Tíminn - 23.03.1952, Side 2

Tíminn - 23.03.1952, Side 2
•! 11,‘í.ti i'. ,yi¥CiVi\X TÍMINN, sunnudaginn 23. marz 1952. •I*i*k*» Vu’ 69. blað. Umfangsmikil fiskirækt eitt af stórmálum okkar nú Fiskiræktarkvikmyndir í Stjjörnubíó kl. hálf-tvö í dag — í kvöld í Hlégarði Það er vafasamt, að allir hafi gert sér það ljóst, að fiskirækt í ám og vötnum er eitt af stór málunum, sem nú liggja fyrir hér á landi. Það er alveg tví- mælalaust, að ár okkar og vötn geta borið margfalt stærri fiski stofn en í þeim er, og þó að stofninn stækki, þar sem fiski gengd er fyrir á annað borð, ef vel er með vötnin og vatnsföll- in farið, þá er þó til önnur leið og miklu fljótvirkari til þess að fylla íslenzkar ár af fiski á skömmum tíma, ef einbeittlega er að því unnið. Það er klak í miklu stærri stíl og með full- komnara hætti en tíðkazt hefir.! Kvikmyndasýning- í Stjörnubíó. Eftir hádegið í dag mun Skúli Pálsson fiskiræktarmaður sýna í Stjörnubíói kvikmyndir, sem sýna laxagengdina í Alaska, lax veiðar þar og nýtingu fisks- ins og fiskrækt á vísindaleg- um grundvelli. Klukkan níu í kvöld verða myndirnar sýndar í Hlégarði í Mosfellssveit. Það mætti halda, að ýmsum yrði ærið minnisstæð laxmergðin, sem þar getur að líta, og margir spyrðu sjálfa sig, hvort ekki væri hægt að rækta hér í án- um, þótt ekki væri nema eitt- hvað í áttina við þaö, sem þarna getur að líta. Útvarpið Útvarpið í dag: Kl. 8,30 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Hall grímskirkju (séra Sigurjón Árna son). ,12,15 Hádegisútvarp. 13,00 Erindi: Móðir jörð; III. Sjórmn og sjávarnytjar (Ástvaldur Ey- dal licensiat). 15,15 Fréttaútvarp til íslendinga erlendis. 15,30 Mið degistónleikar (plötur). 16,30 Veðurfregnir. 18,25 Veðurfregn ir. 18,30 Barnatími (Baldur Pálmason). 19,30 Tónleikar: Jascha Heifetz leikur á fiðlu (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Tónleikar: Sónata i a-moll fyrir flautu án undirleiks eftir Bach (Ernst Normann leikur). 20,35 Erindi: Snorri og Hplberg (Martin Lar- sen). 21,00 Óskastundin (Bene- dikt Gröndal ritstjóri). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 j Danslög (piötur). 23,30 Dag-' skrárlok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis- útvarp. 18,10 Framburðar- kennsla í ensku. 18,25 Veður- fregnir. 18,30 fslenzkukennsia; I. fl. 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (plötur). 19,45 Aug- lýsingar 20,00 Fréttir. 20,20 Út- varpshljómsveitin; Þórarinn Guömundsson stjórnar. 20,45 Um daginn og veginn (Sigurður Magnússon kennari). 21,05 Em- söngur: Frú Elín Dungal syng- ur; Fritz Weisshappel leikur und ir. 21,20 Erindi: Um sjóvinnu (Jónas Jónasson skipstjóri). 21,45 Tónleikar: Sænski karla- kórinn „Orfei drángar“ syngur; Hugo Alvén stjórnar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passiusálmur (36). 22,20 Erindi: „Halda skal til halla Montezuma", kafli úr landvinn- ingasögu Spánverja í Mexikó; fyrri hluti (Þórður Valdimars- son þjóðréttarfræðingur). 