Tíminn - 20.03.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1952, Blaðsíða 2
.-\V. riiV/-.H iT TIMINN, fimmtudaginn 20. marz 1952. 66. blað; Tvö hreindýr enn í eldi á bæj- unum Eyjólfsstöðum og Berufirði Tvö hreindýr eru enn í haldi í Berufirðinum, en eins og blað- ið skýrði frá fyrir nokkru náð- ust þar í vetur þrjú hreindýr, og tekin í hús. Voru tvö þeirra á Eyjólfsstaðum, en eitt í Beru- firði. Náðist eitt af .þessum dýr um á sundi í firðinum — var eit uppi á bát, unz því daprað- ist sundið. Hafa fengið leyfi til þess að hafa dýrin heima. Það er óleyfilegt að taka þann ig villt hreindýr í hald, en bænd urnir í Berufirði og á Eyjólfs- stöðum hafa fengið leyfi hlut- aðeigandi yfirvalda til þess að hafa þau heima við fram á vor- ið. Þykir hið mesta nýnæmi að hafa hreindýr í húsi og gaman að kynna sér hætti þeirra og spekja þau. Eitt hreindýrið sálaðist. Vafasamt er þó, hversu vel hinir nýju lifnaðarhættir eiga við hreindýrin, og annað hrein- dýrið, sem var á Eyjólfsstöðum, sálaðist fyrir nokkru. Ekki ef vitað, hvað varð því að meini. Tjóðruð úti á daginn. Hin tvö, sem lifa — annað á Eyjólfsstöðum, en hitt í Beru- firði, — virðast hins vegar við beztu heilsu. Illa láta þau þó við töðu eða heyi yfirleitt, en á daginn eru þau tjóðruð úti, og nærast þau þá einkum á lyngi og mosa. Grípa ekki í jörð meðan verið er hjá þeim. Þótt hreindýrin séu mjög farin að spekjast og orðin meðfærileg, eru þau enn allduttlungafull. Þegar þau hafa verið tjóðruð í haganum, snerta þau ekki jörð, ef staðið er yfir þeim, en fara að nasla í sig, er þau eru yfir- gefin. Er það sjálfsagt eðlislæg styggð og tortryggni, sem veld- ur því, að þau eru á varðbergi á meðan maður er í nálægð. Hreindýrin dreifa sér _ austur á bóginn. Hreindýrin hafa ekki verið hversdagsgestir í Berufirðinum, og þess vegna hefir koma þeirra þótt enn skemmtilegri viðburð ur þar í byggðarlögunum. Á hinn bóginn virðist sem hreindýrin, sem verið hafa á öræfunum norðaustan Vatna- jökuls, séu farin að dreifa sér allmikið austur á bóginn, eins og Friðrik Stefánsson á Hóli í Fljótsdal skýrði frá í viðtali við blaðið í haust, en hann hefir eftirlit með hreindýrastofnin- um. Stefnir sýnilega að nýju landnámi hjá nokkru af hrein dýrastofninum á fjalllendinu austur af upptökum Kelduár og Jökulsár í Fljótsdal. Má því ekki telja ólíklegt, að hreindýrin muni á komandi vetrum leita niður í byggðirnar í sunnan- verðri Suður-Múlasýslu og jafn vel suður í Lón. Ekki laust við öfund. Blaðið hefir orðið vart við það, að ekki er alveg laust við, að sumir öfundi Múlasýslunga af því, að allur hreindýrastofn landsins skuli lifa á þeirra af- réttum. Ýmsa aðra langar til þess, að þessi harðgerðu og fallegu dýr væru víðar á land- inu, og fleiri byggðir gætu átt von á því að sjá þeim stöku sinnum bregða fyrir í heimahög um. En það er önnur saga. Lóan er komin að kveða burt snjóinn Fréttaritari Tímans í Staðar- sveit skýrir frá því, að á einum bæ þar í sveitinni hafi heiðlóa sézt 13. marz. Hefir sú verið mjög snemma á ferðinni, ef hún hefir þá ekki haft vetur- setu á Snæfellsnesinu að þessu sinni. „Lóan er komin að kveða burt snjóinn", sagði Páll Ólafsson. Einmitt þegar lóan sást var snjói-inn, sem óðast að