Tíminn - 21.03.1952, Side 8
„ERLENT YFIRLIT“ 1DAG:
Lund miUillu niöquleiha
36. árgangur.
Reykjavík,
21. marz 1952.
67. blað.
Acheson aðvarar
bandaríska þingið
Acheson utanríkisráSherra
Bandaríkjanna aðvaraði banda
ríska þingið í gær um að lækka
ekki fjárhæðina í frumvarpi for
setans um hjálp til erlendra
ríkja. Sagði hann, að þá væri
öryggi Bandaríkjanna sjálfra í’
hættu, og það raskaði öllum
þeim Jandvarnaundirbúningi, er
stjórn Bandaríkjanna hefði gert
til þessa.
Breskir hermenn
hverfa frá Ismailia
Nú er langt komið að rífa öll
virki, sem brezkir hermenn settu
upp í Ismailia í janúar, og munu
brezkir hermenn í dag hverfa
frá öllum þeim borgarhverfum,
sem þeir hersettu þá. Erskin hers
höfðingi lét jafnframt svo um
mælt, að brezki herinn mundi
hverfa tafarlaust á ný til þess
ara staða, ef óeirðir brytust út.
Fólk flytur nú aftur unnvörpum
til heimila sinna í Ismailia.
110 nemendur stunda nám
í verknámsdeildum í Rvík
Verlinámsdeild gagnfræðaskólanna tók til starfa í haust
og veitir Ármann Halldórsson skólastjóri henni forstöð'u.
110 ncmendur stunda nú nám í verknámsdeildunum og hafa
aðallega aðsetur á tveimur stöðum.
Frönsk þýzk kosn-
inganefnd í Saar
Það var tilkynnt í París í
gærkveldi, að Adenauer og
Schuman hefðu orðið sammála
um það í viðræðum sinum um
Saarmálið, að leggja til við Ev-
rópuráðið, að skipuð yrði þýzk-
frönsk nefnd til að rannsaka
skilyrði til frjálsra allsherjar-
kosninga í Saar í haust um
framtíð landsins.
Mynd þessi er frá Alpadalnum, sem nú er a3 verffa að stöðuvatni.,
Síðustu íbúarnir voru íluttir brott naúðugir á bátum undan flóð- !
inu. Hér sést bátur hermanna, sem fer um bæinn milli húsa í
há'fu kafi og leitar að íbúum.
íbúar Alpadals fluttir brott á
bátum með valdi undan flóði
Daliipinn verðnr 20 km. langt stöðuvatn,
sem veitir nýju orkuveri vatnsafl
Um síðustu helgi varð að flytja um 100 íbúa brott með
valdi frá heimilum sínum í bænum Tignes í frönsku ÖIp-
unum til þess að forða þeim frá því að farast í vatnsflóði,
sem hleypt hefir verið í dalinn þeirra og á að gera að stöðu-
vatni, sem veitir vatnsafli í stórt orkuver.
Það hafði verið tilkynnt,
að flóðgáttirnar yrðu opnað-
ar og vatni árinnar Isere, yrði
hleypt niður í dalinn á föstu-
daginn var. íbúum dalsins,
sem eru um 500, hafði verið
taoðað að verða á brott fyrir
þann tíma, og hafði þeim er
það vildu, verið látið í té hús-
næði og land í nágrenninu.
Hæstiréttur S.-Afríku dæmir
ógild blökkumannalög
Stjórnarandstaðan krefst, að Mafan seg’i af
sér, en hann lýsir dóm réttarins lögleysn
Hæstiréítur Suður-Afríku hefir dæmt lög Malans for-
sætisráðherra um sérstaka kjörskrá blökkumanna ógild, þar
sem þau séu brot á stjórnarskrá ríkisins frá 1909. Hafi þau
ekki hlotið tvo þriðju atkvæða í sameinuðum deildum þings-
ins þegar þau voru samþykkt eins og stjórnarskráin tilskilji.
