Tíminn - 20.03.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1952, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 36. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 20. marz 1952. 66. blað. Allar botnvörpu- og bannaðar innan 4 mílna varnarlínu útaf grunnlínu sem dregin er við yztu eyjar og annes þvert yfir firði og fiéa Míkisstjórnin ga£ úí reglwgerð um málitV í gser samkvæint landgruimslögumim frá 1948. Reglugerðin gengur í gildi 15. maí Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra, kvaddi blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá því, að ríkisstjórnin hefði þann dag gefið út reglugerð um verndun fiskimiðanna um- hverfis ísland, og kemur reglugerð þessi i staðinn fyrir reglu- gerð, sem sett var 1950 samkvæmt landgrunnslögunum frá 5. apríl 1948. Var sú reglugerð um verndun fiskimiðanna fyrir Norðurlandi. Samkvæmt hinni nýju reglugerð, sem gengur í gildi 15. mai í vor, er verndarlína umhVerfis landið allt fjór- j ar mílur út af grunnlínu, sem dregin er utan við yztu nes,! þvert yfir firði og flóa. Fréttatilkynning, sem rík- isstjórnin gaf út í gær um þetta mál er á þessa leið: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að afkoma íslendinga byggist mjög á fiskveiðum þeirra umhverfis land sitt. Kemur það greini- legast fram í þeirri stað- reynd, að 95% af útflutningi landsmanna eru sjávaraf- urðir. Hins vegar eru inn- flutningsþarfir landsins hlut fallslega mjög miftlar og af- koma Iandsmanna verður af þeim sökum enn háðari út- flutningnum. Það eru fisk- veiðarnar, sem gera landið byggilegt og íslendingar hafa því með vaxandi ugg fylgzt með síaukinni of- veiöi og þverrandi aflafeng á fiskimiðunum umhverfis landið. Hinn 22. apríl 1950 var gefin út reglugerð um vernd un fiskimiða fyrir Norður- Framsóknarvistin Framsóknarvistin hefst í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 í kvöld. Sr. Sveinn Víkingur flytur ræðu. Að Iokum verð- ur dansað. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu flokksins, Lindar- götu 9A í dag. Síldariðnaður á Þórshöfn? Ólafur og Sveinn Jónssynir í Sandgerði, Ingvar Vilhjálmsson og Jón Sveinsson útgerðarmenn í Reykjavík og fleiri auglýsa í síðasta Lögbirtingarblaði stofn- un Mána, nýs hlutafélags á Þórs höfn. Á fyrirtæki þetta að hafa með höndum síldarsöltun, síld arbræðslu, niðursuðu, útgerð, kaup og sölu síldar og annarra sjávarafurða og iðnað í því sam bandi, samkvæipt því, er í til- kynningunni stgftr. Iandi á grundvelli laga nr. 44 frá 5. apríl 1948, um vís- ! indalega verndun fiskimiða 1 landgrunnsins, þar sem ráð- j herra er heimilað að setja reglur er gilda skuli á fiski-! miðum landgrunnsins. Síð- an hafa verið í athugun frek ari ráðstafanir til að forða fiskimiðunum umhverfis landið frá þeirri tortímingu,1 sem þeim hefir Iengi verið búin. 4 mílna varnarlína. Var í dag gefin út reglu gerð, sem kemur í stað reglu gerðarinnar frá 1950. Heitir hún reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis ísland. Efni hennar cr það, að dreg in er grunnlína umhverfis landið frá yztu annesjum, eyjum og skerjum og þvert yfir mynni flóa og fjarða, en síðan sjálf markalínan 4 mílur utar. Á þessu svæði eru bannað'ar allar botn- vörpu- og dragnótaveiðar jafnt íslendingum sem út- lendingum og útlendingum einnig hvers konar aðrar veiðar. Þá segir einnig, að atvinnumálaráðuneytið geti takmarkað fjölda veiðiskipa og hámarksafla hvers ein- staks skips, ef það telur að um ofveiði verði ella að j ræða, og að sækja verði um Ieyfi til sumarsíldveiða fyr- ir Norðurlandi eins og verið ; hefir. Loks eru sett refsiá- kvæði í samræmi við bráða- j birgðalög um það efni. Reglu ; gerðin er gefin út samkv. j landgrunnslögunum frá j 1948 og gengur hún í gildi 15. maí 1952.