Tíminn - 06.06.1952, Síða 3

Tíminn - 06.06.1952, Síða 3
124. blað. TÍMINN, föstudaginn G. júní 1952. 3. Hestamannafélagið Faxi Hestamannafélagið Faxi í Borgarfirði hélt 20. aðalfund sinn s. 1 sunnudag að Brún í Bæjarsveit. Fundurinn var óvenju vel sóttur, en fleiri hefðu mátt koma á hestum. Ríkti hinn mesti áhugi á fundinum og einnig um málefni félagsins. Helztu verkefni eru og hafa verið: 1. Bygging skeiðvallar að Ferjukoti, sem notaður hefir verið s. 1. 3 ár og samkomu- hús sem byrjað var á s. 1. ár og væntanlega verður til af- nota í sumar, bæði fyrir fé- lagið sjáift, ungmennasam- bandið o. fi. Er þegar búið að verja í þetta um 50 þús. kr. 2. Kynbótastarfsemi hefir verið rekin með stóðhestin- um Skugga frá Bjarnarnesi, sem nú á hér elst 5 vetra af- kvæmi. Er nú þegar í tamn- ingu 10—15 af þeim og gefa þau góðar vonir. Virðast þau öll vera góöhestar og sumt miklir gæðingar. Mesti hesta maður héraðsins Höskuldur Eyjólfsson á Hofsstöðum sem nú temui- tvo folana lét svo ummælt að þeir væru gull- korn og svo að sínu skapi sem bezt yrði á kosið og mætti ekki upp á milli þeirra gera. Eiga Borgfirðingar nú mörg hross undan þessum hesti Dg gera sér góðar vonir um þau. 3. Hestamannafélagið gekkst á s.l. ári fyrir tamn- ingu hesta og þótti það gef- ast vel. Og er ákveðið aftur í vor. Búnaðarsamband Borg- arfjarðar styrkti þá starf- semi lítiisháttar. 4. Öll árin hefir félagið haft kappreiðar einu sinni á ári og hefir það þótt góð skemmtun. S. 1. ár var tekin upp sú nýbreytni að hafa jafnframt gæðingakeppni fyr ir góðhesta félagsmanna. Fyrsti vinnandinn var Hösk- | uldur Eyjólfsson á Goða, sem er leirljós þá 6 vetra, ættaður J frá Reykholti hér. Goði er stór hestur og vörpulegur og' fjöihæfur reiöhestur og vel taminn. Sami hestur fær ekki vinning oftar en á fimm ára fresti. Vinningurinn er skeifulöguð silfurnæla sem á er letrað: „Gæðingaverölaun Hestamannafélagsins Faxi“ svo og tiltekið ár. Nælan vinnst til fullrar eignar hverju sinni. Á 20. kappreiðum félagsins væntanlega í sumar er ákveð ið að ríða hópreið á öllum af kvæmum Skugga hér, sem farið er að temja, án undan- dráttar eða úrvals og er slík afkvæmasýning áreiðanlega sjaldgæf og vitum við ekk- ert dæmi til þess. í athugun er aö láta fram fara einskonar hestaboðhlaup í sumar en það hefir ekki ver ið reynt hér fyr. Til sannindamerkis um á- huga félagsmanna má geta þess að flestir fundarmenn lofuðu, hver 500,00 kr. fram- lagi til framkvæmdanna erfiðleika með lán og síðan hafa nokkrir bætzt við. Stjórn félagsins var öll end urkosin en henni eru: Ari Guðmundsson Borgarnesi, Kristán Fjeldsted bóndi Ferju koti, Sigursteinn Þórðarson forstj. Borgarnesi, Daníel Teitsson bóndi Grímastöðum og Eyvindur Ásmundsson Borgarnesi. Tónskáld Eddunnar Grein með þessari yfir- skrift birtist nýlega í danska blaðinu „Poiitiken,“ í tilefni af því að fluttir voru á tón- listarhátíð í Kaupmanna- höfh þættir úr Eddu-kór- verki eftir Jón Leifs. Segir þar m.a.: „Tónskáldið skrifaði verk sitt fyrir 15 árum og hefir síð- an hvorki iitið á það né heyrt einn tón úr því. Jón Leifs forðast að líta til baka, enda á hann mikið ógert framund- an: Fjögur slík Edduverk, hvert þeirra fyrir heila kvöld stund, ætiar hann sér að skapa eins og minnisvarða (monument) fyrir sitt land. ísland hljómar líka í hverj- um takti verks hans, og mað- ur finnur eins og jarðarilm frá íslenzkri náttúru í