Lög þessi, sem eru talinn
hyrningarsteinn blökku-
mannalöggjafar Malans,
höfðu inni að halda ákvæði
um það, að blökkumenn
skyldu kjósa fulltrúa sína á
þing eftir öðrum reglum en
hvítir menn. Skyldi samin sér
stök kjörskrá um þá, og þeim
aðeins leyft að kjósa ákveðna
menn úr hópi hvítra, er væru
sérstakir fulltrúar þeirra á
þingi. Það voru fjórir mennta
menn meðal blökkumanna,
sem kærðu mál þetta til hæsta
réttar.
Malan hótar hæstarétti.
Þegar kunnugt var um úr-
skurð þennan.krafðist Strauss
leiðtogi stjórnarandstöðunn-
ar, að stjórn Malans bæðist
þegar lausnar, þar sem hún
væri orðin ber að stjórnar-
skrárbroti. Malan hélt ræðu í
neðri deild þingsins í gær, og
var þinghúsið þéttskipað, því
að atburðir þessir hafa vakið
geysimikla athygli um allt
landið. Hann sagði, að hæsti-
réttur hefði gert sig sekan
um mikið glapræði og réttar-
öryggi þjóðarinnar stafaði
mikil hætta af því, ef réttin-
um héldist uppi að grípa þann
ig fram fyrir hendur löggjaí-
arvaldsins. Kvað hann stjórn
ina mundu gera róttækar ráð-
stafanir til að slíkt kæmi ekki
fyrir aftur, og skorður yrðu
reistar gegn slíku í framtíð-
inni.
Er ekki fullljóst, hvað Mal-
an hyggst fyrir, en atburðir
þessir hafa valdið óró víða í
landinu, og er búizt við að til
alvarlegra átaka kunni að
koma, ef Malan grípur til
þeirra ráða, að takmarka vald
og úrskurðarrétt hæstaréttar
vegna dóms þessa, eða skirrist
við að hlíta úrskurðinum.
Margir höfðu þegar tekið því
boði, og voru fluttir, en þeg-
ar að lokadeginum kom, varð
ljóst, að um 100 íbúanna neit
uðu að yfirgefa heimili sín.
Fluttir brott á bátum.
Vatninu var þó engu að síð-
ur hleypt á, en jafnframt haf
izt handa um að flytja íbú-
ana brott nauðuga, og þar
sem vatnið var þegar orðið
alldjúpt á götum bæjarins í
dalbotninum, varð að nota
báta til þess að ná sumu fólk
inu. Það var búizt við, að sum
ir íbúanna mundu sína vopn-
aða andstöðu og þótti ekki
annað fært en senda hersveit
á staðinn til öryggis. Fóru her
mennirnir um bæinn á bát-
um og tóku íbúana, sem eftir
voru.
Brottflutningunum er nú
lokið, og vatnið hækkar æ
meira í dalnum. Bæir og þorp,
sem þar stóðu eru nú á kafi
í vatni, en mikið af timbri
húsa var þú búið að flytja
brott. Á næstu tveim mánuð-
um mun myndast þarna nýtt
stöðuvatn, sem verður 20 km.
á lengd og meira en hundrað
metrar á dýpt. Þessi vatns-
geymir mun geyma um 200
millj. rúmmetra af vatni.
Norska útvarpið
skýrir frá land-
helgismálinu
Útvarpið í Osló skýrði frá því
samkvæmt fréttatilkynningu frá
íslenzka sendiráðinu í Noregi,
að íslendingar hefðu fært út
landhelgi sína í fjórar mílur.
Ræddi útvarpið málið ekki frek
ar en sagði, að augljóst væri,
að íslendingar hefðu byggt á-
kvarðanir sínar á úrskurði Haag
dómsins í norsk-brezku deil-
unni.
í húsnæði deildanna við
Hringbraut eru kenndar tré-
smíðar og járnsmíðar og er
kennari Marteinn Sívertsen,
í trésmíðadeildinni. Nemend-
ur leggja sjálfir til efnið og
eiga einnig þá hluti, sem þeir
smiða. Eru þar gerðir margir
gagnlegir munir, sem komið
geta að notum á heimilum
nemenda eða þeim sjálfum
síðar í lífinu.
Þarna er einnig kennd járn
smíði, og er kennari þar Gylfi
Hinriksson. Þar er nemend-
um kennt að fara með vélar
og skilja gerð þeirra, svo og
smíða ýmsa smærri hluti úr
málmi og gera við vélar.