bráðna og svellin að meyrna, því að upp úr miðgóu gerði einmunatíð, sem enzt hefir síðan, en frá áramótum hafði veturinn ver- ið allstrangur, snjóa- og svella lög mikil og lengst af jarðbönn. En að undanförnu hefir verið vorblíða, svo að leyst hefir óð- fluga af láglendi og haginn kom ið grænn undan klakanum. Hin snemmkomna lóa hefir því ver ið vonum heppnari, þótt hún væri á ferðinni með kvæðagerð sína á sjálfri góunni. Útvarpib ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI. Franskt kvikmyndafélag var að búa til kvikmynd, sem gerð ist í grárri forneskju, og í henni birtust ýms tröllaukin dýr, sem eru fyrir löngu út- dauð á jöðunni. Það var tiltölu lega auðvelt að búa til eftir- líkingar af þessum útdauðu dýr um, en það var meiri vandi að finna og framleiða hljóð, sem hæfðu þessum óhijgnan- legu fornaldarkvikindum, sem meðal annars var til ætlazt, að öskruðu svo hroðalega, að það skyti fólki skelk í bringu. Loks fannst þó hæfileg lausn. Grammófónplata með ræðu eftir Hitler var spiluð aftur á bak mjög hratt. Utvarpið í dag: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis- útvarp. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Dönskukennsla; II. fl. — 19,00 Enskukennsla; I. fl. 19,25 Tón- leikar: Danslög (plötur). 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 íslenzkt mál (Björn Sigfússon háskólabókavörður). 20,35 Tón leikar: Strengjakvartett eftir Raval (Björn Ólafssön, Josef Felzmánn, Jón Sen og Einar Vig fússon leika). 21,05 Skólaþáttur inn (Helgi Þorláksson kennari). 21,30 íslenzk tónlist: Dómkirkju kórinn í Stuttgart syngur lög eftir Hallgrím Helgason (plöt- ur). 21,50 Upplestur: Karl Sig- urðsson leikari les kvæði. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíusáimur (33). 22,20 Sin- fónískir tónleikar (plötur). 23,15 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Ki. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 18,15 Framburðar- kennsla í dönsku. 18,25 Veður- fregnir. 18,30 íslenzkukennsla; I. fl. 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Kvöldvaka: a) Guðni Jónsson magister flyt- ur þátt af Barna-Ai-ndísi. b) Ás mundur Jónsson frá Skúfsstöð- um les tvö hafískvæði eftir Matthias Jochumsson. c) Sunnu kórinn á ísafirði syngur; Jónas Tómasson stjórnar (plötur). d) Jón Þoi-varðsson prófastur í Vík flytur frásöguþátt: „Yfir kaldan eyðisand“. e) Thorolf Smith blaðamaður flytur erindi um ís- lenzka glímu. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálm- ur (34). 22,20 Tónleikar: Endur tekin lög (plötur). 23,00 Dag- skrárlok. ; afg TILKYNNING Vér viljum hér með vekja athygli heiðraðra viðskipta- vina vorra á því, að vörur, sem liggja i vörugeymslu- húsum vorum eru ekki vátryggðar af oss gegn eldsvoða, og ber vörueigendum sjálfum að brunatryggja vörur sínar, sem þar liggja. H.f. Eimskipafélag Kslands Eigendur AUSTIN-bifreiða Það hefir orðið að samkomulagi að H. f. Ræsir taki tii viðgerða AUSTIN fólks- og vörubifreiðir. Munu þeir leggja áherzlu á að framkvæma að- gerðir í samræmi við kröfur verksmiðjunnar. Vekstæðið á Hvefisgötu 6 hefir jafnframt auk- ið möguleika til viðgerða og getur mætt auknum kröfum. j Garhar Gíslason h.f. Samkvæmt ofanrituðu höfum vér tekið