Alþýðublaðið - 18.07.1927, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
alþýðublabi-bE
kemur út á hverjum virkum degi. [
< ...======== l
Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í
< Hverfisgötu 8 opin frá k). 9 árd. ►
til kl. 7 síðd. I
) Skrifstofa á sama stað opin kl. ►
J 9»/a — 10Va árd. og kl. 8—9 siðd. I
; Simar: 988 (afgreiðslar.) og 1294 I
} (skrifstofan). (
; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ►
! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 »
J hver mm. eindálka. ►
I Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í
J (i sama húsi, sömu simar). ►
„Fáheyrð ósvíffni“.
i AIpýðublaBLnu 4. þ. m. birt-
ist grein með þessari yfirskrift
eftir ei.ihvern ,kunnugan“. Grein
pessj skýrði rétt í öllum atriðum
frá málavöxtum. Síðar hefir birzt
leiðrétting frá skipstjóranum á
„Gulltoppi“ og nú síðast i dag
frá matsveini sama skips, er á að
hrekja aðalkjarnann í umræddri
frásögn. Pví verður aldrei neitað
með rökum, að fæðisvöntun varð
hjá matsveininum, sem þá var ný-
kominn á skipið, í um ræddri
fiskiferð, er stóð yfir rúma 10
sólarhringa. Þrutu sumar matar-
birgðir í miðjum ,,túr“, og síð-
ustu' dagana ’Jifðum við á fiski í
alla mata; sykur, mjólk, mjöl-
vörur og önnur efni í súpur og
grauta var þrotið og brauð. Kaffi,
mjólkur- og sykur-laust, gátum
við fengið. Síðasta dægrið var alls
ekki hitað upp í eldavélinni. Út
af þessu sendum við kvörtunar-
skjal til útgerðarmannsins, þar
sem matsveinninn kendi honum
um þessa vöntun. Kvörtunarskjal
þetta undirrituðu allir háseíar og
kyndarar. Var það afhent til yfir-
manna skipsins og þeir beðnir að
koma því á framfæri. Skipið fór
síðan i aðra ferð, og var fæði þá
óaðfinnanlegt. Að 'Joknum veiðum
voru margir af okkur beðnir að
vinna að hreinsun skipsins. Við
vorum þó ekki allir tilkvaddir.
Voru menn skildir eftir, sem að
oRkar áliti gátu talist með fyrstu
Jiiönnum í starfið. Kvisaðist fljótt,
að ástæðan væri kvörtunarskjalið.
Liður svo að þeim tíma, að okkur,
sem við hreinsun skipsins unnum,
var sagt að hætta með þeim um-
mælum, að við skyldum ekki
hugsa til atvinnu á bessu skipi
eða hjá þessu félagi framar.
Skipstjóri og stýrimaður fluttu
þessi boð. Okkur var ekki kunn-
ugt um, að við værum neinir okk-
hr í óvingan hjá skipstjóra eða
stýrimanni, því að samvinna hafði
verið góð okkar á milli, enda
litum við svo á, að skipstjóra
þætti fyrir að verða að tilkynna
okkur þetta. Hann bauð okkur
öllum, sem vildum, að koma með
sér á síldveiöaskipið , Isafold" og
kvaöst enga aðra fremur vilja.
Við lítum því svo á, að þetta
hafi verið skipun útgerðarmanns,
ep.ekki skipstjóra, enda heyrðum
við það btvírætt á yfirmönnunum,
að ástæðan til uppsagnarinnar
væri kvörtunarskjalið, sem stað-
festist með fram af því, að tveir
menn, sem ekki undirskrifuðu það
og ekki voru með þá ferð, máttu
vera kyrrir, ef þeir ^ildu.
Leiðrétting skipstjóra hlýtur
því að vera gefin meira af þægð
við útgerðarmann Skipsins til þess
að þvo hann í augum almennings
en til að hrekja nokkuð af því,
■sem er sannleikuiriínn í þessu máli.
Um matsveininn Viljum við sem
fæst segja, því að svo tvísaga og
ómerkilegur hefir hann reynst í
öllu þessu fæðismáli. Vottorð
hans og yfirlýsing í „Morgun-
blaðinu" í dag er svo langt frá.
sanrileikanum, sem nokkuð getur
verið. Hann marglýsti yfir því i
áheyrn okkar og annara skipverja,
að fæðisvöntunin væri útgerðar-
manni skipsins um að kenna og
engum öðrum. 'Engum efa er það
bundið, að atvinnuuppsögn okk-
ar stafar frá þessari umræddu
fæðiskvörtun og engu öðru,
hversu mörg sem pöntuðu vott-
orðin verða, sem útgerðarmaður
lætur á ,,þrykk út ganga“.
