Alþýðublaðið - 20.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐDELll IB kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9*/s — lO'/g árd. og ki. 8—9 síðd. Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 (skrilstofan). Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindáika. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjau (í sama húsi, sömu simar). Fall íhaMsins* Það verður í miniii liluta i báðum þingdeiMum. Það er nú einu sinni wo, að þegar eitthvað er búið að standa lengi, gerast menn vantrúaðir á brevtingu. Og af jrví að íhaldið var búið að sitja að völdum þessi árin, voru margir ósjálfrátt farn- ir að líta svo á, að eðillegt væri' eða jafnvel sjálfsagt, að íhalds- flokkurirm sæti áfram við völd um ófyrirsjáanlega framtið. Það er því ekki ofmælt, að hrun það hið gífurlega, er orðið hefir í íhaldsliðinu við þessar kosningar, Ijþfi komið flestum á óvart, og hefir þó sennilega enginn oróið jafnhissa á því og sjálfur íhaids- háyfirhershöfðinginn Jón Þorláks- son. Eftir því, sem ihaldið hefir íilaðið hærri tollum og sköttum á alþýðuna og óstjóxn þess orðið æ berari, hefir lofið í íhaldsblöð- unum um f jármálavizku Jóns Þor- lákssonar orðið háværara og há- værara. Festu margir trúnað á það, eins og ott er i bili um skrumaugíýsingar, en þð undar- legt megi virðast, mun eng'inn hafa trúað því betur en Jón Þor- láksson sjálfur, svo að það var ekki furða, að honum kæmi á ó- vart það álit, er Rosningarnar sýna að kjósendurnir hafa á í- haldspólitík hans. Um hrun íhaldsins er að öðru leyti það að segja, að furðu gegn- ir, að kaldi sá, sem nú blæs gegn íhaldinu, skuli ekki fyrir löngu hafa btósið upp, því að víst er, að faann um næstu kosningar .er orð- inn að stormi. Liðsauki . Alþýðufiokksins á þingi kemur hins vegar ekki fyrr en við var að búast, enda þarf nú ekki lengur að efa? að það var ekki í fyrsta sinni núna árið 1927, að meiri hluti kjósenda á ísafirði vildi hafa Harald Guð- mundsson þingmann sinn, heldur hefir ótvíræður meiri hluti ís- firzkra kjósenda viljaó það þeg- ar 1923 og Haraldur veriö rétt- kjörinn þingmaður þá, en íhalds- maður sá, sem oft í gamni er nefndur Sigurjónsson Jónsson, setíð heilt kjörtímabil ú pingi á fölsuðum atkuœðum. Margir spyrja, hvað verði nú eftir kosningarnar, og er þá fyrst að svara, að íhaldsstjórnin hlýtur eð fara frá völdum (eða, sagt með sama orðbragði og „Morgun- ið“ viöhafði um erlenda jafnaðar- mannastjórn: hröklast fráj. Sjálft íhaidsmálgagnið „Vörður" gerir ráð fyrir^ að stjórnin fari, og ætlar þó Ihaldsflokknum 17 þingmenn, en jrað er nú séð fyrir, að þeir verða mest 16. Annars er ekki ófróðlegt að sjá, hvemig íhaldið á þessum miklu vonbrigðatímum ]>ess stöðugt lifir í voninni og hangir svo fast við veika \’on um, að íhaldsmaður verði kosinn í Vestur-Húnavatnssýslu, að í „Verði“, sem borinn er út um borgina daginn eftir að hann er fallinn, er gert ráð fyrir, að í- haldið haldi þessu kjördæmi. Það er engum blöðum lengur um það að fletta, að ihaldið fer frá. En ósjálfrátt verður manni á að spyrja, hvort það hefði verið jafn-fúst tii þess að leggja niður völdin að þingræðissið, ef það hefði verið búið að koma upp rík- islögreglunni, sem ihaldsflokknum hefir verið svo mikill áhugi að koma upp og myndi hafa dembt á, ef hann hefði haft tryggan meiri