Tíminn - 20.03.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1952, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 20. marz 1952. 66. blað. Pétur Sigurðsson, erLndreki: Orðið er frjálst S Afengissýki og áfengissjúklingar Það er nú fyrst í seinni tíð, að þjóðir eru teknar að gefa ;áfengissýkinni gaum í fullri alvöru. í Bandaríkjunum er áfengissýkin talin vera eitt af hinum stærstu félagslegu vandamálum þjóðarinnar. Á- fengisbölið er áhyggjuefni nargra þjóða, þar á meðal allra nágrannaþjóða okkar ís :tendinga. Mögnuðust er áfeng issýkin í Bandarikjunum, þar aæst í Frakklandi, Svíþjóð og Svisslandi. Um þetta vitna ::annsóknir og skýrslur þess- ara þjóða. En það er þó engin aægðarleikur að fá nákvæm- ar skýrslur um fjölda áfengis sjúklinga hjá hverri þjóð, og oft skakkar á miklu þegar okýrslurnar eru birtar með otuttu millibili. í Svíþjóð er oft talað um 60,000 áfengissjúklinga, þá 100,000, og nú seinast í nóvem aer s. 1. flutti forsætisráðherra 3vía, Tage Erlander, ræðu við opinbert tækifæri, og sagði pá, að samkvæmt því, er bezt yrði vitað, eftir margra ára oannsókn á vegum ríkis- stjórnarinnar, væru í Svíþjóð 200,000 áfengissjúklingar eða menn, sem drekka sér til 'uj óns. Heilbrigðisstofnun Samein- oðu þjóðanna kom á náms skeiði í Kaupmannahöfn í (Dktóber s. 1., um áfengissýk- :ina. Námskeið þetta var fyrir pjóðir Norðurálfunnar. Einn iðal fyrirlesarinn og fræði- maðurinn var þar, dr. E. M. Jellinek, sem er ráðunautur Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Hann er einnig aðal mað :ur þeirrar deildar Yale-há- skólans í Bandaríkjunum, sem sýslar um áfengissýkina og safnar skýrslum um hana meðal allra þjóða. Hann hef- :ir unnið sleitulaust að þessu síðan 1940 og er orðinn heims kunnur sérfræðingur á þessu sviði. Bæði dönsk og norsk blöð hafa skrifað allmikið um þetta þing í Kaupmannahöfn og fræðslustarfsemi dr. Jellineks. Hann flutti fræðslu erindi í Noregi, í Oslóar há- skóla og víðar. Hér verður því stuðst aðallega við upplýsing ar, sem blöð og tímarit hafa veitt um þetta námsskeið og fræðslu dr. Jellineks. Undirritaður hefir áður kynnt íslenzkum blöðum tímarit, sem gefið er út í Nor egi, og heitir, Alkoholspörs- maalet. í ritnefnd þess eru, rektor háskólans í Oslo, prófessor dr. med Otto Lous Mohr, Anton Jenssen skrif- stofustjóri og formaður Bindindisráðs ríkisins, fyrrv. stórþingsmaður, og Olav Sundet, rektor. Að riti þessu standa því merkir og ábyrgir fræðimenn. í síðasta hefti þess birtist mjög athyglisverð ritgerð um áfengissjúklinga í Noregi. Þar er, m. a. vikið að erfiðleikunum við að skrá- setja alla áfengissjúklinga, og einnig sagt frá aðferð Ameríkumanna við slíka skrá setningu. Hvernig er vitað, hve margir áfengissjúkling- arnir eru? Hér á landi eru ekki til neinar heildarskýrslur um á- fengissjúklinga, en Norður- Jandaþjóðirnar hafa reynt að há slíkum mönnum á skrá. Nákvæmar eru þó skýrslur þeirra ekki. í norsku ritgerð- inni, sem áður var vikið að, er þess getið, að 1941 hafi