Allmargir af félögum okkar eru
nú fjarverandi úr bænum og geta
því ekki undirskrifað það, sem
að ofan er ritað og fyllilega er
sannleikanum samkvæmt.
Reykjavík, 15. júli 1927.
Sigurgeir Hulldórsson.
Ásge'.r Einarsson.
Árni Guómundsson.
Síra Jón Þorsteinsson
píslarvoítur.
18. júli 1627. - 18. júlí 1927.
Allir kannast við séra Jón písl-
arvott. En svo mun þó fara fyrir
flestum, ef að er gáð, að þeir
muttu harla Iítið um hann vita
annað en það, að Tyrkir myrtu
hann á ránsferð sinni hingað
1627. En nú í dag er einmitt 300
ára ártíð hans. Það' munu og
ílestir vita, með hverjum atburð-
um viðskilnaður hans gerðist.
Þegar Tyrkir óðu brjótandi og
brælandi um Heimaey, flúði séra
Jón upp í hellisskúta einn, þar
Sem hann hugðist mundu geta
falist, og Iagðist á bæn. En svo
fór, að Tyrkir runnu á fylgsnið,
réðust að séra Jóni og myrtu
hann, en rændu konu hans Mar-
grétu Jónsdóttur og syni hans
Jóni, 15 ára gömlum, og er það af
þeim að segja, að Margrét lézt í
ánauð í Algier, en Jón komst lífs
af pg hiafði þá syðra numið stærð-
fræði og mannvLrkjagerð og gekk
hann í herþjónustu hjá Kristjáni
4., en andaðist fljótt (1649).
Því er ekki að leyna, að nafn
séra Jóns hefir geymst í almanna-
minni fram á þennan dag fyrir þá
sök eina, hvað andlát hans bar
að með fátíðum og átakanlegum
atburðum. Hefði svo ekki verið,
hefði nafn hans gleymst eins og
nöfn flestra annara, og það orðið
fræði- og fróðleiks-mönnum að
glingri að grafa eittlivað upp urn
hann. Þessir atburðir voru hon-
um ósjálfráðir, en alþýðan, sem
hefir þótt það átakanlegt, að hann,
presturinn, skykli fallia fyrir vopn-
um hiéjpdns hund-Tyrkjans, hefir
sett geislabaug píslarvottsins um
höfuð honum, og hefir margur
fengið hann fyrir rninna.
Þó að frægð séra Jóns sé
sprottin af tilviljun einni, var
hann engu að síður merkismaður
á sinni tíð og rnikils metinn. Var
það með kveðskap sínum, sem
hann gerði garð sinn frægan.
Kvæði hans voru flest öll and-
legs efnis — sálmar —, og stand-
ast þau ekki frekar en meginið af
þeirrar tiðar kveðskap samanburð
við neitt annað en sína eigin sam-
tið. Kröfum þeim, sem nútjminn
gerir um smekk og andagift, full-
nægja þau hvergi nærri. En séu
þau borin saman við samtíðar-
kveðskapinn, reynrst séra Jón hafa
verið í heldri skálda röð, og hafa
fcvæðin bæði að honurn lífs og all-
lengi að honum liðnum verið all-
vinsæl. T. d. hefir einstöku sálrn-
ur hans hjarað í sálmabók þjóð-
kirkjunnar fram í núlifandi manna
minni, svo sem: „Lofið guð, lof-
ið hann, hver sem kann“, þó að
þeir séu nú með öllu horfnir. Það
er svo sem sjálfsagt, að píslar-
vættið hafi aukið á vinsæld kvæða
hans, enda er ekkert af þeim
prentað fyrr en eftir lát hans —
og það alllöngu (1652). En vin-
sældir þær, sem hann naut í lif-
anda lífi, voru og töluverðar. Það
voru ekki allir, sem urðu fyrir
þvi, að jafn-ágætir menn og þeir
feðgar séra Einar Sigurðsson í
Eydölum og séra Ólafur Einarsson
í Kirkjubæ (faðir Stefáns Ólafs-
sonar) eða séra Gísli Oddsson,
síðar biskup, færu um þá lofs-
orðum í bundnu máli. Er það
mætur dómur samtíðarinnar, þó
að dómur nútímans verði annar.
