Tíminn - 10.06.1952, Page 2

Tíminn - 10.06.1952, Page 2
z. TÍMINN, þriðjudaginn 10. júni 1952. 127. blaC. H AJBY-MÁLIÐ: „Eitt mesta réttarhneyksli vorra tíma7/ segja Norðurlandablöð Hajby-málið svonefnda í Sví- þjóð hefir vakið meiri og almenn ari athygli en nokkurt annað mál af svipuðu tagi síðustu ára tugi. Stærstu blöðin á Norður- löndum öllum hafa dag eftir dag flutt af því forsíðufréttir, og sum þeirra kveða svo sterkt að orði, að hér sé um að ræða „eitt mesta réttarhneyksli vorra tíma í Vestur-Evrópu". Blöðin hafa krafizt þess með æ meiri þunga, að öll helztu skjöl málsins væru birt og ekk- ert dregið undan, svo að ekki hvíldi yfir máli þessu neinn grunur um yfirhylmingu eða undandrátt opinberra stjórnar- valda. Hefir krafa þessi beinzt að sænsku stjórninni, sem hef ir nú um skeið haft allar skýrsl ur málsins til rannsóknar. Nokkur blöð Iiafa birt kafla úr málsskjöl- iim þeim, scm Vilh. Moberg' lét ljésmynda I éleyfi sænsku lögreglunnar. Sænska stjórnin hefir birt skýrslu um málið Útvarpíð Útvarpið í dag:. Kl; 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegis- fitvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 Yeðurfregnir. 19,30 Tónleikar. Óperettulög (plötur). 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Er- indi: Á þjóðflutningaleiðum (Guðrn. Þorláksson cand. mag.). 20,55 Undir ljúfum lögum: Carl BilUch o. fl. flytja létt klassísk lög. 21,25 Frá útlöndum (Bene- ctikt Gröndal ritstjóri). 21,40 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. Frá iðnsjming- unni (Sveinn Valfells forstjóri). 22,20 Kammertónleikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgnn: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegis- útvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 19,45 Auglýs ingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Út- varpssagan: „Skáldið talar við Drottin“ eftir Karen Blixen; III. — sögulok (Helgi Hjörvar). 21,00 Nemendatónleikar Tónlistarskól ans í Reykjavík: Fullnaðarprófs nemendur o. fl. leika. 21,35 Ferða þankar frá Ameríku (Isak Jóns son skólastjóri). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 „Leynifund- ur í Bagdad“, saga eftir Agöthu Christie (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). XVI. 22,30 Tónleikar: Harmonikuhljómsveit Lundúnar borgar leikur (plötur). 23,00 Dag skrárlok. Árnað heilla Hjónaefni: Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Helga Bjarna dóttir, Hólakotí, Höfðaströnd, Skagafirði, og Einar Pétursson, Bókhlöðustíg 5. Síðastliðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Ragna Ólafsdóttir, af- greiðslumær, Hallveigarstíg 9, og Árni Frímannsson, símamaður, Grettisgötu 53 A. Á laugardaginn opinberuðu trú lofun sína ungfrú Ragnheiður Einarsdóttir, Farsóttarh’úsinu, og Kristinn Einarsson frá Reyð- arfirði. Um hvítasunnuna opinberuðu trúlofun sína ungfrú Fjóla Sig- urbjörnsdóttir, Urðarstíg 16, Rvík, og Gunnar Sveinsson, kaup félagsstj., Keflavík. Ungfrú Ingibjörg Elíasdóttir (Þorsteinss. framkv.stj.), Suður- götu 11, Keflavík, og Jóhann Pétursson, skipstj., Sólvallag. 32 s.st. Ungfrú Erla Sigurbergsdóttir, Hafnarg. 