Tíminn - 07.06.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1952, Blaðsíða 6
«. TÍMINN, laúgardaginn 3. júní 1952. 125.' blað. = 1 í m /> 1 Konur eru | varasamar | (Beware of Blondie) | Bráðfyndin gamanmynd, er | sýnir að enginn má við klæj- I um konunnar. Penny Singleton 1 Artur Lake I" Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO = Fjórir í jeppa (Four in a Jeep) ; Spennandi og stórfróðleg : mynd, sem vakið hefir heims ; athygli, og fjallar um vanda : mál hins fjórskipta hernáms ; Vínarborgar. í myndinni er i töluð enska, franska, þýzka ; og rússneska, en skýringar- | textar eru danskir. Aðalhlutverk: Ralph Meeker Viveca Lmdfors Sýnd kl. 5, 7 og 9. WÓDtEIKHÚSID 1" „Brú&uheimilið™ f | effcir Henrik Ibsen | Tore Segelcke annast leik- i i stjórn og fer með aðalhlut-| | verkið sem gestur Þjóðleik-| ! hússins. | i Sýningar laugardag og | ! sunnudag kl. 20,00. ! Uppselt. ! i Næsta sýning miðvikudag 1 1 kl. 20,00. | Aðgöngumiðasalan opin alla 1 i virka daga kl. 13,15 til 20,00. \ i Sunnudaga kl. 11—20. Tekið ! i á.móti pöntunum. Sími 80000 i = C BÆJARBIO - HAFNARFIRÐI - 1 ríftfí undir- djúpanna (Under Sea Kingdom) Síðari hluti. I Ákaflega spennandi og við- i burðarík ný amerísk kvik- | mynd um hið æ1 intýralega Í sokkna Atlantis. Í Sýnd kl. 7 og 9. 1 Sími 9184. HAFNARBIO H _______________________ ; s : Sekur eða sýkn (Murder without Crime) Spennandi og sérkennileg ný j kvikmynd, frábærilega vel j j leikin og mjög óvenjuleg að j I efni til. Dennis Price Derer Farr Joan Dowling Bönnuð innan 14 ára. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ragnar Jónsson hæðtaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Sími 7752 | Lögfræðistörf og eignaum- = sýsia. S. I. B. S. fást hjá trúnaðarmönnum j sambandsins um allt land j og víða í Reykjavík. Þau j eru einnig afgreidd í síma : 6450. Söluskálinn Klapparstíg 11 hefir ávallt alls konar not- uð og vel með farln hús- gögn, herrafatnað, harmon íkkur og m. fl. Mjög sann- gjarnt verð. — Sími 2926.: Austurbæjarbíó „Þú ert ástin mín einÍS (My dream is yours) Bráðskemmtileg og fjörug, ný \ amerísk söngvamynd í eðli- j legum litum. Aðalhlutverk: Hin vinsæla söngstjarna: j Doris Day, Jack Carson. _______Sýnd kl, 7 og 9.__j Fuzzy sigrar Mjög spennandi ný amerisk j kúrekamynd. j Buster Crabbe og grínkarlinn „Fuzzy“. | _______Sýnd kl. 5._______j HLJÓMLEIKAR kl. 3. TJ ARNARBIÓ Koparnáman (Copper Canyon) ; Afarspennandi og viðburða- : rík mynd í eðlilegum litum. Ray Milland Hedy Lamarr Mc Donald Carey Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO ! Madame Bovary í : MGM-stórmynd af hinni \ : frægu og djörfu skáldsögu ! | Gustave Flauberts. Jennifer Jones, James Mason, Van Heflin, Louis Jourdan. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9. !------------------------| V ií) siylum : Skemmtileg mynd um lang- = i ferð drengja með norska \ \ skólasl<ipinu „Christian \ : Radich“. Sýnd kl. 5 og 7. TRIPOLI-BIO |ELDURINN| | gerlr ekkf boð á andan sér. = | Þeir, sem eru hyggnir, trjggja straz hjá | SAMVINNUÍRYGGINGUU | HiiiiifiiiMniniiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiniiiiiiiiimn 1 Ma&urinn frá ó- = þekktu reiki- stjörnunni | (The Man From Planet X) i I Sérstaklega spennandi ný, | 1 amerísk kvikmynd um yfir- ! | vofandi innrás á jörðina frá ! | óþekktri reikistjörnu. Robert Clarke, Margaret Field, Reymond Bond. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4 e.h. S C iiimiiiiiiniiiiiíiuiiiiiiiniimiiniiniiifiimiiiiiiiuíiiiiii Bruðkaupsafmaeli (Framhaid af 5. síðu.) lifir 102. fæðingardag sinn og 75. brúðkaupsdag. Næst er frá því að segja, að Kristján litii var kominn að Finnastöðum í Eyjafirði. Hann átti þar að telja til vandamanna. Ekki var hann þar nema vetur- inn næsta, því að vorið 1860 réðst hann norður á Langanes til Gunnlaugs föðurbróður síns og Rósu Jónsdóttur konu hans, er þá bjuggu á Ytra-Lóni. Fjöl- menni var þar í heimili, búið stórt og myndar- og menning- arbragur innan stokks sem utan. Gunnlaugur var mikilsvirtur, þótti