Tíminn - 23.04.1952, Blaðsíða 2
-’T~2^
TÍM1\N, niiðvikudaginn 23. apríl 1952.
91. blað.
Stofnun, sem kennir húsmæðrum
smáviðgerðir á heimilisáhöidum
' Tökum ofan og hneigjum okk
ur djúpt fyrir þeim húsmæðr-
um, sem ekki aðeins hafa leyst
af hendi með sóma öll venju-
leg heimilisverk, heldur einn-
:ig leyst af höndum smáviðgerð-
ir, sem ávallt er þörf á.
Kvartanir tímafrekari en
viðgerðir.
Flestum húsmæðrum er um
megn að koma tauti við brauð-
rist, sem skyndilega bilar, og
þær eru ráðalausar, ef vatns-
kraninn tekur að leka eða gorm
arnir losna í legubekknum. Og
það fer lengri tími í að kvarta
yfir þessum bilunum við eigin-
manninn, þegar hann kemur
heim frá vinnu sinni, heldur en
viðgerðin sjálf tæki, — ef kunn-
átta væri til.
.tfúsmæðraverkstæði verður tH.
Kona í New York heitir Lill-
ian Baldwin, hún afréð hér eitt
árið, að læra að annast sjálf
svona lagfæringar á heimilinu.
Það var hægt að fara á nám-
skeið, þar sem kennd var hús-
gagnabólsbrun, rafmagnsfræði,
blikksmíði og margt annað, en
það voru hvergi námskeið, þar
sem kennd voru auðlærð hand-
tök, sem nægja til þess að gera
við ýmsa hluti á heimilinu. Hún
ræddi þetta mál við vinkonu
sína, og þetta varð til þess, að
þær stofnuðu verkstæði, þar
sem húsmæðrum er kennt að
fara með ýms verkfæri og æfa
sig við viðgerðir og smálagfær-
ingar á ýmsum heimilismunum.
Mikii aðsókn,
margt nytsamt kennt.
Skóii þessi er í miðri New
York-borg, og er mjög sóttur.
:Það er kennt að gera við sprung
ið postulín og leirkrukkur, setja
nýjstr glóðarþræði í straujárn,
Hér sést ein af konunum í
kennslustofnun húsmæðranna
vera að dytta að húsmunum. Á
borðinu hjá henni liggja áhöid
og efni, sem hún þarf að nota
við starfa sinn. Hún
er einbeitt á svip, og
það er sennilegt, að
hún gefi karlmönnun-
um ekkert eftir um
handlagni og leikni,
þegar hún hefir hlotið
æfingu við þetta verk.
Útvarpib
Útvarpið í dag:
3.0D—9.00 Morgunútvarp. —
10.10 Veourfregnir. 12.10—13.15
Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegis-
Itvarp. — 16.25 Veðurfregnir.
18.00 Frönskukennsla. 18.30 Is-
tenzkukennsla; I. fl. — 19.00
Þýzkukennsla; II. fl. 19.25 Veð-
uríregnir. 19.30 Tónleikar: Óp-
erulög (plötur). 19.45 Auglýsing
ar. — 22.00 Fréttir. 20.20 Ávarp
trá Barnavinafélaginu Sumar-
gjöf (Amgrímur Kristjánsson |
skólastjóri). 20.30 Kvöldvaka há
.skólastúdenta. 22.00 Féttir og
/eðurfregnir. 22.10 Danslög
plötur). — 23.30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Sumardagurinn fyrsti.)
8.00 Heilsað sumri. 9.00 Morg-
unfréttir. — Tónleikar (plötur),
10.10 Veðurfregnir. 11.00 Skáta-
pessa i Dómkirkjunni (séra
Óskar J. Þorláksson). 12.15 Há-
legisútvarp. 13.15 Frá útihá-
íð barna í Reykjavik. — Ræða;
Séra Emil Bjömsson. 15.00 Mið-
degisútvarp. 17.00 Veðurfregn-
ir. 18.30 Barnatími. 19.25 Veður-
fregnir. — 19.30 Sumarlög (plöt
ur). 19.45 Auglýsingar. — 20.00
Fréttir. 20.20 Sumarvaka. 22.00
réttir og veðurfregnir. 22.05
Danslög. 01.00 Dagskrárlok.
