Tíminn - 04.07.1952, Side 18

Tíminn - 04.07.1952, Side 18
38 «%;« wm T I M I N N Aukablað Góðir fundarmenn. Eitt ár er enn liðið. Ennþá einu sinni er nú komiö að reikningsskilum. í þetta sinn eru reiknings- skilin einstæð. Einstæð vegna þéss, að þau eru fyrir fimm- tugasta star'fsár Sambandsins. Ég get ekki annað en látið í Ijós ánægju mína og gleði yfir því, að það skuli falla í :mitt hlutskipti að standa hér á þessari stundu og gefa .skýrslu fyrir þetta merkisár. Þetta liðna ár var ár erfið- iieika, eins og raunar öll ár eru að einhverju leyti. — Erfið- iieikarnir voru aö þessu sinni skortur á rekstursfé, til þess að geta hafst að í verzlun og framkvæmdum svo sem æski- i egt var. En árið var líka ár mikils árangurs, mikilla sigra. — Ár- :ið var bezta ár, sem S.Í.S. hef- íir nokkurn tíma haft. Bæði 'hæsta umsetning, sem nokk- rrn tíma hefir náðst, og einn- :lg mesti tekjuafgangur af starfseminni. Umsetningin öll ýar sam- :als um 440 milljónir króna. Tekjuafgangur og afskriftir á elleftu milljón króna. f-Iér fer á eftir úttíráttur úr jbeim skýrslum, er siðan voru gefnar: ALMENNT: Póiitísk átök milli stórveld- anna og mikill vígbúnaður 'peirra mótaöi allt fjárhagslíf Islands og viöskiptalanda okkar. Strax frá byrjun Kóreu- stríðsims urðu miklar verð- hæklianir, seni héldu áfram ýyrri hluta ársins 1951. Síð- ast á árinu.gætti þó nokkurr- ar verðlækkunar, þar sem hráefnasöfnun stórveldanna 'cil hernaðarþarfa minnkaði þá, og nokkurt samkomulag náðist um skiptingu hráefna ‘iil framleiðslu almennra neyzluvara. Þrátt fyrir þessa verðlækk- un á síðasta hluta ársins varð veruleg hækkun framfærslu- kostnaðar yfir árið í flestum viðskiptalöndum okkar. á Norðurlöndum varð hækkun framfærslukostnaðar 11 til 19%. Verðbreytingarnar á heims- ma.'kaðnum voru mjög óhag- // VIÐ LlTUM VONGLAÐI stæðar fyrir Vestur-Evrópu, m. a. fyrir Bretland. Torveld- aði þetta störf Greiðslu- bandalags Evrópu og náðist, af þeim ástæðum, ekki eins mikill árangur með að gera milliríkj averzlunina frj álsa. Bandaríkin siuddu þó þessa viðleitni, eins og árin á und- an, gegnum Efnahagssam- vinnustofnunina og Greiðslu- bandalagið. Áhrif erlendra verðhækk- ana gætti verulega hér á landi á árinu, bæði í vöru- verði og kaupgjaldi. Innflutn- ingurinn varð mun meiri en undanfarin ár, bæði að krónu tölu og magni, vegna rýmk- unar innflutningshaftanna. Söfnuðust talsverðar vöru- birgðir af aðfluttum vörum og vöruval neyzluvara jókst stór- lega. Verðmæti. útflutningsins jókst. Verzlunarárferðið var íslandi þó óhagstætt, þar eð innfluttu vörurnar hækkuðu meira í verði en útflutning- urinn. Fiskafli ; landsmanna varð nokkru meiri 19þl en ár- ið áður, og réði þar mestu um, að sildarvertíðin fyrir Norð- urlandi var dálítið skárri en 1950, svo og að engin stöðvun var á fiskiskipaflotanum 1951 eins og 195,0. Fyrir landbún- aðinn var árið erfitt. Veturinn var langur og vorið kalt og ó- venjulegur tilkostnaður við 5 koma