Tíminn - 05.04.1952, Blaðsíða 2
TIMINN,1 lkugardaginn 5. april l'952.‘
80. blaS.
Meðferðin á Seretse óheillaspor,
sem vakið hefir mikla gremju
Seretse Khama, höfðingi Bam
angwato-kynstofnsins, er mjög
til umræðu um allan heim, eftir
meðferð þá, sem hann hefir
sætt hjá brezku stjórninni. En
hún mælist illa fyrir hjá öllum
sæmilega frjálshuga mönnum.
Langar biðraðir.
Þegar mál hans var til um-
ræðu í brezka þinginu, kom
hann ásamt Rut, konu sinni, frá
Surrey í hnédjúpum snjó til þess
að hlusta á umræðuna. Hann
naut þeirrar ánægju að sjá lang
ar biðraðir við innganginn að
áheyrendasviði þinghússins.
Meðferð sú, sem Seretse Khama
og hin hvíta kona hans hafa
sætt, hefir vakið gremju hins
almenna brezka borgara, og fólk
er þess fullvíst, að þau hafi
verið beitt þessari ómaklegu og
harkalegu meðferð til þess að
þóknast miður heillavænlegum
öflum.
Hjónabandið orsökin.
Brezka stjórnin tók ákvörðun
sína að gera Seretse Khama út-
lægan frá landi sínu og svipta
hann endanlega höfðingjavaldi
sínu þremur árum áður en þetta
mál þurfti að koma til úrskurð
ar, samkvæmt fyrri ákvörðun-
um, og rétt á eftir því, að Malan
forsætisráðherra í Suður-Afríku
hafði lýst yfir því, að hann ætl
aði að hundsa dóm hæstaréttar
þar um ógildingu laganna um
kynþáttakúgunina. Að þessu at
huguðu er fólk ekki í neinum
vafa um, að synd Seretse Khama
er sú, að hann kvæntist hvítri
konu, og brezka stjórnin hefir
unnið þetta illa þokkaða verk
til þess að þóknast Malan.
Ummæli brezkra blaða.
Þetta mál hefir að vonum ver-
ið mjög til umræðu i brezkum
blöðum. íhaldsblöð Beaver-
brooks lávarðar, Daily Express
og Evening Standard, krefjast
þess, að ráðherrann, sem ákvörð
unina tók, segi af sér. Times
minnir á, að verkamannastjórn
in hafi stigið fyrsta víxlsporið,
er hún hafnaði viðurkenningu
þings Bamangwato-kynstofns-
ins á hjónabandinu og treystist
síðan ekki til þess að birta skýrsl
ur rannsóknarnefndar, sem send
var til landsins, en gerði í þess
stað vafasaman útdrátt úr
henni. En þessi síðasta ákvörð
un hafi gert illt verra. Hún
muni hafa áhrif víðs vegar um
Afríku, og ekki séð fyrir, hver
þau verði.
Manchester Guardian segir
brottvikningu Seretse Khama
sára móðgun við milljónir
manna í Afríku og vonir til
þess, að Afríkumenn fallist á
fyrirhugað Mið-Afríkusamveldi
hafi minnkað stórum.
Reiði í Bamang'wato-landi.
Fregnir frá Bamangwato-
landi sjálfu eru af skornum
skammti, hvort sem til þess
kunna að liggja þær ástæður,
að einhverjar hömlur séu á
þeim. Á þingi ættflokksins vakti
tilkynning um ákvörðun brezku
stjórnarinnar þó mikla reiði, og
fjöldi af höfðingjum ættbálks-
ins gekk brott í mótmælaskyni.
Evrópumaður, sem átti að lesa
upp tilkynningu brezku stjórn
arinnar í áheyrn almennings,
var grýttur og varð að forða
sér.
Kuk che yon hap,
en ekki Han kuk
Samninganefndin í Panmun-
jom kom ekki saman til einskis
um siðustu helgi. Hún komst
sem sé að samkomulagi um það,
að Sameinuöu þjóðirnar skyldu
á lýtalausri kórversku nefnast
Kuk che hap. Aftur á móti
heppnaðist ekki að finna viðhlít
andi nafn á sjálfa Kóreu. I því
mikla vandamáli lögðu umboðs
menn S. Þ. til Han kuk, en þeirri
tillögu vísuðu kommúnistar á
bug, þar eð í henni væri pólitísk
ur hreimur, en mæltu þess í
stað með heitinu Chosen.
