsynlegt að gera hann ábyrgan fyrir því, sem miður kann að fara um með- ferð lækna á eiturlyfjum. Virðist þá ekki skipta máli fyrir greinarhöfund, hvort um nemendur Kristins sé að ræða eða aðra eldri lækna, og heldur ekki hversu mjög það er brýnt fyrir læknastú- dentum að gæta fyllstu var- úðar um meðferð nautna- lyfja. Er því erfitt að verjast þeirri hugsun, að tilefni grein arinnar sé annað og meira en látið er í veðri vaka, og þar sem sérstaklega er ráðizt að þeim mönnum, sem vitað er, að hvorki hafa samúð né sam stöðu með þeim, sem kynnu að hafa tilhneigingu til að umgangast fyrirmæli heil- brigðislaganna óvarlega, þá er í því fólgin sú vísbending um ætterni greinarinnar, að ekki veldur undrun, þó að til- raun sé gerð til að veikja að- stöðu þessara manna, ef á þann hátt mætti takast að bæla niður það, sem enn lif- ir af heilbrigðri réttarmeð- vitund lækna, þrátt fyrir þá miklu mildi, sem nú tíðkast í hinum æðstu dómum. í stjórn Læknafélags Reykjavíkur: Kristinu Stefánsson, Sigurður Sæmundsson, Friðrik Einarsson. 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii11111111111111111111111111111111111111111111111 KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI i 79. DAGUR w CD 2 P CD O CTQ d P a P7* p p o cra CD P 02 »1 H p p & ►3 »—•* 3 p a 5S 2 3 Q. O: w P w o o o jlllllllllllllHIIMIIItllllllllUmilllilllllllllllllllllllllllllllll Skyndilega flaug honum í hug saga, sem hann hafði heyrt. Hinn hálærði læknir í B'örgvinjarhúsi hafði sagt, að stundum bæri það við, er ungar stúikur vissu dauðann óumflýjanlegan, að þær fengju undarlegan glampa i augun og roða í kinnar. Þannig hefði það verið með eina jungfrúna í slotinu. Hún hóstaði mjög, og það kom upp úr henni blóð, en hún varð fallegri og fallegri með hverjum degi — unz hún gaf loks snögglega upp andann. Var það þetta, sem einnig var að gerast með Margréti? Hún reis upp með erfiðismunum og sagði nokkurn veginn rólega: „Hverra erinda ert þú hér, Magnús Heinason? Ertu kominn til þess að gleðjast yr'ir smán minni“? „Ég er kominn til þess að tala við þig, Margrét", svaraði hann. „Þá kemurðu erindisleysu, Magnús Heinason. Við eigum ekkert vantalað". Hann þagði og settist á bekkinn hjá henni. Hún ætlaði að andmæla, en skyndilega var sem hún missti móðinn. Hún gat ekki einu sinni bært varirnar. „Við þurfum urn margt að tala, Margrét", sagði hann og renndi augunum um raka og bera veggi klefans. „Ég á ekki sök l á því, að þú ert lokuö inni í þessu viðbjóðslega greni. Geti ég ráðið því skalt þú látin laus“. „Þú ert göfugur maður“, sagði hún háðslega. „En vertu þess viss, að ég kæri mig ekki um frelsi með þeim skilyrðum, sem þú munt setja. Ég vil heldur svelta í hel en þiggja frelsi af lygara og meinsærismanni". „Ert þú enn þeirrar skoðunar? Þá skil ég ekki hina skriflegu 1 yfirlýsingu þína“. „Hana skilur þú vel, Magnús Heinason. Þig furðar varla á því, þó að bróðir rninn eigi alls kostar við mig, úr því sem komið er“. Magnús beit á vörina. Hqnum kom það að vísu ekki á óvart, þótt hún væri lítt sáttfús. En hún skyldi þó ekki geta raskað ró lians. Með stillingu og vingjarnlegri framkomu vænti hann mests árangurs. „Mig undrar það ekki, þótt þér sé gramt í geði, Margrét. En hvers vegna læturðu það bitna á mér. Ég á ekki sök á vist þinni hér, og ég vann réttan eið