Tíminn - 30.05.1952, Side 3

Tíminn - 30.05.1952, Side 3
<■.» \ > • 120.'blað. TÍMINN, föstudaginn 30. maí 1952. Úrvalsliðið : Brentford 2—1 r „Islenzk knattspyrna er á háu stigi” segir framkvæmdastjóri Brentförd, Mr. Gibbons Enn hafa íslenzkir knattspyrnumenn unnið stóran sigur, þrátt fyrir allt tal um getuleysi þeirra. Ef til vill finna þó hinir visu menn einhverja ástæðu fyrir sigri þeirra í þetta skipti, eins og t.d. vegna hvassviðris.... eða Brentford er lélegt lið. En þetta eru veigalítil rök. Islenzka liðið sigraði vegna getu leikmanna þess, Iiðið lék vel saman, þeir voru fljótir á knöttinn og úthaldið brást ekki. Framkvæmdastjóri Brentford Mr. Gibbons, sagði eftir leikinn: „Við vissum, að íslendingar eiga góðum knattspyrnumönnum á að skipa, það var okkur sagt; í London. En eftir þennan leik i get ég sjálfur dæmt um og að; mínu áliti er íslenzk knatt-1 spyrna á háu stigi, og margir í1 þessu liöi eru mjög góðir knatt- j spyrnumenn. Ef íslendingar j mýndu léika við skozka eða1 enska áhugamenn myndu þeir í áreiðanlega ná prýðilégum ár- | angri.“ Framkv.stj. vildi ekki nefna neina sérstaka leikmenn, það sagðist hann aldrei gera. Hins vegar gat hann þess, að það væri álit sitt, að Brentford myndi ná betri árangri í næstu leikjum, og þá yrðu það þeir, sem skoruðu mörkin en ekki íslenzku liðin. Leikurinn. Brentford kaus að leika und- an norðanstrekkingi í fyrra hálfleik. Það sást fljótt, að hér var um góða knattspyrnumenn að ræða leikni þeirra var mikil og hraði góður. En úrvalsliðið gaf þeim ekkert eftir, þeir voru fljótir á j knöttinn, og framlínan náði ^ strax virkum leik,; enda var betra að leika á móti vindinum. I Strax á 7. mín. tókst þeim að j skora. Bjarni náði knettinum af Greenwood, hægri bakvörður hljóp inná miðjuna, og opnað- ist þá allt þeim megin. Bjarni notaði tækifærið, gaf knöttinn til Gunnars Guðmanns, sem ýtti honum áfram til • Reynis, fyrir opið markið. Réynir lék nær markinu cg skoraði óverj- andi í hægra hornið. Á næstu mín. náði úrvalið oft prýðileg- um leik og tókst .að opna vörn Brentford mikið, sem hefði átt að gefa mörk, t.d. er Gunnar Gunnarsson skaut á markið í staðinn fyrir að gefa til Bjarna og Reynis, sem voru fríir fyrir markinu, eða þegar Bjarni spyrnti rétt framhjá opnu mark inu, þræidekkaður þó. Á 20 mín. skoraöi. úrvaiið annað mark. Gunnar gaf upp miðjuna tii Bjarná, sem tókst að komast gegnum vöriiina og skora óverj andi. Sókn Brentford var ekki sem virkust í þessum hálfleik, enda var íslenzka vörnin m.iög traust, og yfirléitt fljótari á knöttinn. Rétt undir lokin tókst þó hægri útherjá að skora með lausu skoti af stuttú færi. Þar munaði aðeins broti úr sekúndu, að Karli tækist að bjarga. í síðari hálfleik náði Brentford mun virkari leik, enda Vár betra að sækja móti vindi. Þeim tókst þó aldrei virkilega að opna ís- lenzku vörnina, Karl og Hauk- ur höfðu þar oftast síðasta orð- ið, sérstaklega urðu fætur Karis oft síðasta hindrunin, sem allt strandaði á. Samvinnan milli sóknar og varnar hjá úrvalsliðinu slitnaði alltof mikið í þessum hálfleik, enda byggðu framverðirnir ekki upp sem skildi, þrátt fynr dugn að. Að vísu náði liðið oft góðum upphlaupum og Jeffries varði tvisvar snilldarlega spýrnur fra Reyni. Liðin. Úrvalsliðið féll vel saman, og framlínan náði oft snilldarleik í fyrri hálfleik. Erfitt er að gera upp á milli einstákra leik- manna línunnar, þeir 'attu all- ir góðan leik, tækni þeirra mik- il og auga fyrir samleik gott. Þó verður það að teljast mikið af- rek hjá Bjarna að standa sig jafn vel gegn hinum þekkta landsliðsmanni, Greenwood, og hann gerði. Gunnar Guðmanns- son hef ég aldrei séð leika.bet- ur og Reynir stóð sig með af- brigðum vel