22,45 Tónleikar: Gellins og Borgström kvintettinn leikur (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Þessar kvikmyndir eru svo merkilegar og svo þýðingarmikil innlegg í viðleitninni til þess að vekja almennan áhuga á fiski- rækt hér, að skylt er að hvetja sem flesta til þess að sjá þær. Arður án gífurlegs tilkostnaðar. Það er auðvitað margt, sem kallar að í landinu, og mörg arðgæf stórvirki, sem þarf að vinna. En það er með fiskrækt- ina, að kostnaðurinn er alls ekki gífurlegur, og þegar laxseiðun- um hefir verið sleppt í ána, er fyrirhöfnin ekki önnur en bíða eftir því, að fiskurinn skili sér aftur í ána vaxinn, að nokkrum árum liðnum. Þetta er búskapur, sem ekki er sérlega fyrirhafnar samur miðað við margt annað. Þarf góða uppeldisstöð. Klakstöð, sem klekur út hrogn um í tugmilljónatali, er ekki svo ýkjadýrt fyrirtæki. Stofn- kostnaðurmn er ekki meiri en við gólf i eina væna verksmiðju. En það þarf líka meira. Það þarf aðstöðu til þess að ala seið- inu upp, þar til þau eru orðin vel fær í allan sjó. Því fylgir auövitað allmikill aukakostnað ur og seiðin verða dýrari, en það er fengin reynsla fyrir því erlendis, að seiði, sem þannig eru fóstruð í uppeldisstöð, eru margfalt öruggari, og veruleg- ur hundraðshluti af þeim skil- ar sér aftur sem veiði í því vatns falli, sem þau eru látin í. Það, sem þarf, er því að koma slíkri uppeldisstöð upp, þar sem laxaseiði eru fóstruð í tugmilljónatali, og miklum fjölda síðan sleppt í hverja lax- á árlega. Með þessari aðferð ættu árnar að geta gefið stór- felldar tekjur, svo að sú leiga, sem nú er greidd fyrir góðar laxár, yrði smámunir í saman- burði við eftirtekjuna, sem þá fengizt. * Nýtt sjónarsviff. Það verður ekki fram hjá því gengið, að hér er að skapast al- veg nýtt sjónarsvið í þessum málum. Það er gömul vitneskja, að lax kemur ávallt aftur í árn- ar, sem hann er upphaflega lát- inn í, en þorra manna er fyrst nú að verða fyllilega ljóst, hvaða möguleikar eru hér ónotaðir. Heimtaði skilnað af því að maðurinn burstaði skóna hennar Ósköp hversdagsleg kona í Birmingham krafðist þess á dög unum, að hún fengi skilnað við mann sinn sökum þess, að hann burstaði skóna hennar. Hinn enski dómari varð hálfkindar- legur á svipinn, kleip sig i hand legginn og spurði: — Er þetta í Birmingham? Dreymir mig eða er ég vakandi? Er ég kominn til Reno? — Það er ekki aðeins yfirleðr ið, sem hann burstar, sagði þá konan, heldur burstar hann líka sólana, svo að þeir verða flug- hálir. — Þvættingur, sagði dómar- inn. Hver eiginkona má vera því feginn, ef maðurinn hennar burstar skóna hennar. Ég neita ekki aðeins um skilnað. Ég krefst, að þér farið heim til manns yðar innan fjórtán daga, svo að hann geti haldið áfram að bursta skó yðar. Afríkuför Nonna Þegar Nonni í Firðinum frétti, að hann hefði fengið ferðapistil inn sinn frá Afríku birtan í Tímanum, skrifaði hann pabba sínum óðár annað bréf. Og hér er það: — Þiff muniff eflaust, hvernig myntinni hér í Norffur-Afríku er háttaff, og nú hefi ég koxnizt aff því, hvaffa vogarmál er not aff. Kona ættarhöfðingjans átti barn á dögunum, og mér var sagt, aff það hefði vegiff tuttugu eyffimerkur. Ættarhöfff inginn á auffvitaff' kvennabúr, cg konui’nar þar nefnast búr- konur, og sjálfur er ættarhöfff- inginn eini