Tíminn - 25.07.1952, Side 4

Tíminn - 25.07.1952, Side 4
ö TÍMINN, föstudaginn 25. júlí 1952 165. blaö, Ný sókna- og presta- kallaskipun í Reykjavík Með lögum þeim, er sam- þykkt voru á Alþingi 24. jan. 1952, var gerð all víðtæk breyting á prestakallaskipun landsins. Lögð voru niður aokkur prestaköll, þar sem fólki hefir fækkað mjög á síðustu árum, en ný presta- íöll ákveðin, þar sem fólki aefir fjölgað mest. Hvergi hefir fólksfjölgun- :n orðið meiri en hér í Reykja /ík, enda var ákveðið i lög- ím frá Alþingi, að í Reykja- /ík ,skyldu vera 9 prestaköll og þeim síðan fjölgað, eftir börfum, þannig að sem næst 5000 manns verði í hverju orestakalli. Með hinum nýju lögum er ákveðið, að í Reykjavíkur- profastsdæmi skuli vera safn aðarráð, skipað formönnum safnaðarnefnda, safnaðarfull :rúum og prestum prófasts- iæmisins. .Prófastur er for- maó'ur safnaöarráðs. Um verkefni safnaðarráðs ;egir svo í 2. grein laga frá '4.1. 1952: "ýerkefni ráðsins er: 'í. Að gera tillögur um skipt ngu prófastsdæmisins í sókn r og prestaköll og um breyt- ;ngar á þeim svo oft sem þörf er, og skal sú skipting að jafn rði miðuð við það, aö einn orestur sé í hverju presta- talli. II. Að sjá um kosningu safnaðarnefnda í prestaköll- mi eftir skiptingu. Ein safn- rðarnefnd sé fyrir hvert prestakall og hefir hún á íiendi störf sóknarnefnda, eft ir því sem við á og er kosin með sama hætti. Þar, sem fleiri en einn söfnuður nota sömu kirkju, skulu nefndirn- ar hafa sameiginlega stjórn á afnotum og fjármálum íirkjunnar. III. Að vinna að eflingu kirkjulegs starfs og kristilegr ar félagsstarfsemi innan pró- fastsdæmisins. ± samræmi við þessi ákvæði hefir safnaðarráð Reykjavík rr unnið að skiptingu pró- fastsdæmisins í sóknir og prestaköll. Breytingar þser, sem gerðar hafa verið, hafa einkum snert Laugarnes- og Nesprestakall. Langholts- prestakalli og Háteigspresta- kalli er skipt úr Laugarnes- prestakalli. Bústaðapresta- kall nær yfir nokkurn hluta af Laugarnes- og Nespresta- kalli. Mjög litlar breytingar hafa verið gerðar á Dómkirkju- prestakalli og Hallgríms- prestakalli, en ráðgert er að Páðum þeim sóknum verði síðar skipt í prestaköll, þó þannig, að tveir prestar stgrfi þar við sömu kirkju, eins og nú er. Þegar safnaðarráð hafði gengið “frá tillögum sínum, voru þær sendar biskupi til athugunar, en hafa nú verið staðfestar af kirkjumálaráð- herra. Til leiðbeiningar fyrir safn aðarfólk í prófastsdæminu, Þykir rétt að birta í heild aug lýsingu kirkjumálaráðuneyt- fsins um skiptingu Reykjavík urprófastsdæmis í sóknir og prestaköll, er gefin var út 17. júlí s.l. Aglýsingin er svohljóð andi: Rcykjavík skipt í mn prcstakull ,Að fengnuqp tillögum safn aöarráðs Reykjavíkur og með mælum biskþpsins yfir ís- landi, er Reykjavikurprófasts dæmi hér með fyrst um sinn skipt í sóknir og prestaköll, og eru takmörk þeirra ákveð- in sem hér segir. 1. Ncsprestakall: Nessókn. Sóknin nær yfir Seltjarnar nes og þann hluta lögsagnar umdæmis Reykjavíkur, sem verður vestan og sunnan línu sem dregin væri frá sj ó.vestan viö Ánanaust, eftir miðju Hiúngbrautar og Melavegar (Suðurgötu) að Sturlugötu. Því næst ræður Sturlugata og framhald hennar, að gatna- móturn við Njarðargötu og þaðan bein lína yfir Reykja- víkurflugvöll í Skerjafjörð, austan við olíustöð Shell. 2—3 Dómkirkjuprestakall (I og II): Dómkirkjusókn. Sóknin nær frá mörkum Nes- sóknar, áð línu sem dregin væri sunnan Njarðargötu, að mótum Nönnugötu og Njarð- argötu og því næst austan Nönnugötu, Óðinsgötu, Týs- götu og Klaparstígs, í sjó. 4—5. Hallgrímsprestakall (I og II): Ilallgrímssókn. Sóknin nær frá mörkum Dómkirkjusóknar og Nessókn ar að línu, sem dregin væri frá sjó í Rauðarárvík um Skúlatorg, austan Rauðarár stígs að Miklubraut, austan Engihlíðar, milli húsanna nr. 12 og 14 við Eskihlíð um heita vatnsgeymana á Öskjuhlíð, i sjó við Nauthólsvík. 