Tíminn - 25.07.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.07.1952, Blaðsíða 8
„ERLENT YFfRLIT“ I DAG* Átöhin í Verhamannuflohhnum Sýslumaður biður síldarskip- stjóra að leita þjófaleit S.I. þriðjudagsnótt var stolið ýmsu út sjó- skíírum á Húsavík, mörg sífdarskip iimi SíSastliðna þriðjudagsnótt var allmargt skipa inni í höfn á Húsavík, og voru síldarsjó- menn í landi fram eftir nóttu og var allhávaðasamt og nokkur drykkjuskapur. Um morguninn varð ljóst, að brot izt hafði verið inn í nokkra beituskúra, og veiðarfæra- skúra á Húsavík og hnuplað þaðan ýmsum smámunum. Það helzta,. sem horfið var, voru handfæri, sökkur, nokkr Hremtarfnrinn stökk til fjalla úr eldinu Frá íréttaritara Tímans á Djúpavogi. Eins og frá var sagt í Tím- anum í vetur tóku bændur við' Berufjörð á tveimur bæj um hreindýr í eldi, er þau ráfuðu niður í i>yggð í harð indum. Á einum bæ, þar sem tvö ung dýr voru í eldi, drápust þau, áður en hægt var að hleypa þeim úr húsi. Öll undu dýrin illa hag sínum í eldinu. Voru daufleg og létu illa að fóðri því, er byggða- menn gátu bezt valið og bor ið fyrir þau. Mun það þó einkum hafa verið fjallfrels ið og töfrar öræfanna, sem valdið hefir dýrunum hugar angri og vesöld. Þríðja dýrið, sem bjargað var af sundi í Berufirði og tekið heim á Berufjörð og sett á eldi, varð fegið frels- inu, er því var sleppt úr eld- inu. Tók það þá til fótanna og stökk til fjalla og hefir ekki sézt síðan heima í byggð. Verður fróðlegt að sjá, hvort það, sem var ung ur tarfur, leggur heim í byggðina aftur, þegar harðn ar að á öræfunum í vetur. Djúpavogsbátar á handfænim og línu Frá fréttaritara Tímans * á Djúpavogi. Djúpavogsbátar eru nokkr- ir á handfæraveiðum á heima miðum og hefir afli verið held ur rýr. Á opnu bátunum eru venjulega. tveir menn og koma þeir að landi með 1 ys— 3 skippund eftir daginn. En auk þess -eru gæftir stopular fyrir litlu bátana. Stærri bátarnir hafa verið á línuveiðum norður við Langanes að undanförnu en aflað heldur iila. Einn bátur rær með línu á heimamiö og fær 3—5 skippund í róðri á 25 bjóð. Útilegubátarnir salta aflann jafn óðum en fiskur heimabáta er frystur. ir sjóstakkar og ein sjóstíg- vél. Ekkert mun hafa verið gert í málinu þann dag, og sýslumanni í Húsavík ekki til kynnt um málið fyrr en dag- inn eftir. Voru þá öll skip far- in brott og ekki hægt um vik. Beiðni til skipstjóra. Sýslumaður tók þá til þess nýstárlega ráðs, að senda skip stjórum þeirra síldarskipa, er hann taldi hafa verið í Húsa- víkurhöfn þessa nótt, orðsend ingu gegnum talstöðina á Siglufiröi og biðja þá að láta leita í skipum sínum að mun- um þeim, er horfið höfðu, eða með öðrum orðum að gera þjófaleit. Er þó vandséð, hversu fara á að því að þekkja svo algenga sjómannshluti, sem mikið hlýtur að vera af í hverju skipi, enda er hætt við, að leit þessi beri lítinn árangur. Skip þau, sem talin voru upp í orðsendingu sýslu- manns, voru 21, en sum þeirra (höfðu þegar í gær tilkynnt, að þau hafi alls ekki verið í Húsavíkurhöfn umrædda nótt Jog menn úr þeim ekki farið ' í land. En óneitanlega er hér um allnýstárlega aðferð til málsrannsóknar að ræða. * Oþurrkar tef ja hey- skap í Eyjafirði Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Sláttur er fyrir löngu haf- inn í Eyjafirði og spretta víða orðin góð. En það var samt ekki fyrr en í þessari viku, að bændur fcru almennt að slá tún sín niður af