Tíminn - 10.05.1952, Page 2
.(.< ,1') I.I.’
TÍMINN, laugardaginn 10. maí 1952.
104. blað.
Klæðist ísl. búningi og flytur fyrir-
lestra um Island á Kyrrahafsströnd
Lesendur Tímans kannast
margir við frú Láru Kr. Helga-
dóttur Golden, sem heima á í
San Diego í Kaliforníu, en kom
í heimsókn til íslands í fyrra-
sumar. Tíminn átti þá samtal
við hana. Nú er frú Lára komin
heim, og hefir nýlega sent blað
inu eftirfarandi bréf, ritað seint
í febrúar, sem lesendum er ætl
að:
„Kæru landar. Ég þakka inni
lega ágætar móttökur í fyrra-
sumar. í>að eru nú liðnir fimm
mánuöir síðan ég steig upp í
flugvélina og hélt heim eftir
þriggja mámaða dvöl á íslandi,
og þessir mánuðir munu verða
mér í minni sem heiður himinn
án skugga eða skýja.
l»ú verður fyrir vonbrigðum.
Þegar ég lagði af stað heim
til íslands í júní í fyrra, eftir að
liafa alið aldur minn í öðrum
löndum í 29 ár, sögðu margir
við mig: Þú verður fyrir von-
brigðum, góða mín. Þú varst
svo ung, þegar þú fórst að heim
an, og það er aðeins æskuhug-
mynd þín, að þar sé svo fagurt.
Og svo er það kuldinn, þú únir
þar aldrei lengur en mánuð.
Þrjá mánuði, biddu fyrir þér.“
En ég dvaldi þrjá mánuði og
hið eina sem mér fannst ama
að eftir það, var að geta ekki
dvalið þar allt árið. En því var
nú ekki að heilsa, ég átti mann,
börn og heimili í San Diego, en
ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Á íslandi fann ég allt, sem mig
hafði dreymt um. Ég fann þar
stórkostlega fegurð, sem hlýt-
ur að hrífa hvern, sem henni
kynnist. Fólkið stórhöfðinglegt
og gestrisnin frábær, tígulegt í
sjón eins og fornkappar.
Of fáar konur í þjóðbúningi.
Ég held, að ég geti mælt fyr-
ir munn allra íslendinga, sem
búa erlendis, er ég segi, að þeir
geti vel sameinað það að vera
borgarar í öðru landi og elskað
og virt sitt fósturland, án þess
að gleyma nokkurn tíma Fjall
konunni og geyma í brjósti sér
ást og virðingu í hennar garð
alla daga. Það var þó eltt, sem
mér féll míoúr við komuna til
íslands, og það var hve fáar
Útvarpið
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.0 „Ferð í tónum": Frú Inger
Larsen kynnir ýmis vinsæl lög
og söngvara (flutt af segul-
bandi.) 21.05 Dagskrá slysa-
varnadeildarinnar Ingólfs i
Reykjavik. 22.00 Fréttir og veð-
urfregnir. 22.10 Danslög (plöt-
ur). — 24.00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
8.30—9.00 Morgunútvarp. —
10.10 Veðurfregnir. 11.00 Morg-
untónleikar (plötur). 12.10—13.
15 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í
Aðventkirkjunni: Óháði frí-
kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík.
15.15 Miðdegistónleikar. 16.15
Fréttaútvarp til íslendinga er-
lendis. 16.30 Veðurfregnir; 18.30
Barnatími. 19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar (plötur). 19.45
Auglýsíngar. — 20.00 Frétir. 20.
20 Tónleikar (plötur). 20.35 Er-
indi; Á fimmtugsafmæli Hall-
dórs Kiljans Laxness (Jón
Heigason prófessor). 21.00 Ein-
söngur: Ingibjörg Steingríms-
dóttir syngur. 212.30 Upplestur:
Steingerður Guðmundsdóttir
leikkona les kvæði. 21.45 Tón-
leikar (plötur). 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.05 Danslög
(plötur). — 01.00 Dagskrárlok.