Karlakórinn Þrestir
Söngstjórar: Friðrik Bjarnason og Páll Kr. Pálsson.
Samsöngur
í Gamia Bíó, sunnudaginn 6. apríl 1952 kl. 3 síðdegis
í tilefni 40 ára afmælis kórsins.
Einsöngvari: Pálmi Ágústsson.
Við hljóðfærið: Dr. Vfctor Urbancic.
Aðgöngumiðar á kr. 15,00 fást í bókaverzlunum Sig-
fúsar Eymundssonar, Austurstræti 18 og Ritfanga-
verzlun ísafoldar, Bankastræti 8. —
Stjórnin.
♦
o
<i
o
O
O
o
o
o
o
o
O
o
O
o
o
o
o
O
o
< >
O
o
o
Télf brúðhjón föst í
sama snjóskaflinum
Síðastliðinn laugardag voru
síðustu forvöð fyrir ungt fólk
í Bretlandi að gifta sig, ef það
vildi sleppa við einn af skött-
um þeim, sem stjórnarvöld þar
í landi hafa fundið úpp. Afleið
ingin af þessu var sú, að þennan
dag voru langar biðraðir brúð-
hjóna við skrifstofur þær, sem
löggilda hjónabönd.
Veðurguðinn í slæmu skapi.
Veðurguðinn var ekki í góðu
skapi þennan dag, og sennilega
hafa frhm^ðlnj/r skattheimtu-
menn haft einhver áhrif á skaps
muni hans þennan dag. En öll
brúðhjón, sem fengu löggildingu
ákvörðunar sinnar, áður en hið
reidda sverð skattsins féll, hröð
uðu sér í bifreiðir sínar og óku
brott.
Ekki síðan á dögum Hinriks 8.
j Sum brúðhjónanna, sem gefin
I voru saman í London, ætluðu
I til suðurstrandarinnar, en á veg
! inum við Guildford voru gífur-
legir skaflar, og þar urðu bíl-
t arnir fastir, og um níuleytið um
kvöldið komu fyrstu brúðhjónin,
hrakin og illa til reika, í veit-
ingahúsið Rauða ljónið í Guild-
ford.
I Stundu síðar vaV aftur barið
höfðu tólf brúðhjón leitað þarna
Högt upp pá berg-
et finns ingen
-'.V.V.V.V.'.V.V-V.VV.V.V.V.V.V.V.V.VAV.W.V.V.VV
EVImníngarsýiiing
|Kristján H. Magnússon \
í* í Listamannaskálanum. — Opin kl. 1 til 11,15. i
v.v.v/.v.v.v
Síðasíi dagnr.
vv.v.v.v.v.v,
WVbV
polis
| Það hefr kcmið á daginn, \
I að leynileg sendistöð er í fang 1
| elsinu á Langahólmi í Stokk- :
= hólmi. En það hefir ekki enn 1
| tekizt að finna hana. Síðast |
= unnu útvarpsmenn þessarar |
| óvelkomnu stöðvar sér það til |
1 ágætis, að þeir stilltu hana i
i inn á sömu bylgjulengd og i
I sendistöð Stokkhólmslögregl- :
i unnar og sungu: „Högt upp i
i pá berget finns ingen polis“. i
| Sá, sem stjórnaði sendistöð I
| lögreglunnar í aðalbækistööv i
I unum á Konungshólma, ósk- i
I aði, að bylgjulengd stöðvar- \
i innar yrði þegar breytt, og i
: svarið kom undir eins frá i
1 Langahólmi: „ViÖ skulum I
ireyna að ónáða ykkur ekki I
f , {
V.s. JON DAN GK. 341
er til sölu. Báturinn er byggður úr eik 1946, talinn 36
smál. að stærð og er með 145-160 ha. Tuxham-dieselvél.
Aliar nánari upplýsingar veita Þorgils Ingvarsson og
Björn Ólafs bankafulltrúi í Landsbankanum í Reykjavík
Landsbanki íslands
Stofnlánadeild sjávarútvegsins.