6. Háteigsprestakall: Háteigssókn. Sóknin nær frá mörkum Hallgrímssóknar að línu, sem dregin væri frá Rauðarár- stíg, sunnan Láugavegar að Kringlumýrarvegi, því næst austan og sunnan Kringlu- mýrarvegar um Öskj uhlíð í heitavatnsgeymana. 7. Bústaðaprestakall: Bú- staöa og Kópavogssóknir. Bústaðasókn nær frá mörk um Kópavogshrepps og mcrk um Hallgrímssóknar og Há- teigssóknar, að Miklubraut og Ellioaám. Kópavogssókn nær yfir Kópavogslirepp. 8. Laugarnesprestakall: Laugarnessókn. Sóknin nær frá mörkum Hallgrímssóknar, Háteigs- sóknar og Bústaðasóknar að línu, sem dregin væri frá Miklubraut, vestan Háaleitis vegar, Múlavegar, Kambsveg-. ar í sjó, vestan við Vatna- garða. 9. Langholtsprestakall: Langholtssókn. Sóknin nær frá mörkum Laugarnessóknar og Bústaða sóknar að sjó og Elliðaám." Samkvæmt þessu verða kosnar safnaðarnefndir í hin um nýju prestaköllum, i næstu viku, og eru væntan- legir safnaðarfundir i hinum- nýju sóknum auglýstir á öðr um stað í blaöin í dag og munu prestaköllin svo verða auglýst til umsóknar, eins og venja er til. Með hinum nýju lögum og skiptingu prófastsdæmisins er komið á nýrri skipan um sóknir og prestaköll í Reykja víkurprófastsdæmi, en mörg og mikil verkefni bíða hinna nýju sókna, aö byggja upp hið innra safnaðarlif á hverj um stað. íslcnzkai' matjurtir (Framhald af 3. síðu.) Sítrónusafi . Ribsber .... Bláber ..... Krækiber ... Epli ....... Vínber ..... Skarfakál .. Njólablöö .. Steinselja .. Hvannablöð . Túnsúrublöð 40— 50 25— 40 20— 30 10— 15 3— 5 3— 5 1G0 160—200 100—200 100—160 90—140 Hrátt Soðið Grænkál .. 100—200 30—40 Blómkál ... 60—120 • 30—40 Hvítkál ... 50— 70 30—50 Graslaukur 60—120 Spínat .. 70— 75 Toppkál ... 60— 70 Fíflablöð .. 40— 60 Haugarfi .. 40— 60 Blaðlaukur . 20— 50 Seljurót ... 20 Tómatar ... 20 Salat 10— 30 Gulrætur .. 3— 5 Þessi tafla sýnir ljóslega, að það er að sækja vatnið yfir lækinn, aö leita C-fjörefna í lyfjabúðum eða í dýrum, er- lendum ávöxtum, þegar til er innlent grænmeti og ber, sem í inniioj.lda miklu meira en hin linnfluttu aldin. Þannig er í lííflablöðum og arfa jafnmik- ið C-fjörefna og í appelsínu- eða sítrónusáfa. Taflan sýnir ennfremur, að grænmetið missir meiri hluta C-fjörefna við suöu. Hinsveg- ar sýnir hún, því miöur, ekki, að við hitun og suðu eyði- leggjast önnur efni, bæöi þekkt og óþekkt, þar á meöal geislaorka matjurtanna, sem sennilega er meira virði en nokkur önnur næringarverð- mæti. Soöiö grænmeti er ekki lengur lifandi fæða. Það er dauö fæða. Loks sýnir taflan, aö ekki má miða hollustu matjurta um of við C-fjörefni þeirra. Þannig er mjög lítið af C-fjör- efnum í gulrótum, eplum og vínberjum, en þessar fæðu- tegundir eru hver annarri ljúffengari og heilnæmari. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiifiii ! I jj Reykjavík-Orlofsferðir 3 I •• I | í Olfus-Grímsnes-Biskups- \ | tungur-Gullfoss-Geysír = og til Laugarvatns. | | Ferðaskrifstofa ríkisins 1 Ólafur Ketilsson, simi 1540. iimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii||imm,|||,nmilliniJ'| Aiiglýsið í Tímaunisi títlirciðið Tlianiiii í nýkomnu liefti af Árbók land- búnaðarins er þaö upplýst, að 1. júní s.l. hafi kjötbirgðir í landinu' verið um 300 þúsund kg., þar af var nautgripakjöt 18 þús. kg. og hrossakjöt 30 þús. kg. Hitt var. kindakjöt. Upplýsingum þessum fylgir greinargerö, sem er á ýmsan hátt athyglisverð. Þar sem talsvert er nú rætt um þessi mál, læt ég hana fylgja hér á eítir: l „hremur mánúöum áður. 1. marz komu fram við b'l'gðatalningu 902.374 kg. af kindakjöti,. 