Tíminn - 06.04.1952, Blaðsíða 3
81. blað.
XfMlNN, sunnudag-inn 6. apríl 1952.
3.
•Mtitliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiiiiiiitiiiuminiuiiiiiiiini
I Það tilkynnist hér meö, aö H.F. Egill Vilhjálmsson |
| hefir allan okkar varahlutalager í Villys jeppa og við |
i erum hættir öllum viðgeröum á þeim. I
I H.F. STILLIR |
Það tilkynnist hér með að KR. KRISTJANSSON H.F.
hafa tekið á leigu bifreiðaverkstæði vort ásamt verzlun
arplássi, sem þeir reka nú hvortveggja á eigin ábyrgð.
Jafnframt höfum vér selt áðurnefndum KR. KRIST-
JÁNSSON H.F. allar vélar vorar og verkfæri til bif-
reiöaviðgerða.
H.F. STILLIR
Það tilkynnist hér með, að við höfum tekið á leigu
bifreiðaverkstæði og verzlun Stillis h.f. að Laugavegi
168, Reykjavík, sem vér munum reka í sambandi við
FORD-umboð vort.
Einnig höfum vér fest kaup á öllum þeim vélum og
verkfærum sem Stillir h. f. hafði á verkstæöi sínu —
bæði hinum fullkomnu Jeppaverkfærum sem öðrum —
og munum vér í framtíðinni annast viðgerðir allra
tegunda bíla, sem og annara véla og áhalda.
Enn frernur væntum vér þess að fá að njóta við-
skipta þeirra, sem áður verzluðu við Stilli h.f., og mun-
um vér kappkosta að gera viðskiptavinum vorum til
hæfis á allan hátt.
11
Fólk út um land
Muníd skóverzlunina á horni
ICIapparstígs og Laugavegs
Símiö eða skrifið
!! (i BOMSUR með lágnm hœl orf loðkanti
!! KARLMANNASKÓR í 3 breiddum svartir og brúnir kr. 129.50
I !
!; KYEASKÓR tneð hrágúmmísólum oy leðursólum kr. 75 til 95
H
BARTAASTÍGVÉL með hrágúmmisólum á 4ra til 8 ára mjjötf
ffóð á kr. 75.00
STRIGASKÓR ótal tegundir oy verð.
GÚMMÍSTÍGVÉL margar tegundir
Látið kunningjana velja yður skó, við skulum senda þá
| Skóverzlun B. Stefánssonar selur ódýrt
KR.KRTSTJÁNS50N H.F
Laugaveg 168 — Reykjavík
Símar: 4869 — 81703
iShóverzluncB.&tefán88onar
Járnsmíðaverkstæði okkar á Laugaveg 168, hefir full i
| komnar vélar til allra málmsmíði. Við smiði og við- |
| gerðir bifreiðahluta höfum við lagt sérstaka alúð. Höf- f
| um góða rífalavél, hersluofn, stóran bremsuskálarenni- I
| ' bekk o. s. frv. Hjólbarðarnir mega fylgja skálunum [
\ þegar þær eru renndar. |
1 Höfum góða smiði' og samvizkusama.
i Reynið viðskiptin. |
! H.F. STILLIR |
Smurstöð okkar á Laugaveg 168, er á hentugum stað i
I fyrir flesta bifreiðastjóra og bifreiðaeigendur.
| Mjög samviskusamir menn annast smurningu bifreið |
| anna. Skiptum um olíu án aukagreiðslu. Fljótvirk áhöld. |
1 Opið til klukkan 8 á föstudögum. i
| Reynið viðskiptin. i
| H.F. STILLIR \
•ifiiititMiiniiníiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiii
Sími 3628
o
o
o
o
o
s
í
Álagstakmorkun dagana 5. apríl—12. apríl
frá kl. 10,45—12,15.
Laugardag 5. apríl 3. hluti.
Sunnudag 6. apríl 4. hluti.
Mánudag 7. apríl 5. hluti.
Þriðj udag 8. apríl 1. hluti.
Miðvikudag 9. apríl 2. hluti.
Fimmtudag 10. apríl 3. hluti.
Föstudag 11. apríl 4. hluti.
Laugardag 12. apríl 5. hluti.
Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og
að svo miklu leyti sem þörf krefur.
SOGSVIRKJUNIN.
TILKYNNING
Menntamálaráði íslanðs
Umsóknir um styrk, sem menntamálaráð veitir til
náttúrufræðirannsókna á árinu 1952, skul vera komnar
til skrifstofu ráðsins fyrir 1. maí næstkomandi.
V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.
? í
Rafmagnstakmörkun
sókn gegn
krabbameini
I
iVAW/AV.V.'.V.mWAW.'.V.W.V.V.VAV.mVAN
Fyrsta sunnudaginn í apríl
má vænta þess að sjá í blöð-
um flestra menningarþjóða
greinar um einn stærsta böl-
vald nútímans, krabbameinið.