Með mestu kvæðurn séra Jóns er
sálmabálkur, kveðinn út af Da-
viðssaltara, og eru þó ekki allir
eftir hann. Sálmur sá, er nefndur
var, er úr þeim bálki. Annar
sálmabálkur eftir séra Jón eru
Genesis-sálmar. Voru Davíðssálm-
ar prentaðir tvjsvar, en Genesis-
sálmar fjórunr sinnum. Niðurlags-
erindið í Genesis-sálmum er
svona:
Genesis-sálma góða
gerðd með hægan tón,
ætlar einföldum bjóða,
aumasti Jesú þjón;
allir, sem iðfca og skoða,
uppfyJlist trú og von.
„Sé þér dýrð, salvator þjóða“;
söng Eyja-presturinn Jón.
Þetta má heita algilt sýnishom
af kveðskap séra Jóns. Það sveí
Isig í ætt við sinn tíma. Andagift-
in er lítil — eða engin, en hún •
riægði þeim dögum.
Séra Jón mun fæddur um 1565
—1570, og var faðir hans, Þor-
steinn Sighvatsson, bóndi í Höfn
í Melasveit, en móðir hans Ásta
Eiríksdótlir var ríkra manna. Séra
Jón var fyrst prestur á Húsafeili,
síðan á Torfastöðum í Biskups-
tungum, en síðast í Kirkjubæ í
Vestmannaeyjum, og þar lét hann
lífið. Kona hans var Margrét sú,
sem áður gat. Þótti séra Jón gáfu-
maður hinn mesti, ágætur kenni-
rnaður og grandvar til orðs og
æðis. Af honum er komið maigt
ágætra marina, og má þar fremst-
an nefna Jón biskup Vídalín.
Um allar miðaklir og fram yfir
siðaskiftin böfðu landsmenn við
og við orðið fyrir barðinu á er-
lendum ránsmönnum, sem gengu
hér á land og gerðu strandhögg.
Urðu íslendingar allflatir fyrir
slikum yfirgangi, því vopnaburður
var hér að mestu Iagður niður.
Þótti sumum fyrirsvarsmönnum
landsins þetta lítt þolandi, og varó
Magnús Jónsson prúði til þess að
dæma svonefndan Vopnadóm 1581
um, að hver maður skyldi vopn
eiga. Lítið mun hafa úr því orðið,
en þó eru þess dæmi, að lands-
menn eftir það hafi staðið er-
lendum ránsmönnum snúning
(Spánski slagur Ara 1615). Óefað
er Tyrkjaránið svonefnt 1627 mesti
usli, sem útlendingar hafa gert
hér á landi. Þaö mun að vísu rang-
nefni að kenna þau rán við Tyrkí
eða Múhameðsmenn, þó að ráns-
mennirnir væru sunnan úr Algier.
Svo var máT með vexti, að alls
konar ruslara- og trantara-lýður
úr Evrópu allri settist að á Af-
ríkuströndum norðanverðum í
skjóli soldánsins í Algier og hóf
þaðan ransferðir. Það munu þeir,
þó hafa komist lengst frá grenj-
unum, er þeir seildust hingað.
Höfðu ránsmenn samflot hingað,
en skildu, þegar undir land kom.
Fór eitt skipanna til Grindavíkur
20. júní og rændi dönsku kaup-
skipi og 15 mönnum: íslenzkum.
Þegar þeir yfirgáfu Grindavík,
náðu þeir öðru kaupskipi dönsku
og héldu síðan inn Faxaflóa. I
þann mund var Holger Rosen-
krantz til Frölinge höfuðsmaður
á Bessastöðum; safnaði hann Liðí
af Suðurnesjum og stefndi til sin
skipum úr nágrannakauptúnunum
og ilét þau leggjast á Seiluna. Lét
tiann menn búast fyrir á þeim og
hlóð sjálfur á landi torfvirki, sem
enn stendur. En þar með sýnist
hugrekki höfuðsmanns lolíið. Þeg-
ar ,,Tyrkir“ komu á Skerjafjörð
og sáu viðbúnaðimi, félst þeim
hugur, og lögðu til hafs, en þá
strandaði eitt skip þeirra á grynn-
iingum í firðinum, og voru þei'r í 2
daga að flytja farangur sinn úr
því skipi í annað. Þótti íslend-
ingum þeir nú gefa á sér bezta
færi og vildu ráðast að þeim, en
höfuðsmaður latti. Komust „Tyrk-
ir.“ undan við svo búið, og hafði
íöfu&smaður skömm af. Ránsmenn
komu og við á Austfjörðum og
höfðu þar góðan feng. Kunnust
er ferð þeirra tO Vestmannaeyja,.
og gengu þeir þa.r á land 16.
júli 300 menn saman. Skiftu þeix
sér i þrjó flokka og fóru um