búpeningi fram, sér- staklegá á Austur- og Ncrð- austurlandi. Nýting heyja var þó góð yfirleitt og miklar j arörækt arframkvæmdir áttu sér stað. Ýmsar iðngreinar áttu við mikla erfiðleika að striða á árinu, vegna aukins innflutnings og harðrar sam- keppni þar af leiðandi. ísland fékk mikinn stuðn- ing frá Gréiðslubandalagi Evrópu og Efnahagssam- vinnustofnuninni í Washing- ton, sem hvorttveggja gerði kleift að rýmka innflutnings- höftin, og sérstaklega að hefja hinar miklu virkjunarfram- kvæmdir við Sog og Laxá, á- samt að ganga frá samning- um og kaupum véla fyrir á- buröarverksmiðj una. VERZLUNIN: Innfluttar vörur: Innflutningur var rýmkað- ur allmikið snemma á árinu. Sambandið fagnaði þessu aukna verzlunarfrelsi og reyndi að nota það til þess að gera verzlunina sam hag- kvæmasta, auka vörusöluna og gefa félagsmönnum kost á fjölbreyttara vöruvali. Sala innflutningsdeildar og véladeildar jókst mikið á ár- inu, ekki aðeins að krónutölu heldur einnig að magni til. Heildarsala innflutnings- deildar 1951 nam 189.7 millj. kr. (115 millj.) (svigatölurnar eru fyrir árið 1950). Þessi sala sk.iptist þannig á einstakar deildir, talið í millj. kr.: ■i •«;«' Mat- og fóðurv. 65.5 (49.8) Búsáhöld Vefnaðarvara Byggingavörur, kol og salt Útgerðarvörur 15.0 ( 7.1) 29.3 (14.0) 53.4 (28.6) 9.9 ( 4.4) Vörukaup í Rvík 16.4 (11.2) Eins og sjá má af þessum tölum, hefir orðið talsvert •mikil aukning á sölunni á síð- asta ári. Hefði hún þó þurft að vera mikið meiri. Enn hefir. þörfum félagsmanna ekki verið fullnægt sem skyldi og vantar mikið á, að allir sam- vinnumenn geti verzlað í eig- in búðum að mestu leyti. Verðhækkanir erlendis orsök- uðu talsverðar verðhækkanir á aðkeyptum vörum og varð ekki hjá því komizt að það hefði sín.áhrif á útsöluverð til félaganna. Heildarsala Véladeildar var á árinu 28.4 millj. kr. (16.4) og skiptist hún niður á ein- s’takar deildir þannig: Landbúnaðarvörur 10.6 (7,6) Bifreiðar og varahl. 8.4„(5.1) Rafmagnsvörur 9.4 (3.8) ■ múr$í'»S$l Aukning á sölu Véladeildar hefir orðið mest hjá raf- magnsvörudeildinni og stafar það af meiri innflutningi á heimilistækjum eftir að inn- Frá setmngu aöalfundar SambaJids Islenzkra samvinnufélaga 1952. n Það er gott að geta horft fra Útdráttur úr skýrslu Vilhjálms Þór flutningurian var gefinn frjáls. Það hefir jafnan'verið lögð áherzla á það að flytja vör- urnar beint á hafnir til félag- anna, án umhleðslu í Reykja- vík og lækka „ þannig vöru- kostnaðinn. Af innfluttu vör- unum síðastliðið ár voru beinar afgreiðslur til félag- anna samtals 98.2 millj. kr. (62.8 rnillj. kr. árið áður) og hafa þær þannig vaxið í svip- uðu hlutfalli eins og sala að- keyptra vara í heild. Með auknum skipastól mundi vera hægt að auka hinar beinu afgreiðslur til félag- anna og lækka verzlunar- kostnaðinn enn meir en hing- að til hefir verið gert. Innlendar vörur: Umsetning útflutningsdeild- arinnár varð meiri að krónu- tölu en nokkru sinni