Tíminn - 04.07.1952, Síða 15
/
T í M I N N
Aukablað
15
Eftir KarL Kristján.sson.
Elzta samvinnufélag landsins sjötíu ára
i.
Allir dagar í lífi manna og
þjóða eru með örlagaþráðum
tengdir liðnum dögum.
Suma örlagaþræði er hægt
að rekja og mæla frá líðandi
stundum til vissra daga að
baki.
Þess vegna halda menn há-
tíðir og afmæli.
Frá deginum í dag er auð-
rakinn örlagaþráður 70 ár aft
ur í tímann eða til 20. febrú-
ar 1882, :— hamingjuþráður
fyrir hagsæld lands og þjóðar.
Lítum litla stund til baka
yfir þessi 70 ár og þangað,
sem þá voru að verki þeir
menn, sem vitaö er að gáfu
deginum sérstakt gildi fyrir
ísland og íslendinga — og
þráðurinn er frá kominn.
II.
20. febrúar 1882 er Laxár-
dalur í Þingeyjarsýslu hlað-
inn fönnum. Þar um sveitir
hefir verið hríðarhamur sið-
ustu daga.
Nú er stilitara veður, hríð-
arlítið en drungaloft.
Bæirnir í dalnum eru liálf-
ir eða meira á kafi í snjó —
og fer lítið fyrir þeim.
Hver mundi ekki helzt kjósa
að mega vera heima hjá sér
í svona tíðarfari.og byrgja bæ
sinn?
En hér eru allmargir menn
á ferð.
Þeir koma úr ýmsum átt-
um inn í dalinn og stefna all-
ir að einu og sama marki:
að bænum Þverá.
Mennirnir eru á skíðum, en
færið er þungt og þeir göngu
móðir og sveittir, enda sumir
komnir um langa vegu úr
fjarlægum sveitum.
Auðséð er sam.t á hreyfing-
um mannanna og yfirbragði,
að þeir fara fúsir erinda, sem
þeir telja mjög brýn.
Á hlaðskaflinum að Þverá
stíga þeir af skíðum sínum,
sópa af sér snjó með hrís-
vöndum og hverfa í bæinn.
Ilvað er hér á seyði?
III.
Nokkurt tímabil fyrir árið
1882 höfðu framtakssamir
bændur í Þingeyjarþingi mik
ið rætt um verzlunarmál. —
Reynt að hafa samtök um að
ná sem hagfelldustum við-
skiptum við kaupmenn bæði
á Húsavík og Akureyri. Selt
sauði á fæti til útflutnings
fyrir gull, er þeir svo notuðu
eftir föngum til þess að
þrýsta niður vöruverði hjá
kaupmönnum.
En lítiö hafði áunnizt til
kjarabóta.
Verzlunin var í aila staöi ó-
hagstæð.
Fólkið var fátækt, arð-
rænt af einvöldum kaupmönn
um og selstöðuverzlunum —
og í skuldafjötrum hjá þeim.
Sama sagan um land allt.
En eitt hafði samt áunnizt.
Þingeysku bændurnir höfðu
komiz.t að þeirri viturlegu
niðurstöðu, að eina ráðið til
þess að sigra þetta ástand og
losna úr ánauöinni, væri að
stofna til eigin félagsskapar
um verzlunina, — brjóta liels-
iö meö því aö hætta að skipta
við selstööuverzlunina í Húsa
vik, kaupa vörur beint frá út-
löndum og selja framleiðslu-
vörur sínar milliliðalaust
þangað.
Ýmiskonar undirbúningur
aö þvílíkri félagsmyndun
hafði farið fram í héraðinu
árið 1831, •— og nú hafði Ja-
kob Hálfdánarson, bóndi á
Grímsstöðum í Mývatnssveit,
boðað til stofnfundar að Þver
á í Laxárdal 20. febrúar.
Þess vegna var mannaf.erð-
in um dalinn. Þetta var á
seyöi.
IV.
í stofunni á Þverá var.fund
ur settur.
(Útvarpsermdi 20. febr. 1952).
framkvæmdastjóri félagsins]
og nefndur kaupstj óri.
Jakob var aðeins eitt ár í
stjórninni, af því að réttara
þótti, þegar til kastanna kom,
að kaupstjórinn væri utan
hennar.
í hans stað var á næsta aö-
alfundi Benedikt á Auðnum
kosinn i stjórnina og átti
hann þar sæti í 40 ár sam-
fleytt.