að oss viðgerðir á Austin-bifreiðum. Væntanlegir viðskiptamenn eru vinsamlegast beönir að hafa tal af verkstjórum vorum. I ! H.f. Ræsir Skaptfellingar kvik- mynda heimbyggð sína Á aðalfundi Skaftfellmgafélagsins í Reykjavík 1949 var kosin nefnd til þess að athuga og gera tillögur um kvikmyndun af Skaftafellssýslum. Var þetta mál síðan athugað og rætt allræki- j lega. Kom þegar í ljós að kostnaður yrði svo mikill, að félagið sjálft gæti ekki tekið málið að sér eins fljótt og skyldi. 2+4 HAAG-DOMURINN t o u M o íslenzk þýðing á dóminum í landhelgisdeilu Breta j J og Norðmanna fæst í neðantöldum bókaverzlunum: (verð 15 kr.) Rókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju, Bókabúð Braga Brynjólfssonar. i Þess vegna var ákveðið á síð- asta aðalfundi að efna U1 sam taka með Skaftfellingum í Reykjavík og annars staðar um framgang þessa menningarmáls Var boðað til stofnfundar þess- ara samtaka sunnudaginn 16. marz og einnig leitað til Skaft 1 fellinga um fjárframlög. Á þess um fundi var síðan stofnaður kvikmyndasjóður Skaftfellinga, sem er deild innan Skaftfellinga félagsins. Stjórn hans var kjörin til næsta aðalfundar, og eiga þessir sæti í henni Haukur Þory leifsson, formaður Skaftfellinga félagsins, Benedikt Stefánsson,1 gjaldkeri Skaftfellingafélagsins, Ólafur Pálsson frá Heiði, Björn Magnússon prófessor og Jón Aðalsteinn Jónsson, cand. mag. Kvikmvndasjóður. j Skaftfellingar hafa þegar sýnt mikinn áhuga á þessu máli, því ^ að rúmlega 20 þúsund krónur i söfnuðust á fundinum, og eiga j margir eftir að leggja fram fé í þessu skyni. Væntir stjórn sjóðsins þess, að menn svari ( fljótlega beiðni hennar um fjár styrk, því að ætlunin er að hraða i málinu eftir föngum. I Sýnir svip héraðsins. | Ætlazt er til, .að kvikmynd þessi sýni í sem skýrustum drátt dm landslag og sérkenni, at- vinnulíf, húsakost og húsbúnað. Einnig er gert ráð fyrir að eftir föngum verði seilzt sem lengst afJ/~*" í tímann t. d. með því að sýna sjósókn á árabátum, ferða- lög og lestaferðir um sanda og stórvötn meltak og þau störf, sem að því lýtur.smalamennsku, fjárrekstra, fugla- og selatekju, svo og annað það, er markvert þykir og sérkennilegt er fyrir þessi byggðárlög. Stjórnin mun skrifa félags- samtökum og einstaklingum heima í sýslunum um þetta allt, þ^gar nánar verður séð, hvað gert verður á sumri komanda. Jarðskjáiftar í nágrenni Etnu 1 gær gerði allsnarpan jarð- skiálfta í nánd eldfjallsins Etnu á Sikiley, og vai-ð af mikið tjón, einkum við suðurhlíðar fjalls- ins. Þar fórust tveir menn en um 50 særðust. Fjöldi manna missti hús sín í jarðskjálftan- Bólstruð húsgögn SVEFNSÓFFAR af nýrri gerð ódýrir. ARMSTÓLAR þrjár geröir. SÓFASETT útskorin og albólstruð, mörg módel Glæsilegt úrval af áklæði. lm m Kjartansgötu 1. — Sími 5102. 'W.V.V.V.'.V.’.V.V.V.V.V.V.Y.'.V.V.V.V.VV.V.V.V.V í í ■. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig, með heim- ;• sóknum og heillaskeytum og á annan hátt á níræðis- í; í; afmæli mínu, 14. marz s.l. — Guð blessi ykkur öll. I; Sigurður Þorsteinsson, Hólsseli, Fjöllum. V.V.W.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.VV.V.V.V.W.'AV Áskriftarsími Tímans er 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.