Tíminn - 30.04.1952, Page 2

Tíminn - 30.04.1952, Page 2
t. TIMINN, miðvikudaginn 30. apríl 1952. 96. blað. Hvaða æskulýðsfélög eru heilladrýgst? Það getur ekki hjá því farið, að athygli manna beinist að því, hversu mikil brögð eru að afbrotum og óknyttum meðal unglinga hér á landi um þessar mundir, og þá meira um vert að kanna orsakir þessa óheilla faraldurs en hitt að kveða upp áfellisdóma yfir þessu fólki. Hvernig reynast æskulýðsfélögin? í þessu sambandi væri nokk- urt rannsóknarefni, hvernig féiagsskap þeim, sem haldið er uppi fyrir börn og unglinga, tekst að forða þessum ungu borg urum frá glapstigum og mis- ferli. Eru einhver þau félög, sem starfa meðal þeirra, þess um- komin að hafa svo heilladrjúg áhrif á unglingana, að tiltölu- tega fáir, er þeirra njóta, leið- :ist afvega? Fólk þarf að þekkja heilladrvgstu æskulýðsfélögin. Það er alveg vafalaust, að góð ur félagsskapur getur haft mikil og blessunarrik áhrif, og það væri mikils vert að fá beinlínis úr því skorið með rannsókn á félagsskrám og ferli unglinga, sem brotlegir hafa gerzt á einn eða annan hátt, hvaða félags- samtök verða mest virði í þessu efni. Komi það í ljós við slíka rannsókn, að einstök félög eigi innan sinna vébanda tiltölulega mjög fáa afbrotaunglinga eða óknyttadrengi eða stúlkur, sem ganga í skip og sækjast eftir kynnum við hermenn, ber að nota sér þau heillavænlegu upp eldisáhrif, sem slíkur félagsskap ur hefir, veita honum mestan stuðning og vinna að því, að hann nái til sem flestra ungl- Úívarpið 'Ótvarpið í dag: 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Há- iegisútvarp. 15,30 Miðdegisút- 'varp. 16,25 Veðurfregnir. 18,00 Frönskukennsla. 18,30 Islenzku kennsla; I. fl. — 19,00 Þýzku- kennsla; II. fl. 19,25 Veðurfregn :ir. 19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Morgunn 'J.ífsins" eftir Kristmann Guð- nundsson (höf. les) — XXIII.; sögulok. 20,45 Tónleikar: Ball- ettmúsík úr óperunni „Faust“ eftir Gounod (plötur). 21,00 Frá söguþáttur: Opinber hýðing á lusturvelli (Árni Óla ritstjóri). 21.30 Tónleikar (plötur). 21,35 Vettvangur kvenna. Frú Soffía Ingvarsdóttir les frumsaminn sögukafla: „Kirkjugangan“. — 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rakel“, saga eftir Daphne iu Maurier (Hersteinn Pálsson ritstjóri). IV. 22,30 Tónleikar: André Kostelanetz og hljómsv. jaans leika (plötur). 23,00 Dag- skrárlok. Útvarpið á morgim: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegisút varp. 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar iplötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Hátíðisdagur verka lýðsíélaganna: a) Ávörp: Stein- grímur Steinþórsson. félagsmála ráðherra, Helgi Hannesson for- seti Alþýðusambands íslands og próf. Ólafur Björnsson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. b) Kórsöngur: Söngfélag verkalýðssamtakanna í Reykja- vík syngur; Guðmundur Jó- hannsson stjórnar,- c) Leikrit: „Móðir barnanna" eftir Guðm. G. Hagalín. Leikstjóri: Indriði Waage. