Tíminn - 24.06.1952, Qupperneq 3

Tíminn - 24.06.1952, Qupperneq 3
138. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 24. júní 1952. 3. Hvenær lærir Ríkisútvarpið að þekkja sinn vitjunartíma? Eftlr sr. Malldór Jónsson frá ReynivöIIism Hér skal enn vikið að tón listarflutningi í ríkisútvarpinu og fyrst minnst á útvarpshljóm- sveitina. Má víst með sanni segja, að sáralítið að tiltölu hafi af hennar hálfu verið flutt af tónverkum eftir íslenzk tón- skáld. Aðaluppistaðan hefir þar veriö erlend tónlist, sótt til ýmsra landa frá ýmsum tímum, sum sígild, önnur í minna gildi. Þetta er alger óþarfi, því að erlenda tónlist má fá flutta’af plötum, vandlega æfða af úrvals tónlistarfólki, þar sem margfalt fullkommnari skilyrði voru fyrir hendi en hér getur verið um að ræða. Þessi sperringur eftir erlendri tónlist virðist raunar sýna sorg- legan- skort á skilningi á hlut- verki útvarpshlj ómsveitarinnar sem íslenzks menningarmiðils, eiginlega næstum refsivert at- hæfi gagnvart íslenzkri menning arstarfsemi á sviði tónlistar. Hins vegar væri hinn sanni og sjálfsagði vettvangur útvarps hljómsveitarinnar íslenzk tón- list í allra fremstu röð. Útvarps hljómsveitin væri valið tæki til að kynna íslenzk tónskáld, til að kenna alþjóð manna á ís- landi að virða og meta rétt ís- lenzka menningarviðleitni á sviði íslenzkrar sköpunar. Tón- listarfólk í útlöndum á ekki að vera fyrra til að æfa og flytja íslenzka tónlist eins og átt hef- ir sér stað, t. d. um ýms verk Hallgríms Helgasonar tónskálds, er hafa verið flutt í öllum höfuð borgum Norðurlanda og ýmsum stórborgum meginlands Norður- álfu og jafnvel hvað eftir ann- að og flutt af.úryals listafólki. Það er höfuðskömm, að við hér heima séum eins og sofandi sauð ir meðan erlendir úrvals lista- menn eru vakandi og á verði um okkar heiður. En þess yrði þá að krefjast af litvarpshljómsveitinni, í fyrsta lagi, að láta kynna höfunda við hvert lag, að tengja ekki lögin saman með einhverju millispili (modulationum), svo allir gætu skilið, hvað væri lag, sem ella yrði gerður úr ástæöulaus graut ur, ókunnugum lítt skiljanlegur. II. Um eitt skeið var til útvarps- kór svonefndur. Hvort hann sef ur eða vakir, má hamingjan vita. Um hann, meðan andann dró, gilti líku máli. Þegar hann lét til sín heyra, flutti hann erlend lög að langmestu leyti, tónverk frá ýmsum löndum og tímum. íslenzkir söngvar voru þar að minnsta kosti í minni hluta. Þetta var öfugt við það, sem átti að vera. Sem íslenzkur menn ingarmiðill átti útvarpskórinn að flytja íslenzka tónlist að mestu, helzt að öllu leyti og kynna þannig það, sem til hefir orðið og til verður á hverri líð- andi tíð á sviði íslenzkra söng- smíöa. Ef kórinri sefur og vaknar aft ur til lífsins, ætti hann að hafa þaö í huga, að það er höfuð- skömm að ganga fram hjá þjóð- legum verömætum. Sé kórinn dauður, ætti ríkisútvarpið að vekja hann aftur til lífsins og gera honum aö skyldu að flytja íslenzka tónlist í allra fremstu röð og styðja með því ungling- inn í stað þess aö bregöa fyrir hann fæti. III. Rikisútvarpið á ráð á allmörg um söngvurum, körlum og kon- um, sem við og við eru látnir til sín heyra í útvarpinu. Vekur það víst athygli allflestra, að áherzlan er af þeirra hálfu lögð einkum á að syngja lög eftir er- lenda höfunda og þá á erlendum málum, en íslenzk lög í minni hluta og sárafátt um nýjungar. Manni kæmi jafnvel til hugar, að söngvararnir væri meðfram með þessu að sýna málakunn- áttu sína í Norðurlandamálum, þýzku, ensku eða ítölsku, sem sárafáir skilja hér. Ég held nú samt, að íslenzkan hljómi yfir- Leitt bezt í íslenzkum eyrum. Ef söngvararnir