♦
♦
♦
\
i framvegis“.
lllllllllllllllllllllllllltllDIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIII)
athvarfs. Slíkt hefir ekki borið
við í þessu gamla veitingahúsi
síðan á dögum Hinriks áttunda.
Dagjinn eftjir, voru vegirnir
ruddir, og þá komust brúðhjón
in loks leiðar sinnar.
Almannatryggingarnar í Reykjavík:
*
Utboríiun bóta
Vegna páskahelginnar hefst útborgun bóta að þessu
sinni mánudaginn 7. apríl og stendur til laugardags 19.
apríl. Vegna þrengsla er æskilegt að þeir bótaþegar,
sem beðið geta, vitji ekki bótanna fyrr en eftir páska.
Sjjúh ru stiih í«#/ Retihjjavíknr
Útvarp[ð
Útvarpið í dag:
Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10
Veðurfregnir. 12,10 Hádegisút-
varp. 12,50—13,35 Óskalög sjúkl-
inga (Björn R. Einarsson). 15,30
—16,30 Miðdegisútvarp. 18,00 Út
varpssaga barnanna: „Vinir um
veröld alla“ eftir Jo Tenfjord, í
þýðingu Halldórs Kristjánsson
ar (Róbert Arnfinnsson leikari).
V. 18,25 Veðurfregnir. 18,30
Dönskukennsla; II. fl. 19,00
Enskukennsla; I. fl. 19,25 Tón-
leikar: Samsöngur (plötur).
19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir.
20,30 Dagskrá Stúdentafélags
Reykjavíkur: Ræða. — Leikþátt
ur. — Píanóleikur. — Kvartett-
söngur. 22,00 Fréttir og veður-
fregnir. 22,10 Passíusálmur (46).
22,20 Danslög (plötur). 24,00 Dag
skrárlok.
lífi
sex ara
bjarga
drengs
Danskur radíóamatör átti þátt
í því að bjarga lífi sex ára
drengs í Norður-Afríku á dögun
um, Læknir í Tanger, Gaboy að
nafni, gat ekki útvegað sjúklingi
sínum sjaldgæft berklalyf, sem
honum var lífsnauðsyn. Að síð-
ustu sneri hann sér með hjálp
arbeiðni til radíóamatörs, og það
var hún, sem hinn danski radíó
amatör heyrði.
Lyfið fékkst í Danmörku.
Danskir radíóamatörar brugð
ust þegar við og reyndu að út-
vega lyfið, sem um var beðið og
líf drengsins gat verið undir
komið, Loks tókst að útvega lyf
ið í sjúkrahúsi í Danmörku, og
síðan var sent sem hraðast til
Afríku, og var mikill viðbúnaður
til þess að greiða fyrir því, að
það bærist sem allra fljótast.
1 Spennandi klukkustundir.
Radíóamatörar í mörgum lönd
um fylgdust með því með mikl-
um spenningi, hvernig lyftinu
miðaði áfram til ákvörðunar-
staðar, og var þess beðið milli
vonar og ótta, hvort það kæm
ist til Tanger í tæka tíð. Sér-
stök flugvél var fengin í París
til þess að fljúga með það síð-
asta áfangann.
Þakkir berast.
Daginn eftir bárust hinum
dönsku radíóamatörum þakkir
frá Norður-Afríku, og var þeim
komið til viðtakenda frá Hol-
landi,' Lyfið hafði komið til
Tanger árla morguns daginn eft
ir að hjálparbeiðnin var send,
og síðari hluta dags skýrði
Gaboy frá því, að horfur væru
á, að drengurinn lifði.
rAV.V.W.V.VV.V.W.V.V.W.'.V.W.V.W.W.V.V.’.W
Þakka af heilum hug öllum þeim, sem heiöruðu mig
;I með heimsóknum, gjöfum og skeytum á fimmtugsaf- í
;■ mæli mínu. I;
I; Kristinn Sigurjónsson, Brautarhóli. %
ilw.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v/.v.v.v.v.v.v.v.vi
Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og hjálpsemi við
anðlát og jarðarför móður minnar
STEINUNNAR BJARNADÓTTUR.
Magnús Magnússon.
SIGURÐUR KRISTJANSSON bóksali,
andaðist aðfaranótt 4. þ.m.. Jarðarförin ákveðin síðar.
F. h. vandamanna
Guðlaugur Þorláksson.