Frú Lára Kr. Helgadóttir Gold-
en í íslenzkum búningi.
konur voru þar í hinum fagra
| þjóðbúningi.
j Mér finnst íslenzki búningur
i inn svo fallegur, að hann megi
j ekki leggjast niður. Þótt konum
I finnist óþægilegt að vera í síð-
,um pilsum, sem oftast eru höfð
við þjóðbúninginn, er enginn
annar vandinn en að stytta þau.
Það lýtir búninginn ekkert, ög
flestar konur hafa nú klippt af
sér flétturnar, og því þá ekki að
klippa ofurlítið neðan af pils-
unum líka.
Þjóðbúningurinn vekur athygli.
Ég bjó mér til íslenzkan upp-
hlut, þegar ég kom aftur heim
til San Diego og þykir hérlendu
fólki hann mjög fallegur. Ég
hef oft verið beðin að segja frá
íslandi í ýmsum félögum, svo
sem kvenfélögum, skátafélögum
og skólafélögum, og þar hafa
verið allt að 200 áheyrendur
stundum. Þá klæðist ég ævin-
lega upphlutnum og tek með
mér ýmsa muni frá Islandi, er
ég fékk í fyrrasumar. Fólk er
mjög sólgið í að heyra sagt frá
íslandi, og undrast sumir, að
þar skuli vera grænt gras, marg
lit blóm, fuglar og hvítt fólk.
Sumir halda, að þetta sé aðeins
svolitil ey hulin ís og snjó allt
árið um kring.
Það er mín heitasta ósk nú, er
ég er komin heim aftur að geta
farið til íslands aftur, og þá
fái ég að sjá fleiri íslénzkar
stúlkur og konur í þjóðbúning-
um.
Með beztu kveðjum til eyj-
unnar fögru.
Lára Helgadóttir GoIden.“
Skákmcistarinn
(Framhald áf 8. síðu.)
Baldur Möller, tvær skákir,
en líklegt er, að hann tefli
einnig einstakar skákir við
okkar beztu skákmenn.
Prins er mjög glæsilegur
maður, tæplega fertugur, og
bíður af sér góðan þokka.
Hann er blaðamaður að at-
vinnu. Aðaláhugamál hans,
auk skákarinnar, er tónlist
og leikur hann á píanó.
Listdómar um Hjör-
leif Sigurðsson
Umsagnir franskra listdóm-
ara um verk Hjörleifs Sigurðs- j
sonar, sem sýnir nú i Listvina-
salnum:
„í myndum Sigurðssonar
(Hjörleifs) er það hið skáldlega
andrúmsloft, sem kallar fram
verkið en í því samlagast skerf
ur málarans næmri við-
kvæmni.“
Úr L’Aube.
„Sem heild vekja verk þess-
ara íslendinga mjög góðar von-
ir. Hörður leitar einkum eftir
ofsafengnu samræmi og áhrif-
um litarefnisins, Sigurðsson
(Hjörleifur) er mjög fíngerður,
Valtýr sýnir, að hann hefir
kunnað að færa sér í nyt þau
áhrif, sem hann hefir orðið fyr
ir hjá frönskum málurum."
Úr Paris Presse.
„I myndum Sigurðssonar
(Hjörlejfs) opnast okkur ein-
kennilegur ljósheimur, þar sem
tónarnir eru gæddir miklum
fínleik. Þeir eru eins og sveip-
aðir slæðum en þetta gefur
forminu persónulegan blæ.
Úr Parisienne Liberé.
„Þessi sýning er góður vitnis-
j burður um átak fimm ungra Is
lendinga, sem dveljast í Frakk
landi. Raunar er varla hægt að
finna í verkum þeirra nokkuð
það, sem gefi til kynna annað
andrúmsloft, aðra þjóð — nema
ef vera kynni hjá Sigurðssyni
* (Hjörleifi) en í myndum hans
umlykur einkennileg þoka
menn, hluti og þennan glugga,
sem opnast út í annan þoku-
kenndan heim.
Úr Opéra.