Netagerff verðandi
sjómanna.
í þakhæð Austurbæjarskól
ans fer fram kennsla í neta-
hnýtingu og netabætingu og
er kennari þar Guðmundur
Þorbjörnsson. Þar er stúlkum
einnig kennd matreiðsla og
ýmsar hannyrðir. Áhugi nem
enda fyrir verknáminu er yf-
irleitt mikill og er árangur
talinn góður af þessari fyrstu
byrjun verknámskennslunnar,
þótt við marga örðugleika
sé að etja í upphafi, einkum
vegna ófullkominnar aðstöðu.
Skrifar bók ura
njósnastarf sitt
Sænski njósnarinn Frithiof
Enbom er farinn að skrifa
bók um njósnastarf sitt fyrir
rússneska sendiráðið í Stokk-
hólmi. Handrit það, sem til
er nú, er talið mjög athyglis-
vert. Þar er rakið, hvernig
sænski kommúnistaflokkur-
inn er margflæktur í njósna-
starf gegn Sviþjóð.
Enbom segist þau 11 ár,
sem hann hefir látið Rússum
upplýsingar í té, átt yfir
höfði sér fimm húsbændur.
Hann skýrir frá því, að í kom-
múnistaflokknum sé svo-
nefndur „innri hringur," og
honum var tilkynnt að skip-
unum, sem bárust þaðan yrði
að hlýða skilyrðislaust.
Við réttarhöldin hefir En-
bom einnig nefnt nöfn þeirra
manna, sem voru í „innri
hringnum,“ og öryggislög-
reglan hefir kallað þá fyrir
rétt, bæði í Stokkhólmi og
Luleá.
Eisenhower segist endurskoða
fyrri yfirlýsingar um framboð
Tniman segir, að hoimm sé hcimilt að
hverfa heim, þegar hann vilji
Eisenhower heishöfffingi lét svo um mælt við fréttamenn í
gær, aff hið mikla fylgi, sem hann hefði hlotiff í prófkosningunni
í Minnesota neyddi sig til að endurskoða fyrri yfirlýsingar sínar
nm þátttöku í kosningabaráttunni.
Er almennt litið svb á, að
Eisenhower muni nú hyggjast
hverfa heim til þátttöku í kosn
ingabaráttunni.
Yfirlýsing Trumans.
Truman forseti lét svo um
mælt á blaðamannafundi í gær,
að hann gæfi fullkomið sam-
þykki sitt til þess, að Eisenhower
hyrfi frá störfum í París um
sinn til þess að táka þátt í
kosningabaráttunni, og væri
honum algerlega í sjálfsvald
sett, hvenær hann héldi heim,
enda vissi hann það allra manna
bezt sjálfur, hvenær það væri
heppilegast og hættulausast.
Hann sagði jafnframt, að hann
hefði enga ákvörðun tekið um
það enn, hvort hann gæfi kost
á sér til framboðs fyrir demo-
krata.
Taft tekur framboð aftur.
Taft öldungadeildarþingmað-
ur skýrði frá því í gær, að ha'nn
hefði ákveðið að taka aftur fram
boð sitt í New Jersey, þar sem
fylkisstjórinn hefði rofið heit
sitt um fylgi við sig en lýst yfir
fylgi við Eisenhower.
Banna allan inn-
flutning frá doll-
aralöndunura
Ástralska stjórnin hefir til-
kynnt, að hún muni fyrst um
sinn banna allan innflutning
vara frá Bandaríkjunum og öðr
um löndum á dollarasvæðinu.
Viðskiptamálaráðherrann tú-
kynnti í gær, að þetta væri lið
(Framhald á 2. síðu.)
Sigfúsar Sigurhjart-
arsonar minnst
Bæjarstjórnarfundur var hald
inn í Reykjavík í gær, og minnt
ist Hallgrímur Benediktsson, for
seti bæjarstjórnarinnar, þar
Sigfúsar Sigurhjartarsonar, er
lézt síðastliðinn laugardag.
Nokkur mál voru á dagskrá,
en enginn tók til máls um þau.