geta lært lög eftir erlenda höíunda, því þá ekki eins íslenzk? En hér virðist hafa verið sama sorgarsagan á ferð: Skammar- legt vanmat á íslenzkri getu, svo það virðist talið fínt, sem útlent er, hitt ekki fínt, sem íslenzkt er, og því lætt inn, að það eitt sé í rauninni boðlegt, sem útlent er. IV. Það virðist auðsætt að íslenzka ríkisútvarpið verður að taka til nýrra ráða svo það kafni ekki undir nafni: íslenzk menningar- stofnun. Ætti það að hafa nóg ráð til þess, ef aðeins það lærði að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta sleifarlag má ekki líöast lengur, þessi blindni blátt áfram á sína sjálfsögðustu köllun, sem er að hlúa að íslenzkum lista- verðmætum 'og hefja þau með vakandi meðvitund á hærra stig en er og verið hefir. En með því framferði, sem lýst hefir verið, er ekki öðru líkara en verið sé vitandi vits að drepa íslenzka tónlistargáfu í fæðing unni, ganga rriilli bols og höfuðs með tómlæti og hirðuleysi. Hér stoðar engin afsökun, hún er ekld til. Ekki mundi standa á íslenzkum tónskáldunum að leggja til efni, ef þeim væri hinn sanni og sjálfsagði sómi sýndur. Enginn aðili hefir hér sem ríkisútvarpið aðstöðu til að styðja íslenzk tónskáld til að leggja sig fram um að skapa ís- lenzka söngva, er lifa mættu lengur en um líðandi stund. En þá má ekki með hiröuleysi eða fáttum finnslu kæfa þann list- arneista, sem áreiöanlega er víða til, og sem mundi, ef að væri hlúð eftir megni, gleðja marga og göfga um leiö og hefja ís- lenzkt tónlistarlíf á hærra stig en er. Hvort söngsmíðarnar eru í stærra eða minna sniði, fer eftir atvikum. Gera má þó ráð fyrir, að helzt væri það smá- lögin, sem fengi hljómgrunn í íslenzkum sálum. Og vel á minnst, eru það ekki smálögin, sem eru kjarninn í hljómlist? Hér stoðar ekkert kák, heldur markvíst starf af hálfu allra þeirra aðila í ríkisútvarpinu ís- lenzka, er til greina geta komið. íslenzk tónlist á kröfu til að henni verði fullur og sæmilegur sómi sýndur þar. í íslenzkri lista viðleitni á ekki íslenzk tónlist að vera sett skör lægra en önn ur, heldur í hefðarsæti, sem henni ber með íyllsta rétti. Hvað dvelui' eiginlega Orminn langa? Hvenær lærir íslenzka ríkisútvarpið að þekkja sinn vitj unartíma í umræddum efnum? Fylling tímans er komin og kom in fyrir löngu. Eftir hverju er þá að bíða? 16. apríl 1952. Fimmtugur: Magnús Böðvarsson Isóitcli, Miðelíil í betri bæncla röð búskap rekur þú, yrkir ófrjótt land, átt þér stóra trú, vinnur harðri höncl hölda að fornum sið, allan ársins hrtng, auðnu stækkar svtð. Þú, grein á góðum meið, glöggt þess merki ber, aðalsættar-mai'k alltaf sést á þér. Efnir öll þín heit, ei þótt séu skráð, og' við efni vönd ávalit sérðu ráð. Með þér mætis frú miklar búgarðinn, átt, þar athvarf traust, andans kjörviðt'nn. Ung þín efnt's börn ættar prýða metð. Sérðu í þeim sæll sól á þinni leið. Lífs við lán og seim langan eigðu dag, yndis njóttu alls, andans krýndur hag. Ofar allri smæð áfram stefna skal unz sést á sigurhæð, sannnefnt bænda val. P. Jak. ÁfmæÍLsmót ISI Reykvíkingar sigruðu í frjálsíþróttakeppninni Þjóðdansanámskeið Árraanns Gílmufélagið Ármann hefir í mörg ár haft kennslu fyrir börn og unglinga í þjóðdöns- um, vikivekum og söngdöns- um undir stjórn hins ágæta kennara Ástbjargar Gunnars- dóttur. Vetrarstarfseminni lauk í þetta sinn fyrir nokkru með sýningu fyrir foreldra og aðstandendur barnanna. Það var ánægjuleg stund í sam- komusal Mjólkurstöðvarinn- ar að sjá hinn bjarta hóp barna og unglinga sýna dans- ana undir öruggri stjórn kenn arans og má furða heita, hve mikiö þau kunnu. Þarna voru 3 íiokkar. Fyrst börn á aldr- inum 6—10 