Tíminn - 23.04.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.04.1952, Blaðsíða 6
TÍMINN, miðvikudaginn 23. apríl 1952. 91. blað. S. LEIKFÉLAG RfYKJAVfKDR1 Frumsýning C Djúpt liggju rœturl Sýning í kvöld kl. 8. eftir J. Gow cg A. D’Usseau. f Þýðandi: Tómas Guðmundss. | Leikstj.: Gunnar R. Hansen. f Aðgöngumiðasala í dag frá I kl. 2. I Hættustund Óvenjuleg og bráðspennandi, | ný, amerísk mynd um augna | bliks hugsunarleysi og tak-1 markalausa fórnfýsi og hetju | lund. James Mason, Joan Bennett- Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Sirkus Sýnd fcl. 3. ** rri = NYJA BIO Keðjudans ástarinnar („La Ronde“). Heimsfræg, frönsk verðlauna mynd, töfrandi í bersögli sinni um hið eilífa stríð milli kynjanna tveggja, kvenlegs yndisþokka og veikleika kon- unnar annars vegar. Hins veg ar eigingirni og hverflyndi karlmannsins. Aðalhlutverk: Simone Simon, Fernand Gravey, Danielle Darrieux og kynnir Anton Walbrookk. Bönnuð öllum yngrl en 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÉÓ - HAFNARFIRÐl Gullrteninginn Mjög spennandi og við- | burðarík, ný amerísk mynd, | tekin í litum. Waugham Moore Ella Rains Bönnuð innan 16 ára. | Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍÓ Cyrano de Bergerac Stórbrotin ný amerísk kvik- mynd, eftir leikriti Edmonds | Rostand um skáldið og skylm ingameistarann Cyrano de Bergerac. Myndin er í senn ! mjög listræn, skemmtileg og" spennandi. Aðalhlutverk: Jose Ferrer (Hlaut verðlaun, sem bezti leikari ársins 1951 fyrir leik slnn í þessari mynd.) Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bergur Jónsson | B E Málaflutningsskriísíofa = | Laugaveg 65. Siml 5833 | Heima: Vitastlg 14 iflíÍ.'b ÞJÓDLEIKHÚSIÐ „Tyrkju-Gudda^ | eftir séra Jakob Jónsson Sýning í kvöld kl. 20.00. IAtli Kláus og Stóri Kláus i Sýning fimmtudag kl. 14.00 \ vegna Barnavinafélagsins | Sumargjafar. Íslandsklukkan | eftir Halldór Kiljan Laxness i | Sýning laugardaginn 26. apr. § = kl. 20,00 í tilefni af fimmtugs = afmæli höfundarins. | Leikstjóri: Lárus Pálsson = 1 Aðgöngumiðasalan opln alla i virka daga kl. 13,15 til 20,00 1 Sunnudaga kl. 11—20. Tekið ] i á móti pöntunum. Sími 80000. i 1 Austurbæjarbíó I Pabbi (Life with Father) Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. | Sigurför juzzins \ (New Orleans) i Hin bráðskemmtilega og fjör i 1 uga jazzmynd. | Hljómsveitir Louis Arm-1 | strong og Woody Hermans. ) Sýnd kl. 5 og 7. I j Itjarnarbíó; FAl'ST i (Faust and the Devil) j 5 : | Heimsfræg ítölsk-amerísk | i stórmynd byggð á Faust eftir j | Goethe og samnefndri óperu I i Gounod’s. — Aðalhlutverk i | leikur og syngur hinn heims- I frægi ítalski söngvari Italo Tajo. | Myndin er gerð af óviðjafn- I legri snilld. | Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Hrói Höttur Sýnd kl. 5. (GAMLA BÍÓ | Miðnœturkossinn | (That Midnight Kiss) IM-G-M músík- og söngva- 1 mynd í litum. | Aðalhlutverk: Mario Lanza Kathryn Grayson Jose Iturbi Sýnd kl. 5, og 9. (TRIPOLI-BÍÓ Morgunblaðssagan: f Ég eða Ælbert Rand jlAfar spennandi, ný, amerísk | kvikmynd, gerð eftir sam- | nefndri skáldsögu Samuels | W. Taylors, rem birtist í | Morgunblaðinu. Barry Nefson, Lynn Ainlcy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Erlent yfirlit (Framhald aí 5. stðui frægari fyrir rausn sína og veit- ingar og þykir enginn auðkýf- ingur hafa verið honum fremri í þeim efnum hin síðari ár. Hann sést aldrei svo á veitinga- stöðum, að ekki sé mikill skari kunningja og boðsgesta í fylgd með honum, líkt og um fursta væri að ræða. Dawson hefir í hótunum með að yfirgefa Frakkland að fullu og