Hefir Alþjóðasamband krabba
meinsfélaga, sem á aðsetur í
París, mælst til þess við fé-
lagsdeildir sínar víðasvegar
um heim, að þær þennan dag
sérstaklega leiti til almenn-
ings um að aðstoð í erfiðri bar
áttu við þennan sjúkdóm.
Skyldan til að berjast við
mannskæðan sjúkdóm hvílir
ekki aðeins á yfirvöldum, vís
indamönnum og læknum,
heldur einnig á sérhverjum
þegni þjóðfélagsins. Að sjálf-
sögðu verða læknar að hafa
forgöngu í slíkum málum, en
án stuðnings verulegs hluta
j þjóðarinnar ná þeir skammt.
' Sú aðstoð, sem almenningur
1 getur veitt í baráttunni við
krabbameinið, er mjög mikils
verð. Með samúð sinni og á-
huga ljær hann þeirri bar-
áttu öflugan siðferðalegan
stuðning. Það er vísindamann
inum, sem fæst við rannsókn
meinsins, hvatning í starfi
sínu að verða þess var, að þvi
sé gaumur gefinn. Það er
einnig lækninum í daglegu
starfi hans að vita það, að al
menningur hafi augun opin
fyrir því og geri til hans háar
kröfur.. Á fleiri vegu geta
menn almennt stutt þessa bar
áttu, og er fjárhagslega að-
stoðin ein leiðin til þess.
Krabbameinsfélögin vinna
eingöngu að því að bæta að-
stöðuna til varnar og sóknar
í því stríði. Þau eru tengi-
liður milli almennings, heil-
brigðisyfirvalda og lækna.
Mörg verkefni þeirra krefj-
ast fjár, og í því tilliti megna
flestir að rétta hjálparhönd. <
Loks er ótalið það stuðnings-
atriði, sem hver og einn get-
ur og á að veita. Það er í því
fólgið, að menn geri sér far
um að kynnast þeim óvini,
sem átt er í höggi við. Fá-
fræði er ekki vænleg til sig-
urs. Það hefir mikla hag-
nýta þýðingu, að menn flestir
viti nokkur deili á byrjunar-
einkennum krabbameins, viti
það t. d. að það fer ævinlega'
hægt af stað og er meinleysis
legt í byrjun. Upphafsein-
kennin eru alltaf óljós og
geta átt við fjölmarga aðra
jsjúkdóma. Þau geta aðeins
boðað mönnum það, að viss-
ara sé að leita læknis í rann-
sóknarskyni.
! Fyrir þremur árum var
fyrsta krabbameinsfélagið
stofnað hér á landi. Nú eru
þau þrjú og starfa sem deild
j ir í Kijjibbamelnsfélagi ís-
lands.a sem stofnsett var á
síðastliðnu sumri. Þessi félög
hafa snúið sér til almennings
um stuðning og vissulega hlot
l ið góðar undirtektir. Þau hafa
yfirleitt mætt skilningi og
Isamúð. Fjöldi einstaklinga og
! félgashópa hafa styrkt þau
■ fjárhagslega til starfsemi sinn
[ar. Loks munu fjölmargir
.læknar geta vottað það, að
hin almenna fræðslustarf-
seml félaganna hefir þegar
orðið til þess að beina sjúkl-
jingum í tæka tíð til læknis-
meðferðar, að svo miklu leyti
sem um slíkt verður dæmt á
skömmum tíma. Allt þetta
ber íslenzkri alþjóð fagurt
vitni og gefur góðar vonir um,
að baráttan gegn erkióvinin-
um meðal sjúkdóma geti með
Afmælisvísur
Ennþá beizla hagyrðingar
skáldafákinn „Pegasus“ þegar
sérstök tækifæri gefast.
Fyrir nokkrum dögum átti
Björn Daníelsson kennari 70 ára
afmæli. Mikill fjöjdi símskeyta
dreif til hans úr öllum áttum
og voru sum í ljóðum. Eru hér
nokkur sýnishorn:
Tautar gröm og illvíg Elli:
Ennþá heldur kappinn velli,
sjötíu ár þótt séu runnin,
seint mun þess Björninn unn-
inn.
Okkar beztu óskir sendast
árnaðar á merkri stundu.
Þér megi styrkur áfram endast,
ávallt stigir heill á grundu.
Björn þótt hlyti högg og sár
heims í ölduróti,
sigldi djarft í 70 ár
sól og vori móti.
Innilegustu ósk frá mér
alltaf rætast megi.
Farsæl gæfan fylgi þér
fram að hinzta degi.
Sittu heill með sjötíu ár á herð-
um.
Reyndu enn um ára tug
elli gömlu að vísa á bug.
Eftir sjötíu ára sprett
oft um bratta og klungur.
Enn í dag er lund þín létt,
líkt og værir ungur.
Björn sendir öllum, sem
glöddu hann á afmælinu með
heimsóknum, símskeytum eða á
annan hátt sýndan vinarhug,
innilegustu þakkir.
tíð og tíma orðið giftumikil
hér á landi.
Alfreð Gíslason