greindur svo að orð var á haft og skáldmæltur vel. Um Rósu á Ytra-Lóni var það sagt, að hún gerði allt fallegt. Öll um genghi innan húss þótti skara fram úr því, sem þá var títt. Um Rósu var það sagt, að hún gerði allt fallegt. „Engin kona harði henni frei’ iur lag á því að láta hvern einasta hlut í gömlu baðstofunni bera Vitni um sunnudags- og hátíðr.r- morgna um leið og menn opn- uðu augun og áður en menn mundu dagatalið“. — Þannig minntist einn nágranni Rósu hennar hálfri öld síðar en þau voru samtíða. Á þessu heimili ól Kristján beztu þroskaár sín. Þarf naum- ast að grafa eftir því, að atlætið og áhrifin á Ytra-Lóni hafi orð- Ið honum notasæl og giftudrjúg. Þá er Kristján var hálfþrítug ur fluttist hann að Syðra-Lóni. Þar bjuggu þá Jón Benjamíns- son og Guðrún Hallgrímsdóttir. Hann var þar í vinnumennsku í tvö ár. Lauk lienni með því, að hann fastnaðist Svanfríði, dótt- ur þeirra Syðra-Lóns-hjóna, og fór brúðkaup þeirra fram 7. júní 1877. Þá þegar um fardagaleytið byrjuðu hin ungu hjón búskap í Hlíð á Langanesi. Þa»r var þröngt setinn bekkurinn, því að þrír voru ábúendurnir. Sáu þau skjótt fram á það, að við slík þrengsli varð ekki búið til lang- frama. Fáir kostir *voru á góðu jarðnæði, en hugur hins vegar mikill í mönnum að nema land í annarri heimsálfu. Það varð því ofan á, að Kristján og Svan- fríður fluttust vestur um haf sumarið 1878. Þegar vestur kom, settust þau hjón að í Nýja-íslandi norðan við íslendingafljót. Þeim leizt ekki á búsetu þar til frámbúðar og því lögðu þau snemma næsta vor, eða í marzmánuði, upp í langt ferðalag alla leið til Pempina í Norður-Dakota. Krist ján hafði þá um veturinn farið þangað landkönnunarferð og litizt þar búsældarlegt. Þrjár fjölskyldur urðu samferða. Gist- ingu né mat var hvergi að fá á þessari leið. Alls staðar var yfir vegleysu að fara, feh og foræði. Mest allan tímann, sem á ferð- inni stóð, var úrfelli mikið og kuldi. Uxa einn höfðu fjölskyld ur þessar tii burðar og lítinn handsleða. Varð því hver að leggja á sjálfan sig það sem hann þoldi. Kristján og Svan- fríður fluttu einnig með sér í þessari ferð elzta barn sitt, sem þá var misseris gamalt. Eftir 16 daga svalksamt ferðalag komst þessi litli landnemahópur loks til Pempina. Þar setti Kristján sig niður og bjó í fjögur ár, en fluttist að því búnu til Edin- burgh fyrir sunnan Mountain, og þar hefir hann búið síðan, eða í sjö áratugi. — Þeim hjón- um hefir farnazt mjög vel og Kristján verið talinn í fremstu röð íslenzkra bænda í Norður- Dakota. Þegar þau hjónin, Svanfríður og Kristján, líta nú yfir óvenju Vicki Baum: Frægðarbraut Dóru Hart 18. DAGUR 2 Bifreiðin rann í fögrurn boga gegnum hliðið og heim að húsinu. ,Er nokkur kominn“? spurði Franklin þjón sinn, sem kom og opnaði bíldyrnar. „Herra Shuger símaði hingað fyrir stundarfjórðungi og sagðist ekki koma fyrr en eftir kvöldverð. En hitt fólkið hlýtur að koma von bráðar", svaraði þjónninn. Franklin var kominn út úr bíln- um, eh hjálpaði Dóru ekki að stíga út. Hún steig út hjálparlaust, beið vansæl að baki Franklins og blygðaðist sín meira en orð fá lýst, er hún sá þjóninn taka töskuna, sem ekki hafði annað að geyma en náttkjólinn hennar. Nú komu tveir hundar þjótandi, og Dóra laut að þeim og gældi við þá. Henni fannst ósjálfrátt, sem þeir væru á sama þrepi og hún sjálf í virðingarstiganum, og við þá gæti hún talað án þess að fyrirverða sig. Innan úr húsinu barst ómur af lagi frá grammófón. Dóru hægð- ist við að sjá, að íburðurinn og skraut hússins var alls ekki eins mikið og hún hafði búizt við. Á barnsaldri hafði hún eitt sinn verið dagsgestur í hertogahöll, og þaðan.stöfuðu allar hugmyndir hennar um auðævi og óhóf. Hún hafði hálft í hvoru búizt við að bandarískir milljónamæringar svæfu i skrautrúmum með silki- himni og borðuðu af gulldiskum. „Velkomin hingað“, sagði Franklin ofurlítið vandræðalegur. Hann girti henni leið úr dagstofunni inn í bókasafnsherbergið, faðmaði hana að sér og kyssti hana innilega. Þar sem-þetta var alls ekki fyrsti koss hans, tók hún því mótspyrnulaust. „Hafmey, köld og hál“, sagði hann og sleppti henni. Af svo spaklegri athugasemd var hann hreykinn mjög. „Eigum við að ganga út í garðinn og sjá staðinn, sem styttan á að standa á.