“ Ný ákvæði um viðurlög. í gær gaf ríkisstjórnin einn ig út ný bráðabirgðalög um breytingu á landgrunnslög- unum frá 1948 þar sem sam- ræmd eru ákvæði um viður- lög eins' og þarf til fram- kvæmdar hinnar nýju reglu- gerðar. Ólafur Thers atvinnumála- ráðherra, flutti útvarpsræðu (Frámh. á T. síðu). Mvndin sýnir hina nýju varnarlínu umhverfis fsland. Innri línan er hugsuð grunnlína dregim um yztu annes og eyjar við strendur landsins. en ytri línan er varnarlínan, dregin fjórurrr. inííuni utar. Innan þeirrar línu verður öll botnvörpu- og dragnótaveiði jafnt erlendra sem inn- lendra bönnuð. Þessi nýja varnar- og verndarlína er sett samkv. landgrunnslögunum frá 1948, Verndarsvæðið umhverfis Island verður erfiðara til varnar en fyrr Itæít við Pálma Loftsson, yffrm. landhelg* isgæzlunnar, um viðhorfið i þeim málum im Blaðið átti tal við Pálma Loftsson, yfirmann landhelgis- gæzlunnar um þessi mál í gær og spurði hann um álit hans á Iandhelgisvörnum eftir að stækkun verndarsvæðisins um- hverfis Iandið gengi í gildi. — Eg get ekki auðveldlega svarað þeirri spurningu að svo komnu máli, þar sem ég hefi ekki enn athugað legu hinnar nýju varnarlínu, sagði Fálmi, en það er augljóst, a'ð varnirnar verða því erfiðari, sem verndarsvæðið er stærra. Þótt línan sjálf sé kannske ekki lengri en fyrr, kemur það í sama stað niður, því að verndarlína þessi er ekki eins og girðing. Þar koma til marg ar ástæður. Lands nýtur ekki. Nú liggur linan lengra und- an landi og af því leiðir, að ekki verður notið eins þess stuðnings, sem hægt er að hafa úr landi og af landinu á margan hátt. Þótt linan liggi nú utar, nær hún á fá- um stöðum út fyrir þau mið, sem togarar hafa sótt á, svo að ekki eru líkur til, að ásókn *?rlendra skipa á miðin um- hveríis landið minnki aö mun. Er því augljóst, að skip- in verða að veiðum við varn- arlínuna sem fyrr oft og ein- att. Varnirnar gætu því að- eins orðið auðveldari, að stækkunin væri svo mikil, að línan lægi utan helztu togara miðanna á landgrunninu, og þfess vegna væri erlendum skipum lítill fengur að því að sækja á íslenzk mið. Hraðfærari tæki. En hvaö sem um gæzluna er að segja, er það' augljóst, að til hennar þarf umfram allt hraðfærari tæki en áður, og þá helzt flugvélar og stór og harðskreið skip, en verð- ur ekki í sama mæli hægt að notast við litla báta til gæzl- unnar og verið hefir. Léttir á ef dragnóta- bátar hætta. Hins vegar getur það orðið allmikill léttir við gæzluna, ef dragnótaveiði vélbáta hætl- ir með öllu eftir að hin nýja skipan gengur í gildi, því a? þeir hafa að undanförnu ver- ið landhelgisgæzlunni eimu, erfiðastir viðfangs. Kemui. það kannske til mótvægis vií aukna erfiðleika af stækkur. verndarsvæðisins. Annars mun reynslan eir.. geta skorið úr um það, hvf varnirnar reynast erfiðar, og: væntanlega mun það koma brátt í ljós, eftir að reglu- gerðin gengur i gildi. Skemmdir við Laxárbrú i Kjós í fyrrinótt féll brúarvæng- ur sunnan Laxárbrúar í Kjós frá, og uppfyllingin hrundi, svo að umferð stöðvaðist. Var brúarvængurinn ekki tengd- ur við brúna með' járnum, og hefir verið að springa frá smám saman að undanförnu og loks látið alveg undan, nú er frostið fór úr. í gær var unnið að bráða- birgðaviðgerð, og var búizt við, að henni lyki í gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.