allsherjar áfengismálanefnd talið vera 16,000 drykkju- mapna í Noregi. Nú er talaö um 20 eða 30, jafnvel 40 þús- undir áfengissjúklinga. Einni góðri reglu fylgja Norðmenn, en hún er sú, að einkasala ríkisins má ekki selja ofdrykkjumönnum á- fengi. í lok ársins 1950 voru á skrá (svartalista) hjá einka sölunni 12,179 menn, sem ekki mátti selja áfengi. Þetta er ein heimildarskráin við talningu áfengissjúklinga, en auðvitað mjög ónákvæm. Með aðstoð embættismanna þjóð- arinnar og allra áfengisvarna nefndanna, lögreglu og ýmissa annarra aðilja, er þó hægt að ná til flestra ofdrykkjumanna og vita um ástand þeirra. Og svo er það ■aðferð Ameríku- manna. Dr. Jellinek sagði, að auð- veldast væri að vita um tölu hinna „krónisku“ áfengis- sjúklinga með (complica- tions), og sálar- og líkams- kvilla sem fylgifiska ofdrykkj unnar. í Ameríku er talið að 4. hver ofdrykkjumaður sé „króniskur“. Þeir margfalda þá með 4 og fá þannig út tölu áfengissjúklinga í land- inu, og dr. Jellinek sagði, að sérfróðir menn í Bandaríkj- unum væru sammála um, að þar mundu nú vera um 4 milljónir áfengissjúklinga. En þeim skipta Ameríkumenn aðallega í þrjá flokka. Það eru þessir aumustu, hinir „krónisku“ áfengissjúkling- ar, og svo þeir sem ekki geta talizt til þess flokks, en eru þó orðnir ánetjaðir áfengis- neyzlunni, og í þriðja lagi þeir menn, sem drekka meira en almenningur telur viðeig- andi, bæði með mat og við viss tækifæri, en geta þó ekki talizt ofdrykkjumenn. Þegar dr. Jellinek fyrst tók að safna skýrslum um þetta, árið 1940, stóð hann eðlilega andspænis mörgum og mikl- um erfiðleikum. Hvar átti að draga markalínuna? Hverjir gátu talizt áfengissjúklingar, og hverjir ekki? Þetta er ekki í öllum löndum eins. í Bandaríkjunum er fjórði hver drykkjumaður „krónisk- ur“ áfengissjúklingur, en í Frakklandi annar hver, eða helmingur allra ofdrykku- manna. Þar er fjöldi slíkra sjúklinga, af hverjum 100,000 landsmönnum, meiri en hjá nokkurri annari þjóð. Þetta eru hinir eyðilögðu menn. Næst Frakklandi í þessari geigvænlegu uppskeru áfengis neyzlunnar kemur Ítalía. Það þýðir því ekkert að vitna í vinframleiðslulöndin, sem fyrirmyndir í meðferð „ á- fengra drykkja. í ritgerðum þeim, sem hér er farið eftir, er minnt á það, að Frakkar drekki sig ekki svo mjög drukkna í veitinga- húsunum, það geri þeir heima hjá sér og sjáist því ekki svo oft drukknir á göt- um Parísar. Dr. Jellinek upp- lýsi, að Frakkar drekki mjög mikið af sterkum drykkjum — brennivíni. Þeir séu þar allra þjóða fremstir, að und- anskildum Bandaríkjunum. Áfengissýkin sé mest í borg- unum í Bandaríkjunum, en mest í dreyfbýlinu í Frakk- landi. Það er mikiþ sigur fyrir bindindisstarfið um heim all- an, að sérfróðir menn eru teknir að rannsaka þetta með al margra þjóða og skrásetja það, sem bezt verður vitað um þessi mál. Þá er ekki leng ur hægt að slengja því fram- an í okkur bindiirdismenn, að við förum með staðlausa stafi. Rannsóknir vísinda- mannanna og öll skýrslusöfn un þeirra sannar ótvírætt