ára, siðan 10—13 ára og 13—15 ára, 90 alls. — Aðsókn að dansæfingunum fer vaxandi ár frá ári, og s.l. vetur varð aö vísa mörgum frá. Þá hefir Ástbjörg Gunn- arsdóttir haft á hendi fyrir félagið kennslu í gömlu döns unum og þjóödönsum fyrir fullorðna og hafa þau nám- skeið verið mjög vinsæl. AÖ- spurð um aðsókn að tímun- um, sagði Ástbjörg, að 95— 100% mætti í hverjum tíma. Að lokinni þessari ánægjulegu sýningu var kennaranum þakkað að makleikum og heið ur sé félaginu aö halda uppi kennslunni. S. Afmælismót í.S.f. hófst s. 1. laugardag. Mótið var sett með viðhöfn, Lúðrasveit Reykjavík- ur lék, form. afmælisnefndarinn ar, Jón Magnússon, flutti ávarp og eins forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage. Einnig talaði borgar- stjórinn. Mótið hófst með sýn- ingum þjóðdansa og voru það stúlkur úr Ármanni undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Síðan hófst keppni í frjálsum íþrótt- um milli Reykvíkinga annars vegar og utanbæjarmanna hins vegar. Var keppnin all jöfn fyrri daginn, Reykvíkingar höfðu sex stig yfir, en þess ber að geta, að enginn Reykvíking ur mætti í 3000 m. hindrunar- hlaupinu og er það víta- vert. Þá bar einnig mikið á því, að skráðir keppendur mættu ekki til ieiks. Úrslit fyrri dag- inn: 4x100 m boðhlaup: 1. Sveit Reykjavíkur 44,4 2. Sveit utanbæjarmanna 45,3 Stangarstökk: 1. Torfi Bryngeirss. R. 3,82 2. Kolbeinn Kristinss. U.. 3,70 3 Jóh. Sigmundsson U. 3,15 4. Bjarni Guðbrandsson R. 3,15 Kringlukast: 1. Þorsteinn Löve R. 48,28 2. Friðrik Guðmundsson R 43,51 3. Guðm. Hermannsson U. 42,54 4. Sig. Júlíusson U. 42,31 1500 m hlaup: 1. Kristján Jóhannss. U. 4:10,2 2. Sig. Guðnason R 4:11,2 3 Svavar Markússon R. 4:17,4 4. Finnb. Stefánsson U. 4:36,8 400 m hlaup: 1. Guðm. Lárusson R. 52,6 2. Ingi Þorsteinsson R. 52,9 3. Hreiðar Jónsson U. 53,1. 4. Böðvar Pálsson U. 54,2 Sleggjukast: 1. Vilhj. Guðmundsson R. 43,98 2. Ólafur Þórarinsson U. 37,89 , 3. Þorv. Arinbjarnarson U. 35,8? | 4. Gunnlaugur Ingason R. 25,31 ■ 3000 m hindrunarhlaup: 11. Óðinn Árnason U. 10:45,0 2. Einar Gunnlaugss. U 11:02,4: Langstökk: 1. Torfi Bryngeirsson R. 6,71 2. Kristl. Magnússon U. 6,65 3. Tómas Lárusson U. 6,61' 4. Valdimar Örnólfsson R. 6,14: Eftir fyrri daginn stóðu stigir.. þannig, að Reykjavik hafði 44: 1 en utanbæjarmenn 38. Keppn inni var haldið áfram á sunrm ■ dag. Veður var mjög gott og nác ist góður árangur, sérstaklegt, í hlaupuhump. Guðmunaui: Lárusson hljóp 800 m. á 1:55,9, millitími hans á 400 var um 53,0 og Hreiðar Jónsson frá Akur-- eyri setti nýtt _drengjamet hljóp á 1:58,2. Kristján Jóhanm son nálgast óðum metið í 5000- m., og áreiðanlegt er, að hanr, gæti lilaupið innan við 15 mín, í harðri keppni og við góðar ac stæður. Mjög kom á óvart, ac (Framhald á 4. síðu.i &wmm 0XF0RD ALLT Á SAMA STAÐ Kvikmynd nra með- ferð dráttarvéla Um þessar mundir er bændunr í Bandaríkjunum sýnd 19 mín- | útna löng litkvikmynd um ör- ] ugga meðferð dráttarvéla. Mynd j þessi var gerð fyrir atbeina Am j erican Petroleuin Institute til i þess að ráða bót á slysahættu í j sambandi við notkun dráttar- j véla og annara búvéla og þykir vera rnjög fróöleg. Nú er verið að gera ráðstafanir tU að lána hana, án endurgjalds, til landa utan Bandaríkjanna. FALLEGUR — TRAUSTUR — ÞÆGILEGUR Sérstæð fjaðrandi framhjól gera bílinn þíðari og þægilegri á vegi. Morris Oxford er mjög rúmgóöur og heppilegur fjölskyldubíll. Grind og yfirbygg- ing í einu lagi gerir bílinn sterkari og léttai'i. Einkaumbooö á Islandi: H.f. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118. Sími 81812.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.