í réttinum". „Réttan"? endurtók hún. „Dirfist þú að segja það við mig“? „Já — það geri ég. Þú getur sjálf ekki staðhæft annað". „Lénsmaðurinn kom þér til hjálpar á réttri stundu. Hann lagði spurninguna fram á þann hátt, að eiðurinn yrði þér ekki ofraun. j En allt var þetta aðeins orðaleikur. Ef til vill hefir þetta lagalega ; ekki verið meinsæri, en í mínum augum ertu lygari og meinsæris- maður samt sem áður“. Hún þagnaði skyndilega og dró andann þungt. Svo fékk hún skyndilega hóstakast. Það leið nokkur stund, áður en hún gat haldið áfram: „Þú ert auvirðilegur lygari — þú hefir svipt mig ærunni, og þunga þess verks verð ég ein að bera. Að vandlega athuguðu máli vannst þú eið, sem var í eðli sínu rangur, og þú dirfðist meira að segja að krefjast skaðabóta af manni mínum.... Ég formæli þér....ég hata þig....guð skal vera mitt vitni.... Fordæming mín skal fylgja þér til hinztu stundar, og þú skalt aldrei framar öðlast frið né ró á þessari jörðu“. Hann þreif í öxl henni: „Þegiðu, Margrét — þegiðu"! Það brann eldur svo skefjalauss haturs úr augum hennar, að hann hörfaði frá henni. Hún formælti honum. í mörg ár hafði önnur formæling fylgt honum. Nú bættist þessi við. Andartak gat hann ekki hugsað skýrt. Hann hafði þorað að horfast í augu við sérhverja hættu, sem á leið hans hafði orðið um ævina, en af mætti slíkra formælinga hafði hann óskiljanlegan geig. Hin illu, ósýnilegu öfl var honum um megn að berjast við. Hann heyrði ekki angistarkvein hennar, er hann nísti axlir hennar, svo fjarri var hugur hans. Hún var orðin náföl og hætt að veita mótspyrnu. Magnþrota lokaði hún augunum og lét hallast upp að honum. Þessi óvænta hreyfing hennar vakti hann til fullrar meðvitundar. Hann losaði takið. „Formæltu mér ekki, Margrét", sagði hann ringlaður. „Ég hefi verið mjög ranglátur, og ég bið um fyrirgefningu þína. Sökin var okkar beggja....“ Hún hvíldi nú þétt við brjóst hans, algerlega viljalaus. Hend- urnar titruðu ofuriítið, en hin djúpa rödd hans virtist sefa hana mjög. Ósjálfrátt reyndi hún að hamla gegn þessum undarlegu áhrifum, sem hún varð fyrir, en svo gafst hún upp og gaf sig á vald algerlega nýrri sældartilfinningu, sem fyllti hug hennar. Aðeins ein ósk átti rúm hjá henni: Að hann héldi áfram að tala — tala.... „Eitt sinn elskaðir þú mig, Margrét, og þá getur þú ekki for- mælt mér nú, er ég bið þig um fyrirgefningu. Ég vil hjálpa þér, og það er bezt fyrir alla, að friður sé saminn með okkur, því að....“ Hann þagnaði skyndilega, en það var eins og hún hefði ekki heyrt orð hans. Hann laut niður að henni og spurði lágum rómi: „Heyrir þú, hvað ég segi, Margrét"? Hún svaraði ekld, og þá renndi hann hendinni um hár henni og endurtók spurningu sína innilegri rómi en áður, og nú kom svar hennar — aðeins hvísl: „Já, Magnús — ég heyri....“ Hann kipptist við, og skyndilega varð honum mjög órótt. Hann fann, að hún þrýsti höndunum um axlir honum, og hann reyndi með lagni að losa sig úr faðmlögum hennar. Hann langaði til þess að hrista hana af sér, flýja út úr klefanum. En hann ákvað samt að gera annað. Ef hann færi nú frá henni, var ekki góðs að vænta. Þetta, sem nú hafði gerzt, var annað en hann átti von á. Honum tókst að nokkru leyti að leyna, hve vandræðalegur hann var.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.