tóna- heimi hans, sem á sinn upp- funa einnig í óhefluðum ís- lenzkum þjóðlögum. Tónlist hans er sérkennileg eins og hann sjáifur, en er þó ekki íik honum. Þvert á móti. — Snyrtimennska hans og hæ- verska og skapgleði sú, er hann sýrir í hópi vina sinna, fyrirfinnst ekki sem hliðstæða í listaverkum hans. Þar er hann mjög alvörugefinn og einbeittur. Hann skrífar ekki eina einustu nótu niður fyrr en hann er viss um að hón á við þann svip, sem verk hans á að bera. Þess vegna er verki hans ætíð iokið að fullu urn leið og hann leggur seinustu hönd á það, hversu fjarstæðu kennt sem það kann að virð- ast í eyrum annarra. „Hvað er stíll?“ —knun Innn segja, — „eyrað getur vanizt öllu.“ Það er persónuleikinn einn, sem ræður úrslitum. Hvað sem fólki kann annars að finn ast um Jón Leifs, þá er ómögulegt að komast hjá því að viðurkenna að hann er Pst rænn persónuleiki.“ Verk tónskáldsins mætti annars litlum skilningi í Kaup mannahöfn. „Socialdemo- kraten“ segir, að verkið sé ekki aðeins skrifað í listræn- um tilgangi, heldur til heið- urs hinu frjálsa íslandi og aö iiin miklu Edduverk tónskálds ins muni ætluð til flutnings við hátíðir á Þingvöllu.m á komandi tímum í líkingu við Wagner-hátíðirnar í Bayreuth á Þýzkalandi. — Sum blöðin láta þess getið að ómögulegt hafi verið að fylgjastmeö text anum, enda þótt hann hafi veriö prentaður í dagskrá. — „Mcrgenbladet" segir að verk ið hafi farið fyrir oían garö og neðan, en að augljóst sé í hverjum takti, aö um storgáf i að iónskáld sé að ræða. TENGILL H.F HelSi ri8 KleppsTeg Siml 89 894 onnast hverskonar raflagn ir og viðgerðlr svo sem: Verl unlðjulagnlr, húsalugnir sklpalagnir ásamt Ylðgerðum og uppsetnlngu á mótorum röntgentækjum og helmiiu- tflun. 0 Norðmenn — Is- lendingar Um þessar mundir gista 80—90 Norðmenn land okkar og þjóð. Yfir 60 af þessum frændum okk- ar og vinum eru hingað komnir til að hjálpa okkur og styrkja um framkvæmd hinnar mikil- vægustu hugsjónar: að klæöa landið skógi á ný. Aldraður SvíL sagði eitt sinn við mig: „Ekki get ég skilið, hvernig þið íslend ingar orkið að bjarga ykkur og lifa menningarlífi í skóglausu landi. Mér finnst sem ekki yrði lífvænt í Svíþjóð, ef skógarnir okkar hyrfu“. Norðmenn vita mæta vel, hvers virði skógarnir þeirra eru fyrir afkomu lands og þjóðar, og margir þeirra, sem unna þjóð okkar og menningu og virða, — en það er ærinn hluti norsku þjóðarinnar, — unna jafnframt þeirri hugsjón okkar, að klæða landið nytja- skógum. Þeir mætu menn hér- lendis, sem leitað hafa sam- vinnu við frændur okkar Norð menn um skóggræðsluna, eiga alþjóðarþakkir skyldar. Er þessi samvinna ekki eini votturinn um vina- og menningarsamband þessara nánustu frændþjóða ■nú? Þó mun það mikilvægasta atriðið til styrktar þjóðerni okk ar og þjóðerniskennd á þessum engelsaxneska tækni- og her-1 setutímum, sem við lifum á, að við gleymum ekki uppruna okk f ar og fornum menningar- og viðskiptatengslum við vora nán ! ustu frændþjóð. Þar eigum við , vísa útrétta vina- og bróðurhönd J til eflingar þjóðlífi okkar í efna j legum og andlegum skilningi, ef | við viljum „gera svo vel“, og við i gleymum ekki sjálfum okkur í dansinum kringum dollarann. j Undanfarna áratugi höfum við lært mikið af Norðmönnum til eflingar atvinnulífi okkar, má þar t. d. nefna síldveiðarnar, línuveiðarnar, hvalveiðarnar o. m. fl. Þeir standa framar okk- ur enn um fjölmarga tækni. j Mér er