Árnað heilla
ferusáa .✓ '+mí ->
skipta um leiðslu á lömpum,
hreinsa stíflaða vaska _og end-
urnýja pakkningar á lekum
krönum, svo að nokkur dæmi
séu nefnd.
Þarna er húsmæðrunum líka
kennt að blanda málningu, með
höndla pensil, bæsa og fága hús
gögn. Enn er kennt að reyna og
skipta um rafmagnsöryggi,
skipta um áklæði á bólstruðum
húsgögnum, brýna hnífa, laga
skúffur, sem þrútna í skápun-
um og margt fleira af þessu
tagi. Margir eiginmenn hafa
orðið til þess að gefa þessari
stofnun verulega fjármuni til
þess að tryggja framtiöarrekst-
ur hennar.
Grundvöliur fyrir slíka
stofnun hér.
Sagan af þessari kennslu-
stofnun liúsmæðranna er at-
hyglisverð, og það er alveg
vafalaust, að grundvöllur væri
fyrir slíka stofun hér, ef henni
kæmi einhvers staöar frá styrk
ur til þess aö rísa á legg. Það er
mikils verður þáttur í baráttu
gegn clýrtíð og sligandi útgjalda
byrði að gera heimilin sem
mest sjáifbjarga.
Stúdentafélag Reykjavíkur
Stúdentaráð Háskóla íslands
SUMARFAGNAÐUR
stúdenta verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld
kl. 8,30.
Ræða: Síra Sigurður Einarsson.
Stúdentakvartett syngur.
Dansað til kl. 2.
Aðgöngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 5—7.
— Ekki samkvæmisklæðnaður. —
Góð rauðmaga-
veiði á Hofsósi
Frá fréttaritara Timans
á Hofsósi.
Rauðmágaveiði á Hofsósi er
nú orðin með bezta móti, og
hafa margir, sem hana stunda,
fengið ágæta veiði, einkum nú
upp á síðkastið. Annars er
langt síðan rauðmagaveiðin
hófst.
Frámunalega ógæti-
legur akstur í
úthverfunum
Fólk úr úthverfum bæjarins
hefir komið að máli viö blaðið
vegna mjög ógætilegs aksturs
sumra bílstjóra, einkum vöru-
bílstjóra, um göturnar þar. Á
þessum götum eru engar gang-
stéttir, og þar er iðulega fjöldi
barna að leik, hlaupandi fram
og aftur yfir þær. Eigi að síður
er það algengt,' að bílstjórar
leyfi sér að aka á fleygiferð eft
ir þessum götum, ög það er satt
að segja alls ekki að undra, þótt
bifÁfiðaijslys varði, er börnin
koma svo þjótandi út á göturn- j
ar mílli bíla, sem þar kunna að
standa eða út úr húsasundum.'
Með vorkomunni og batnandi
tíðarfari eru börnin æ meira
að leikjum úti viö, og við það
I eykst hætta á umferðarslys- j
! um. Margir foreldrar, til dæmis
' í Kleppsholti, eru mjög hrædd-
j ir um börnin, þegar þau eru að
; leik á aðalgötunum þar í hverf
j inu. En við því er ekki hægt að
sporna, að þau leiki sér á göt-
unum.
Þaö eru þess vegna alvarieg
tilmæli, sem blaðið hefir verið
beðið að flytja, að yfirvöld bæj- j
arins geri eitthvað til þess að
reyna að koma í veg fyrir ó- 1
gætilegan akstur, sem nú á sér
stað í úthverfunum, og meira
verði gert en nú að brýna fyrir 1
þeim, sem bifreiðum aka, að
gæta fyllstu varúðar. Það er
nóg orðið af hörmulegum bif-
reiðaslysum á þessu ári.
Til sölu
er bifreiðin R-3393 Bucik áður eign skólastjóra M. E.