öllu, ef franska ríkið heldur fast við skattakröfu sína. Og hann telur, að sú hótun geti orð ið til þess, að Frakkar hugsi sig um tvisvar áður en þeir láti til skarar skríða. Vilja þeir missa af öllum þeim erlenda gjaldeyri, sem hann eyðir í Frakklandi, og öllum þeim tekjum, er þeir fá beint og óbeint af dvöl hans þar? Skíðamótið enn (Framhald af 3. síðu.l hans til breytinga á tölum móts- skrár. Myndi þá ekki H. S. blaðam. hafa gefið kunnugleika mínum á þessum málefnum betri einkunn en málefni standa til? Það er rétt, að þekking mín nær skammt. Mér hefir ekki gefizt þess kostur að iðka skíða- ferðir í tómstundum, og ég hef ekki farið á skíði í bíl. En ég héf stundum á erfiðum, vegvísa lausum fjallvegum í myrkri og hríð, átt líf mitt undir að kunna að nota skíðin, og þótt hæðar- munurinn hafi ekki verið meiri en 400—600 metrar, hefir ekki ávallt sami áburður hentað alla leið. Að lokum vil ég í allri vin- semd benda H. S. á, að skrif Morgunblaðsins, íslendings (sama greinin?) og Dags um skíðamótið eru til fyrirmyndar. Mér hefir einnig virzt H. S. skrifa ágætavel um knatt- spyrnu. J. K. Ég bið J.K. afsökunar á þeim mistökum, sem átt hafa sér stað með útreikninginn í nor- rænu tvíkeppninni, og viður- kenni fúslega, að ég fór þar með rangt mál. Nákvæmar skýrslur um mótið gat ég ekki fengið þótt ég ræddi við farar- stóra Reykvikinganna, daginn eftir að hann kom að norðan, og upplýsingarnar um úrslitin í tvíkeppninni, sem ég fékk, voru því miður rangar. Ég vil nota tækifærið og þakka J.K. fyrir leiðréttingu hans. II.S. E.s. Selfoss fer héðan föstudaginn 25. þ. m. til Vestfjarða og Siglufjarö ar. Viðkomustaðir: Patreksfjöröur Bíldudalur Þingeyri Siglufjörður ísafjröður Bolungarvík Flateyri M.s. Goðafoss fer héðan föstudaginn 25. þ. m. til Noröurlandsins. Viðkomustaðir: Dalvík Akureyri Húsavík H.f. Eimskipafélag íslands —...............7 KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI ----- 106. DAGUR spurningu hans, og þrýsti sér fastar upp að Önnu, sem var eldri og lífsreyndari og kunni fáein orð í dönsku. Hún svaraði á bjög- uðu máli: „Við komum frá Lundúnum.“ Maðurinn brosti. Svo svaraði hann á ensku: „Frá Lundúnum? Þá get ég ímyndað mér, að jungfrúrnar hafi komið með sendi- nefndinni, sem á að krefja Magnús Heinason reikningsskapar“. „Rétt“, svaraði Anna. „Þetta er dóttir Daníels Rogers, sem er formaður sendinefndarinnar....“ Hún þagnaði snögglega. Það var óhæfa, að stúlka gæfi sig þannig á tal við ókunnugan mann... .„Hvert er nafn mannsins“? spurði hún hikandi. Maðurinn hneigði sig. „Magnús Heinason er til þjónustu reiðu- búinn“. Beatrice var því nær hrotin aftur á bak í skálina. Magnús Heinason! Hinn hræðilégi sjóræningi, sem faðir hennar krafðist að yrði hegnt! Þaö gat ekki verið. Sjóræningjar voru allir rauð- hærðir, með gular tennur og ótal ör á andlitinu og hér um bd eins loðnir og apar Elísabetar drottningar. Það var ómögulegt, að þessi fallegi, tigni maður væri sjóræningi. Magnús brosti, og þáð var glettnisglampi í augum hans, er hann mælti: „Geri ég jungfrú Rögers óttaslegna? Það harma ég mjög. Hvað get ég gert til þess að bæta fyrir það“? Beatrice gat ekki svarað. Samt gramdist henni, að Anna tók til máls og skýrð: frá óhappinu með nistið. Magnús leit niður í vatnið og kallaði svo á hestasvein, sem var þarna á reiki. „Náðu nistinu, sem líggur þarna niðri í vatninu. Ég er að fara á fund tiginna marina og get ekki komið þangað rennvotur". ,.