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,05 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. inga. Ég er viss um, að slík fé- lög eru til og starfa hér meðal unglinga, en almenningur þarf að vita á þessu full skil. Kleip farþegann í lærið Strætisvagnastjórar eru kurteisir og stimamjúkir við farþega, þegar ekki er verið að ragast í þeim að óþörfu. Eiga þeir marga kunningja meðal þeirra, sem ferðast í vögnunum á degi hverjum. Varð einum þeirra hált á því, þegar kunn- ingi hans kom inn í vagninn á viðkomustað og tók sér stöðu aftan við sæti hans, tilbúinn að hefja við hann samtal. þeg ar tími gæfist til. Ók svo vagn stjórinn af stað og bjóst við að kunningi sinn léti í sér heyra, en hann var þögull sem gröfin. Tók vagnstjórinn þá það fangaráð að þrcifa aftur fyrir sig og klípa vin sinn í lærið, og reyna þannig að koma honum til að segja eitt- hvað. Fannst honum þá • sem vinur sinn væri fremur vöðva- mjúkur og leit i spegilinn yfir sér. Sá hann þá, að þetta var hin virðulegasta frú með blóm í hatti, sem brosti sætt við honum í spegilinn. Rýmri gjaldeyris- reglur í Þýzkalandi Hinn 1. maí gengur í gildi ný reglugerð um gjaldeyri ferðafólks í Þýzkalandi. Frá þeim degi mega menn hafa með sér til landsins allt að 200 DM í þýzkum gjaldeyri (áður allt að 100 DM), en úr landi mega menn hafa með sér allt að 100 DM (áður allt að 40 DM). Reglur þessar ná aðeins til ferðamanna, sem fara til stuttrar dvalar til Þýzkaiands. (Samkvæmt frgen frá aðalræðismanni ís- lands í Þýzkalandi). (Frá utanríkisráðuneytinu) Þcgar hjarta- gæzkan sigrar Ungur maður var á dansleik um helgina og sá skammt frá sér föngulega konu, sem hann langaði mjög til að dansa við. Lagði hann af stað, er danssyrpa hófst og bauð henni upp. Kon- an hristi höfuðið og neitaði dans inum, og ungi maðurinn gekk brott svo boginn í baki og von- svikinn að ömurlegt var á að horfa. Er hann hafði gengið nokkur skref, var kippt þétt í jakka hans að aftan, og var þar konan komin. „Nei, annars, þetta er allt í lagi, góði. Komdu bara“. HEFI OPNAÐ lækningastofu í Austurstræti 3 (gengið inn frá Veltusundi Viðtalstími kl. 1—2. Sími 3113. Heimasími 5336 Sérgrein: barnasjúkdómar HULDA SVEINSSON, læknir t Ég undirritaður hefi opnað lækningastofu í Austurstræti 3 (gengið inn frá Veltusundi Viðtalstími klukkan 3 til 4 Sími 3113. — Heimasími 3195 GÍSLI ÓLAFSSON læknir l Jörðin Lyngholt Tvö fiugslys, tvær ör- lagastundir í lífi konu Þann ellefta apríl siðastlið- inn fórst amerísk farþegaflug vél frá P.A.A. undan ströndum Puerrto Rico. Sextíu og níu farþegar voru með vélinni, þar á meðal sex börn. Flugvélin sökk á tveimur mínútum Kvöldið eftir hafði tekizt að bjarga átján manns, en ekki búizt við að fleiri væru á lífi, enda sjórinn orðinn svartur af háka.rlí, þar sem slysið varð. Meúi lilut; farþeganna voru frá Puerto Rico. Ilefir tvisvar lent í flugslysi. Einn af þeim, sem náðist, var Tveir japanir — hittust í Khöfn eftir 23 ár Smávaxinn Japani kom um daginn inn í lögreglustöð í Hambrosgötu í Kaupmanna- höfn og skýrði frá því, að hann væri mjög einmana. Hann hafði verið í Stokkhólmi, en farið það an af leiðindum, því að þar var enginn Japani annar. Lögreglan í Kaupmannahöfn brá við fljótt og vel og hóf leit að Japana þar í borg. Á sjö mínútum var farið yfir skrár útlendingaeftirlitsins og bælcur allra gistihúsa, og það reyndist vera einn Japani í Hótel Am- ager. Litli Japaninn hélt þang- að, ljómandi eins og sólin í heimalandi hans, og barði að dyrum. Það var lokið upp og hann kallaði: — Yamaguchi? En hinn svaraði: Toyoho? Og það var engin furða, þótt báðir yrðu undrandi. Þeir voru skólabræður — og höfðu ekki sézt í 23 ár. við Hafnarfjarðarveg er til sölu nú þegar. Jörðinni fylgja áhöfn og vélar. Hún er laus til ábúðar nú þegar. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. 1» D I > i • Svalbarði, Seltjarnarnesi. Sími 6181. i > ♦♦♦♦♦ Semjið við eiganda jarðarinnar Jón Sæmundsson 11 <> ii u ii i> 11 i> ii i> John Burn, flugstjóri vélarmn- ar. Hann er giftur Jane Froman, frægri ameriskri söngkonu, sem lenti í flugslysi í Lissabon niu árum áður, en John Burn flaug einnig þeirri vél. Bæði slösuð- ust þau alvarlega, en honum j tókst að ná henni og halda höfði hennar upp úr vatnsskorp unni, unz þeim var bjargað. Eft ir slysið lágu þau í sjö mánuði í spítala í Lissabon. Fimm árum síðar voru þau gift. í þrjú ár eftir slysið varð Jane Froman að vera í hjólastól, en nú hefir henni tekizt að yfirstíga veik- indi sín og hefir komið frarn í útvarpi og á leiksviði. Ævi- saga hennar hefir nýlega verið kvikmynduð. Myndin heitir „With a song in my heart“ og leikur Susan Hayward aðalhlut verkið. Það var einkennileg til- viljun, að myndin um ævi henn ar, sem m. a. sýnir flugslysið í Lissabon, skyldi vera frumsýnd sama kvöldið og maður hennar barðist fyrir lífi sínu í hafinu undan ströndum Puerto Rico. il i> ii (i ii (» G o mál. !! Umbeðnir tvíhjóla vagnar á gúmmíhjólum tilbúnir (, til afgreiðslu. (i (» Votheysfergjur Þeir, sem ætla að fá hjá mér votheysfergjur nú í sumar, láti mig vita sem fyrst, og sendi mér nákvæmt ÁRNI GUNNLAUGSSON, Laugavegi 71. Sími 7806. TELKYNNING Nr.6/1952 Fjárhagsráð hefir ákveðið nýtt hámárksverð á smjör- líki sem hér segir: Nið'urgr. Óniðurgreitt kr. 4,01 kr. 9,83 pr.kg. — 4,31 — 10,13-- — 5,00 — 10,88 - — 5,10 — 11,10-- Heildsöluverð án söluskatts Heildsöluverð með söluskatti Smásöluverð án söluskatts Smásöluverð með söluskatti Reykjavík, 29. apríl 1952, VERÐLAGSSKRIFSTOFAN I Leiksýning á Suðureyri Frá fréttaritara Tímans í Súgandaf. Þann 20. þ.m. hélt kven- félagið Ársól frumsýningu á sjónleiknum Öldur eftir séra Jakob Jónsson. Leikendur voru Hermann Guðmundsson, Ásthildur Briem, Ingibjörg Jónasdóttir, Sigrún Sturlu- dóttir, Guðbjörn Björnsson og Jóhannes Jónsson. Sviðsútbúnað annaðist Páll Þórðarson. Leikurinn vakti almenna hrifningu og þótti hafa vel tekist. Ágóða af leikn um verður varið til að reisa vinnustofu fyrir félagskonur. Formaður kvenfélagsins er frú Lovísa Ibsen. i FORELDRAFUNDUR Státtarfélag barnakennara í Reykjavík boðar til al- menns foreldrafundar um skólamál í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sunnudaginn 4. maí 1952, kl. 2 e.h. — Framsöguenndi flytja: Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, Jón Sigurðsson, borgarlæknir og Jónas Jósteinsson, yfirkennari. Almennar umræður verða á eftir framsöguerindunum. Þess er vænzt, að foreldrar og aðrir lögráðamenn barna á skólaskyldualdri í Reykjavík sæki vel fund þennan, og komi þar fram með óskir sínar og álit varð- andi skólastarfið. STJÓRNIN. ■ ♦♦♦♦< Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.