gegn hinum ágæta Monk. í vörninni var Karl Guð- mundsson frábær og lék einn sinn bezta leik. Haukur var einnig mjög traustur, fljótur og ákveðinn. Guðbjörn var dugleg ur, en réði þó ekki algjörlega við Goodwin. Lítið reyndi á Magnús í markinu, en hann greip oft vel inní. Framvörðunum Stein- ari og Sæmundi tókst ekki sem skildi að binda saman vörn og sókn, ekki nógu nákvæmir í leik sínum. Aftur á móti var Steinar duglegasti maður liðs- ins. Hjá Brentford bar mest á hinum dýra Bowie, sem er frá- bær ieikmaður, tekniskur og fljótur. Goodwin á hægra kanti er leikinn, o£ eins nafni hans, sem kom inná í síðari hálfleík fyrir Coote, vinstri innherja. Vörn liðsins var oft opin, en einstaklingarnir sterkir. Jeffri- es varði snilldarlega í síðari hálf leik. Dómari var Þorlákur Þórðar- son og dæmdi hann frá okkar sjónarmiði mjög vel. Aftur á móti fannst Bretunum hann ekki nógu strangur, leyfði um of ólöglegar hrindingar, en nýj ar reglur hafa fyrir nokkru síð an tekiö gíldi í Englandi, sem dómarar okkar hafa enn ekki tileinkað sér. „Ef þessi leikur hefði farið fram í Englandi, hefðum við fengið tvær til þrjár vítaspyrn- ur“, sagði Ledgerton, vinstri út herji Brentford. H.S. Auglýsið í Timannm iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiit ÖRYGGl I 1 Allar stærðir frá 10—200 í | amper. Ennfremur stuttuj j öryggin, sem alltaf h efirj i vantað á undanförnum ár-j i um. 1 VÉLA- OG RAFTÆK JAVERZLUNIN ] I Tryggvagötu 23. - Sími 81279= aiiiiiiiiiiiiniimiiiiirrvfiiMiirmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin i ÚR VIÐ ALLRA HÆFI Vatnsþétt, höggfrí úr stáli, einnig úr gulli og ,, pletti í mjög miklu úr- < i vali. Sendum gegn póstkröfu ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN Magnúsar Ásmuiulssonar & Co. Ingólfsstræti 3 LV.V •V.V Aðvörun .v.v.v I Hér meö er stranglega bannað að aka eftir malbikuð um þóðvegum með keðjur á hjólum bifreiða eða annara ökutækja, skriðbelta, eða líkum búnaði á vagnhjól- um. Enn fremur hverskonar dráttur á járni eða öðru því sem valdið getur skemmdum á vegunum. Brot gegn banni þessu varðar sektum. VEGAGERÐ RÍKISSJÓÐS ii ! PAV.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V^nV.V.V.V.V.V.VAW 1 HVÍTASUNNU- BAKSTURINN: Hveiti 3 tegundir Succat Kókósmjöl . Skrautsykur Flórsykur Púðursykur Vanillestengur Palmín Dropar, allar teg. Hjartasalt -Lyftiduft Kardemommur Jarðarberjasulta Hindberjasulta Bara hringja svo kemur það NYTT GRÆNMETI ÐAGLEGA: Úrvals Agúrkur 5,25 Tómatar Salad Gulrætur stk. Molasykur 4,90 kg. Strásykur 4,20 kg. Kandís, dökkur Púðursykur Flórsykur SURSAÐ GRÆNMETI: GÚRKUR PERULAUKUR PICKLES í sinnepssósu CAPUS KJÖTKRAFTUR APPELSÍNUSAFI JARÐARBERJA og HINDBERJASAFT NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR: Perur 1/1 og 1/2 Ferskjur Ananas Jarðarber Plómur Kirsiber í glösum Blandaðir ávext>r ★ Grænar baunir Gulrætur Blandað grænmeti Spánskar appelsínur ný uppskera safamiklar og góðar Hið óviðjafnlega NESCAFÉ komið aftur. Hvítur SÚPU ASPARGUS 12,40 stór dós. Stór verðlækkun á öllum tegimdum af þurrkuðum ávöxtum Sveskjur, stórar. Sveskjur millistærð. Þurrkuð epli. Cali fornískar rúsínur. Þurrkaðar perur. Þurrkaðar ferskjur. fl/ll fíl/cilclii Aðalstæti 10 Laugaveg 43 Hringbraut 49 Freyjugötu 1 jHáteigsveg 2 Langholtsveg 49 Laugaveg 82 Vesturgötu 29 lx :$ 8 1 ’T *♦ •: ■ ♦ i: ii H H :: K.S.S. FRAM—VÍKINGIJR K.R.R. Stærsti knattspyrnuviðburður ársins ^ í kvöld kl. 8,30 leikur hið licimsþekkta brezka atviunulið Brentford GEGÁ Fram — Víkingur Dómari: lug'i Eyviuds Komið otf sjáið bezta knattspyrnulið, seni hinqað hefir komið. Ltekkað verð! Hvor sigrar??? Móttökunefndin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.