hluta. Myndi lærisveinn Mussolinis þá hafa brugðist kenn- ingum meistarans og látið vera að nota valdið, eða myndi hann hafa setið við stjórn í trássi við þing- meirihlutann, eins og svo mörg erlend íhaldsstjórn hefir áður set- ið? En bvað sem hefði orðið, þá þarf nú ekki að óttast, að íhaldiÖ fyígi ekki þihgræðisreglum, enda ekki annars kostur. En hvers konar stjórn kemur í staðinn fyrir íhaldið ? Á því getur varla leikið vafi. Það verður hrein „Framsóknar"- flokksstjórn. Þó ekki liggi fyrir nein samþykt frá Alþýðuflokkn- um, má ganga að því vísu, að Ijann verði hlutlaus við stjórn- armyndun á komandi þingi. Alls eru þingmenn 42 eða 37, þegar Alþýðuflokksmennirnir dragast frá. „Framsókn“ þarf því ekki að hafa nema 19 þingmenn til þess að hafa meiri hluta og geta var- ist því, að samþykt sé vantrausts- yfirlýsing gegn stjóm, er hún myndar. En hím hefir þegar 17 þingmenn, og allir telja henni vísa þingmennina úr Suður-Þingeyjar- og Suður-Múla-sýslum, pg verða „Framsóknar“-menn á þingi þá . samtals tuttugu. Á móti þeim gætu hins vegar mest orðið: íhaldsmenn 16 Frjálslyndir (Sig. Egg.) 1 Samtals 17 íhaldið hefir þrjá landskjörna þingmenn. Mótstöðuflokkar þess þurfa því að koma fimm af átta þingmönnum, er sameinað þing kýs til efri deildar. En það geta þeir auðveldlega, því að til þess þarf ekki nema 24 atkvæði í sam- einuðu þingi. Það er því meira en að íhaldið verði að iáta af stjórn; það verður líka eftir kosn- ingarriar í algerðu’m minni hluta í báðum þingdeildum. Margar getgátur hafa verið Iéiddar að því, hverjir yrðu ráð- Jierrar í hinu nýja „Framsóknar'- ráðuneyti. Með vissu verður j>að nú ekki sagt að svo komnu málil En vafalaust verða þeir báðir, Jónas og Tryggvi, í ráðuneytinu, og annarhvor þeirra forsætisráð- herra. Það er aðallega þriðji mað- urinn, sem vafi getur leikið á um. Margir myndu hafa getið upp á Klemenz Jónssyni, ef hann heíði náð þingmensku, en sennilega hefir hann fajlið sem ráðherra- efni um Jeið og hann féll sem þingmaður. Sumir Alþýðuflokksmenn hafa haft við orð, að aðstaða flokks- ins til þess að koma fram mlálum sínum myndi hafa verið fult svo góð, ef „Framsóknar“-mennirnir hefðu verið heldur færri á þingi og flokkur þeirra þurft að vera meira upp á Alþýðuflokkinn kom- inn.. En sú skoðun mun röng. „Framsóknar“-flokkurinn myndi aldrei kaupa fylgd Alþýðuflokks- ins þvi verði að vera með neinu því áhugamáli jafnaðarmanna, er líkindi væru til að nota mætti á móti „Framsókn" við kosningar. Skilyrðin fyrir því, að Alþýðu- flokkurinn geti komið fram á- hugamálum sínum, eru því alveg eins mikil, þó „Framsóknar“-fIokk- urinn geti haft völdin án beinnar fylgdar Alþýðuflokksins. En skil- yrði fyrir framgangi málefna jafn-. aðarmanna er það, að þau séu nægilega undirbúin til þess, að kjósendur skilji þau, að almenn- ingi sé ljóst, a'ð þarna sé verið að berjast fyrir hagsmunum hans. En þegar þannig er komið, uerður „Framsókn" að vera með málun- um, enda munu flest mál, er Al- þýðuflokkurinn ber fram á þingi, jafnframt vera hagsmunamál bænda, og ekkert mál hefir flokk- ur okkar þar fram að bera, er kemur í bága við hagsmuni bændastéttarinnar. En sá kostur er við það, að „Framsókn" getur nú staðið ein, að Alþýðuflokk- urinn þarf enga ábyrgð að bera á gerðum hennar; þó hún syndgi, verður Alþýðuflokknum