persónulega kunnugt um það, að sendiherra okkar í Osló,' Bjarni Ásgeirsson og ýmsir norsk , ir trúnaðarmenn islenzku þjóð- arinnar hafa fullan hug á því, | að efla samvinnu og samskipti j þessara nánu frændþjóða á ná- | lægum tímum báðum þjóðunum ; til ómetanlegs gagns. Þorst. Þ. Víglundsson. FAO segir engi- sprettunum stríð á hendur f ramleiddur i töflum, til mikils hagræðis fyrir húsmæöur . JOHNSOMS, KAABERf Frjálsíþróttamót K. R. Engisprettuplágan, sem við á norðurslóðum þekkjum aðeins úr biblíunni, er kaldur veruleiki í mörgum löndum. 1 fyrsta skipti í sögunni hefir fjöldi landa nú tekið upp sameiginlega baráttu gegn þessum óvini, en á fundi Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar S. Þ., FAO, í Rómaborg fyrir skömmu, var rætt um ráð og leiðir til að útrýma plágunni. Fyrir nokkrum mánuðum var engisprettuplágan aðeins á tak mörkuðum svæðum í Austur- Afríku, en nú hefir hún breiðzt eins og eldur í sinu yfir alla Litlu-Asíu og austur á leið til Indlands. Þessar fregnir hafa vakið óhug manna. Með skjót- um aðgerðum hefir verið hafizt handa, því að mikið er í húfi. í skýrslu, sem aðalstöðvum FAO í Róm, en þaðan er barátt- unni stjórnað, hefir borizt, segir, að innan skamms megi búast við því, að aragrúi af engisprett um steypi sér yfir akrana í Níl- ardalnum í vestri til hrísgrjóna akra Indlands í austri. Þetta er (Framhald á 6. síðu). í fyrrakvöld fór fyrri hluti frjálsiþróttamóts KR fram á íþróttavellinum. Veður var mjög óhagstætt, kalt og hvasst. Góð- ur árangur náðist samt sem áð- ur. Sérstaklega ber að nefna 400 m. hlaup Guðmundar Lárusson- ar, sem hljóp á 50,0 sek. Miðað við aðstæður er það frábært af- rek, og ekki kæmi á óvart, þótt Guðmundur hlypi innan við 48 sek. í sumar. Jafnvel Norður- landametið 47,5 sek, verður í hættu. í 100 m. hlaupinu kom ungur Austfirðingur, Guðmund- ur Vilhjálmsson, sem er í drengjaflokki, mjög á óvart með því að verða þriðji á 10,9 sek., tæpum metri á eftir jafn góðum hlaupara og Herði Haraldssyni. Guðmundur minnir á Finnbjörn í viðbragðinu, eldfljótur á stað, og var fyrstur um 60—70 m. Með auknu þoli og meiri keppnis reynslu ætti hann að ná mjög langt. Jóel Sigurðsson bætti á- rangur sinn í spjótkasti, náði 63,35 m. Halldór Sigurgeirsson átti einnig ágæt köst. Torfi Bryn geirsson keppti í langstökki og náði ágætum árangri 6,81 m. Sigurður Friðfinnsson sigraði í þeirri grein, stökk 6,93 m. Örn Clausen varpaði kúlu 13,37 m. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. A-flokkur: Ásmundur Bjarnason, KR 10,7 Hörður Haraldsson, Árm. 10,8 Guðm. Vilhjálmsson, UMFL 10,9 Pétur Sigurðsson, KR 11,1 100 m. B-flokkur: Guðjón Guðmundsson, Árm. 11,2 Daníel Ingvarsson, Ármann 11,4 400 m. hlaup: Guðm. Lárusson, Ármann 50,0 Þórir Þorsteinsson, Ármann 54,5 1500 m. hlaup: Sigurður Guðnason, ÍR 4:27,8 Einar Gunnarss., UMFK 4:32,2 Hástökk: Birgir Helgason, KR 1,78 Gunnar Bjarnason, ÍR 1,75 I Langstökk: Sigurður Friðfinnsson, FH 6,93 j Torfi Bryngeirsson, KR 6,81 jTómas Lárusson, UMSK 6,74 I Kuluvarp: j Ágúst Ásgrímsson, ÍM 14,12 Friðrik Guðmundsson, KR 13,71 j Sigfús Sigurðsson, UMFS 13,48 1 Spjótkast: ’ Jóel Sigurðsson, ÍR 63,35 Halldór Sigurgeirsson, Árm. 58,76 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit KR 44,6 2. Sveit Ármanns 44,7 4x100 m. boðhlaup kvenna: 1. Sveit KR 58,1 2. Sveit UMFR 59,9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.