35, Keflavík, og Jón Þorsteinsson frá Akureyri. Blaðamannafundur í hálfa þriðju klukkutund. Föstudaginn 30. maí boðaði svo Tage Erlander forsætisráð- 1 herra Svía sjálfur til blaða- mannafundar um málið, og sátu , hann flestir aðalritstjórar Stokk hólmsblaðanna. Fundurinn stóð j í hálfa þriðju klukkustund, og lagði forsætisráðherrann þar fram skýrslu á sex vélrituðum síðum og voru þar rakin nokk- j ur helztu atriði úr skýrslu ríkis saksóknarans. Út af þessu urðu svo alllangar umræður milli for sætisráðherrans og blaðamann- anna, sem þótti skýrslan snubb ótt og draga undan atriði, sem i þeir töldu brýna nauðsyn að kæmi fram. Hélt forsætisráð- j herrann því fram, að flest þau atriði væru aðeins meira og minna lauslegar getsakir byggð ar á líkum en ekki réttarlega sannaðar, enda ógerlegt að kom ast að hinu sanna um sum 1 þeirra, þar sem svo langt væri um liðið. Forsætisráðherrann sagði, að stjórnin hefði ákveðið | að höfða ekki mál gegn nein- ■ um embættismanna ríkisins út af máli þessu, en ekki mun enn fullráðiö, hvort Hajby sleppur við málsókn. í skýrslu stjórnar- j innar segir, að ekki sé sannað, að Hajby hafi verið sendur á geðveikrahæli til annars en rann sóknar, og ekki heldur sé um að ræða sannanir fyrir því, að hann hafi verið neyddur til Þýzka- landsferðar né heldur að sænska lögreglan hafi átt nokkurn hlut að fangabúðavist hans í Þýzka landi. Af öllum þessum sökum hafi ekki þótt nein ástæða til málssóknar. Blaðamenn hreyfðu því, að bezt mundi vera að birta leyni skjöl þau, sem Vilhelm Moberg komst yftr hjá lögreglunni og * lét ljósmynda, einkum þar sem nokkur blöð hefðu þegar birt glefsur úr þeim. Erlander kvað stjórnina hafa tekið ákvörðun um að skjöl þessi skyldu ekki birt að svo stöddu, og einnig „skyldi haldið leyndu ýmsum atriðum í skýrslu málsins“, að því er PoKtiken í Kaup- mannahöfn hermir. Daginn eftir ræddu sænsku blöðin málið mjög og birtu skýrslu stjórnarinnar. Nær öll blöð vinstri flokkanna eða öll nema blöð íhaldsmanna töldu skýrsluna mjög ófullnægjandi og nauðsynlegt að birta skjöl málsins, og nú niuni Iausasögu burðurinn halda áfram að magnast. Kristilega blaðið „Svenska MorgonbIadet“ segir, að stjórnin hafi valið síztu ieið ina. Annað hve.rt hefði hún ekkert átt að birta um það eða öll skjöl þess. Kattarklórið hafi verið verst. í sama streng tek ur Expressen, en einna þyngst er þó ádeilan í „Dagens Ny- heter“. Flest blöðin bera fram kröfu um fullkomna skýrslu- birtingu. Blöð birta kafla úr leyniskjölunum. Nokkrum dögum áður höfðu nokkur sænsk blöð og síðan Dag bladet í Osló birt nokkurn út- drátt úr skjölum þeim, sem Vil- helm Moberg lét ljósmynda, og j er þar aðallega um að ræða | framburð yfirlæknis geðveikra1 sjúkrahússins, Harald Rabe og: Thorsten Notin, fyrrverandi yfir ríkisráðsmanns. Segir þar m. a j Enginn vissi, hvernig Gústav V. notaði þær miklu fjárhæðir, j sem hann vann við spilaborðin í Monte Carlo, en upplýst er nú, að verulegur hluti þeirra fór til þess að greiða fjárkröfur Kurt Hajbys til þess að koma í veg fyrir, að hann gerði uppskátt um kynvillingssamband sitt við konunginn. Það er mesta fjárkúgun, sem sögur fara af í Svíþjóð, segir Ernst Fontell, lögreglustjóri, en Hajby hefir ekki verið ákærð ur og ekki heldur fyrir siðferðis brot sitt gegn tveim unglings piltum, er sannaðist á hann áð- ur, vegna þess eins að yfirvöldin óttuðust það umfram allt ann- að, að sambandið milli hans og konungsins yrði lýðum ljóst. En opinberir embættismenn fundu aðrar leiðir. Hajby var lokaður inni í Beckomberga- geðveikrahælinu, þótt læknarn ir gætu ekki úrskurðað