búrlivalurinn, sem þar fara sögur af. Mál búr- hvalsins er kvennamál, en skip eyffímerkurinnar, senx hann á, nefnist kveixnafar. — Gelding arnir, sem annast kvennabúr- m, eru makalausir. PabM Nanna. i'n Vestfirðingafélagið’. Vestfirðingamótið 1 verður í Þjóðleikhúskjallaranum, laugardaginn 29. marz og hefst kl. 8,30 e. m. SKEMMTIATRIÐI: Ræða, formaður félagsins Guðlaugur Rósinkranz Þj óðleikhússt j óri. Ný kvikmynd frá Vestfjörðum. Einsöngur Ketill Jensson. DANS. I) O o <> o O O O o O Aðgöngumiðar seldir 1 skrifstofu Vélasölunnar í Hafnarhúsinu og við innganginn. Stjórnin W.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WAV il aV.V, ÁBÚÐ Jörðin Fremri-Hlið í Vopnafjarðarhreppi er laus til ábúðar í næstu fardögum. Þeir, sem kynnu vilja fá *; jörð þessa til ábúðar snúi sér til undirritaðs sem allra £ fyrst. Seyðisfirði, 17. marz 1952 í HJÁLMAR VILHJÁLMSSON Sýslumaður Norður-Múlasýslu ,v.v, vv.v.v .vv.v, .Vv innangarsy ning Á MÁLVERKUM Kristjúns H. JMatfnússonar í LISTAMANNASKÁLANUM Opin daglega kl. 1—11,15. Gerist áskrifendur að JJímctnum Askriftnrsíml IZft Þorstlátir menn: 304 flöskur á misseri o O o O o o o o o Furðuleg áfengisneyzla her- námsliösins í Þýzkalandi er eitt af þeim vandamálum, sem við er að stríða í sambandi við her- setuna þar, og hvað norsku sveit ina þar snertir hafa mál af því tagi jafnvel komið fyrir dóm- stólana. Tveir höfuffsmenn fyrir rétti. Tveir norskir höfuðsmenn hafa verið kærðir fyrir að vera ofurölva við heræfingar á Lúne- borgarheiði, en samkvæmt fram burði dátanna hafa þeir iðulega verið drukknir í einkennisbún- ingi, bæði við -gkyldustörf og ut- an þeirra. Meðal annars var annar þeirra stórdrukkinn, er .hann sjálfur var sæmdur stríðs medalíu. Dátana höfðu þeir í sendiferðum vegna brennivíns- kaupa, sem stundum var stofn- að til á ólöglegan hátt. Einu sinni skipaði annar þeirra bíl- stjóra sínum að vinna skemmd arverk á bíl sínum, svo að höf- uðsmaöurinn fengi tima til að láta renna af sér, áður en hann gengi fyrir menn, sem hann vildi ekki láta sjá sig dauða- drukkinn. Rífleg áfengiskaup. Við rannsókn kom í ljós, að annar höfuðsmaðurinn hafði keypt 118 flöskur áfengis í her búð í Flensborg, en hinn 186. Var sá síðartaldi ekki talinn brennivínsberserkur á við hinn. En ekki þykir loku fyrir það skotið, að þeir hafi aukreitis aflað sér áfengis annars staðar. Þessi áfengiskaup gerðust á hálfu ári. 0. J. Olsen talar í Aöventkirkjunni sunnudaginn 23. marz kl. 8,30 um eftirfarandi ef ni: Atlanzhafsáttmálinn í Ijósi spádómanna. Allir velkomnir. Aðventsöfnuðurinn. <» << <i o o <1 O O o <1 o O o o O o o «» O o o o o o o .W.V.W.W.V.V, ■ ■ b a m m ■ ■ i ■■ ■ ■ ■ '.W.V Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 22.—29. marz frá kl. 10,45—12,15. Laugardag 22. marz. 4. hluti. Sunnudag 23. marz 5. hluti. Mánudag 24. marz 1. hluti. Þirðjudag 25. marz 2. hluti. Miðvikudag 26. marz 3. hluti. Fimmtudag 27. marz 4. hluti. Föstudag 28. marz 5. hluti. Laugardag 29. marz 1. hluti. raumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. I I SOGSVIRKJUNIN.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.