V.
■ Fyrsta greinin í lögum Kaup
félags Þingeyinga ’var svo-
hljóðandi:
„Aðaltilgangur félagsins er
■< * V-SV -■ v t
Húsavílc.
Sú stofa þótti gott hús á
mælikvarða þeirra tíma og
hún stendur líka enn, rúm-
lega 100 ára gömul, og geym-
ir, virðuleg en þögul, minn-
ingar þessa dags.
Þarna voru samankomnir
15 menn úr 5 hreppum meö
umboðum frá fleiri eða færri
sveitungum sínum, en þá voru
ekki fleiri en 5 hreppar á
svæðinu milli Kinnarfjalla
að vestan’og Jökulsár á Fjöll-
um að austan, þó nú séu þar
orðin 9 sveitarfélög, vegna
hreppaskiptinga, sem farið
hafa fram síðan.
Auk þessara 15 fulltrúa
voru nokkrir áhugamenn
mættir á fundinum, án at-
kvæðisréttar.
Á þessum fundi var svo
elzta kaupfélagið á íslandi
stofnað, — Kaupfélag Þing-
eyinga í Húsavík.
Félaginu voru sett lög og
kosin félagsstjórn.
Þegar þetta gerð'ist'var kaup
félag ekki aðeins nýsköpun í
féla.gsmálastarfsemi hértend-
is, heldur hefir verið fullyrt
að orðið kaupfélag hafi lika
verið' nýyrði fyrir islenzka
tungu. Sá, sem auðgaði máliö
með’ því orð'i er talið að hafi
veriö Benedikt Jónssqn bóndi
á Auðnum í Laxárdal.
Fyrstu stjórn kaupfélags-
ins skipuð'u:
Jón Sigurðsson á Gautlönd-
um, sem var formaður henn-
ar. —
Séra Benedikt Kristjánsson,
Múla —
Jakob Hálfdánarson á
Grímsstööum.
Jakob var einnig ráðinn
sá, að ná svo góð’um kaup-
um á útlendum varningi sem
auðið er og að gera útvegun
hans sem auðveldasta hverj
um félagsmanni. Ennfremur
aö' fá til vegar komið meiri
vöruvöridun og að afnema
sem mest alla skuldaverzl-
un.“
Sést glöggt af grein þessari,
að mpnnirnir, sem þreyttu
gönguna í Laxárdal 1382
höfö’u þá þegar gert sér Ijóst
hvaða að'alefni þurfti í ör-
lagaþráðfnn, sem þeir þá
hófu að spinna, til þess að
hann yrði sá hamingjuþráður,
sem þeir vildu að hann yrði
og trúð'u fastlega á að' hann
mundi veröa.
Greinin leggur áherziu á:
Fækkun milliliða.'
Vöndun eigin söluvöru.
Afnám skuldaverzlunar.
Strax var líka gætt þeirrar
reglu, sem verið hefir grund-
vallarregla samvinnumanna
alla stund síðan, að allir fé-
lagsmenn hafi jafnan atkvæð
isrétt, hvort sem þeir eru rík-
ir eða fátækir.
Hvaðan ætli upphafsmönn-
unum hafi komið þroski til
þessa?
Þeir höföu menntazt með
sjálfsnámi af iniklum bók-
lestri. s g
Þó sagð'i mér Benedikt Jóns
son, sem var þeirra víðlesn-
astur, aö þeir hefðu ekki þá
ve’rið búnir aö heyra getiö um
samvinnufélag vefaranna i
Rochdale, er stöfnað hafð'i ver
ið 38 árum áður og tali'ð' er
fyrsta kaupfélag í heimi.
Það, sem gerðist þarna var,
að þeir réðu rétt viöskipta-
gátuna, eins og vefararnir.
Þeir höfðu ræðst mikið við
og blandað geði um áhyggju-
efni sín og áhugamál.
Mikið' er til af sendibréfum,
sem vottar þetta, frá þessum
árum. Þá var mikil sendibréfa
öld í héraðinu, enda samgöng
ur erfiðar til samfunda. Dag-
leið þá sú leið', sem nú er far-
in á 2—3 klst.
Mörg bréfanna eru langar
ritgexðir, af þvi að mönnun-
um ]á svo margt og mikið á
hjarta.