það, sem við höfum alltaf sagt, að engin þjóð hefir lært að drekka áfengi sér að skað- lausu, ekki einu sinni skað- litlu, heldur er áfengisbölið þar mest, sem áfengið er framleitt og frjálsast og þjóð ir hafa vanizt því lengst, eins og t. d. Frakkar. Eru allir drykkjumenn skapaðir áfengissjúkl- ingar og læknisfræðilegt viðfangsefni? Ritstjóri norska blaðsins, Folket, en hann var einn á- heyrenda dr. Jellineks, segir, að margir menn, einhliða í skoðunum sínum, hafi oft reynt að styðja sig við dr. Jellinek og aðra þekkta sér- fræðinga, því til sönnunnar, að drykkjuskapur sé eingöngu sjúkdómur, 2—3% allra manna séu fyrirfram dæmdir til að verða áfengissjúkling- ar, þeir séu viðfangsefni læknisfræðinnar, og þar með sé málið leyst. En nú höfum við heyrt, seg ir ritstjórinn, hvað dr. Jellinek segir um þetta. Hann segir, að lífsvenjur, skoðanir manna og allt félagslíf valdi miklu um áfengissýkina. Víst sé það rétt, að líkams- og sál- arástand vissra manna sé góð ur jarðvegur fyrir áfengis- sökina, en engin þurfi þó nauðsynlega að verða áfengis sjúklingur, til þess þurfi á- fengi. Það er því augljóst mál, að þessir, frá náttúrunnar hendi, gölluðu menn á sál og líkama, yrðu aldrei áfengissjúklingar, ef þeir næðu ekki í áfengi, og því þá að hafa það á boð- stólum, sem veldur slíkum sjúkdómi. Þá hefir því verið haldið fram, einnig í íslenzkum blöð um, að allt okkar tal og brölt um bindindi, öll okkar bind- indisboðun, sé gagnslítil eða gagnslaus, ofdrykkja sé sjúk- dómur, sem heyri eingöngu undir heilbrigðiseftirlit og læknisaðgerðir. Auðvitað eru þetta hinar frekustu öfgar og hrein og bein vitleysa. Tug- um þúsunda, sennilega hundr uðum þúsunda drykkjumanna hefir verið bjargað með ein- faldri bindindisstarfsemi. En það skal tekið hér skýrt fram, að engir fanga því meir en viö bindindismenn, að lækn- isfræðin tekur þetta vanda- mál meira til meðferðar með hverju árinu sem líður. Það er okkar bezti liðstyrkur. Ein af hinum merkilegu upplýsingum, sem dr. Jelli- nek veitti, var sú, að í Banda ríkjunum sýndi það sig greini lega, að í þeim ríkjum eða ríkjahlutum, sem bannlög hefðu minnst fylgi, þar væri áfengissýkin mest. Ef menn (Framhald á 3. síðu.) Hér er kominn Refur bóndi og ætlar að skemmta með kveð skap að vanda: „Ileill og sæll, Starkaður! Þar sem nú er komin góa, og ég hefi eigi litið inn til ykkar í baðstofunni á henni fyrr, ætla ég að kveða nokkrar stökur fyr- ir ykkur af gömlum vana, og eru þær kveðnar við ýms tæki- færi, bæði möguleg og ómögu- leg. Fyrsta vísan, sem ég fer með að þessu sinni er svohljóð- andi: Hneigður fyrir heilabrot, hef ég verið lengi. Af þó hefði engin not, eða meira gengi. Fyrir stuttu síðan átti ég leið inn í sparisjóð Akraness og kvað um leið og ég gekk út: Minn hefir lengi lífs um skeið lítill orðið gróðinn. Alltof sjaldan á ég leið, inn í sparisjóðinn. Einhverju sinni bar svo við, að ungur maður einn var hrif inn af stúlku, sem Hulda hét. Um hann kvað ég þessa stöku: Ungur sveinn á huldu