ekki um kent. Höfuðmálgagn íhaldsflokksins flutti nú um helgina mjög viðeig- andi mynd. Það sjást á henni þrjú hús, standa tvö, en hið þriðja er hrunið til grunna. Undir mynd- inni stendur „Snjóflóð i Noregi", en hún hefði eins getað heitið: Jhaldsflokkurinn eftir kosningarn- ar“, þar eð flokkurinn hefir mist fimrh þingsæti eða nær þriðjung þeirra þingmanna, erkosiðvarum nú. Meðal þessara þingmanna eru sumir af þeim, sem mestur styrr hefir staðið um, t. d. Jón Kjart- ansson, Björn Líndal og Árni í Múla. Engimi, sem sér myndina í „Verði", iætur sér detta í hug, að úr spítnaruslinu úr hrunda hús- iriu veröi nýtt hús reist, og fáir þeirra, sem fylgjast með í stjórn- málum, geta látið sér detta í hug, að reistur verði við sá hlutí i- hald-sins, er nú fór i rústir. Þeir íhaldsþing'menn, er féllu við kosn- ingarnar — og reyndar við mjög' misjafnan orðstír —, verða senni- rega ekki reistir við frekar en föllnu raftarnir, sem höfuðníáí- gagn íhaldsins svo einkar vel við- eigandi nú flytur mynd af. Ólafur Friðriksson. Jóia ©erF©kss©M. íslenzk uppreistarsaga. Einstök er hér á landi uppreist sú, er gerð var þenna dag, 20, júlí, árið 1433, þegar dómkirkjan í Skálholti var tekin á Jóni bisk- upi Gerrekssyni, ]>ar sem hann stóð í biskupsskrúða og hugðist að nota helgi altarissakramentis- ins sér til 'varnar, en uppreistar- mennirnir skeyttu því engu, hield- ur drógu hann hörðum höndum út úr kirkjunni, sviftu honum úr skrúðanum, tóku siðan herra bisk- upinn, létu í poka, bundu stein við og köstuðu í Brúará, líkt og kettlingur væri, og voru eftir það jafnvel lítt eða ekki hafðir fyrir sökum vegna athæfisins. Sýnir það, hversu illa J>okkaður Jón Gerreksson var. Þess verður þó vel að gæta, að biskupsveldið var mikið í þá daga. Þá má ekki gleyma því, að þessar aðfarir voru á háhelgum degi, Þorláksmessu á sumri, sem haldinn var í kaþólskum sið hér á lándi í minningu þess, að þann dag var tekinn upp helgur ciomur (þ. e. nein) Þorláks biskups hins helga Þörhallssonar; en því mun sá dagur hafa verið valinn til aölarannnar, að þa var biskup vís heima, og þann dag vöktu miklar mannaferðir til staðarins. siður eftirtekt en áðra daga. Ö- þokkabrögð Jóns og sveina hans höfðu vakið þá gremju, er eigi varð kveðin niður, enda voru þeir harðsnúnir, er að sóttu, og létu sér ekki alt i augum vaxa. Þeir Teitur í Bjaxnanesi sundriðu Hvítá í Skálholtsleið, og kirkjunni lyftu uppreisnjarmennirnijr af gtrulnni með stórviðum, þegar biskup og fylgismenn hans höfðu læst henni. að sér og ætluðu henni að geyma sín. Þegar Eirikur konungur af Pom- mern vélaði Jón þenna á Skál- holtsstól, túlkaði hann málið fyrir páfanum á þann hátt, að embættið væri bæði rýrt og á. afskektum stað, meðal hálfgerðra skrælingja, en biskup þessi, sem 'þá hafði verið rekinn frá erkibisk- upsdæmi í Svíþjóðu, væri maður eignalaus, en hefði nú séð að sér og gengi í endurnýungu lifdag- anna. „Endurnýjungin" sú lýsti sér í því, að eftir að hann var oröinn biskup í Skálholti, þá biann mútur af manni nokkrum, er Gissur hét, til þess að hann fengi að svala sér á óvini sínum, sem Filippus ér nefndur. Biskup var á yfir- reið og var staddur á Reykhólum. Þá var honum sagt, að Filippus hefði komist i kirkju,. er sveinar biskups ætluðu að taka hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.