Jessen, aðeins keyrður tæpa 7 þús. kílómetra. Verður
til sýnis kl. 5—7 e. h. miövikudaginn 23. þ. m. að Skóla
vörðutorgi. Tilboð í nefnda bifreið sendist til Björns
Ólafs í Mýrarhúsum 26. þ. m.
Fulltrúaráð Sjómannadagsins
Borðstof u húsgögn
úr Ijósu eða dökku birki, einnig stakir borðstofustólar
mjög fjölbreytt úrval, hentugir greiðsluskilmálar ♦
Komið og skoöið, það borgar sig
Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar
Laugaveg 166
t
Góð bújörð
Hver vill selja mér stóra og góða bújörð, helzt strax
í vor. Þarf að vera með góðu . kvikfjárlandi. Æskilegt
er að jörðin sé á Norðurlandi. — Þeir, sem vilja sinna
þessu, sendi söluverð og allar nánari upplýsingar til ♦
afgreiðslu „Tímans“ sem allra fyrst, merkt „Góð bú-
jörð — 194“.
Vegna veikinda ieikara
fellur niður áður auglýst leiksýning Leikfélags Hafn-
arfjarðar á sjónleiknum „Aumingja Hanna“ í Iðnó á
Sumardaginn fyrsta.
Barnavinafélagið Sumargjöf!
Manch. Utd. lígumeistari i ár
West Bromwleh Alhlon síöðvaði Arsenal
Trúlofanir.
Á páskadag opinberuðu trú-
iofun sína ungfrú Sigrún Sigur
bergsdóttir, kennari frá Hofi í
Garði, og Tómas Sigurðsson,
Blönduhlíð 11 í Reykjavík.
Á páskadag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Heidi Weber
og Svavar Ingibergsson í Kefla- i
vík. 1
Á mánudaginn fóru fram
tveir þýðingarmiklir leikir í 1.
deild ensku lígukeppninnar, er
reyndust hafa afgerandi úrslit
um efsta sætið í deildinni, og er
nú áreiðanlegt, að Manchester
United ber sigur úr býtum.
Arsena! tapaði. .
Tvö lið, Manch. Utd. og Arsen
al, höfðu, fyrir þessa leiki, mcgu
leika til að hreppa meistara-
tignina, en með því, að Arsen-
al tapaði fyrir West Bromw.
með 3—1, og Manch. vann Chel
sea 3—0, er útséð um keppn-
ina. Staðan hjá efstu liðunum
er þannig:
Manch. U. 41 22 11 8 89-51 55
Apsénal 41 21 11 9 79-55 53
Á laugardaginn kemur mæt-
ast liðin i Manchester, og þó
Manrh. tapi með 6—0, heldur
liðið efsta sætinu. Hins vegar
er enginn möguleiki fyrir, að
slíkt hendi, enda hefir Manch.
aldrei tapað fyrir Arsenal
heima.
Tottenham er nú í þriðja sæti
með 49 stig, og hefir því nokkra
möguleika að ná öðru sæti,
Þá fór einnig fram mikilvæg
ur leikur í 2. deild milli Cardiff
og Blackburn. Cardiff vann með
3—1. Sheff. Wed. hefir þegar
I sigrað í 2. deild, hefir hlotið 52
stig, en tvö lið Cardiff og Birm-
ingham, hafa möguleika að ná
51 stigi. Cardiff stendur betur
að vígi vegna betri markatölu. I
i
DISKAHERFI
AF OLIVER GERÐ HÖFUM VIÐ VERIÐ. BEÐNIR AÐ
SELJA. HERFIÐ ER TVÖFALLT „OFFSETT“-HERFI
MEÐ 28—24 TOMMU DISKUM, 10i/2 FET Á BREIDD.
ÞYNGD UM 1200 KÍLÓ. HERFI ÞETTA ER HEPPILEGT
TIL JARÐVINNSLU MEÐ 30—60 HESTAFLA‘BELTA-
DRÁTTARVÉLUM. HERFIÐ ER NOTAÐ OG VERÐIÐ
ER HAGSTÆTT.
ORKA H.F.
LAUGAVEGI 166
Auglýsingasími Tímans: 81300