hér, hulda þræði spinnur. Oft hann huldu höfði fer, huldumey ef finnur. Eftirfarandi vísa getur tæp- lega valdið misskilningi, þar eð allir vilja menntast og læra: Lán mun víst þeim lýðum er lærdóms meta gæði. Konur jafnt sem karlar hér kunna „eðlisfræði". Um piparmey eina kvað ég fyrir löngu síðan: Þessi snót er þung á brún, þreytt við ást að braska. Jafnt hið ytra og innra hún, ediks líkt og flaska. Gunnar Solomonsson hinn sterki hefir eins og kunugt er, sýnt aflraunir víðs vegar um landið við góðan orðstír og að- sókn. Um hann er eftirfarandi staka gerð: Gunnar hann er geysi knár, garpur, frægur, merkur. Sundur rífur símaskrár — svona er að vera sterkur. Það hefir verið sagt um okk- ur íslendinga, að við værum sundurlyndir, og er eftirfarandi vísa kveðin í tilefni af því: Ótal heiftar-elda bál, undan heillum grafa. fslendingar eina sál allt of sjaldan hafa. Fyrir stuttu síðan bar svo við vestur á Snæfellsnesi, sem mörg um þótti skrífið, að hrafnar rifu í sundur tvö sendibréf, sem fara áttu til oddvita og prests, en bréfin voru skilin eftir með öðru dóti á þjóðveginum. Sagði ég x gamni að þetta bæri ljósan vott um harðindin þar vestra og varð þessi staka af munni: Krummar hafa krumma sið, kroppa oft hið bezta. Áleitnir þeir eru við, oddvita og presta. Nú er ég nýkominn úr ferða- lagi, og fór alla leið vestur í Ólafsvík. Urðu þá ýmsar stök- ur til, og kem ég hér með nokkr ar þeirra. í byrjun ferðarinnar kvað ég þessa stöku: Fyrir sunnan æ ég er, einhvers konar gestur. Alltaf birtir yfir mér, ef ég held í vestur. 1 Borgarnesi gisti ég eina nótt á vesturleið og kvað því: Hérna leið mér Usta vel, lúin bein ég hvíldi. Ytra jafnt sem innra þel, aldna Refnum skýldi. Ég dvaldi nokkra daga í Stað arsveit hjá mínum góðu og gömlu sveitungum og var þar m.a. á öskudaginn. Þá kvað ég eftirfarandi stöku: Sekk og ösku að setjast í, sízt er ráð að gera. Mér finnst að vér megum því, merki dagsins bera. Viff vin minn einn, sem nóg hafði að starfa, kvað ég þessa stöku: Vinnan getur virða þreytt, vill á slíku bera. Annars hafa yfirleitt, allir nóg að gera.“ Hér lýkur kveðskap Refs bónda að sinni. Starkaður. W.V.W.V.V.V.V.V.VV.W.WAW.VV.V.VAV.WAV.V í Vinir og venzlafólk, fjær og nær! Ég þakka ykkur öll- í ’• um hjartanlega, sem minntust mín á fimmtugsafmæli í I; mínu, þann 11. þ. m. 5• ■! Rósa Davíðsdóttir, I" | í IVAWVAVVAVVV.VVVVWAV.VV.VVVV.V.VV.VVVVVWV Sunnlendingar! Hestamannafélagið Sindri í Mýrdal hefir ákveðið að starfrækja tamningastöð á komandi vori ef næg þátt- taka fæst. Hestar sóttir heim ef óskað er. Umsóknir sendist sem fyrst til Guðlaugs Jónssonar, verzlunar- manns í Vík, er gefur nánari upplýsingar. Stjórnin gnamawfflganiwmiiimmmiiaiiiiiiiiiiia Drengjaföt ENSK DRENGJAFOT Verð frá 380 kr. » « i ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ I aamiiimmiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuwuiwwireuiaiinimiibi AUGLÝSIÐ í TÍMANUM SPARTA — Garðastræti 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.