Jörð til sölu
o
Jörðin Efri-Hóll í Vestur-Landeyjum, Rangárvalla- u
sýslu, er til sölu nú þegar. — Tún og engjar véltækar. 1 >
Jörðin er vel hýst. — Semja ber við eiganda, Magnús j [
Andrésson, eða Friðrik Friðriksson, Miðkot>, Þykkvabæ. ' >
f
.W.V.W.V.W.VA^V.'.VAV.W.'.VAW.W.V.V.W,
TILKYNNING
Þeir félagsmenn Byggingasamvinnufélags Reykja- ;I1
víkur, sem fengið hafa smáíbúða-byggingaleyfi, og
óska eftir fyrirgreiðslu félagsins, gefi sig fram á skrif-
stofu félagsins, Lindargötu 9, fyrir 15. maí. I;
STJÓRNIN.
■.V.V/.V.V.V.V.V.VAV.V.V.VV.V.VW.V.V.V.V.V.WÁ
I.S.Í. K.R.R. K.S.Í.
t
Vormót meistaraflokks 1
í dag kl. 4,30 leika
Fram-Víkingur
f Sama lága verðið. ^
Allir xit á völl.
Mótanefndin.
'AVV.W.V.V.W.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V
.* » ■ ■ ■
v.w
„í Galleri St. Placide sjáum
við verk eftir 5 íslendinga.
Tveir þeirra heilla okkur með
norrænum stíl sínum og dular
fullum blæ verka sinna. Það
eru myndhöggvarinn Gerður
(Helgadóttir) og málarinn Sig-
urðsson (Hjörleifur). Hörður og
Sigurðsson (Hjörleifur) eru sér
kennilegastir, þar sem þeir færa
okkur eitthvað af andrúms-
lofti og náttúru ættlands síns.
Sigurðsson gefur okkur hug-
mynd um íshafsþoku, sem hjúp
ar þessi stílíseruðu form og
þessa þýöu bláu tóna.
Úr Continental Daily Mail.
I Framkvæmdastjóra
vantar í kauptún úti á landi til að annasb rekstur hrað i;
I; frystihúss og þriggja vélbáta. Ij
." Til mála getur einnig komið að fela sama manni C
»■ »,
•C sveitarstjórnarstarf í hreppnum.
■! Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi umsóknir til fé- £
í lagsmálaráðuneytisins fyrir mánudagskvöld 12. maí J«
S næstkomandi. í»
■« ,«
.■ Upplpýsingar ekki gefnar í síma. .■
:• :■
\ Félagsmálaráðuneytið. ;■
V.w.v.w.v.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v.v.w.v.v.v.w.v
AV.V.V.V.V.V.V.V.V.W,
W.W,
.W.W.VAW.V
?
Sinfóuíuhljómsvcitiii:
T ónieikar
n. k. þriðjudag 13. þ. m. kl. 8V2 síðdegis í Þjóðleikhúsinu l*
£ Stjórnandi OLAV KIELLAND
■I Einleikari Árni Kristjánsson t
:: ::
Viðfangsefni eftir Mozart, Pál Isólfsson og Edv. Grieg
*;
W.W.W.V.W.W.V.W.W.V.WnV.V
„Valtýr málar abstrakt en í íj Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1,15 i dag i Þjóðleikhúsinu £
mjög fögrum litum, en hann og
Sigurðsson (Hjörleifur) eru full
trúar íslenzkrar málaralistar.
Af verkum þessa síðarnefnda
málara vekur mesta athygli
konumynd, sem er persónulega
gerð í djúpum litum með að-
dráttarafli hins íslenzka lands
lags, dálítið þokukennd og vitn
andi um heimþrá. Hún hefir á-
ferð „gouache“-lita og heillar
áhorfendur eins og loforð um
ferðalag í landi leyndardóma
og þjóðsagna.
Úr Le Monde.
.Myndir Sigurðssonar (Hjör-
leifs) eru málaðar í mjög þýð-
um litum. Landslagið fyrir ut-
an gluggann brýst í gegnum þok
una. Sumar af myndum hans,
sem mættu vera sterkari í bygg
ingú, lýsa áhrifamiklu þung-
lyndi.
Úr Les Arts.
VORUFLUTNINGAR t
Reykjavík — Akureyri
Eins og undanfarin sumur önnumst við vöruflutn- 1
inga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Vörumóttaka ^
daglega. Afgreiðsla í Reykjavík hjá: Frímanni Frí- ♦
mannssyni, Hafnarhúsinu.
Pétur & Valdemar h.f.
AKUREYRI.
Áskriftarsimi Tímans er 2323