fyrr, en að magni til var hún svipuð og árið áður. í krónum hækk- aði veltan um 18.7 milljónir, í 137.7 milljónir eða um 15.7%. Athyglisvert er, að útfíutning- urinn hefir aukizt um 20.9 milljónir og kemur þar fram bæði sala á kjöti og fiski til Ameríku, en þar hefir verið og er veriö að reyna að vinna aukinn og nýjan framtíðar- markað fyrir afurðir lands- manna. Hins vegar hefir inn- anlandssalan minnkað um 2.2 millj. kr. og stafar það meðal annars . af því, að ekki hefir verið hægt að fullnægja eftir- spurninni eftir ýmsurn land- búnaðarvörum, vegna þess hve fjárpestirnar og niður- skurðurinn hefir minnkað framleiðsluna að undanförnu. ---- ' EIGIN IÐNAÐUR: Framleiðsla eigin iðnaðar- fyrirtækja var svipuð og ár- ið 1950. í einstökum greinum var framleiðslan meiri en örðr- um heldur minni. Vegna margra endurbóta, sem gerðar hafa verið á verksmiðjunum undanfarið, hefði verið hægt að auka framleiðsluna mikið. Vegna stóraukins innflutn- ings á erlendum iðnaðarvör- um varð framleiðsíugeta verksmiðjanna ekki nýtt til fulls. Iðnaður Sambandsins mun þó hafa haldið velli bet- ur en flest önnur iðnaðarfyr- irtæki í landinu. Lokið var við byggingu á nýja verksmiðjuskála Géfj- unar. Er nú aðeins eftir að endurbyggja görnlu kamb- garnsverksmiðjuna, en þar verður komið fyrir litunar- og fágunardeild verksmiðjunnar. Nýj ar kambgarnsvélar eiga að koma á þessu ári. Þeim er ætlaður staður í nýbygging- unni. Er þá lokið endurbygg- ingu Gefjunar. Hin nýja Vinnufatádeild Heklu hefir verið starfrækt allt árið og framleiðir hún ýmsar tegundir af vinnuföt- um, og er þar langþráðu tak- marki náð. Lokið var við að endurbyggj a Sápuverksmiðj - uiia Sjöfn, ^sem brann árið 1950, og er hún nú aftur kom- in í fulla starfrækslu. Sjöfn er nú stærsta og fullkomnasta sápu- og kertaverksmiðj a lándsins. Sala eigin iðnaðarfyrirtækja var 24.2 milljónir og skiptist þannig: (Sjá töflu að neðan) SKIPAÚTGERÐIN: Rekstur eigin skipa, m/s. „Hvassafells“, m/s. „Arnar- fells“ og m.s. „Jökulfells1 hefir gengið vel á liðnu ári, en það siðastnefnda, kæliskipið „Jökulfell“, var tekiö í notk- un snemma í aprílmánuði. Árið var yfirleitt mjög gott ár fyrir útgerð flutningaskipa og afkoma Sambandsskipanna var góð. Hefir verið hægt að afskrifa eigin skip eins mikið og heimilað er í lögum, en auk þess hafa þau haft ríflegan tekjuafgang. Er það sumpart að þakka því, að svo vel tókst til á árinu, að skipin höfðu jafnan talsverða flutninga frá 1951 1950 þús. kr. þús. kr. Ullarverksm. Gefjun (Silkiiðn. meðt.) .. 9.659 9.288 Skinnaverksm. Iðunn — Sútunin — .... 3.150 4.232 Skinnaverksm. Iðunn — Skógerðin — .. 3.739 3.085 Fataverksmiðjan Hekla - 4.063 2.202 Saumastofa Gefjunar, Akureyri 1.851 1.471 Verksmiðjuútsalan & saumast., í Rvík. . 1.752 1.838 Sápuverksmiðjan Sjöfn 2.995 1.478 Kaffibætisgeröin Freyja 274' ' 280 Kaffibrennsla Akureyrar 4.030 2.755 Samtals 31.513 26.629

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.