Tíminn - 18.03.1952, Side 8
„ERLEIVr YFIRLIT44 í DAG:
Aðstoð Bandaríkjjanna
36. árgangrur.
Reykjavík,
18. marz 1952.
64. bla3.
McCormick ræddi við
ríkisstjórnina í gær
Póíur Eggerz, sendiráðunaiitm*, fulltrúi
Islands gagnvart yfirflotaforing'janum
Eins og blaðið skýrði frá á sunnudagrmn hefir Lynde Mc-
Cormick yfirflotaforingi Atlanzhafsbandalagsins og Wílliam
Andrews, flotaráðsforingi, dvalizt hér á landi um helgina og
í gær ræddu þeir m.a. við ríkisstjórnina.
Laust fyrir hádegi í gær
ræddi yfirflotaforinginn og
við fréttamenn í skrifstofu
utanríkisráðuneytisins eftir
að hann hafði rætt við ut-
anríkisráðherra. — Hann
mun hafa haldið af stað vest-
ur um haf flugleiðis í nótt.
Ávarp yfirflotaforingjans var
á þessa leið:
„Mér er það sérstök á-
nægja að koma í heimsókn
til íslands og votta íslenzku
þjóðinni virðingu mína vegna
hins merkilega hlutverks
hennar í sögu hinna frjálsu
þjóða. Alþing yðar er for-
móðir þjóðþinganna, stjórn-
ai-hættir yðar eru gott dæmi
um iýðræði í framkvæmd, og
íslendingar hafa sýnt, hvern
ig þjóð getur lifað í frMSi og
eindrægni við allar þjóöir
heims. Aðrar þjóðir geta lært
mikið af íslandi.
Undanfarna mánuði hefi ég
notið mjög ánægjulegra sam
skipta við Pétur Eggerz, full-
trúa yðar í hermálaneínd
Atlanzhafssvæðisins.
Ég hefi komið hingað til að
kynnast rikisstjórn yðar og
starfsmönnum hennar og
ræða við þá um hina sameig-
inlegu ábyrgð vora á Atlanz-
hafssvæðinu. Mér þykir enn-
fremur vænt um að fá þetta
tækifæri til að ræða við yf-
œmmmmt
rnwmm t
Kosninganeínd S.Þ.
komin til Bonn
Nefnd sú, sem skipuð var
á allsherjarþingi S.Þ. síðast
til að athuga möguleika á
frjálsum kosningum í Þýzka-
landi öllu, kom í gær til
Bonn, og ræddi Kristján
Albertsson, formaður nefnd-
arinnar við fréttamenn. Hann
sagði, að hlutverk nefndar-
innar væri það eitt að kanna
jarðveginn til slíkra allsherj
arkosninga og skýra síðan S.
Þ. frá niðurstöðunni. Hann
sagði, að svar hefði ekki enn
borizt frá hernámsyfirvöld-
um og stjórn Austur-Þýzka-
lands um það, hvort nefnd-
inni væri heimilt að fara
þangað, en ef svo yrði ekki,
væri ekki um annað að gera
fyrir nefndina en að hverfa
heim við svo búið og tilkynna
S. Þ. niðurstöðuna, því að för
nefndarinnar til Austur-
Þýzkalands væri höfuðskil-
yrði þess, að henni mætti tak-
ast að leysa hlutverk sitt af
hendi. Adenauer forsætis-
ráðherra hefir heitið nefnd-
inni öllum stuðningi í starfi
og skipað nefnd fjögurra ráð-
herra úr ráðuneyti sínu henni
til aðstoðar. Nefndin mun fara
til Berlínar á fimmtudaginn
og dvelja þar um sinn, en hún
hefir ekki látið neitt uppi um
það, hve lengi hún hyggist að
bíða svars austurþýzkra yf-
irvalda. —
McCormick, yfirflotaforingi
irmann varnarliðsins á ís-
landi, Edward J. McGaw, hers
höfðingja.
| Rem þátttakendur í Norð-
j ur-Atlanzhafsbandalaginu
'munum vér með festu fram-
kvæma sameiginlegar skuld-
bindingar vorar, þær að varö-
, veita frið og frelsi, sem ís-
, lendingar hafa jafnan-látið
sér &nnt um.“
I Auk þess sagði yfirflota-
foringinn, að ísland ætti ekki
að þurfa að óttast fremur en
önnur lönd Atlanzhafsbanda
lagsins, þótt til ófriðar kæmi,
ef bandalaginu tækist að
leysa hlutverk sitt af hendi
svo sem til væri ætlazt.
Hádegisverðarboð að
Bessastöðum.
Síðan sat yfirflotaforing-
ínn og fylgdarlið hans há-
degisverðarböð að Bessastöð-
um, en eftir hádegið átti
hann fund með ríkisstjórn-
inni, utanríkismálanefnd og
fleiri fulltrúum íslands.