hann geðveikan. Hann var síðan send ur til Þýzkalands nazismans og settur í fangabúðir, en Gestapo bauð sænskum yfirvöldum síðan að láta hann hverfa hljóðalaust. Það boð var þó ekki þegið. Þeg- ar hann kom aftur til Svíþjóðar, var hann aftur settur á geð- veikrahæUð til þess að tryggja, að hægt væri að yfirlýsa það verknað geðveiks manns, ef sag an öll kæmist i hámæli. Þetta kom fram í málsskjölum þeim, sem Moberg lét ljósmynda, en þrátt fyrir það hélt sænska stjórnin áfram leyndinni um mál þetta, sem er eitthvert mesta réttarhneyksli vorra daga. Kóngurinn bað um brenni- vinsleyfi handa Hajby. Thorsten Nothin, rikisráðs- maður, segir í skjölum þessum: — Hajby kom að máli við mig 1933 eða 1934 og bað um vín- veitingaleyfi í veitingahús sitt. Þegar hann komst að raun um, að ég hafði ekki heimild til að veita slík leyfi, sagði hann, að konungurinn óskaði þess, aff liann fengi slíkt leyfi, én sagði mér ekki, hvers vegna konungurinn bæri það svo mjög fyrir brjósti. Kammer- herra konungs staðfesti það og við Nothin, að það væri vilji konungs, og næst er Nothin hitti konung.) vék hann að þessu máli. Konungurinn sagði, að það væri sérstaklega ósk Ingrid prinsessu að málaleit- an Hajby væri vel tekið. Nothin kom þá til hugar, að bróðir prinsessunnar mundi hafa Ient í einhverjum erfiðleikum, sem Hajby ætlaði að notfæra sér til framdráttar. Siðar spurði Nothin krónprinsinn, Gústav VI. núverandi konung um þetta, en hann kvaðst ekkert um það vita, og siðar stað- hæfði hann, að enginn af son- (Framh. á 7. síðu). PERLON Kvensokkar Fyrsta sending komin til landsins. Heildsölubirgðir — UPPSELDAR PERLON sokkarnir verða til sölu í flestum verzl- unum næstu daga. AUar konur þekkja PERLON sokka af reynslu eða afspurn, tryggið yður eitt par strax, eftir nokkra daga verða sokkarnir vafalaust uppseldir Kaupmenn og Kaupfélög Vinsamiegast sendið okkur nú þegar pantanir yðar til afgreiðslu af næstu sendingu. PERLON kvensokkar væntanlegir eftir nokkrar vikur. Þórður Sveinsson & Co. h.f." REYKJAVÍK Já, tii m etutn caÍAkiljanley Þjer megið treysta því, að PERLETAND tannkrem er með því allra besta tann- f_l kremi sem fáan- legt er. PERLE- TAND verndar tennurnar gegn óhollum sýru- ■ myndunum og heldur tönnunum perluhvítum og heilbrigðum. Munið að PERLETAND tannkrem er nauðsynlegur þáttur j daglegri snyrtingu. PERLETAND tannkremið er hress- andi á bragðið. HEILDSÖLUBIRGÐIR: /- Miriyn/óIÍssíþmb d Kvarat* >v.v.v,v.v.v.-.v.v.v,v.vv.w.v.v.*.,.v.v. -.■.v.v.vv I Þessar skrifstofur l í annast undirbiining og fyrirgreiðslu í Reykjavík fyrir stuöningsmenn séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, við forsetakjörið: Almenn skrifstofa í Kúsi Verzlunarmannafélags Reykjavikur, Vonarstræti 4 II. hæð, sími 6784, opin kl. 10—12 f.h. og 1—8 e.h. - Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu sími 7100 (5 línur) opin kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. Aðstoð við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í síma 7104 frá kl. 10—12 f.h. og frá 2—6 og 8—10 e.h. Skrifstofa Framsóknarflokksins, Edduhúsinu, sím ar 6066 og 5564, opin kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. Stuðningsmenn séra Bjarna Jónssonar eru beðnir að hafa samband við þessar skrifstofur. 1 VV%W.V.V.VAVA\W%W.%V.V.V.V.V.W/.%V.V//AV

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.