kappi, þar sem áður höfðu langvarandi óþurrkar og illviðri verið. Hey þau, sem búið var að fella fyr ir nokkru, voru því orðin hrak in. Nú hefir hins vegar brugðið til góðviðris og þurrka. í gær var sól og sumar í Eyjafirði og mikill hiti. 90 tunnur síldar hafa verið saltað- ar á Þórshöfn Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn. í gærmorgun var búið að salta í rúmar 90 tunnur hjá söltunarstöðinni Mána hér á Þórshöfn, en söltunarstöðin Neptún hefir ekkert saltað ennþá. Afli hjá fiskibátum hefir verið -heldur tregur, þó stund um hafi fengizt góðir róðrar. Magni, bátur Jóhanns Jóns- sonar, hefir orðið fengsælast ur af heimabátum og var hann búinn að fiska fyrir 46, 000,00 krónur þann 10. þ.m. Þessi náungi löggildir knett- ' ina fyrir alla knattspyrnu- leiki á Ólympíuleikunum. Hann Ueitir Kaarlo Alakari og var fyrir nokkru einhver kunnasti knattspyrnumaður Finna. Hann mælir og ná- kvæmlega loftið í knettinum, 1 því að hann má hvorki vera of harður eða cí linur. Nýr strætisvagn á Lögbergsleiðina Þegar Reykjafoss kom til landsins síðast, flutti hann með sér nýjan st.rætisvagn xrá Svíþjóð. Er strætisvagix þessi af Volvo-gerð og tekur um þrjátíu manns í sæti. — Vagn þessi er frambyggður og var byggt yfir hann í Svíþjóð, er á honum hið vandaðasta stálhús og þannig útbúið, að ef vagninn rekst utan í og rispast, þá er hægt að kippa út þeirri plötu, sem hefir skemmst og setja aðra í stað- inn, þar sem húsið er allt sett saman úr stálplötum, sem hægt er að losa með lítilli fyr irhöfn, ætti þetta fyrirkomu- lag á gerð hússins að geta lækkað mjog viðgerðarkostn- að, auk þess, sem viðgerðir á ytra borði taka mjög skamm an tíma. Vagninn -er meira frambyggður, en við eigum almennt að venjast hér á landi og stendur hann tvo metra fram fyrir framhjól, enda er öll vélin inni í húsinu. Situr bifreiðarstjórinn fram- jmeð annarri hlið vélarinnar. (Framhurð og afturhurð vagns ins eru báðar opnaðar með loftútbúnaði, því framhurðin er það aftarlega að bifreiðar- stjórinn nær ekki til hennar úr sæti sínu, eins og er á þeim vögnum, sem við eigum að venjast. Talið er, að þessi vagn sé með albeztu fólks- flutningsvögnum, sem hingað hafa verið fluttir, hvað allan útbúnað snertir. Fyi'irhugað er að þesi nýji vagn gangi á Lögbergsleiðinni fyrst um sinn, eða þangað til ferðum verður fækkað á þeirri leið í haust. Nýr barnaskoli byggður á Djúpavogi í sumar er í smíðum á Djúpavogi nýtt barnaskólahús fyrir kaupstaðinn. Iiefir því verið valinn fallegur staður, þar sem hátt ber við kaup- túnið og er unnið af kappi við skólabygginguna. Kyrrö komin á eftir stjórn- arbyltinguna í Egyptalandi Kyrrð virðist nú aftur komin á eftir hina átakalitlu stjórn- arbyltingu, sem gerð var f dögun í fyrradag í Egyptalandi. Virðist svo sem flestir séu ásáttir með corðinn hlut og viðurkenni að nauðsyn hafi verið á gagngerðum ráðstöfun- um til að hreinsa til á æðri stöðum, eins og það er orðað þar eystra. Ræðir við konung og s t j órnmálaf or ingja/ í gær var Ali Maher pasja hinn nýi forsætisráðherra, sem til valda var settur af foringja uppreisnarinnar, at- . liafnasamur mjog’ Ræddi hann við Faruk kqnung í sum . arhöll hans í Alexandríu um I síðustu viðburði í landinu og | stjcrnarmyndun Sina. En Ali |Maher mun nú. hafa stjórn • sína fulltilbúna. Er hún aðal- lega skipuð óháðum stjórn- málamönnum. Ræddi hinn nýi forsætis- ráðherra við