Bevan vegur hart
til beggja handa
Á fundi miðstjórnar brezka
verkamannaflokksins í fyrradag
flutti Bevan langa og ýtarlega
ræðu um stefnu sína og ágrein-
ing þann, sem hann hefir gert
við aðalstjórn flokksins á þingi.
Ræða hans var mjög sköruleg
og vakti óskipta athygli. -í ræðu
þessari deildi hann hart á stefnu
Bandaríkjanna í vígbúnaðarmál
um og undaniátssemi Breta við
hana. Hann sagði, að komið væri
mál til að heyrðist em sönn rödd
jafnaðarmanns, sem hvorki
mælti fyrír nmnn Rússa né
Bandaríkjamanna. Hann deildi
og hart á Rússa, en taldi banda
ríska stjórnmálamenn ekki búa
yfir þeirri reynslu og þekkingu
í stjórnmálum, sem forustuþjóð
hinna vestrænu landa þyrfti að
hafa. Leiðin til lausnar væri
meðalvegur og Bretar byggju
enn yfir mestri hæfni til lausn
ar varrdamálunum.
Yilja byrja á dval-
arheimili aldraðra
sjómanna í vor
Fulltrúaráð sjómannadagsins
hélt aðalfund á sunnudaginn.
Formaður þess er Henry Hálf-
dánarson.
Byggingarsjóður dvalarheimil
is sjómanna er nú þrjár milljón
ir króna, og efldist hann um
hálfa milljón á síðastliðnu ári.
Honum bárust margar stórgjaf-
ir. Ingiríöur Vigfúsdóttir í Sand
gerði, sem andaðist í Hafnar-
firði, arfleiödi hann að húsi sínu
Sæhvoli í Sandgerði. M. Jessen
skólastjóri gaf honum Buick-
bifreið. Fyrir þessar gjafir og
aðrar ónefndar vill sjómanna-
dagsráðið þakka, og svo Einari
Jónssyni, framkvæmdastjóra
kabarettsins, fyrir starf hans,
sem færði miklar tekjur.
Umræður urðu um byggingu
dvalarheimilisins, sem á að
reisa á Laugarásnum, og er á
það treyst, að fjárfestingarleyfi
fáist til þess að byrja byggingu
í ár.
1 stjórn voru endurkosnir
Henry Hálfdánarson formaður,
Þorvarður Bjömsson gjaldkeri
og Pétur Óskarsson í Hafnarfirði
ritari, en varamenn í stjórn
Sigurjón Einarsson í Hafnar-
firði, Pétur Jónasson og Jens
Stefánssonj. í byggingarhefnd
voru endurkjörnir Björn Ólafs,
Sigurjón Á. Ólafsson og Henry
Hálfdánarson, en til vara Þor-
varður Björnsson, Sigurjón Ein-
arsson og Böðvar Steinþórsson.
Nú er á döfinni happdrætti
til eflingar byggingarsjóðnum.
Eru vinningar tuttugu en dregið
1. apríl.
Carl Carlson telur að villi-
Líklegt að fár hafi eytt þeim á nokkriun
stöðum þar sem þeir voru áður mýmargir
„Villiminkunum hefir áreiðanlega fækkað, að minnsta
kosti á sumum svæðum, þar sem þeir voru þéttbýlir fyrir
nokkrum árum eða misserum, og ég get enga fullnægjandi
skýringu fundið á því aðra en þá, að um fár hafi verið að
ræða,“ sagði Carl Carlson, er hann leit inn í skrifstofu
blaðsins í gær.
f minkastofn sem er hér á
Carl hefir nú til umráða
Landrover-bíl, sem hann not-
ar í ferðum sínum við minnka
veiðarnar. Hann á nú einn-
ig þrjá ágæta hunda, sem eru
hinir slyngustu minkabanar.
Ber minna á minknum.
Að því er virðist, ber nú
minna á minknum ,en áður,
og fregnir um skaða af hans
völdum eru nú fátíðari. Lít-
ill vafi er á því, að fyrir ein-
um tveimur árum var mjög
mikið af mink á vissum svæð
um, en hefir nú fækkað stór-
lega eða því nær horfið þar
sums staðar, án þess-að hon-
um hafi fjölgað til muna í
nágrenni þeirra. Veiðarnar
geta ekki verið einhlít skýr-
ing á þessu og telur Carl, að
fár hljóti að hafa komið í
stofninn sums staðar. Það er
og margt sem bendir til þess.
Gömul minkabæli finnast í
stórum stíl, þar sem pú er eng
inn minkur, og dauðir mink-
ar hafa af og til fundizt.
Er nú á takmörkuðum
svæðum.