Ég sæki heshviðargrein og næ því upp með henni“, tautaði hestasveinninn ólundarlega. Er hann ætlaði að ganga brott, þreif Magnús til hans og hrópaði: „Nei, vinur sæll. Þú ert álíka svifaseinn og snigill og ég læt jungfrúrnar ekki bíða éftir því, að þú sækir neitt. Kafaðu tafar- iaust niður í vatnið — og hraðaðu þér“. Hann ætlaði að slíta.sig lausan. En það var hið heimskulegasta, sem hann gat gert. Mágnús tók taki í bakhlutann á honum og sveiflaði honum á höfpðið beint í vatnsskálina. Stúlkurnar hörf- uðu frá skelfdar, og yatnið gekk í gusum yfir skálarbarminn. Þegar hestasveinrinn kom úr kafinu, blés hann eins og rostungur. Magnús skipaði honum að ná í nistið. Uppi í glugga bréfastofunnar heyrðist hlegið dátt. Það var Gert Rantzau, seiri hló. Hann var skyndilega kominn í gott skap á ný. Við hlið hans stóð magur maður, sem starði undrandi niður í hallargarðinn „Magnús Heinason“! hrópaði lénsmaðurinn hátt. „Ég kvaddi þig ekki hingað til þess að drekkja hestasveinum mínum“! Magnús heilsaði brosandi, tók síðan við nistinu, sem hesta- sveinninn rétti að honum, leit snöggvast á það, sneri sér að rtúlkunum og rétti Beatrice gripinn. „Ég vona, að ég hafi ekki gert þig skelkaða í annað sinn, jungfrú Rogers. Sé svo, bið ég afsökunar“. En nú hlógu ungu stúlkurnar innilega. Þeim hafði ekki verið fullljóst, hvað var að gerast, en fyrst lénsherrann hló, þá gátu þær leyft sér það líka. Síðan kvaddi Magnús kurteislega og gekk upp að hallarþrepunum. Þegar hann var horfinn, vatt Anna sér skyndilega að Beatrice. „Líttu á mig“, skipaði hún. „Hvers vegna iéztu menið detta í skálina“? Stúlkan roðnaði við og forðaðist að horfa framan í Önnu. „Þú fékkst ósk þína uppfyllta“, hélt Anna áfram. „En stúlkur á þínum aldri eiga að forðast ókunnuga karlmenn". Beatrice lét sér naegja að andvarpa. Meðan þessi orðaskipti áttu sér stað, gekk Magnús inn í litla salinn í vesturálmunni, þar sem rannsókn ránsmálsins skyldi fara fram. Hann gekk brosandi fyrir ákærendur sína. Stjórnarherrarnir sátu við stórt borð, ásamt ensku sendimönnunum, lénsmanninum og kansellí- skrifara og tveimur skrifurum öðrum. Magnús lét sér hvergi hregða. Hann hafði bókstaflega gaman af þessari samkundu, og hér gafst honum þó færi á því að ergja Valkendorf. Hvað þurfti hann að óttast? Hverju bjóst Read við að koma til leiðar, og hvers vegna kom hann ekki sjálfur til Danmerkur til þess að krefjast skaöabóta? Vegna gestanna fóru orðaskiptin fram á ensku, sem Valkendorf talaði mjög vel. Þ?.ð .var :lika hann, sem bar fram spurningarnar. Magnús svaraði þeim fullum hálsi, en ekki varð því neitað, að stundum fóru svörin pfurlítið á svig við sannleikann. Hann hafði oft komizt úr verri klípu;;en þetta. En slíkt hafði aldrei gerzt með lögbókina í hend’nni eða með neinu samningamakki. Orðaskiptin voru ekki orðin iöng, er þess sáust merki, að Valkendorf var tekið að renna í skap. Hann þóttist þess fullviss, að Magnús væri sekur um allt það, sem Englendingar báru á hann, og hann hafði ekki hugsað sér að láta hann sleppa auðveldlega í þetta sinn. „Þú ert auvirðilegur lygari, Magnús Heinason"! hvæsti hann. „Orðum þínum vorður ekki treyst, og þú hefir ávallt hugsað um það eitt að skara eld að-þinni köku....“ „Friðrik konungur, háloflegrar mmningar, var annarrar skoð- unar, herra ríkisféhirðir“, svaraði Magnús rólega. Valkendorf beit á vörina. Níels Kaas laut að honum og sagði eitthvað lágri röddu, Pétur Munk virtist hinn kampakátasti, en Jörgen Rósenkrars var áhyggjufullur á svipinn. Englendingar lifu hver á annan. Valkendorf hallaði sér aftur á bak, en Níels Kaas spurði: „Neitar þú afdráttarlaust að hafa ráðizt á þetta enska skip, Magnús Heinason"?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.