forustumenn allra helztu ^stjórnmálaflokka landsins og telur hann, að leiðir séu opnar til samvinnu við alla þá stærstu og þá eink um þjóðernissinnaða menn. Þykir fullvíst, að hinn nýi forsætisráðherra vilji koma í veg fyrir stjórnarkreppu í landinu á næstunni og segist hann fljótlega munu láta efna til nýrra almannra kosn inga í landinu. Ætlar að koma á bættum stjórnarháttum. Nagib hershöfðingi, foringi uppreisnarinnar, : ræddi við blaðamenn i gær og sagðist ekki ætla að skipta sér af stjórnmálum. En hann er her málaráðherra hinnar nýju stjórnar. Tilgangurinn með uppreisninni væri aðeins sá, að koma á betri skipan mikil vægra mála. Þörf hefði verið að uppræta spillingu þá, sem 5 ólympíumet og 2 heimsmet í gær Ólympíuleikarnir urðu enn sögulegir í gær. Voru þá sett fimm ný Ólympíúmet og tvö heimsmet. Hin harða keppni í .5000 metra hlaupi varð eft irminnilegasti við'burður dagsins. En úrslit urðu þau, aö tékkinn Zatopek sigraði eft ir mjög harða og tvísýna keppni. Tókst honum síðast að komast fram fyrir keppi- nauta sína þegár um 100 m. voru eftir í mark. Hann fékk því önnur guilverðlaun sín í gær og á von í þeim þriðju, því hann er skráður í mára- þonshlaupið. 1 110 metra grindahlaupi vóru Bandaríkjamenn i þremur fyrstu sætunum. í 80 metra grindahlaupi kvenna sigraði áströlsk stúlka á nýju heimsmeti, 10, 9 sek. í sleggjukasti varð ó- væntur sigur hjá Úngverja, sem setti nýtt heimsmet og kastaði 60,34 métra. Eini íslendingurinn, sem keppti í gær var Guðmund- ur Lárusson, sem varð 4. í (Framh. á 7. síðu). farin var að grafa um sig hjá stjórnarvöldunum og taka upp þingræði á ný. Auk þess myndi veroa séð um, að her- varnirnar yrðu auknar og hætt að skera niður fjárfram lög til hersins. En þar yrðu menn svo ráðnir í stcður eftir verðleikum og hæfni en ekki eftir tengslum við stjórnar- herra. í gær var allt með kyrrum kjörum í Kairo og fáir her- menn sáust á ferli í borginni. Fékk 700 kr. afla- hlut af silungi á einu kvöldi Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Reyðfirðingar stunda all- mikið veiðar um þessar mundir og eru silungsveið- arnar í ádráttarnet upp við sandana inn í fjarðarbotni sögulegastar. En mikið af bleikju er nú í firöinum eins og venjulega á sumrin. Dæmi eru til þess, að einn maður hafi á einni kvöld- stund veitt silung, sem keypt ur var fyrir 700 krónur til verzlana. Ilafa margir feng ið,þarna ágæta veiði, þó að ekki hafi aflinn alltaf verið jafn mikill eftir kvöldið, eins og í þetta tiltekna skipti. Þá er ágætur kolaafli hjá Reyðfirðingum, sem stunda þær veiðar við fjörðinn o-g utan hans og nokkuð hafa bátar aflað á línu. í Reyðarfirði er mikill markaður fyrir nýjan fisk, sem seint verður fullnægt með þeim veiðum, sem stund aðar eru frá Reyðarfirði og nágrenni. Enda kaupa Hér- aðsbúar nýjan fisk frá Reyð arfirði, þegar hann á annað borð fæst. Heyskapur gengur vel á Reyðarfirði Frá fréttaritara Timans á Reyöarfirði. Nú er loksins lcomiö sól og sumar á Héraði og niður á fjörðum. Sláttur er fyrir nokkru hafinn í Reyðarfirði og flestir langt komnir eða búnir að slá túnin. Framan af gekk heyskapur stirðlega sökum óþurrka, en síðustu dagana hefir allt þornað jafn óðum af Ijánum í sól og hita. Á Iiéraöi er sláttur kominn skemmra, enda spretta þar mun lakari. Víða er sláttur þar rétt byrjaður eða um þaö bil að hefjast af kappi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.