186.922 'kg. af nautakjöti og 158.591 kg. af hrossakjöti. Þessa þrjá mánuði hef ir nærri ekkert komið á markaðinn af nýju kjöti, og er því ekki und- \ arlegt. að á birgðirnar hafi geng- ] ið. Þess er samt rétt að geta, að ] allan þennan tíma hefir kjöt ver- ! ið skammtað í búðir í Reykjavík, ] Hafnarfirði og víðar. Hefir dilka- . kjöt sjaldan fengizt keypt nema' einu sinni í viku í kjötbúðum þessa 1 þrjá mánuöi, en sumar vikurnar aldrei. Pyrir hvítasunnuna fékkst dilkakjöt í búðum í Reykjavik vegna þess eins, að þangað hafði þá verið flutt dilkakjöt frá Hvammstanga, er upphaflega átti að selja á Ameríkumarkað og hafði fengizt útflutningsleyfi til þess. En þessi markaður, vestra brást, er á reyndi, og var kjötið þá selt í Reykjavík. Það hefir orðið augljóst í vetur. að unnt heíir verið að selja nokkru meira af lcjöti en til hefir fallizt á innlenda markaðinum. Hins veg- ar er ekki unnt aö gera sér Ijóst, hversu miklu innlendi markaður- inn hcföi tekið við umfram þaö, sem fram hefir verið boöið, þar sem mjög örðugt er að gera sér grein fyrir því, hvernig þær tálmanir. sem verið hafa á kjötsölunni, hafa verkað. Þannig má vel vera, að skömmtun kjötsins í búðirnar hafi að einhverju leyti örvað eftirspurn eftir kjötinu, þó að hitt sýnist lík- legra, að sú skömmtun hafi meira verkað í hina áttina, að minnka eftirspurnina. Annars er það eftirtektarverð staðreynd, að í sama mund og mjólkurframleiðsla okkar er aö fara fram úr því, sem innlendi markaðurinn getur tekið við, er kjötframleiðslunni svo komið, að hún fullnægir ekki innlenda mark aðinum lengur, ef neytendurnir eiga að fá keypt kjöt eins og þeir vilja. Við höfum að vísu sent 700 tonn af dilkakjötsframleiðslu síðast liðins hausts á Ameríkumarkaö, en óhætt er að fullyrða, að það kjöt hefði auöveldlega selzt hér innan- lands. Þessi breyting á markaðs- aðstöðu mjólkurfVamleiðslunnar og kjötframleiðslunnar hefir gerzt á svo stuttum tíma, aö framleiðend- um hefir tæplega unnizt tími til að átta sig á henni. En ekki er ann að sýnt, en næstu tvö ár að minnsta kosti muni kjötframleiðslan hér á landi verða minni en þarf til þess að fullnægja innlenda markaöin- um, svo sem neytendurnir óska. Annars er rétt að taka það fram, að þótt kjötbirgöir séu mjög litl- ar í landinu, er ekki ástæða til að líta á slíkt sem neyöarástand. Hvort tveggja er, að nýtt kjöt, bæði af nautgrium og hrossum, er að byrja að koma á markaðinn, og svo er kostur á hvalkjöti, sem að vísu þykir ekki Ijúffengt, en er þó notað eins og lélegt hey í harð- indum og kemur að álíka gagni. En fyrir bændastétt landsins er það ] augljóst f járahgslegt tjón, að geta ekki notfært sér til hlítar þann markað fyrir kjöt, er þeim nú býðst, og vanzalaust mundi það ekki hafa þótt, ef ekki heíðu verið sérstakar afsakanir. Það Iiefir aldrei verið auðvéldara en nú að gera sér grein fyrir því, hve skammt er á milli þess, að landbúnaðarvörur skorti til þess að fullnægja innlenda markaðinum og að þeim markði sé ofboðið. Að eins örlítil aukning á framleiðslu samfara minnkun á kaupgetu neyt enda hefir valdið því, að markaður er áður virtist vera rúmur og ör- uggur, tekur eigi lengur við öllu, sem fram er boðið. Eins hefir frem ur lítils háttar minnkun á öðrum framleiðsluvörum valdið því, að þær, sem áður voru umfram þörf innlenda markaðarins, fullnægja ekki lengur eftirspurninni.“ Hér lýkur þessum hugleiðingum í Árbókinni og verður ekki fleira rætt hér að sinni. Starkaður. > »»•«►*>•<&■«» <M>€ « ' !! < i < i Orðsending frá innheimtu Timans Innheimtumönnum og öðrum, er hafa á hendi inn- heimtu blaðgjalda fyrir oss, skal bent á að fyrsta skila- skýrsla þéssa árs verður birt í byrjun ágúst. Innheimtan leggur áherzlu á að fá uppgjör send þeg- ar í þessum mánuði, og jafnframt skorar hún á alla inn- heimtumenn að ljúka innheimtu sem allra fyrst. | TILKYNNING frá Efnalauginni Lindin h. f. Sökum gífurlegra þrengsla í afgreiðslu vorum, eru viðskiptavinir vorir vinsamlega beðnir um að sækja fatnað sinn sem fyrst. EFNALAUGIN LINDIN H. F. GERIST ASSkRIFElVDUR AÐ TIMAIVUM. - ASKRIFTASIRI 2323. VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.