Þeir kenndu „karlmann-
lega til í stormum sinna tíða,“
og vildu bæta úr böli, trúðu á
lifið', voru bjartsýnir á þroska
möguleika mánria, var. fjarri
skapi að finnast:
„Það 'lítið og lágt, sem lifað
er fyrir
og barizt er móti.“
Mér er þa'ð minnisstætt hve
margir meriri frá þessum ár-
um, — þótt þeir væru ekki
úr hópi forustumanna — voru
hafnir yfir fánýtishyggjuna,
sem yngri rnenn sótti heirn.
Þeir urðu aldrei menn kvöld
skugganna.
Þeir voru menn morgunsól-
ar alla tið til dauðadags.
Þannig verða þeir menn, er
vígjast hagsbóta- og mann-
bóta-hugsjónum, sem þeir fá
að sjá rætast a'ð miklls veröu
leyti.
VI.
Á stofnfundi Kaupfélags
Þingeyinga voru lagðar fram
pantanir í vörur — 40—50 teg-
undir — upp á 22 þús. kr. sam
tals. Er það furðu há upphæð,
þegar miðað er við gildi pen-
inga þá. Ber það vott um hina
ákveðnu þátttöku strax.
Jakob Hálfdánarson kaup-
stjóri félagsins og Benedikt
Jónsson, sem var kunnáttu-
ma'ður í málurn og viða'ð hafði
að sér verðskrám og vörulist-
um erlendis frá, gerö’u pant-
anir til útlanda.
Jakob dvaldist lengst af í
Húsavík næsta sumar og und
irbjó. móttöku varanna.
Haföi hann þá ekki annan
húsakost til umráð'a — fyrir
félagið en skemrnu nokkra,
sem hann keypti á 50 krónur.
Höfðu enskir laxveiöimenn
átt hana áður. Var hún ekki
fokheld, en Jakob réö bót á
því méð því að tjalda haria
innan. Skemmunni fylgdi f.
kaupbæti þaklaus' moldar-
gryfja, sem laxveiðimennirn-
ir höfðu geyrnt ís í. Strengd:,
Jakob segl yfir hana til af-
dreps þungavöru.
Þetta var fyrsti húsakostur
Kaupfélags Þingeyinga.
Sumar þetta, 1882, var eitl.
hið versta, sem sagnir fara aí
— hið svonefnda misliaga-
sumar.
Hafís lagðizt að Norður-
landi í aprílmánuði þetta ár
og lá fram í september.
Átti kaupfélagið von á vör-
urn með ýmsurn ferðum, senv,
mishepþnuðust allar vegna “íss
ins, þar til í s.eptember.
Sauð’askip tók á Akureyrv
sauði félágsmanna um rétta-
leytið’. Var það þó lán a£>‘
sauðasalan á fæti tókst, því
með andvirði þeirra uröu vör
urnar greiddar.
Jón Gauti Pétursson á Gaui
löndum, sem ritaði sögu Kaui>
félags Þingeyinga, er út vaf
gefin 1942 á sextíu ára afmælr.
félagsins, lýsir því hvernig
margt lagðizt á eitt til mót-
gangs í héraðinu þetta fyrsta
ár félagsins.
Hann segir:
„Vorharðindi og ill skepivut
höld, nálega bjargarskortur
víða, því aflaföng voru litíil
vegna íss og óveðra, grasbrest
ur, málnytuleysi og hin megft
asta ótíð allan sláttartímann,
svo að alsnjóa varð í byggð-
um í hverri viku, að sögn. Þá.
er enn ótalið að ein hin skæð
asta landfarsótt geisaði þá,
um héraðið, nefnilega misl-
ixrgar, er víða ollu mikluir>>,
manndauða, en alls staðaT,1
stórfelldu verkatjóni til við--
bótar því, er af ótíð stafaði,
Var heyfengur víöa eigi nema,
helmingur að vöxtum við'
vana, en allt ýmist hrakið eða,
sölnað, það, er af heyi náðistV
Ekki er tími til þess hér aS
rekja hina hörðu og margv
þættu baráttusögu félagsint
i fyrstu árin.
Frumbýlingsháttur, harö-
æri og fátækt voru ekki að-
eins til fyrirstöðu, heldur einrt
ig dugmikill, greiridur og
kappsfullur forstjóri selstöðu
verzlunarinnar í Húsavik, ,sem
Þessi achyglisverða mynd var tekin um 1896 cg er af þein;.
Benedikt d Auðnum (t. v.), Jakob Hdlfddnars. og Pétri Jónss,