“ Þau ræddu enn um styttuna, þótt Basil virtist hafa horfið af yfirborði jarðar og engar fréttir af honum borizt síðustu vikurn- ar. Franklin hafði margoft sagt Dóru, að hún yrði að koma út í garðinn og stilla sér á þann stað, sem styttan átti að standa á, svo að hann gæti séð, hvernig hún mundi fara í þessu umhverfi. Það var hin gilda ástæða til þess, að heimsókn Dóru hingað var nauðsynleg. Einhvern veginn var það svo að allt, sem stóð í ein- hverju sambandi við Basil og gat með einhverjum hætti greitt götu hans að hennar áliti var bráðnauðsynlegt og hafði yfir sér einhvern ljóma. Franklin tók undir handlegg hennar og leiddi hana út í garð- inn. Að baki hússins voru breiðar veggsvalir, og hátt gras óx upp á milli steinanna. Út frá svölunum breiddust grænar grasflatir að lágum steinvegg, en við hann voru nokkrar tröppur niður að ganga, en síðan tóku við aðrar flatir. Héðan sást vel út yfir sund- ið, sem virtist nú dimmblátt. Einn seglbátur var þar á ferð, og sól- in var í þann veginn að ganga til viðar bak við skóginn. , „Tilheyrir þetta allt yður, Bryant“? sagði Dóra og dró djúpt andann. „Veiztu ekki, hvað ég heiti“? þrumaði Bryant. „Tilheyrir þetta allt saman þér, Franklin“? endurtók hún með afsökunarbrosi. „Já, að mörkum garðsins", sagði hann og gerði handsveiflu út yfir garðinn. „Pabbi, sem á allt utan garðsins, gaf mér þessa eign í brúðkaupsgjöf“. „Mér þykir leitt, að kona þín skuli ekki vera heirna", sagði Dóra hógvær, og Bryant svaraði engu óháttvísari: „Já, ég er vtss um, að Júddý hefði haft gaman af að kynnast þér“. Það lá óró og spenningur í loftinu, seni stafaði frá öllu því, sem ósagt var látið en lá að baki orðunum. „Þáð er ákaflega heitt í dag, og þó er apríl ekki liðinn enn“, sagði Dóra, og Franklin var henni sammála. „Við getum drukk- iö te úti á svölunum“. Hundarnir höfðu fylgt þeim eftir og lágu nú auðsveipir við fætur Dóru. „Hér ætti hún að standa“, sagði hann og ýtti Dóru upp á lága steinvegginn, þar sem lágur stöpull markaði fyrir þrepun- um. Dóra spennti vöðva sína, og líkaminn allur hné ósjálfrátt í þær stellingar, sem hún hafði staðið í á kassanum í vinnustofu Basils. Við þetta var bundinn einhver hugljúfur klökkvi, og hana langaði mest til að gráta. Franklin sté eitt skref aftur á bak og horfði á Dóru. Á þeirri stundu, er maður gleymdi andliti hennar, var hún falleg. „Það er illt að þú skulir vera í fötum“, sagði hann með áherzlu. „Ég vissi, að þú mundir segja eitthvaö í þá átt“, sagði hún í barnfóstrutóni. Heiman frá húsinu bárust nú há köll. „Þarna koma þeir fyrstu", sagði Franklin glaður. Dóra gladdist einnig yfir því að fleiri skyldu bætast í hópinn. Ef til vill fer allt , vel líka núna, hugsaði hún á leiðinni heim að húsinu. Henni fannst þetta minna ofurlítið á Íínudans, og einhvern tímann hlaut hún að falla niður af línunni, bað vissi hún. Snotur, ungur j----------------------------------------------------------- I langfarna leið, ber að sjálfsögðufyrirmyndar búþegnar. — Hug- ekki alls staðar skin fyrir auga, því að vafalaust hefir stundum verið misturlegt um að litast. En stórmannlega hafa þau skilað miklu dagsverki. Afkomendur þeirra á lífi eru 114. Börn 9, barnabörn 55, barnabarnabörn 49 og eitt barnabarnabarnabarn. Svanfríður og Kristján hafa ekki einungis verið traustir full trúar föðurlands síns á erlendri grund, því að þau hafa jafn framt reynzt fósturlandi sínu ur þeirra til íslands og alls þess, sem íslenzkt er, hefir ætíð ver- ið heill og hlýr. — Ég hef ný- verið átt þess kost að sjá nokk- ur bréf frá Kristbjörgu dóttur þeirra, en hún er kona hálfsjö- tug, fædd vestra og hefir aldrei til íslands komið. Svo er henni tamt tungutak forfeðra sinna, að jafnvel húsfreyja af Langa- nesi væri vel sæmd af að hafa ritað þau. L. K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.