Carl telur, að hinn villti
l landi, sé nú á tiltölulega tak-
jmörkuðum svæðum og hafi
I ekki breiðzt verulega út síð-
' ustu misserin. Helzt er hann
(Framh. á 7. síðu).
,Þess vegna skiljum við’ eft-
ir Kamban sýnt á fimmtudag
Þjóðleikhúsið hefir frumsýningu á sjónleiknum „Þess
vegna skiljum við,“ eftir Guðmund Kamban á fimmtudags-
kvöldið. Leikurinn er í þýðingu Karls ísfelds. Leikstjóri er
Haraldur Björnsson.
Þetta er fyrsta leikrit, sem
Þjóðleikhúsið sýnir eftir
Kamban. Leikrit þetta var
sýnt í konunglega leikhúsinu
í Höfn 1930 og hlaut ágæta
dóma og mikla aðsókn. Það
er ritað að mestu eftir leik-
ritinu „Arabisku tjöldin,“
sem áður hafði verið leikið í
Dagmarleikhúsinu.
Leikur þessi er léttur og
skoplegur en með alvarleg-
um undirtón. Hann gerist nú
á tímum í Kaupmannahöfn
og lýsir fólki af íslenzkum
ættum. Hann er í þremur
þáttum.
Leikendur.
Leikendur eru þessir: Arn-
dís Björnsdóttir, Indriði
Waage, Regína Þórðardóttir,
Róbert Arnfinnsson, Baldvin
Halldórsson, Inga Þórðardótt-
ir, Ragnhildur Steingríms-
dóttir, Hildur Kalman, Gest-
ur Pálsson, Haraldur Björns-
son, Þóra Borg, Gerður Hjör
hefir ofurlítið fyrir-Þjóðleik-
húsið, vegna þess, að.aðalleik-
tjaldamálarinn, Lárus Ing-
ólfsson, kemst ekki,;,yfir það,
sem hann þarf að gera, þar
sem hann þarf einpig að sjá
um búninga. -
Sliínað upp úr samn
ingum í Persíu
Talið er, að samningsviðræð-
ur þær, sem undanfarna tvo
mánuði hafa staðið yfir með
hvíldum milli fulltrúá alþjóða-
bankans og persnesku stjórnar-
innar í Teheran, séu með öllu
strandaðar. Náðst héfir sam-
komulag um ýmis minni háttar
atriði en strandað á þrem þýð-
ingarmestu atriðum, sem eru
þessi: Persneska stjórnin vill fá
hærra verð en bankinn vill á-
byrgjast, persneska stjórnin vill
leifsdóttir og Margrét Guð- '• ekki taka brezka sérfræðinga til
mundsdóttir.
Leiktjöldin hefir Lothar
Grund málað. Það er þýzkur
leiktjaldamálari, sem starfað
olíuvinnslunnar, og samkomulag
hefir ekki náðst um hlutdeild
bankans í stjórn vinnslunnar og
hlutdeild í arði af rekstrinum.
Framsóknarvisíin
Eins og auglýst hefir ver-
ið í blaðinu verður Fram-
sóknarvist í Breiðfirðinga-
búð n. k. fimmtudagskvöld
og hefst hún kl. 8,30. Húsið
verður opnað kl. 8. — Að-
göngumiðarnir verða seldir
á skrifstofu flokksins, mið-
vikudag og fimmtudag. —
Séra Sveinn Víkingur mun
flytja ræðu. — Menn ættu
að tryggja sér miða sem
fyrst í síma 6066.
Búizt við að búnað-
arþingi Ijúki í dag
Þaö er nú komið að lokum
búnaðarþings og var jafnvel
gert ráð fyrir því í gær, að
þinginu lyki í dag, ef af-
greiðsla síðustu málanna
drægist ekki mjög á langinn.
Þingið hefir afgreitt nálega
öll mál, sem lögð hafa verið
fyrir það, og eru þau um 60
að tölu, en þingskjöl, er þar
hafa verið lögð fram eru rúm
lega hálft annað hundrað.
Guðmundur E. Geir-
dal látinn
Guðmundur E. Geirdal er
látinn, 66 ára að aldri. Hann
var kunnur hagyrðingur, og
hafa komið út ljóðabækur
eftir hann. Hann fékkst við
margt um dagana — meðal
annars var hann kennari,
lögregluþj ónn, sýsluskrif ari
og hafnargjaldkeri. Lengst af
var hann búsettur á ísafirði.
Fleiri Egyptar
dæmdir fyrir
óeirðir
Réttarhöld yfir óeiröarseggj-
unum í Kairó 26. jan. s. 1. halda
enn áfram. f gær voru fjórir
menn dæmdir í sjö mánaða fang
elsi fyrir að hafa brennt og rænt
amerískt verzlunarhús í borg-
inni. Næstu daga munu allmarg
ir menn verða leiddir fyrir rétt.